Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Qupperneq 26
26
DV. MANUDAGUR1. APRIL1985.
„Dagrenning"
Verð kr. 985,-
Stærð 62 x 80 cm, úttalin með góbelínsaum í
brúnan jafa með Ijósu ullargarni.
„Leikfléttur"
Verð kr. 740,-
Stærð 25 x 30 cm,
4saman í pakkningu.
Úttaldar, með kross-
saum í Ijósan jafa með
dökkbrúnu ullargarni.
Opið iaugardag fyrir
páska kl. 10—12.
iiannprbabetölumn
Crla
Snorrabraut 44 — pósthólf 5249
Sími 14290.
í
i
Frá afhendingu fyrstu Rauðu fjaðrarinnar árið 1972. Á myndinni eru frá vinstri: Jóhann Briem, Jósef Þor-
geirsson, Gunnar Þormar, Þorvaldur Þorsteinsson og Kristján Eldjárn.
RAUÐA FIODRIN!
m 12 ~ 14 apríl 1985
Dagana 12,—14. apríl nk. fer fram
fjársöfnun á vegum Lions-hreyf-
ingarinnar, „Rauöa f jöörin” svokall-
aöa.
Rauöa fjöörin var í fyrsta sinn boö-
in landsmönnum áriö 1972. Fyrir
söfnunarféð voru keypt lækninga-
tæki er stórbættu aöstööu til augn-
skurðlækninga á Landakotsspítala.
Næsta söfnun fór fram áriö 1976.
Þá safnaðist nægilegt fé til kaupa á
tækjabúnaði á 4 tannlæknastofur,
sérstaklega ætlaðarþroskaheftum.
1980 var safnað fyrir lækninga-
tækjum handa háls- nef og eyrna-
deild Borgarspítalans.
Með söfnuninni í ár er stefnt aö
kaupum á svokölluðum línuhraöli til
geislalækninga á krabbameini. Tæk-
inu verður komiö fyrir í K-byggingu
Landspítalans, sem nú er í byggingu.
I hvert sinn sem Rauða fjöörin hefur
veriö boöin til sölu hafa fjölmiölar
kynnt rækilega málefniö sem styöja
átti. Lions-félagar, sem í dag eru ná-
lægt 3000, hafa innt af höndum mikiö
og óeigingjarnt starf og náð góöum
árangri.
Kjallarinn
GUNNAR
ÞORMAR
TANNLÆKNIR.
Mig langar í stuttu máU aö segja
frá Rauöu fjöörinni 1976, sem helguð
var þroskaheftum. Þroskaheftir
hafa þá sérstööu aö þurfa á meiri
tannlæknaþjónustu að halda en aörir
þjóöfélagshópar. Þeir geta í fæstum
tUfeUum sjálfir átt frumkvæði aö því
að fara til tannlæknis og hafa ekki
tekjur tU aö greiða fyrir þessa þjón-
ustu. I flestum siðmenntuöum
þjóðfélögum er þroskaheftum gefinn
kostur á sérstakri tannlæknaþjón-
á* „Lions-hreyfingin ræðst nú í um-
^ fangsmikið verkefni. Línuhraðall
mun auka batamöguleika krabba-
meinssjúklinga og bjarga manns-
lífum.”
ustu, þeim aö kostnaöarlausu. En í
því svartnætti, sem ríkti í málefnum
þroskaheftra á Islandi fram á síö-
asta áratug, þótti ekki ástæöa tU aö
veita þeim þessa þjónustu frekar en
ýmsa aðra. Tannlæknafélag Islands
og Styrktarfélag vangefinna höföu
um árabd barist fyrir úrbótum á
þessu sviöi án sýnUegs árangurs.
Þaö var því um brýnt verkefni aö
ræöa þegar Lions-hreyfingin ákvaö
aö stuöla aö tannlækningum þroska-
heftra meö landssöfnun. Söfnunarféð
nægöi til kaupa á tækjabúnaöi fyrir 4
tannlæknastofur. Ætla mætti aö þá
heföi vandinn veriö leystur, en svo
var ekki. Eftir var aö koma tann-
læknatækjunum fyrir og fjárhagsleg-
an grundvöll skorti til að hægt væri
aö veita þroskaheftum tilætlaöa
þjónustu.
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráöuneytiö sótti um fjárveitingu
haustið 1977, en umsókninni var sy nj-
aö af fjárveitinganefnd alþingis.
Viö breytingu á lögum um al-
mannatryggingar, frá 1. jan. 1979,
var veitt heimild tU fuUrar endur-
greiðslu á tannlækningum þroska-
heftra, séu þeir 75% öryrkjar og njóti
fullrar tekjutryggingar. Heimildar-
ákvæöi þetta tók gildi í ársbyrjun
1980, skv. ákvöröun Magnúsar
Magnússonar, heilbrigöis- og
tryggingamálaráðherra.
Fjöldi einstaklinga og félaga-
samtök veittu þessu málefni stuön-
ing. Á því leikur þó enginn vafi að
Rauöa fjöörin 1976 og stuðningur
Lions-hreyfingarinnar áttu stærstan
þátt í aö máUö fékk farsæla lausn.
Lions-hreyfingin ræöst nú í um-
fangsmikið verkefni. Línuhraöall
mun auka batamöguleika krabba-
meinssjúklinga og bjarga manns-
lífum.
Vonandi er aö landsmenn taki vel á
móti Lions-félögum og kaupi fleiri
Rauöar fjaðrir en nokkru sinni áður.
Gunnar Þormar.
Eurocard býður
öryggisþjónustu
Eurocard-eigendur mega búast viö
því aö fá sent heim sérstakt öryggis-
kort sem veitir þeim aukna öryggis-
þjónustu á ferðalögum erlendis. Á
kortinu eru þrjú símanúmer í þrem
heimshlutum sem hafa má samband
við ef eitthvaö fer úrskeiðis í ferðinni.
Haraldur Haraldsson, stjórnar-
formaöur Euroeard, tók skýrt fram aö
þessi öryggisþjónusta kæmi alls ekki í
staðinn fyrir venjulegar feröa- og
slysatryggingar, heldur er aöeins um
aö ræöa hjálp á staðnum. Til dæmis er
greitt fyrir læknisaöstoð, sjúkrahúss-
vist og lögfræðiaðstoð, þó eru nokkur
tilfelli undantekin.
Hendi eitthvaö korthafa hefur hann
samband viö einn þeirra þriggja staöa
sem nefndir eru á öryggiskortinu. Þar
svarar starfsfólk og spyr hvaö
komið hafi fyrir. I miðstöðvunum eru
töluð mörg tungumál svo korthafi ætti
ekki aö lenda í tungumálaerfiöleikum.
Einnig stendur Eurocard-korthafa til
boöa að hringja í símanúmer á Islandi
kjósi hann þaö heldur. Þessi sími er
opinn allan sólarhringinn og gefst kort-
höfum kostur á aö hringja þangaö til
aö koma skilaboöum beint til Islands ef
þeir lenda í erfiöleikum og þarfnast aö-
stoöar.
-ÁE.