Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Qupperneq 13
DV. MANUDAGUR1. APRlL 1985.
13
Kjallarinn
STURLA BÖÐVARS-
SON
SVEITARSTJÓRI,
STYKKISHÖLMI
styrkja einingahúsaframleiöendur við
þróun framleiðslunnar, bæði á sviði
hönnunar og vél- og tæknivæðingar,
mætti vafalaust lækka byggingar-
kostnaöinn verulega. Slíkar aðgerðir
gætu auk þess létt róður húsbyggjenda
og dregiö úr fjárþörf vegna húsbygg-
inga.
Samræmdar aðgerðir við efnisinn-
kaup, nýtingu innlendra hráefna,
rannsóknir á byggingarefnum og ráð-
gjöf við rekstur eru þær ráðstafanir
sem stjómvöld þurfa að beita sér að
þegar búið er að leiða húsbyggjendur
frá gjaldþroti.
Samhliða endurskipulagi í bygging-
arstarfseminni þarf aö tryggja fjár-
magn til þeirra verksmiðja sem ann-
ast framleiðslu byggingarhluta.
Framangreindar aðgerðir munu
stuöla að bættum hag og stöðugleika
þessarar-mikilvægu atvinnugreinar.
Eina leiðin til þess að taka myndar-
lega á þessu er að iðnaðarráðuneytið
feli t.d. Iðntæknistofnun að annast
verkefniö og hrindi af stað róttækum
aðgerðum í byggingariönaðinum.
Hluti þeirra 500 millj. sem ríkisstjóm-
in hefur ætlað til styrktar nýsköpun í
atvinnulífinu ætti að nota til beinna
styrkja til einingahúsaverksmiðjanna
til þróunar framleiðslu þeirra. Slík
fjárfesting er fjárfesting í spamaði
sem mun bæta lífskjör í landinu.
Sturla Böðvarsson
Ringulreið f
Háskólanum
— hugleiðingar í tilefni rektorskjörs
Vegna mikillar umræðu undan-
fama daga um stöðu Háskólans og
samskipta hans við atvinnulífið tel
ég mig knúna til að legg ja orð í belg.
Svo er mál með vexti að ég er
skráð stúdent í Hl en stunda þar ekki
nám sem stendur. Háskólinn opnaði
dyr sínar fyrir mér sem og svo
mörgum öðrum árið 1982. Gekk ég þá
glöð og einbeitt að verki, skráði mig í
það sem ég taldi liggja næst mínu
áhugasviöi. Ég horfði glöð og bjart-
sýn til framtíðarinnar og verunnar
innan veggja æðstu menntastofnun-
ar landsins. Nú er áriö 1985 og
viöhorfið allt annað hjá mér og
mörgum öðrum sem ég átti samleið
með. Það sem við höföum valið
okkur að læra var nefnilega alveg ný
námsgrein við Hl. Það sem beið
okkar haustið 1982 var þvílík ringul-
reið og úrræðaleysi að því verður
varla lýst.
Skipulagsleysi
Eg held aö okkar námsbraut sé
ekkert einsdæmi um hvemig búið er
að nýjum og jafnvel gömlum náms-
brautum innan Háskólans. Hún var
lítt kunn og þeir sem leituðu vel í
námslýsingu HI fundu kafla sem var
ruglandi að því leyti að hann lýsti í
senn fyrsta námsári nýju náms-
brautarinnar en síðan ööru og þriðja
námsári þeif-ra sem lagt höfðu fyrir
sig „gamla námið”. Þar var hvergi
að sjá neina lýsingu á því efni sem
námsbrautin inniheldur í heild eða
fimm ára nám. Við áttum því fljótt
eftir að komast upp á lag með að
skrá okkur á námskeið sem við
vissum ekki hvað hétu, hver myndi
kenna og hvemig yrðu metin. Einn-
ig horfðum við upp á sívaxandi
húsnæðisvanda sem verður víst ekki
leystur í bráð með því sleifarlagi
sem nú er á afgreiðslu þess máls.
En hvað er þaö eiginlega sem
ræöur því hvenær verður byggt yfir
námsbrautina? Að sjálfsögðu er það
forstöðumanna hennar að vekja
máls á þessu og fylgja því ærlega
eftir. Síðan er það yfirstjóm Háskól-
ans sem deilir út fé til þessa. Eg vildi
bara (ef ég gæti) spyrja okkar mjög
svo frambærilegu menn, rektorsefn-
in, hvers vegna sé verið að koma
á laggimar, í sjálfu sér þörfum og
nýtum, námsbrautum sem engu hafa
yfir að ráða? A ég þá við húsnæði,
mannafla og tækjabúnað. Hverjum
er verið að þóknast? Er það atvinnu-
lífiö sem heimtar það eða er það
kannski ósk kennaranna i hinum ein-
stöku greinum vegna verkefna-
skorts? Við stúdentar óskum að
sjálfsögðu eftir að fá meira að velja
úr — annað væri óeðlilegt. En ef
þetta aukna valfrelsi um náms-
greinar þýðir annars flokks menntun
•þá er ég ekki tilbúin að samþykkja
útvíkkun Hl á æ fleiri sviöum.
Verkefni fyrir
verðandi rektor
Eitt var það sem sló mig alveg sér-
staklega eftir því sem ég kynntist
Háskólanum betur gegnum störf mín
í stjórnamefnd viðkomandi skorar.
Það var sambandsleysið milli skora
innan deilda hans og sömuleiðis milli
hinna einstöku deilda sem oft á
tíðum verða að vinna saman, en gera
þó ekki. I okkar tilfelli sóttum við
nám aö miklu leyti til annarrar
deildar, en hvorug umræddra deilda
vildi vita af tilveru hinnar. Verð ég
þó að segja að gestgjafadeild okkar
reyndist raunsærri gagnvart okkur
og kom í heild mjög vel fram við
„gestina”. Eg vona innilega að verð-
andi rektor, hver sem hann verður,
sé reiðubúinn að horfast í augu við
þvílík vandamál sem ég hef lýst aö
framan og sé þar að auki tilbúinn að
hlusta á mæddar raddir stúdenta
sem lent hafa í ólgusjó ringulreiöar-
innar sem ríkir í skólanum. Allir
vilja kenna fjármagnsleysinu um
vandann. Auövitað er það stór þáttur
af vandamálinu en það er bara ekki
mergurinn málsins. Það er að mestu
leyti röng dreifing fjár og nýting
þess, auk þess sem margir fastráðn-
ir starfsmenn Hl eru staddir á
röngumstað.
Burt með æviráðningar
Hverjir eru áreiðanlegustu heim-
ildarmenn um það hver er
góöur kennari og hver ekki? Auðvit-
aö er dómur nemandans áreiðanleg-
astur, um það er enginn vafi. Þess
vegna fylgdi ég Vökumönnum að
Kjallarinn
ALMA BIRNA
ALMARSDÓTTIR
HÁSKÓLASTÚDENT
máli, þó ég sé enginn „vökustaur”,
þegar þeir lögöu fram á stefnuskrá
sinni í kosningunum til stúdentaráðs
1984 að stúdentar skyldu ráða því
hvaða stundakennari, lektor eða
jafnvel prófessor héldi sinni stöðu
vegna augljósrar hæfni viðkomandi.
Og því segi ég: Burt með æviráðning-
ar innan Háskóla Islands! Þær virka
oft á tíðum lamandi fyrir starfið í
skólanum. Það verður að gera það
eftirsótt að vinna við hann, aöeins
þannig er hægt að auka virðingu
hans og skapa „dýnamískan” skóla
þar sem allar deildir hafa sama
markmið að vinna að, en sitja ekki
hver í sínu homi og keppast við að
ota sínum tota. Þá á ekki að skipta
máli í hugum manna hvort rektor er
hugvísinda- eða raunvísindamaöur
eins og vill brenna við núna.
Saga litlu námsbrautarinnar er
ekki úti. Hún óx og varð stór því
margir hafa áhuga á að stúdera við
hana. Saga hennar getur orðið sorg-
leg því margir nemenda hennar
hyggjast yfirgefa hana og fara utan
þegar kostur gefst. Vonandi er þetta
tímabil upplausnar brátt á enda og
við stúdentar getum horft jafnbjart-
sýnir á framtíðina og atvinnulífið og
undirrituð geröi fyrir þrem árum.
Vonin er að miklu leyti bundin við að
sjá nýjan, ferskan gust leika um
rektorsembættið.
Anna Birna Almarsdóttir.
Dýrasta þjóðarsport íslendinga
Nýjungafíkna trúgimisstefnan
stjórnvalda — ávexti nýjungafíknu
trúgirninnar í atvinnumálum lands-
manna? Þessi atvinnugrein er
sjávarútvegur og fiskvinnsla.
Byggingakostnaður
loftkastalasmiðanna
Þeir menn sem hamast hafa viö loft-
kastalasmíöina í atvinnumálum lands-
manna hafa gert þaö allt saman upp á
krít í útlendum bönkum. Hver halda
menn aö leggi til gjaldeyrinn upp í
vexti og afborganir þeirra lána? Er
það iönaöurinn margumtalaði sem er á
góðri leið meö að gera Island að varan-
legu láglaunasvæði? Er það land-
búnaðurinn sem kominn er á opinbert
framfæri? Nei — það er sú einasta
framleiösluatvinnugrein í landinu sem
hefur getað staðið á eigin fótum;
sjávarútvegurinn.
Sú atvinnugrein hefur nú verið svo
blóðmjólkuð í þágu gæluviöfangsefna
og loftkastalasmiða að ekki hefur hún
lengur nógu mikið afgangs til þess að
tryggja starfsfólki sínu sambærileg kjör
við starfsbræður þess í nálægum löndum
1 — sem þó komast ekki með tæmar þar
sem íslenzkir sjómenn hafa hælana í af-
köstum.
Þessi atvinnugrein er látin borga
mistökin viö Kröflu, sem kosta þjóöar-
búið árlega jafnháa upphæö og það
kostar aö reka Háskóla Islands.
Þessi atvinnugrein hefur verið látin
borga ævintýrið um samkeppnina við
sólina á Spáni um að búa til salt.
Þessi atvinnugrein stendur undir
kaupum og uppsetningu á þremur
pappírsbleiuverksmiðjum fyrir
þúsund bamsrassa.
Allt er þetta borgað og keypt með
gjaldeyri sem þessi atvinnugrein hefur
skapaö.
Ambassadorar
„íslenskrar þekkingar"!
Þessari atburöarás veröa menn að
snúa við —á meöan enn gefst til þess
tími. Nýjungafíknu trúgirnisstefnunni
veröur að setja einhver takmörk, ann-
ars förum við öll á vonarvöl. Hún má
ekki til eilífðamóns vera sú glýja í
augum þjóðarinnar sem lætur hana
gleyma því atvinnulífi sem hún þekkir
og kann til verka í. Hypjum okkui- því
sem allra fyrst úr jakahlaupinu og
aftur upp á þurrt þar sem menn hafa
fast land undir fótum og geta staðiö
báðum í senn á jörðunni. Snúum okkur
svo aö því aö auka verðmæti sjávar-
afurðaframleiðslu okkar, m.a. með
frelsi í útflutningsviðskiptum og sam-
keppni útflytjenda um hæsta verð og
bestu markaði. Þannig sköpum við
tækifæri til þess að gera kjaralega
eftirsóknarvert að veiða og verka fisk
eins og það myndi vera ef þessar at-
vinnugreinar fengju aö njóta eölilegr-
ar framþróunar og uppbyggingar í
friði fyrir trúgjörnum loftkastalasmið-
um sem stunda sínar byggingafram-
kvæmdir á reikning sjómanna og fisk-
verkafólks.
Nýjasta afkvæmi nýjungafíknu
trúgirnisstefnunnar er sú yfirlýsing
iðnaðarráðherra. að hann hyggist ráöa
„Þeir menn sem hamast hafa við loftkastalasmíðina í atvinnumðlum landsmanna hafa gort það allt
saman upp á krít i útlendum bönkum."
sér ambassadora til þess aö selja
íslenzka loftkastalasmiði í útlöndum
undir vörumerki „íslenzkrar þekking-
ar”. Fíntskalþað vera.
Eg væri á stundinni tilbúinn aö
„selja” þá „sérþekkingu” fyrir ekk-
ert, sem „gaf” okkur Kröflu, saltverk-
smiöju, Norðurlandanegrakossamask-
ínu og aðrar vorrósaroliur íslenzkra
atvinnumála — ef bara einhver viðtak-
andifyndist.
Sighvatur Björgvinsson.