Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Síða 40
40 DV. MANUDAGUR1. ÁPRÍL1985. Skíðaganga DV í blíðskaparveðri Skíðaganga DV fór fram í gær í bjartviðri á svæði Hveradala. Til stóð aö gangan færi fram á laugar- deginum en var frestað vegna veð- urs. Keppt var á braut sem var um 1,5 km að lengd. Keppt var í tveimur aldurshópum, hópi 11—12 ára, en í þeim hópi kepptu aðeins drengir, og svo var keppt í hópi 10 ára og yngri, stúlkurogdrengir. I hópi 11—12 ára sigraði Hannes Högni Vilhjálmsson, hann gekk brautina á 5,28 mínútum. Annar varð Hjalti Egilsson og tími hans 5,34. Þriðji varð svo Sveinn Ingi Andrés- sonogtímihans5,57. I flokki drengja 10 ára og yngri sigraði Þorsteinn Hymer og var tími hans 8,39 mín. I öðru sæti varð Yngvi Þór Markússon og tími hans 10,57. I flokki stúlkna 10 ára og yngri sigraöi Harpa Maria Ingvarsdóttir og var tími hennar 11,04 mín. Það vakti athygli að Harpa Maria er aö- eins6ára. „Þetta var frekar erfitt en ekki mjög kalt,” sagöi Harpa María að göngunni lokinni. ,,Eg hef ekki keppt áður en verið svolítið á skíðum. Eg þekki nokkra sem eiga gönguskiöi og eru jafngamiir mér,” sagði Harpa María ennfremur. Það vakti athygli hversu margir unglingar og börn eiga gönguskiöi og virðist sú skoðun margra á að aöeins fullorðiö fólk stundi þessa tegund skíðaíþrótta ekkieiga við rök að styðjast. DV hefur áður staðið að keppni sem þessari í samvinnu við Skiðafé- lag Reykjavíkur en sú keppni fór fram á Miklatúni í fyrra. Astæöan fyrir þvi að keppnin var flutt til Hveradala nú var fyrst og fremst snjóleysi. -jþ. Yngsti keppandinn, Harpa Maria Ingvarsdóttir, 6 ðra afl aldri. Þeir sam lentu i 1. sssti: Frá vinstri: Hannas Högni Vilhjðlmsson, Þor- steinn Hymer og Harpa María Ingvarsdóttir. Keppnin fór fram i bjartviðri og lóttum andvara af norðri. Á endasprettinum, Þorsteinn Hymer. Unnið að gerð leikmyndar fyrir Enemy Mine ó Skógasandi síðastliðið vor. Myndin er nú tilbúin og helsta von peningamanna i Hollywood. ] ENEMY MINE Á HVÍTA TJALDW — rigning og misklíð eyðilögðu íslandstökur Slæmt veður, rigning og rok og þar af leiðandi slæmur andi meðal kvik- myndagerðarmanna, voru aðal- ástæðumar fyrir því að hætt var við kvikmyndun Enemy Mine hér á landi, síðastliðið vor. Þetta kemur fram í eriendum blaða- viðtölum við framkvæmda- og leik- stjóra myndarinnar en gerð hennar er nú nýlokið. Enemy Mine er þegar orðin með dýrari myndum, heildar- ikostnaður tæpar 100 milljónir ís- lenskra króna. Upptökur fóru að mestu fram í Bavaria-kvikmyndaverinu sunnan við Miinchen í V-Þýskalandi og sviðsmyndin muri vera sú stærsta og flóknasta sem gerð hefur verið á meginlandi Evrópu. Þar er hægt að framkalla flóð, rigningu og eld með því einuaðýtaáhnapp. Það var þýski leikstjórinn Wolfgang Petersen sem tók við leikstjóm eftir að Richard Loncraine hafði verið rekinn í miðjum upptökum úti á Skógasandi eins og frægt var. I grenjandi rigningu, aðsjálfsögðu. Wolfgang Petersen þykir með athyglisverðustu leikstjómm Þjóð- verja og þekktastur fyrir sjónvarps- myndaflokkinn Das Boot og kvik- myndina Neverending story sem sýnd var hér á landi um síðastliðin jóL Þó Petersen sé þýskur er Enemy Mine bandarisk kvikmynd framleidd af 20th Century Fox. I Hollywood vonast stjórnendur fyrirtækisins að Enemy Mine verði sú kvikmynd sem fleyti 20th Century Fox yfir í 21. öldina — með hagnaði. Framleiðendumir vilja ekki láta uppi hversu miklu fé þeir töpuöu á Lslandsupptökunum en þaö munu hafa verið nokkrar milljónir dollara. -EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.