Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Qupperneq 27
DV. MANUDAGUR1. APRIL1985. 27 Spönsku blöðin hæla dómurunum — Barcelona tókst að stöðva „Spánarbanann” Viggó Sigurðsson, segja blöðin Frá Halli Símonarsyni, fréttamanni DVíBarcelona: Talsvert hefur verið skrifað í spönsku biöðunum um Evrópuleik Vik- ings og Barceiona á laugardag. Það kemur svo sannarlega á óvart að öll blöðin nema eitt hæla júgóslavnesku dómurunum fyrir góða dómgæslu. En blaðið Marca segir dómarana hafa veriö hagstæða Barcelona í tveim eða þrem tilfellum. Þá er mikið skrifað um það hve leikmenn Barcelona hafi leikiö illa í Reykjavík en Víkingar ekki verið eins sterkir og úrslitin þar gáfu til kynna. Þá tala spönsku blöðin um að leikmönnum Barcelona hafi tekist að stöðva „Spánarbanann”, Viggó Sig- urðsson, að það hafi breytt miklu því hann hafði verið óstöövandi í Reykja- vík. Spönsku blöðin eru yfir sig hrifin vegna þess að tvö spönsk lið eru í úr- slitum í Evrópukeppnum. Barcelona í Evrópukeppni bikarhafa og Atletico Madrid í Evrópukeppni meistaraliða. hsím/SK. Heimir og Pétur til Saudi-Arabíu — 99% líkur a því að við hættum að leika knattspyrnu í Hollandi og förum til Saudi-Arabíu, segir Heimir Karlsson „Þetta byrjaði þannig að Pétur Pét- ursson fór til Saudi-Arabíu með Feyen- oord. Upp úr því fékk hann tilboð og ég líka. Við erum báðir með mjög góð til- boð peningalega séð sem við getum hreinlega ekki neitað. Það eru 99% lík- ur á því að við sláum til,” sagði Heimir Karlsson, knattspyrnumaður hjá Ex- celsior í Hollandi, í samtali við DV i gærkvöldi. Hann og Pétur Pétursson eru á förum til Saudi-Arabíu til liðs sem heitir Jcddha. Þeir munu því að öllum líkindum hætta að leika í Hol- landi. „Það má segja aö samningar okkar séu á lokastigi. Þó eru einhverjir erfið- leikar með Pétur vegna tengsla hans við belgíska liöið Antwerpen. Eg tel miklar líkur á að þessi mál leysist öll á næstu vikum og við leikum báðir í Saudi-Arabíu næsta keppnistímabil. • Pétur Pótursson. Keppnistímabilið hefst í júlí og stendur í sex mánuði. Þetta er afskaplega f reistandi og spennandi.” — Þannig aö þaö má búast við því að • Heimir Karlsson. þú eða þið verðið orðnir oliukóngar eft- ir skamma veru i Saudi-Arabíu? „Já, ætii þaö ekki bara,” sagði HeimirKarlsson. -SK. r Islenska landsliðið í knattspyrnu gerði ígær jafntefli, 1—1, við Kuwait • Steinar Birgisson fékk oft óbliðar móttökur hjá leikmönnum Barcelona. Á sækir Steinar að marki Barcelona. „Var ekki ánægður” — sagði þýski eftirlitsdómarinn Tiller Frá Halli Símonarsyni, fréttamanni DVíBarcelona: „Ég vil ekki ræða dómgæsluna en get þó sagt að ég var ekki ánægður með hana,” sagði vestur-þýski eftir- litsdómarinn Tiller á ieik Víkings og Barcelona. Hann vildi ekki segja neitt frekarum lcikinn. „Égermjög ánægður” — sagði Rivera, þjálfari Barcelona Frá Halli Simonarsyni, fréttamanni DVíBarcelona: „Viö höfum æft gífurlega vel frá fyrri ieiknum gegn Víkingi á íslandi og er ég mjög ánægður með hvernig til tókst í þessum leik. Við vissum að möguleikar voru á að vinna upp muninn. Það tókst og það var gott þvi Víkingsliðið er mjög sterkt með Viggó Sigurðsson sem besta mann. Við vitum ekki ennþá hvemig úrslitaleikjunum verður hagað,” sagði Rivera, þjálfari Barcelona. hsím/SK. Eftir leikinn voru uppi raddir meðal Víkinga um að kæra dómarana. Það hefur þó í sjálfu sér lítinn tilgang. Urslitin standa og úr kæru kæmu einhver jar vítur á dómarana. hsím/SK. þessari símamynd frá Spáni Simamynd Reuter. i Andriskor-1 aði tvö i J Víkingur og Fylkir gcrtu joíir" | tefli, 2—2, í Reykjarvikurmótinu í | - knattspyrnu á gervigrasinu á _ I laugardaginn. Andri Marteinsson | Igerði bæði mörk Víkings en fyrir Fylki skomðu | Jakobsson og þeir Jón Anton I Bjarai I Guðmundsson. ■ | Einn leikur átti að fara fram íl _ gær, Fram-Þróttur, en honum var I I frestað. | -froy „Það kom greinilega fram í þessum leik að við emm að byrja okkar keppn- istímabil. Það gætti töluverðrar þreytu hjá strákunum í lokin,” sagði Guðni Kjartansson landsliðsþjálfari í samtali við DV i nótt en í gær lék íslenska landsliðið í knattspyrnu gegn Kuwait og lauk leiknum með jafntefli, 1—1, eft- ir að íslenska liðið hafi haft forystu í leikhléi, 1—0. „Þetta var sæmilegasti leikur miöað viö allar aðstæður. Þaö var um 30 stiga hiti meöan leikurinn fór f ram og marg- ir leikmenn íslenska liðsins voru ör- magna eftir hann. Lið Kuwait er ósköp svipaö og hinna arabalandanna, hvorki betra né verra. Það var hins vegar greinilegur munur á úthaldi þeirra og okkar manna enda em þeir aö enda sitt keppnistimabil,” sagði Guöni Kjartansson. Það var Guðmundur Steinsson, Fram, sem skoraði mark íslenska liðs- ins um miöjan fyrri hálfleik. Þannig var staðan þar til fimm mínútur vom til leiksloka en þá tókst leikmönnum Kuwait að jafna metin. Leikur íslenska liösins datt nokkuð niður eftir að Guð- mundur skoraði markið og samfara því lifnaöi yf ir Kuwaitmönnum. „Það em allir við hestaheilsu hér og allir leikmenn biðja fyrir bestu kveðj- ur heim. Strákarnir eru mjög ánægðir eftir þessa keppnisferð og em þakklát- ir fyrir að hafa fengið að fara til Ku- wait,” sagði Guðni Kjartansson. Þetta var annar landsleikur þjóð- anna en hinum fyrri, sem fram fór í Kuwait 1982, lauk einnig með jafntefli, 0-0. -SK. i Ekki mínúta i l ■ i i sjónvarpinu J IFrá Halli Símonarsyni, frétta-| manni DV i Barcelona: I IÞað hefur vakið taisverðal athygU hér i Barcelona að ekkil I hefur verið sýnd ein einasta minútal * frá leik Víkings og Barcelona í* | sjónvarpinu hér. Hins vegar| Inokkuð mikið sýnt frá viðureign. Atletico Madrid og Dukla Prag. Sú| Ispurning hefur vaknað hér hvorta spánska sjónvarpið sé að fela dóm-l I gæslu júgóslavnesku dómaranua. I “ -hsím/SK. ■ L______________________J Sigurður Grétarsson jafnaði fyrir Iraklis „Þetta var ekki nógu gott. Við lékum gegn næstneðsta iiðinu í deildinni og áttum því að eiga sigurinn visan en náðum aðeins jafntefli,” sagði Sigurð- ur Grétarsson, knattspyraumaður í Gríkklandi, í samtaU við DV í gær- kvöldi. „Við lékum gegn Panachaiki og hvort lið skoraöi tvö mörk. Við skomð- um fyrst en þeir jöfnuðu fyrir leikhlé. Og það leit ekki vel út hjá okkur í síðari hálfleik því þeir byrjuðu á því að ná forystunnl Mér tókst síðan að jafna metin þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Eftir markiö sóttum viö lát- laust en okkur tókst ekki aö skora fleiri mörk,” sagðiSigurðurGrétarsson. Staða efstu liöa í Grikklandi: Paok 22 15 4 3 41-21 34 Panathinaikos 22 13 5 4 47—23 31 Olympiakos 22 14 3 5 38—18 31 Iraklis 22 14 3 5 38-22 31 Aek 22 11 8 3 42-22 30 Larisa 22 11 4 7 42-27 26 Aftur jafnt gegn Kuwait íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.