Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1985, Blaðsíða 64
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEIVI ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68 66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú óbendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Bjórdósir rekur á land Bjórdósir í hundraðatali, ef ekki þúsundatali, hefur rekiö á land í Laugarnesi í Reykjavik. Fregnin urr. þennan óvenjulega reka viröist hafa farið serr. eldur í sinu um höfuðborg- arsvæöið í morgun. Þegar DV-inenn mættu í Laugarnesið um níuleytið voru þar fjölmargir menn í fjörunni. „Ég er búinn að vera héma frá því klukkan sex í morgun, — kom beint af næturvakt. Ég er búinn að finna um fjörutíu bjórdollur,” sagði Jón Gunnar Sveinsson, starfsmaður olíu- stöðvarinnar í Laugamesi. „Þetta er alvömbjór, kaldur og svalandi Carlsberg beint úr sjónum. Dollumar em flestar heilar og ekk- ertsjóbragðaf innihaldinu. Það voru einhverjir krakkar sem sögðu þeim á dagvaktinni í gær frá þessu. Þeir trúðu þeim ekki en ég gáði nú tU öryggis. Og þetta er ég bú- inn að finna,” sagði Jón Gunnar og sýndi blaðamönnum fenginn, glað- klakkalegurásvip. „Þetta kemur okkur ekki á óvart. Eftir norðanátt í meira en viku höf- um við verið aö búast við þessu,” sagði deUdarstjóri í Tollgæslunni. „Við fórum í Laugamesið í morg- un og fundum reyndar líka mynd- bönd. Þau eru greinilega úr sömu sendingunni og myndböndin sem rak á land við Akranes fyrir tíu dögum. Auðvitað höfum við ákveðinn gran um hvaðan þetta er ættaö. Ef þetta er það sem við höldum má búast við að það sem rekiö hefur á land í morg- un sé bara byrjunin,” sagði deildar- stjórinn. Það vakti athygli í morgun aö toll- gæslumenn hindraðu borgarbúa ekki í því að næla sér í bjór heldur hurfu fljótlega af vettvangi. , ,Við getum ekki verið í því að vaða á eftir fólki út í sjó. Og við höfum engan mannskap til að vakta allar fjörur í Reykjavík,” sagði deildar- stjórinn. -KMU. LOKI Er þetta ekki hið eina sanna bjórbiendi? „Missti alla von” — sagði eiginkona Kristjáns, Margrét Jónsdóttir „Ég missti alla von þegar sagt var í fréttum á föstudagskvöldiö að dregið hefði af honum,” sagði Mar- grét Jónsdóttir, eiginkona Kristjáns Hálfdánarsonar, á heimili þeirra hjóna ígærkvöldi. Það var að vonum lítið um svefn hjá henni um þessa helgi. Og h ún var á sjúkrahúsi í Reykjavik er hún fékk fréttirnar um aö bóndinn heföi hrapað niður i sprunguna. „Mér varð hræöilega viö. Eg hélt eijjs og allir aðrir að kuldinn i spranginni væri ofboöslegur. Og það væri kuldinnsemfæri meðhann.” Margrét sagði síðan að sér heföi létt mikið er i Ijós hefði komiö að ekki hefði verið svo kalt ofan í jökul- sprungunni. Það var svo um klukkan sjö i gær- kvöldi sem Margrét flaug norður til Akureyrar eða skömmu áöur en þeir Kristján og félagar komu til bæjarins. Fagnaöarfundir en vissulega varð þessi helgi öðruvísi en ætlað var. -JGH. Ótrúlegar mannraunir Kristjáns Hálfdánarsonar: Hengjan bráðnaði stöðugt undan mér fyrir neðan var svart hyldýpið Frá Hannesi Heimissyni, frétta- manni DV á Egilsstöðum: „Hinir drungalegu ísbrestir hræddu mig mest. Þeir voru ógurleg- ir, skruöningar bæði fyrir ofan mig og neöan. Eg fann hvemig stöðugt losnaöi undan hengjunni, hvernig hverahitinn bræddi smám saman hengjuna undan mér. Fyrir neðan var svart hyldýpiö.” Þessi orð Kristjáns Hálfdánarson- ar, lýsa vel þeirri ótrúlegu Ufs- reynslu sem hann lenti í um helgina. Fyrst að hrapa niður í jökulsprungu og síðan að vera á snjóhengju í 32 klukkustundir, finnandi hengjuna molna undansér. Þetta byrjaði allt á föstudaginn. Klukkan var þrjú. Þeún miðaði vel áfram uppi á Vatnajökli, félögunum þremur. Meiningúi var að vera í Sig- urðarskála í Kverkf jöllum um kvöld- ið. Veður; noröaustan rok og skaf- renningur. Bítandi kuldi. Þeir voru vel búnir, allir á skíðum. Kristján fór fyrstur. „Skyndilega opnaðist jökullinn. Eg steyptist niður og vissi ekki fyrr en ég stöövaöist á snjóhengju á 15 metra dýpi. Sjálf sprungan var um 30 metra djúp.” Hreint yfúnáttúrlegt aö Kristján skyldi ekki meiðast alvarlega. „Eg kallaði til Rúnars og Friðriks að ég væri ómeiddur. Þeir svöraðu mér. En hvorugan sá ég við brúnina.” Eftir árangurslausar björgunarað- gerðir í tvær klukkustundir, var ákveðið að kalla á hjálp. Og svo kom nóttin. „Það fór í rauninni vel um mig, hitastigiö var núll gráður. Einna helst að rakinn yUi m.ér vand- ræðum. Kristján Hálfdánarson, 35 ára gam- all Akureyringur. Þaulvanur fjalla- maður. „Eg gætti þess að hreyfa mig sifellt. Margt kom í hugann. En fyrst og fremst hugsaði ég um mína nán- ustu, hvernig þeim liði að vita af mér hér.” DV-myndGVA. Um nóttúia sá ég í heiðan himrn- inn. Eg gætti þess að hreyfa mig sí- fellt. Margt kom í hugann. En fyrst og fremst hugsaði ég um mina nán- ustu, hvernig þeún liði aö vita af mér hér.” Og ég hafði áhyggjur af félögum mínum, vitandi af þeim í 20 stiga frosti og skafrenningi uppi á sprangubrúninni. Eg haföi þaö mun betra en þeú líkamlega, en heldur verra andlega. Við köUuðumst síðan á. svona á um 2 klukkustunda fresti sögðu þeir mér fréttú. Reyndar heyrðum við Ula hver í öðram því ísinn dregur úr hljóðinu. En þrátt fyrú aðstæður var ekki annaö aö gera en halda ró sinni. Ég var heldur aldrei í vafa um aö mér yrðibjargað.” -JGH Síðasta blað fyrú páska kemur út miðvikudaginn 3. aprU og fylgú því helgarblað II. Stærri auglýsing- ar í það blað þurfa að hafa borist fyrú klukkan 17 í dag, mánudag. Fyrsta blað eftir páska kemur svo út þriðjudaginn 9. apríl og þurfa stærri auglýsingar í þaö blaö aö berast fyrir klukkan 17 á morgun, þriðjudag. FYRIR VISA Bílstjórarnir aðstoða ssnDiBiLnsTóÐin Laugarnes: Í fjörunni i Laugarnesi í morgun voru menn að tína upp bjórdósir. Einn var mættur í vöðlum og annar með hrifu að raka þeim saman. DV-mynd Kristján Ari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.