Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Side 16
16 DV. MANUDAGUR1. APRlL 1985. Spurningin Heldur þú að Víkingarn- ir komist áfram í Evrópukeppninni í handknattleik? (Spurt fyrir helgi). Ölafur Már Ölafsson nemi: Já, ég hef trú á þvi að þeir komist áfram. Eg geri samt ráð fyrir því að þeir tapi leiknum úti um helgina með svona þriggja til fjögurra marka mun. Sigfús Eiríksson múrari: Það er ekki nokkur vafi á því. Eg hef stólpatrú á því að þeir beri sigur úr býtum þarna ytra. Erla Haraldsdóttir hárgreiðslumær: Eg fylgist mjög lítið með íþróttum en ég vona að íslenska iiðiö nái eins langt og mögulegt er. Arni Kolbeinsson ríkisstarfsmaður: Þaö finnst mér ákaflega líklegt. Eg spái því að þeir vinni Spánverjana með þriggja marka mun í Barcelona. Kristín Albertsdóttir nemi: Ég hugsa aö þeir tapi fyrir spánska liðinu með sex marka mun en komist engu aö síður í úrslitaleikinn. Magnús Guðmundsson fiskvcrkunar- maður: Eg veit sama og ekkert um íþróttir svo ég treysti mér ekki til aö spá nokkru um úrslitin. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Fréttir af AIDS eru vandmeð- famar Einar Þorleif sson skrifar: í kvöldfréttum útvarpsins þann 10. febrúar sl. sendi fréttaritari þess í Osló, Bjarni Sigtryggsson, frétt um þróun AIDS-sjúkdómsins í Noregi. Fréttin er, aö mínu áliti, skaðleg fyrir sjálfstraust homma og lesbía. Fram á síöustu ár hafa hommar og lesbíur hér á landi átt fáa valkosti aðra en eilíft þunglyndi og sjálfs- hatur. Fyrir tilhlutan hóps af bar- áttufólki hefur sjálfsímynd homma orðið jákvæðari upp á síðkastið. Angi alþjóðlegrar mannréttindabaráttu homma hefur teygt sig til Islands. AIDS-sjúkdómurinn, eöa öllu heldur fjölmiölafáriö í kringum sjúkdóm- inn, hefur hins vegar gert þessari baráttu erfiðara fyrir. Fréttasendingu þína, Bjarni, tel ég vera dæmi um ófagleg vinnubrögð fjölmiðla á þessu sviði. I framhaldi af því langar mig til að gera nokkrar athugasemdir við framsetningu þína á fréttinni og notkun þína á orðinu „kynvillingur”. I fyrsta lagi setur þú homma á bás með sprautueiturlyfjasjúklingum án þess aö skýra fyrir hlustendum sam- hengið þarna á milli. 1 hugum al- mennings á að uppræta eiturlyfja- neyslu og aö rugja hommum saman við eiturlyfjaneytendur — ég tala nú ekki um þá sem eru á sprautunni — verður ekki baráttu homma til fram- dráttar. Fréttin býður upp á slíkan rugling þar sem innihald hennar er ekki sett í sitt rétta samhengi. 1 öðru lagi er nauösynlegt í slíkri frétt að gera grein fyrir hvernig hinn alvarlegi vírussjúkdómur tengist hommum sérstaklega. Nauösyn slíkrar skýringar er tilkomin vegna þess aö ekki er óalgengt að almenn- ingur haldi að hómósexúalhneigö beri í sér smit títtnefnds sjúkdóms. En auðvitað er þetta hlægileg fá- viska: AIDS-sjúkdómurinn er ekki í neinu beinu sambandi viö hómósexúalhneigö eöa kynlíf homma. En ekki er við almenning að sakast heldur hafa fjölmiðlar brugðist upplýsingaskyldu sinni í þessum efnum. Eftir því sem næst er hægt að komast var það alger tilvilj- un að AIDS veiran smitaði fyrst homma í New York en ekki starfs- fólk Hvíta hússins í Washington til þess aðnefna dæmi af handahófi. Um notkun þína á orðinu „kynvill- ingur” er þetta aösegja: Samkvæmt rökvísi íslensks máls er „kynvill- ingur” sá maður sem villst hefur á kyni, samanber orðið trúvillingur. Orðið endurspeglar rótgróna for- dóma sem koma fram í sjálfu mál- inu. Ef þú, Bjami, álítur, að hommar fari villir vegar viltu þá vera svo elskulegur aö taka fram hver sé hin rétta leið. „AIDS-sjúkdómurinn er ekki i neinu beinu sambandi við hómósexúal- hneigð," segir bréfritari. Aðlokumþetta, Bjami: Fréttir af AIDS eru vandmeð- famar. Þær snerta undirokaðan hóp ogþærfjalla umbanvænansjúkdóm. Að mínu áliti má ekki kasta til þeirra höndum. Árangurinn af réttindabar- áttu homma og lesbía má ekki verða að engu. Ríkisútvarpið á þar leik á borði. Hvernig væri t.d. að gera fréttaskýringaþátt um þau hrylli- legu áhrif upplausnar og ótta sem AIDS-sjúkdómurinn, og fyrst og fremst fréttaflutningurinn um hann, hefur haft á homma? Verð fyrir þjónustu leigu- bílstjóra verði lækkað í heimi. ión Páll landi og þjóð til sóma Sigurður Gíslason hringdi: Eg hef samband út af öllu þessu leigubílstjórakarpi. Mig langar til að leggja smávegis til málanna sem neyt- andi. Eg bý í Garöabæ og í þau fáu skipti sem ég tek leigubíl þá er það þegar ég fer út aö skemmta mér. Mér finnst ákaflega ósanngjarnt að þegar maður kemur að Kópavogsbrúnni þá er skipt yfir á hærri taxta. Nú er ekki lengra í Garðabæ en í Breiðholtiö en samt Óþolandi salt Ökumaður hringdi: Mér blöskrar saltaustur umferöar- deildar borgarinnar. Þaö þarf ekki aö falla nema snjókorn úr lofti og þá er þegar dreift salti á allar strætisvagna- leiðir. Ég hef nokkrar athugasemdir fram að færa vegna þessa: 1. Þegar Saltið kemur í snjóinn eöa frosna jörð þá myndar það krap sem getur reynst bílstjórum hættu- legt. Bílar láta illa að stjórn og göt- urnar verða sleipar eftir sem áður. 2. Saltið leysir upp tjöruna í mal- bikinu. Það er við þessar aðstæður sem malbik og bílar liggja undir skemmdum. 3. Kostnaðurinn sem af þessu hlýst er mikill og óþarfur. Eg legg til aö Umferöarráð geri könnun á þessu, það er löngu orðið tímabært. þurfum við að greiöa hærra verð fyrir akstur sem búum í Garðabænum. Ég tel hyggilegt aö gera Stór-Reykja- víkursvæöið að einu gjaldsvæöi svo neytendum sé gert jafnhátt undir höfði. Fyrir nokkru tók ég leigubíl aö heúnan á veitingastaðinn Naust og síðar aftur til baka. Ég þurfti að greiða um 700 krónur fyrir, eða 350 krónur hvora leið. Til samanburðar má geta þess að upphæð þessi samsvarar 17 dollurum, 14 pundum og 194 dönskum krónum. Ég er hræddur um að íbúunum í nágrannalöndum okkar þætti þetta hátt verð fyrir ekki lengri akstur. I framhaldi af þessu hef ég veriö aö velta fyrir mér hvort leigubílstjórar gætu ekki lækkaö verðið á þjónustu sinni um t.d. 30%. Við óbreytt ástand hvarflar varla að manni að taka leigu- bíl til almennra nota svona dags dag- lega en ef veröið yrði lækkað fengju leigubílstjórar fleiri viöskiptavini og bæru eflaust meira úr býtum en ella. Aödáandi skrifar: Mér finnst alveg til skammar hvem- ig komið er fram viö sterkasta mann í heimi, Jón Pál, hér á landi. Við getum verið stolt af Jóni, hann er landi og þjóð til sóma í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. I staö þess að styðja hann peningalega og á annan hátt reyna þessir menn í ISI að gera honum lífiö leitt með því að boöa hann í lyfja- próf án þess aö hafa lengur lögsögu yfir honum. Þetta er þokkaleg kynning fyrir landiö að það sé komið svona fram við hann. Þessir menn ættu aö sjá sóma sinn í að biðja Jón Pál og fjöl- skyldu hans afsökunar á þessari fram- komu, það er búið að móðga þau gróf- lega. ÚM'Kik'. Ý-v « -.«4 ..._ .................... Félagarnir í Duran Duran ásamt þeldökkum aðdáendum. Tónleika mynd með D.D. Gunnar Reynir og Gunnar Reynir úr Árbænum höfðu samband: Við viljum mælast til þess að sjón- varpið taki sig saman í andlitinu og kaupi mynd frá tónleikum með Duran Duran og sýni á skjánum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.