Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Qupperneq 61

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Qupperneq 61
DV. MANUDAGUR1. APRlL 1985. 61 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Skottulæknir einn í Bandaríkjunum hefur sett á stofn klíníkstofu þar sem hann sinnir því fólki sem vill breyta útliti sínu af einhverjum ástæðum. Ekki þætti þetta í frásögur færandi ef ekki væri þaö aö hann hefur auglýst að hann hafi stööluö form á boöstólum. Menn geta fengið nef eins og Robert Redford eöa höku eins og Goldie Hawn. Efniö sem dotesinn notar er brjósk úr svínseyra. AÍdeilis svínslegt. Bruce Springsteen: SCOTCH-DISKETTUR FRÁ 3M MEÐ LÍ FSTÍÐ ARÁB YRGÐ diskotU Eigum fyrirliggjantí; diskettur I flestar tölvur og skráningavélar á hagstæðu verði, Útvegum einnig harða diska, segulbönd og segulkort með stuttum fyrirvara. Gerum magntilboð. Hafiö samband. Lifstíöarábyrgð segir alla söguna. ARVIK Ármúla 1. Sími 687222 Bjartasta von rokksins Maöur er nefndur Bruce Spring- steen. Hann er kallaður „The Boss” í rokkinu. Það er mál manna aö hann sé bjartasta von rokksins. Á fyrri hluta 8. áratugarins sagði popp-gagnrýnandi; „Eg hefi augum litiö framtíö rokksins, Bruce Springsteen.” Mönnum varö snemma ljóst aö hér fór maður sem stefndi hátt. Enda hefir komiö í ljós að hann hefur ekki brugöist vonum manna. Nýjasta plata hans „Born in the USA” hefir selst í ríflega sjö milljónum eintaka og hljómleikaferðir hans eru óteljandi. Hann er stórt nafn í rokkinu, ansi stórt. Bruce Springsteen er lifandi dæmi um hinn eina sanna draum þeirra í Ameríku, ameríska drauminn. Hann byrjaði lágt en nú veit hann ekki milljóna sinna tal en hann heldur engu að síöur í hugsjónir sínar sem glöggt koma fram í textum hans. Hann þykir um margt sérstakur hljómlistar- maöur. Hann heldur áhorfendum sínum stórkostlega „veislu” í heila fjóra tíma. Meðan hinir sem í poppinu eru fyUa upp með alls kyns skemmtiatriöum og aukanúmerum. Springsteen er ekki á þessari línu, hann er yfirleitt aUan timann á sviðinu íklæddur snjáöum gallabuxum og leðurvesti og kyrjar lög sín meö festu og glæsibrag. „Eg er sennilega ríkur en innra meö mér er ég fátækur og mér finnst aö ég hugsi sem fátækur,” — segir Spring- steen. Honum virðist ekki þykja mikiö tU peninga og ríkidæmis koma. Hann segir: „Þaö er ekki mikið variö í aö horfa á veröldina úr aftursætinu á stórri límósínu.” Þetta lýsir viöhorfum hans vel, hann gefur lítiö fyrir þann glamúr sem oftast fylgir stjörnum, jafnvel þeim sem hafa svipaðan bak- grunnoghann. Springsteen kom fram á sjónarsviöið í New Jersey áriö 1973 og hefur leiö hans legið uppá viö síöan. Fyrsta stóra platan hans bar nafniö Greetings from Ashbury Park. Hún vakti nokkra athygU en ekki nóga til aö gera hann frægan. Hún var spfluö mikið á út- varpsstöðvum sem sérhæfa sig í rokk- tónlist. Sú plata sem skaut honum upp á stjömuhimininn var Born to Run og var hans þriðja plata, kom sú út áriö 1975. Æ síðan hefur stjarna hans skinið í gegnum móöu skrumara í poppi og diskótónlist sem nóg er af í Banda- ríkjunum og hefur hann veriö mikið umtalaöur þar í landi. Hann hefur prýtt forsíöur margra blaða víöa um heim m.a. Newsweek og Time. Hann á margt enn í pokahominu aö eigin sögn en hann heldur fast viö markaða stef nu sína og lætur eigin hug ráöa feröinni, en ekki skrum og tískusveiflur sem margir hafa fylgt og farið flatt á. Víst er aö Bruce Springsteen hefur ekki sagt sitt síðasta og stjama hans á eftir aö lýsa mönnum veginn lengi enn. Einn keppenda æfir af kappi. Þar suður f rá kasta menn dvergum Til stóð fyrir skemmstu aö halda all- nýstárlega keppni á Nýja-Sjálandi. Vertar á vertshúsum höföu skipulagt keppni þar sem keppa átti í hver gæti kastað dverg lengst. Þegar þetta fréttist brugðust menn ókvæða viö og mótmæltu kröftuglega. Þúsundir bréfa streymdu inn og menn söfnuöust sam- an til að mótmæla. Svo menn uggöu nú um framtíð keppninnar. Þegar síö- ast fréttist voru menn enn aö skegg- ræða hvort taka ætti þá áhættu að halda keppnina. I óvissu sinni vom þó keppendur aö æfa af kappi, ef ske kynni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.