Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Side 58
58
DV. MANUDAGUR1. APRlL 1985.
Tilboð óskast í smíði og fuilnaðarfrágang innréttinga og
iofta vegna breytinga á deild nr. 2, Kópavogshæli.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 5.000,- kr.
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00 f.h. föstudag-
inn 26. april 1985.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Fyrir hönd Innkaupanefndar sjúkrastofnana er óskað eftir
tilboðum í eftirtaldar vörur fyrir sjúkrahúss- og heilsu-
gæslustofnanir á höfuðborgarsvæðinu og víðar:
Útboð nr. IR-3117/85 — skurðstofu- og aðgerðar-
hanskar ásamt fleiri gerðum.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri og skal tilboðum
skilað á sama stað eigi síðar en kl. 11.30 f.h. föstudaginn
26. apríl nk. og verða þau þá opnuð í viðurvist viðstaddra
bjóðenda.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Frá menntamálaráðuneytinu
LAUSAR STÖÐUR
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum.
Staða skólameistara er laus til umsóknar og veitist frá 1.
ágúst næstkomandi.
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ.
Við nýstofnaðan fjölbrautaskóla í Garðabæ eru lausar til
umsóknar kennarastöður í eftirtöldum greinum:
íslensku, dönsku, ensku, frönsku, þýsku, stærðfræði,
efnafræði, líffræði, sögu og félagsfræði, viðskiptagrein-
um og íþróttum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 1. maí næstkom-
andi.
29. mars 1985.
Menntamálaráðuneytið.
Stórmyndirnar
EVERGREEN
eru byggðar á met-
sölubók Belva
Plain. Þessi nýjasta
bandaríska mini-
sería kemur til
dreifingar mánu-
daginn 1. apríl.
Myndirnar eru um þessar mundir settar á myndbönd víðs-
vegar um heim og njóta mjög mikilla vinsælda. Frábærar
myndir sem fjalla um ástriður, sorgir, ævintýri og raunir.
Aðalhlutverk eru í höndum úrvalsleikaranna Lesley Ann
Warren, Amand Assante og lan McShane og er það mikill
gæðastimpill fyrir myndirnar því alkunna er að þau leika
aðeins í úrvalsmyndum.
Myndirnar eru með íslenskum texta.
Einkaréttur á íslandi
ARNARVIDEO
— myndbandaumboð —
Brekkugerði 19. Sími 82128.
Ingjaldur Hannibalsson forstjóri á viðskiptaþingi:
„0f mikið talað,
of lítið gert”
„Allt of mikiö hefur veriö talaö og of
lítið hefur gerst. Nú þarf aö verða
breyting á því,” sagöi Ingjaldur
Hannibalsson, forstjóri Iðntæknistofn-
unar Islands, á viöskiptaþingi. Aö
tilteknum skilyröum uppfylltum taldi
hann möguleika Islendinga í atvinnu-
uppbyggingu óþrjótandi.
,,Ég hef áhyggjur af efnahagserfið-
leikum þjóðarinnar, sem sumir telja
tímabundna,” sagöi Ingjaldur. Eins og
fleiri á þinginu benti hann á aö hag-
vöxtur hér á landi á síðasta ári heföi
einvöröungu stafaö af gjöfulum
náttúruauölindum, sem nú virtust ekki
getagefiö meira.
Síöari 1981 hafa þjóðartekjurá hvem
mann hér á landi minnkað úr 87% í
56% af þjóöartekjum Svisslendinga.
Þeir hafa hæstar þjóöartekjur í
heiminum. Viö höfum ekki brugðist viö
minnkandi hagvexti með því að takast
á viö ný viöhorf, að mati Ingjalds.
I erindi sínu lagði hann áherslu á aö
gerbreyta yröi viöhorfum þjóöarinnar
til atvinnulífsins og þeirrar verömæta-
sköpunar, sem nauösynleg væri til
þess aö stórbæta lífskjörin. Hann taldi
opinber afskipti á rangri braut og
meöalmennskunni hossaö.
Ingjaldur benti á ýmsar leiðir til úr-
bóta. Hann rakti hvert tækifærið af
ööru, sem okkur byðist vegna þekking-
ar, landkosta, legu landsins og af ýms-
um öörum ástæöum. Fæst af þessu
væri nýtt nema óverulega ennþá. „Viö
erum fyrst og fremst útflytjendur á
hráefnum og hálfunninni vöru.”
Meðal annars benti hann á þann kost
að upplýsingaiðnaður gæti veriö oröinn
stærsti atvinnuvegur á landinu um
aldamót, meö 18 þúsund manns starf-
andi.
HERB.
Per Gyllenhammar, forstjóri Volvo í Sviþjóð, ásamt Ásgeiri Gunnarssyni, forstjóra Veltis, á
blaðamannafundinum.
Volvoforstjórinn Gyllenhammar:
Viðskiptahömlum
má kenna um
hægfara þróun
„Fæst af vandamálum Evrópu er
hægt aö leysa en hins vegar eru mörg
mikilvæg vandamál sem hægt er aö
leysa, til dæmis meö betri samvinnu.”
Þetta sagöi Per Gyllenhammar, for-
stjóri sænsku Volvo-samsteypunnar, á
blaöamannafundi sem haldinn var
með honum er hann kom hingaö til
lands til aö vera viðstaddur viðskipta-
þing Verslunarráðs Islands.
„Þaö eru tveir mikilvægir punktar
sem mikilvægt er að hafa í huga í
norrænu samstarfi. Viö verðum aö
gera okkur grein fy rir aö Noröurlöndin
hafa veriö tiltölulega mögur á sviöi at-
vinnu og iðnaðar. Vandamál eins og at-
vinnuleysi hafa fariö vaxandi og
aðferð til aö leysa það er aö auka sam-
vinnu á milli Norðurlandanna og aö
byggja innra skipulag betur upp.”
Gyllenhammar var spuröur aö því
hvaö ylli því aö uppbygging í Evrópu
heföi ekki veriö eins hröð á síöustu
árum og víða annars staöar,
hvort kenna mætti verkalýösfélögum
um þaö. „Ég held aö lönd Evrópu séu
oröin mjög ósveigjanleg. I Evrópu er
mikið um aUs konar viöskiptahömlur
sem má kenna um seinar framfarir.
Til dæmis þarf flutningabílstjóri á leiö
frá Norður-Evrópu til Italíu aö fylla út
ógrynni af skjölum, líkega á biUnu 25—
30.
Raunar er allra mikUvægast fyrir
lönd Evrópu aö einbeita sér að eigin
markaöi og byggja hann upp áður en
ráöist er í stærri verkefni. Hægt er aö
taka nýtisku tækni i þjónustu sína til
þess, og er vel hægt aö gera það án
þess að starfsfólki fyrirtækisins sé
fækkaö. Meö nýrri tækni væri hægt aö
einbeita sér aö nýjum vandamálum
sem best væri aö leysa með henni.”
^ -ÁE.
Ályktun Kaupmannasamtakanna:
EFLA BER NÝJAR
ATVINNUGREINAR
I ályktun aöalfundar Kaupmanna- veröi traustari stoðum undir at-
samtakalslandsl985erulátnaríljós vinnulif landsmanna meö efUngu
áhyggjur vegna óstöðugleika í nýrra atvinnugreina þar sem ljóst sé
þjóðfélaginu, sem veldur tilviljana- að á næstu árum muni mikiU fjöldi
kenndriogómarkvissriþróunhjáat- ungs fólks leita eftir atvinnu í ís-
vinnuvegunum. Þar segir aö sífeUd lensku þjóöfélagi. Stjómvöld og
átök sem lama atvinnustarfsemina landsmenn eru hvött til átaks, sem
séuþjóðarböl. geri atvinnuvegunum mögulegt að
eflast og búa í haginn fyrir komandi
Fundurinn leggur áherslu á aö kynslóðir.
stjómvöld hlutist tU um aö skotið JKH.