Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Side 56
56 Knútur Knudsen veöurfræöingur lést 19. rr.ars sl. Hann fæddist i Reykjavík 13. maí 1926. Foreldrar hans voru hjónin Árni B. Knudsen og Maria Jóns- dóttir. Knútur lauk stúdentsprófi 1945 og réöst í ársbyrjun 1946 sem aðstoðar- maöur til Veöurstofu Islands. Um haustiö hélt hann svo til Stokkhólms til náms í veðurfræði. Aö námi loknu, áriö 1948, réöst Knútur sem veðurfræöingur til Veöurstofunnar þar sem hann hefur starfað alla tíö síðan. Eftirlifandi eiginkona hans er Helga Karlsdóttir. Þeim hjónunum varö þriggja barna auðið. Utför Knúts veröur gerö frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Laufey Hermannsdóttir lést 23. mars. Hún fæddist i Hafnarfiröi 1. nóvember 1918, dóttir hjónanna Júlíönu Jóns- dóttur og Hermanns Olafssonar. Hún giftist Ragnari Guðnasyni, en hann lést áriö 1975. Þau hjónin eignuðust þrjá drengi, en misstu tvo þeirra viö fæöingu. Utför hennar veröur gerö frá Fríkirkjunni í Reykjavik í dag kl. 15. Hanna María, sem andaöist í San Diego, Kaliforníu, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 2. apríl kl. 16.30. Jón Þorsteinsson íþróttakennari, Hamrahlíð 27, veröur jarðsunginn frá Fríkirkjunni þriöjudaginn 2. apríl kl. 13.30. Páll Sigurgeirsson bifvélavirki, Efsta- sundi 8, veröur jarðsettur frá Foss- vogskirkju miövikudaginn 3. apríl kl. 10.30. Ársæll Kristófer Jónsson (Kiddi), fyrrv. kaupmaöur í Hafnarfiröi, veröur jarðsunginn frá Fríkirkju Hafnarfjaröar þriðjudaginn 2. apríl kl. 13.30. Helga Sigurðardóttir, Fremristekk 10, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 2. apríl kl. 10.30. Guðmundur H. Arnórsson, Snorra- braut 67 Reykjavík, sem lést í Land- spítalanum 25. þ.m., veröur jarösung- inn frá Fossvogskirkju í dag, 1. apríl, kl. 15. m ill FJOflRllt } \2,- I4.apríl 1985 80 ára afmæli á í dag, 1. april, Jóhann Jónsson, Aðalstræti 87 Patreksfirði. Eiginkona hans er Björg Sæmundsdóttir. 50 ára afmæli á í dag, mánudaginn 1. apríl, Sverrir Á. Guðmundsson, rafverktaki, Háholti 23 Keflavík. Hann og kona hans, Erla Helgadóttir, ætla aö taka á móti gesturn í félagsheimili Karlakórs Keflavikur viö Vesturbraut þar í bæ, á skirdag, 4. apríl nk., eftir kl. 20. Tilkynningar Kvenfélag Árbæjarsóknar Kvenfélag Arbæjarsóknar heldur síöasta fund vetrarins í safnaöarheimilinu þriöjudaginn 2. apríl kl. 20.40. Meöal „skemmtiatriöa” veröurbingó. Kvenfélag Háteigssóknar Kvenfélag Háteigssöknar heldur fund þriðju- daginn 2. april kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. A fundinn kemur Steinunn Gísladóttir og mun hún sýna tertuskreytingar. Afmælisfundur Kven- félags Laugarnessóknar verður haldinn mánudaginn 1. apríl kl. 20.00 í safnaðarheimili kirkjunnar. Matur fram- reiddur, ýmis skemmtiatriöi. Mætiö.stundvís- lega. Félag einstæðra foreldra. Frá kvenfélagi Bústaðasóknar Þær konur sem hafa skráð sig í Keflavikur- ferðiria hinn 1. april mæti við Bústaðakirkju kl. 19.15stundvíslega. Frá Mæðrastyrksnefnd Fataúthlutun veröur aö Garöastræti 3 miövikudaginn 3. apríl frá kl. 14—18. Skrif- stofa nefndarinnar er opin þriöjudaga og föstudaga milli kl. 14 og 16. Lögfræöingur nefndarinnar er til viötals alla mánudaga frá kl. 10-12. Mæörastyrksnefnd Reykjavikur, Njálsgötu 3, sími 14349. Ráðstefna ÆFAB í tilefni 40 ára í skugga kjarnorku- sprengjunnar verður haldin fimmtudaginn 4. april, skírdag, að Hverfisgötu 105 og hefst kl. 13.30. Fvrirlesarar: Arni Björnsson, Arni Hjartarson, Páll Bergþórsson, Margrét Björnsdóttir, Olafur Ragnar Grímsson, Anna Hildur Hildibrandsdóttir, Guðmundur Auðunsson. Fundarstjóri verður Ragnar Þórsson. Ráðstefnan er öllum opin. Arleg skirdagshátíð ÆFAB verður haldin að kvöldi 4. apríl að Hverfisgötu 105. Áætlun Akraborgar Frá Akranesi Kl. 8.30* Kl. 11.30 Kl. 14.30 Kl. 17.30 Kvöldferðir 20.30 og 22.00. A sunnudögum í apríl, maí, september og október. A föstudögum og sunnudögum í júní, júlí og ágúst. * Þessar ferðir falla niður á sunnudögum mánuðina nóvember, desember, janúar og febrúar. Frá Reykjavík Kl. 10.00* Kl. 13.00 Kl. 26.00 Kl. 19.00 DV. MANUDAGUR1. APRIL1985. Um helgina Um helgina Nei, nei, nei Dagskrá ríkisfjölmiðlanna var með marga ánægjulega þætti um helgina. Sérstaklega var laugardag- urinn erfiður. Það var í mörgu að snúast. Eftir frekar rólegt samtal þeirra frændanna Halldórs Laxness og Megasar hófust hlaupin milli út- varpsins og sjónvarsins. I útvarpinu var hjá BBC Sports round up meö lýsingu leiks Southampton-Everton og að því loknu bein lýsing á leik Barcelona-Víkings. Það voru mörg neiin hjá íþróttafréttamanni út- varpsins á Spáni. Manni var orðiö um og ó vegna aumingja mannsins. Því miöur voru úrslit leiksins álika neikvæð og öll neiin þannig að senni- lega hafa öll þessi nei átt við í þetta skiptið. A meðan þetta allt gerðist var í- þróttaþátturinn í sjónvarpinu þannig að hlaupiö var frá einum stað til annars. Það var því ánægjulegt að geta slappað af yfir leik Liverpool-Tott- enham sem er einn betri leikja sem sést hefur í íslenska sjónvarpinu. Liverpool var óheppið að ná ekki stigi en baráttan er harðari í ensku deildinni en oft fyrr. Liöin hiröa stig hvert af öðru á útivelli og til dæmis sigraði Manchester United Liverpool glæsilega í gær á Anfield Road. Kvikmyndir helgarinnar, Shalako og Bræðumir frá Ballantrea, vom alveg ágætar skemmti- og af- þreyingarmyndir og Við feðginin batnar með hverjum þætti. Alveg bráðskemmtilegir skemmtiþættir. A sunnudaginn var ég límdur við útvarpstæki að bíða eftir þætti þeirra félaga minna á DV, Þóris Guð- mundssonar og Eiríks Jónssonar. Fjörlegur þáttur. I heildina erfið helgi vegna alls þess efnissemboðiövaruppá. Eirikur Jónsson safnstjóri. Heiðbjört Jónsdóttir: Grátum ekki Björn bónda Fréttatímamir hafa tekið miklum framförum. Þeir era nú orðið eini lið- urinn sem ég vil helst ekki missa af. Þættimir Lifandi heimur em ákaf- lega vandaðir og góðir og höfða mikið til mín. Ég horfi svo mjög mikið á sjónvarp um helgar; læt t.d. aldrei gamlar góðar bíómyndir framhjámérfara. Aður fyrr var Skonrokk slíkt að gæðum að ég lagði mig í líma við að missa ekki af því. Nú vil ég hins veg- ar ekkert af þessum þætti. Stjórn- endur leggja sig svo lágt að selja plötur sem undir eðlilegum kringum- stæðum væm óseljanlegar. Einu sinni var þetta þáttur sem maður hlakkaði alltaf til að sjá en það er af sem áður var. En ég segi bara eins og kynsystir min ein fom; „Eigi skal gráta Bjöm bónda heldur safna liði” og gera betri Skonrokksþætti. Tímaritið Gangleri fyrra hefti 59. árgangs, er komió út. Blaðið er að venju 96 bls. með greinum um andleg mál. Meðal efnis eru greinar um undarleg óskilin fyrirbæri og fljúgandi furðuhluti. Grein um slökun og sagt frá kenningum í andlegri heim- speki. Fjallað er um fræði jóganna og innri gerö mannsins. Þýtt erindi er í heftinu eftir forseta Guðspekifélagsins og fjallar þaö um sjálfið og þjáninguna. Þá er grein um ásókn manna í ógnir og hrylling. Askriftarverð er kr. 440. Nýir áskrifendur fá tvö eldri blöð ókeypis. Askriftarsimi er 39573 eftirkl. 17.00. Skátablaðið á ári Æskunnar Skátablaðið 1. tbl. 1985, er komið út og er það að miklu leyti tileinkaö æskulýðsári. Birtar eru hugmyndir að starfi tengdu ári æskunnar og kjörorðum þess: — þátttaka — þróun — friður. Fjallað er um atvinnuleysi ungs fólks en atvinnumá! eru eitt af málefnum æsku- lýðsárs. Utilíf skipar sinn sess í Skátablaöinu og að þessu sinni er sagt frá vetrardróttskátamóti um síðustu páska og væntanlegu móti um næstu páska. Stór hluti blaðsins er viðtöl við starfandi skáta víðs vegar um landið. Föndursíðan er á sínum stað og nú er tauþrykk tekið fyrir. I þessu blaði er svo síöari hluti spaugilegu myndasögunnar um Baden Powell birtur. Dagbók önnu Frank í síðasta sinn Leikfélag Reykjavikur sýnir Dagbók önnu Frank í siðasta sinn þriðjudaginn 2. apríl kl. 20.30. Leikritið er byggt á hinni frægu dagbók gyðingastúlkunnar önnu Frank en hún dvaldist á þriðja ár ásamt fjölskyldu sinni og nokkrum öðrum í felum á geymslulofti í Amsterdam. Leikritiö, sem byggt er á bókinni, sömdu bandarísku höfundarnir Frances Goodrich og Albert Hackett í samráði viö Fóður Önnu. Með helstu hlutverk i uppsetningu LR fara Guðrún Kristmannsdóttir sem Anna, Sigurður Karlsson og Valgerður Dan sem foreldrar hennar, Kristján Franklín Magnús leikur Pétur og Margrét Helga og Jón Sigur- bjömsson leika foreldra hans. Með önnur hlutverk fara Gísli Halldórsson, Jón Hjartarson, María Sigurðardóttir og Guðbjörg Thoroddsen. Grétar Reynisson gerði leikmynd en Hallmar Sigurðsson er leikstjóri. Miðasala er í Iðnó frá kl. 14. Sfmi 16620. Ættarmót í Hróarsdal í Skagafirði Síðustu helgina i júlí í sumar halda niðjar Jónasar Jónssonar, bónda og smáskammta- læknis, Hróarsdal í Hegranesi, ættarmót. Sumarið 1980 var haldiö ættarmót í Hróarsdal og var þar fjölmenni. 1 sumar verður dag- skráin svipuð. Aðalhátíðin verður laugar- daginn 27. júlí. Þá verður meðal annars guðs- þjónusta í Rípurkirkju og samkoma á eftir. Þeir sem koma langt að geta tjaldað í túninu i Hróarsdal frá og með föstudegi. Væntanlegir ættarmótsgestir eru beðnir að tilkynna þátttöku til einhverra neðangreindra: Páls Jónassonar, Rauðagerði 26, Reykjavík, s. 91- 82505. Þórarins Jónassonar, Hróarsdal, Hegranesi, sími um Sauðárkrók. Sigurðar Jónassonar, Möðruvallastræti 1, Akureyri, s. 96-22529. Nemendur Löngu- mýrarskóla 1950—'51 Vegna fundar sem haldinn verður i mai. Vinsamlega haf ið samband við Jóhönnu Páls- dóttur, simi 92-2715, eða Huldu Oskarsdóttur, sími 91-35762, eða Rósu Helgadóttur, sími 92- 2145. Fundur hjá Norræna félaginu (Hafnarfirði í Gaflinum í kvöld kl. 20.30. Fjallað um væntanlegt vinarbæjarmót í Bærum í Noregi. Allirvelkomnir. Hið íslenska sjóréttarfélag Fræðafundur verður haldinn í Hinu íslenska sjóréttarfélagi þriðjudaginu 16. apríl nk. og hef st hann kl. 17 00 í stofu 201 i Arnagarði, húsi HeimspekideUdar Háskólans. (Ath. breyttan fundarstað.) Fundarefni: Sjálfstæður réttur áhafnar tU björgunarlauna? Framsaga verður um nýleg- an dóm Bæjarþings Hafnarfjarðar, sem tengist þessu efni, og síðan verða umræður af því tflefni. Fundurinn er öUum opinn og eru félagsmenn og aðrir áhugamenn um sjórétt og sjóvá- trygglngarétt hvattir tU að f jölmenna. Fcrðalög Páskaferðir Ferðafélagsins 1. 4.-8. apríl: Landmannalaugar, — skíðaganga frá Sigöldu inn í Laugar (um 25 km). Vélsleðar flytja farangur. Gönguferðir og skíðagönguferðir, s.s. í Hrafntinnusker, Kýlinga og víðar. Gist í sæluhúsi F.I í Landmannalaugum. I sæluhúsinu verða húsverðir sem taka á móti ferðamönnum. Þeir sem hafa hug á að gista í Laugum ættu sem fyrst að tryggja sér gistingu og hringja á skrif- stofu F.I., öldugötu 3 Reykjavik. Fararstjóri: JónGunnarHilmarsson. 2.4.-7. apríl (4 dagar): Snæfellsnes- Snæfellsjökull. Gist í íbúöarhúsi á Arnarstapa, frábær aðstaða, stutt í sundlaug. Gengið á Snæfells- jökul, farið í Dritvík, Djúpalón og víðar. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. 3. 4.-8. april: Króksfjöröur og nágrenni. Gist í Bæ í Króksfirði í svefnpokaplássi. Gengið á Vaða- fjöll, um Borgarland, út á Reykjanes og víðar. Afar skemmtilegt og forvitnilegt svæði. Léttar gönguferðir. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. 4. 4.-8. apríl: Þórsmörk (5 dagar). Gönguferðir daglega. Gist í Skag- fjörösskála. Fararstjóri: Sturla Jónsson. 5. 6.-8. apríl: Þórsmörk (3 dagar). Fararstjóri: OlafurSigurgeirsson. Ferðamenn, athugið að Ferðafélagið notar allt glstirými í Skagfjörðs- skála um bænadaga og páska. Allar upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.I., Öldugötu 3. Pantið tímanlega. Takmarkaöur sætafjöldi í sumar ferðirnar. Tapað -fundið Depill er týndur Depill er týndur síðan miðvikudaginn 20. mars. Hann er merktur. Finnandi hafi sam- bandi við Sigurrós, I.ambastekk, i síma 74452. Fundarlaun. Bella er alveg aö veröa tilbúin. Hefðiröu gaman af aö glugga í Stríð og friö á meðan þú bíður eftir henni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.