Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Qupperneq 26
26 DV. MANUDAGUR1. APRIL1985. „Dagrenning" Verð kr. 985,- Stærð 62 x 80 cm, úttalin með góbelínsaum í brúnan jafa með Ijósu ullargarni. „Leikfléttur" Verð kr. 740,- Stærð 25 x 30 cm, 4saman í pakkningu. Úttaldar, með kross- saum í Ijósan jafa með dökkbrúnu ullargarni. Opið iaugardag fyrir páska kl. 10—12. iiannprbabetölumn Crla Snorrabraut 44 — pósthólf 5249 Sími 14290. í i Frá afhendingu fyrstu Rauðu fjaðrarinnar árið 1972. Á myndinni eru frá vinstri: Jóhann Briem, Jósef Þor- geirsson, Gunnar Þormar, Þorvaldur Þorsteinsson og Kristján Eldjárn. RAUÐA FIODRIN! m 12 ~ 14 apríl 1985 Dagana 12,—14. apríl nk. fer fram fjársöfnun á vegum Lions-hreyf- ingarinnar, „Rauöa f jöörin” svokall- aöa. Rauöa fjöörin var í fyrsta sinn boö- in landsmönnum áriö 1972. Fyrir söfnunarféð voru keypt lækninga- tæki er stórbættu aöstööu til augn- skurðlækninga á Landakotsspítala. Næsta söfnun fór fram áriö 1976. Þá safnaðist nægilegt fé til kaupa á tækjabúnaði á 4 tannlæknastofur, sérstaklega ætlaðarþroskaheftum. 1980 var safnað fyrir lækninga- tækjum handa háls- nef og eyrna- deild Borgarspítalans. Með söfnuninni í ár er stefnt aö kaupum á svokölluðum línuhraöli til geislalækninga á krabbameini. Tæk- inu verður komiö fyrir í K-byggingu Landspítalans, sem nú er í byggingu. I hvert sinn sem Rauða fjöörin hefur veriö boöin til sölu hafa fjölmiölar kynnt rækilega málefniö sem styöja átti. Lions-félagar, sem í dag eru ná- lægt 3000, hafa innt af höndum mikiö og óeigingjarnt starf og náð góöum árangri. Kjallarinn GUNNAR ÞORMAR TANNLÆKNIR. Mig langar í stuttu máU aö segja frá Rauöu fjöörinni 1976, sem helguð var þroskaheftum. Þroskaheftir hafa þá sérstööu aö þurfa á meiri tannlæknaþjónustu að halda en aörir þjóöfélagshópar. Þeir geta í fæstum tUfeUum sjálfir átt frumkvæði aö því að fara til tannlæknis og hafa ekki tekjur tU aö greiða fyrir þessa þjón- ustu. I flestum siðmenntuöum þjóðfélögum er þroskaheftum gefinn kostur á sérstakri tannlæknaþjón- á* „Lions-hreyfingin ræðst nú í um- ^ fangsmikið verkefni. Línuhraðall mun auka batamöguleika krabba- meinssjúklinga og bjarga manns- lífum.” ustu, þeim aö kostnaöarlausu. En í því svartnætti, sem ríkti í málefnum þroskaheftra á Islandi fram á síö- asta áratug, þótti ekki ástæöa tU aö veita þeim þessa þjónustu frekar en ýmsa aðra. Tannlæknafélag Islands og Styrktarfélag vangefinna höföu um árabd barist fyrir úrbótum á þessu sviöi án sýnUegs árangurs. Þaö var því um brýnt verkefni aö ræöa þegar Lions-hreyfingin ákvaö aö stuöla aö tannlækningum þroska- heftra meö landssöfnun. Söfnunarféð nægöi til kaupa á tækjabúnaöi fyrir 4 tannlæknastofur. Ætla mætti aö þá heföi vandinn veriö leystur, en svo var ekki. Eftir var aö koma tann- læknatækjunum fyrir og fjárhagsleg- an grundvöll skorti til að hægt væri aö veita þroskaheftum tilætlaöa þjónustu. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráöuneytiö sótti um fjárveitingu haustið 1977, en umsókninni var sy nj- aö af fjárveitinganefnd alþingis. Viö breytingu á lögum um al- mannatryggingar, frá 1. jan. 1979, var veitt heimild tU fuUrar endur- greiðslu á tannlækningum þroska- heftra, séu þeir 75% öryrkjar og njóti fullrar tekjutryggingar. Heimildar- ákvæöi þetta tók gildi í ársbyrjun 1980, skv. ákvöröun Magnúsar Magnússonar, heilbrigöis- og tryggingamálaráðherra. Fjöldi einstaklinga og félaga- samtök veittu þessu málefni stuön- ing. Á því leikur þó enginn vafi að Rauöa fjöörin 1976 og stuðningur Lions-hreyfingarinnar áttu stærstan þátt í aö máUö fékk farsæla lausn. Lions-hreyfingin ræöst nú í um- fangsmikið verkefni. Línuhraöall mun auka batamöguleika krabba- meinssjúklinga og bjarga manns- lífum. Vonandi er aö landsmenn taki vel á móti Lions-félögum og kaupi fleiri Rauöar fjaðrir en nokkru sinni áður. Gunnar Þormar. Eurocard býður öryggisþjónustu Eurocard-eigendur mega búast viö því aö fá sent heim sérstakt öryggis- kort sem veitir þeim aukna öryggis- þjónustu á ferðalögum erlendis. Á kortinu eru þrjú símanúmer í þrem heimshlutum sem hafa má samband við ef eitthvaö fer úrskeiðis í ferðinni. Haraldur Haraldsson, stjórnar- formaöur Euroeard, tók skýrt fram aö þessi öryggisþjónusta kæmi alls ekki í staðinn fyrir venjulegar feröa- og slysatryggingar, heldur er aöeins um aö ræöa hjálp á staðnum. Til dæmis er greitt fyrir læknisaöstoð, sjúkrahúss- vist og lögfræðiaðstoð, þó eru nokkur tilfelli undantekin. Hendi eitthvaö korthafa hefur hann samband viö einn þeirra þriggja staöa sem nefndir eru á öryggiskortinu. Þar svarar starfsfólk og spyr hvaö komið hafi fyrir. I miðstöðvunum eru töluð mörg tungumál svo korthafi ætti ekki aö lenda í tungumálaerfiöleikum. Einnig stendur Eurocard-korthafa til boöa að hringja í símanúmer á Islandi kjósi hann þaö heldur. Þessi sími er opinn allan sólarhringinn og gefst kort- höfum kostur á aö hringja þangaö til aö koma skilaboöum beint til Islands ef þeir lenda í erfiöleikum og þarfnast aö- stoöar. -ÁE.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.