Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Síða 30
30 DV. MÁNUDAGUR1. APRIL1985. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir KA ÍSLANDSMEIST- ARI í 2. DEILDINNI KA tryggöi sér íslandsmeistara- titilinn i 2. deild karla í handbolt- anum, þeir fengu fullt hús úr seinni umferö úrslitakeppninnar er háð var í Hafnarfirði. Þeir komust því fram fyrir Fram er náöi aðeins einu stigi úr leikjum helgarinnar. Tvö lið komast upp og er það þvi ljóst að KA og Fram leika í 1. deild á næsta keppnis- tímabili. Annars urðu úrslit um helgina þessi: Föstudagur KA—HK 18—17 Fram—Haukar 21—21 Laugardagur Fram—KA 22—28 Haukar—HK 22—31 Sunnudagur HK—Fram 26—25 KA—Haukar 28-24 Lokastaðan varð því þessi, KA 33 st., Fram 29 st., HK 26 st. og Haukar 16 stig. -fros. • Islandsmeistarar KA í 2. deild 1985. Helgi Ragnarsson, fyrrum FH-ingur, þjálfari liðsins, er lengst til vinstri i aftari röö. DV-mynd Brynjar Gauti. FRUMSÝNING á stórmyndinni „Vígvellir” í Háskólabíói Myndin er sannsöguleg og byggir á atburðum sem áttu sér stað í Víetnam, Kambódíu og Thailandi um það leyti er syrta tók í álinn hjá herjum Suður-Vietnams og Bandaríkjanna og uppgangur Rauðu Khmeranna var að hefjast í Kambódíu. Rakin er saga Dith Prah sem vegna styrjaldarinnar verður að afneita uppruna sínum, yfirgefa heimili sitt í Kambódíu og fara huldu höfði, en kemst að lokum í flóttamannabúðir ( Thailandi við landamæri Kambódíu. Mynd þessi hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda, var útnefnd til 7 Óskarsverðlauna og hlaut þrenn verðlaun: Besta kvikmyndatakan, besti leikari í aukahlutverki, og besta hljóðupptaka. Einnig veitti breska kvikmyndaakademían myndinni fjölmörg verðlaun, þ.á.m. titilinn Besta kvikmynd ársins 1984. Rauði krossinn reisti flóttamannabúðir á landamærum Thailands og Kambódíu og þangað streymdu hundruð þúsunda flóttamanna. Rauði kross íslands tók virkan þátt í þessu starfi og hafa 16 (slendingar verið þar við störf frá upphafi. Hver miði á frumsýninguna kostar 200 krónur sem er hærra verð en á almennum sýningum - en allur ágóði af frumsýningunni rennur óskiptur til hjálparstarfs Rauða krossins. Forsala aðgöngumiða er í Háskólabíói sunnudaginn 31. marsfrá kl. 1400 og mánudaginn 1. apríl frá kl. 16 00 S'. Styrkid gott málefni! Rauði kfOSS íslands (ifc) * Þorleifur Ananíasson, fyrirliði KA, tekur við bikarnum. Þorleifur hefur lengi staðið i eldlínunni og hefur leikið á sjötta hundrað leiki með meistara- flokki KA. DV-mynd Brynjar Gauti. "TntÉRMÍLAN ! FÉKK SEKT í Italska knattspyrnufélagið Inter Milano hefur verið sektað um 209 þús. svissnesk mörk (liðlcga 3 milijónir ísl. kr.) vegna óláta er áttu sér stað fyrir leik Inter gegn vestur- þýska félaginu Cologne en liðin átt- ust við í síðasta mánuði. Þetta er þyngsta refsing evrópsku knatt- I spyrnusamtakanna (UEFA). Inter J var einnig sektað um 2500 franka | vegna óíþróttamannslegrar fram- ■ komu Riccardo Ferri sem fékk fjög- I urra leikja bann. • Sigmundur sigurvegari mundar kjuðann. DV-mynd S. Sigmundur var í banastuði Um helgina efndi Billjardstofan Ballskák að Ármúla 19 til keppni íþróttafréttaritara í snóker. Nokkuð góð þátttaka var á mótinu en að sjálf- sögðu létum við okkur nægja hér á DV að senda einn keppanda. Það var Sigmundur Ó. Steinarsson sem keppti fyrir hönd DV og sigraði með nokkrum yfirburðum. Sigmundur er laginn mcð kjuðann og sýndi hann það og sannaði á þessu móti. Búast má við því að Sigmundur leggi land undir fót næstu daga því 1. verðlaun voru utanlands- ferð. Iþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.