Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Blaðsíða 6
DV. LAUGARDAGUR4. MAl 1985. Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Enn versnar þjónusta ÁTVR 29. apríl sl. mátti lesa hér í blaðinu frétt þess efnis aö ÁTVR endurskoö- aði vínlistann, fjöldi tegunda hverfur engar nýjar tegundir á næstunni. Svo mörg voru þau orð. Eins og áöur hefur veríð bent á hér á Sælkera- síðunni er þjónusta ATVR hvergi nógu góð. Hér er ekki við starfsfólk ATVR að sakast heldur stjórnvöld, því ATVR er ríkisfyrirtæki eins og kunnugt er. Sem dæmi um slæma þjónustu fyrirtækisins fá starfsmenn vínsölu- búöanna enga menntun eða fræðslu um vín og vínframleiðslu. I búðunum er ekki hægt að fá bæklinga um vin eða upplýsingar um þær tegundir sem á boðstólum eru. I Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi eru einkasölur eins og hér á landi. I þessum löndum gefst starfsfólkinu kostur á fræðslu og sænska einkasalan gefur út tugi bæklinga á ári hverju um vín. Þess má geta að á síðasta ári dró úr áf engisneyslu Svía. En nú á sem sagt að taka af skrá þær tegundir sem ekki seljast. Það er kannski skiljanleg ráðstöfun en það er ekki viturlegt að láta hreina tölfræöi ráða í þeim efnum. Sumar áfengistegundir koma ávallt til með aö seljast í litlu magni. Þær eru t.d. notaðar í kokkteila og mat. Nú sumar ágætar vintegundir hefur fólk ekki hugmynd um. Réttara væri að endurskoða þær áf engistegundir sem á boðstólum eru. Staðreyndin er sú að vinlisti ÁTVR er nánast hlægi- legur. Þaö rnætti halda að þau vin sem á boðstólum eru hafi verið valin af algjöru handahófi. — Þaö virðist engin kerfisbundin hugsun liggja að baki, t.d. er lítið úrval af Bordeaux og Burgundarvínum en töluvert úrval af öðrum vínum, t.d. eru tvær tegundir af Beaujolais vínum f rá sitt hvoru fyrírtækinu. Sama má segja um Chianti vínin ítölsku. Nær væri aö hafa eitt Chianti vín og t.d Barolo Barbera eða Bardolino vín. Þá er úrvalið af hvitum Bordeaux vínum fyrir neðan allar hellur. Hins vegar Umsjón: Sigmar B. Hauksson er óhemju úrval af þýskum vínum og sum þeirra algjört rusl. Til eru ein- hver ósköp af Liebfraumilch vínum. Við höfum ekkert að gera með allar þessar tegundir. Vegna furöulegra ' álagningarreglna á léttum vínurn virðist sem þau séu sum hver farin að þynnast, t.d. er Liebfraumilch Anheuser 8,5% og kostar flaskan af því 170,- kr. Hið ágæta vín Bereich Nierstein er 11,3% og kostar flaskan af því 230,- kr. Það skal þó tekið fram að ekki er hægt að bera þessi vín alfarið saman en verðmunurinn er of Enn vorsnar þjönusta ÁTVR. Ekki er við starfsfólk ATVR afl sakast holdur stjórnvöld. mikill þegar það er haft í huga að Bereich Nierstein er „meira" vín. Þá eru á boðstolum einhver ósköp af portúgölskum rósavinum en aðeins ein tegund af frönsku rósavini. Þá eru á boðstólum tvær tegundir af bandarískum Burgundy vínum, að vísu frá tveimur fyrirtækjum. Nóg væri að hafa vín f rá öðru hvoru fyrir- tækinu og svona mætti lengi telja. Þá vantar á listann ýmsar tegundir sem sjálfsagt væri að hafa. Nefna mætti Créme de Cassis og Calvados og f jöl- margar léttvínstegundir. Vissulega má fækka tegundum, því nóg er af ruslinu — en fara verður eftir gæðum vinanna en ekki tölum. Svo virðist sem yfirvöld líti á ÁTVR sem mjólkurkú. Þjónusta við viðskipta- vini virðist vera bannorð. Það er kannski kominn timi til að f ela einka- aðilum sölu áfengis hér á Iandi. Astandið eins og það er i dag er alls ekki viðunandi. \ll om macl Margir kannast við hið danska blað „Alt om mad" á la Carte. Þetta blað var mjög vinsælt meðal sælkera á Noröurlöndum. Nýlega bárust Sælkerasíðunni þær fréttir að blaðið væri hætt að koma út. Blaðið var víst of dýrt i framleiðslu. Það er þó huggun að við hér á Lslandi höfum hið ágæta blað Gest- gjafann, blað sem Hilmar B. Jónsson og Elín Káradóttir gefa út. Gestgjafinn er án efa vandaðasta sérrit á Islandi í dag. Það er skrifað af mikilli kunnáttu, í smekklegu broti. Litmyndirnar eru sérstaklega vel unnar. Sælkerasíðan þorir að fullyrða aö Gestgjafinn er með betri blöðum um mat á Norðurlöndum. Uppskriftirnar eru miðaðar við íslenskar aðstæður og því ber sérstaklega að fagna. Þegar það er haft i huga að mikill hluti þeirra matreiðslubóka sem gefnar eru út hér á landi eru algjörlega framandi fyrir Islendinga. Sem sagt.Hilmar og Elín, til hamingju. Tvær þrælgóði ar lauksilpur Hilmar B. Jónsson og Elin Kéradóttir ritstjórar. Lausnin er hjá okkur -yfirbyggingar 3 -Q C E 0 O > I at 0) ffl x 1* Góð supa er heil máltíð. Lauksúpur eru sérlega matarmiklar og eru þær vinsælar hér á landi. Hér koma uppskriftir að tveimur nokkuð svo óvenjulegum lauksúpum. Það er auðvelt að matreiða þessar súpur og þær eru hvor um sig heil rnáltíð, þá fyrri köllum við „lauksúpu með eggi". Það sem þarf er: 500glaukur 2 msk. smjör 1 lítri kjötsoð (1 lítri vatn og 2 teningar kjötkraftur) 4egg piparogsalt Skerið laukinn i þunnar sneiðar og steikið hann i potti í smjörinu. Þegar hann er orðinn mjúkur og brúnleitur er k jötsoðinu hellt í pottinn. Súpan er krydduð með salti og pipar og látin sjóða kröftuglega. Lækkið því næst strauminn. Brjótið eggið og setjið i bolla og hellið varlega úr bollanum í pottinn. Þegar eggiö er orðiö hvitt er næsta eggi hellt í pottinn og svo koll af kolli þar til öll 4 eggin eru komin í pottinn. Súpan er látin sjoða við vægan hita í 3 mínútur og því næst borin á borð í pottinum. Þá er það „súpa frá Tourin". Þessi súpa er frönsk að uppruna. Það sem þarfíþessasúpuer: Bláukar 4 snelðar reykt flesk (befkon) lUtrivatn 2 eggjarauður 1 tsk. vínedik salt og pipar eftlr smekk 2 súputcniugar Byrjið á því að skera laukinn í þunnar sneiðar. Setjið pott á hlóðir helst með þykkum botni. Skerið beikonið í strimla og steikið í pottinum. Þá er laukurinn settur í pottinn og straumurinn lækkaður. Þegar laukurinn er vel mjúkur er hann kryddaður með salti og pipar. Þá er vatnið sett i pottinn og súpu- teningarnir. Látið svo súpuna malla í um það bil 15 mín. Þeytið saman í skál eggjarauðurnar og vínedikið. Hræriö þessa blöndu kröftuglega saman við súpuna. Látið súpuna malla enn, hún má þó ekki sjóða. Þá er súpan tilbúin. Ristið 2—4 brauðsneiðar, skerið þær í teninga og setjið þá í skál sem borin er fram meösúpunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.