Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR 4. MAI1985. 27 I DV kynnir FH - DV kynnir FH - DV kynnir FH - DV kynnir FH - DV kynnir FH * TmSli-'' "' .:..¦¦-:>;•'¦' :>•> Lið FH keppnistímabilið 1985. Ingi Björn Albertsson þjálfari er í öftustu röð, lengst til vinstri. DV-myndS „Mál númer eitt að halda sér í deildinnr' — segír Ingi Björn Albertsson, þjálfari FH-inga, og segir að leikmenn FH komi vel undirbúnir til leiks „Við byrjuðum að æfa um miðj- an janúar, lyftum og hlupum og ég held að ég geti sagt að við komum vel undirbúnir til leiks í 1. deild- ina," sagði Ingi Björn Albertsson, þjálfari FH, nýliðanna í 1. dcild í sumar. Ingi Björn er öllum linút- um kunnugur hjá FH, hann hefur þjálfað liðið í nokkur ár samfara því að Ieika með Iiðinu og skora mörk sem verið hefur hans aðals- merki frá þvi hann hóf að leika knattspyrnu. „Strákarnir eru mjög áhugasamir og ef ég hef staðið mig í stykkinu ætt- um við að geta gert goða hluti. Eg er með marga unga og efnilega leikmenn í höndunum og líka gamla og reynda leikmenn. Þar má nefna þá Dýra Guð- mundsson og Viöar Halldórsson ásamt Olafi Danivalssyni. Við höfum mann- skap til að setja strik í reikninginn. Spumingin er bara hvernig til tekst þegaráreynir." „Markmiðið að festa FHísessiíl.deild" Nú hefur FH-liðið verið á þ6 nokkru ferðalagi á milii deilda undanfarin ár. Hvert er markmiðið hjá ykkur í sum- ar? „Mál númer eitt, tvö og þrjú hjá okk- ur er að halda okkur í deildinni og það verður allt gert tilað það megi takast. Langtimamarkmiðið er svo að gera FH-liðið að rútíneruðu liði í 1. deild. Festa liðið í sessi. Það er mikið af ung- um leikmönnum í hópnum hjá okkur og mikið af framtíöarleikmönnum á leið- inni. Leikmenn sem eiga að geta gert það gott í f ramtíðinni." „Á von á góðum f ótbolta í sumar" Nú er keppnistímabilið framundan og klassískt svo ekki sé meira sagt aö spyrja þig um sumarið. „Eg hef séð mikið af leikjum í vor og er enn öruggari en nokkru sinni fyrr um að fótboltinn verði mjög góður í sumar. Liðin hafa lagt mikið á sig og ég á von á því að fleiri liö en FH komi vel undirbúin til leiks. Þetta verður erfiður bardagi en maður verður bara aðvonaþaöbesta." Hvaða lið heldur þú að verði í topp- baráttunni? „ Valsmeim verða sterkir" „Það er erfitt aö segja til um það. Eg hef trú á því að Valsmenn geti skorið sig úr í sumar. Þeir sýndu mjög góða knattspyrnu seinni part tímabilsins í fyrra og ef þeir leika svipaða knatt- spyrnu í sumar og þá er ég viss um að þeir verða mjög ofarlega. Akurnesing- ar og Framarar eru spurningarmerki og erfitt að segja til um hvað þessi lið gera. Þau gætu veitt Valsmönnum harða keppni. Það er spurning hvort þessi lið smelli saman á réttuin tiina." Hvaðaliðfalla? „Eg vil ekki spá neinu þar um. Eg vona bara að mitt lið verði ekki í fall- baráttunni. Mér sýnist í fljótu bragði sem mörg lið gætu staðið í fallbaráttu langt f ram eftir Islandsmótinu." að byrja gegn „Slæmt Víði" Nú eigið þið að leika ykkar fyrsta leik gegn Víði og það á útivelli." Hvern- igleggstþaðíþig? „Þetta er það versta sem ég gat Ingi Björn Albertsson, þjálfari og leik- maður FH. hugsað mér. Eg hefði viljað fá öll hin liðin í fyrsta leik. En það breytir þó.. ekki því að ég er sannf ærður um að við stöndum okkur. Allir leikir okkar í sumar verða mjög erfiðir og allir jafn- mikilvægir. Við munum taka hvern leik fyrir sig og reyna að standa okkur til stykkinu," sagði Ingi Björn Albertsson. -SK. ! NY STUKAIKAPLAKRIKA ! m Betur ætti að fara um þá ahorf- Iendur sem leggja lelð sína á heima- völl FH, Kaplakrlka, í sumar en ¦ undanfarln sumur. FH-ingar hafa "nefnllega af miklum myndarskap reis t mlkla áhorfendastuku og er hún örugglega vel þegin af mörgum. Stúkan tekur uokkur hundruð ahorf- endur og svipar mjög til stukunnar i Köpavogi á helmavelll Breiðabliks. MikU framför hjá FH-ingum og er nú |4 vonandi að stuðningsmeun Haínar- m fjarðarliðsuis láti sig ekki vauta i I nýju stúkuna i sumar á hoimaleikj- ¦ umliðsins. -»k ' ¦ ¦¦¦aBHH-inii BH __tt !¦ BH H| __¦ -DV kynnir FH - DV kynnir FH - DV kynnir FH - DV kynnir FH - DV kynnir FH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.