Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 4. MAl 1985. 9 Jafnrétti .... en verra er þeirra réttlæti Ég rakst á hann vestur í bæ síðla dags þann fyrsta mai í snjáöum jakkafötum með plastpoka undir hendinni. Eg þekkti hann varla aftur og þurfti að líta tvisvar áður en ég bar kennsl á hann. Við vorum skóla- bræður í gamia daga og hér var kom- inn ærslabelgurinn og fánaberinn í bekknum, strákurinn sem var til í tuskið og lét sér ekkert fyrir brjósti brenna. Hann nennti ekki í lang- skólanám, hvarf út í líf sbaráttuna og týndist þegar hann flutti úr hverf inu. Hann stóð þarna aftur með grá- sprengt hárið í ósamstæðum kaupfé- lagsfötum, litlaus og tómlegur til augnanna. Yfirbragð og hreyfingar gáfu til kynna að þar færi vonsvikinn og uppgefinn maður. Ég togaöi upp úr honum lífshlaupið: gifting, ómegð, húsbygging, iðnstörf, kennsla, búðarafgreiðsla, tilraun til eigin atvinnurekstrar úti á landi, greiösluþrot, veikindi, atvinnuleit og nú síðast kontóristi hjá hinu opin- bera. Enn voru börnin heima, nema það elsta, konan vann úti, fjögurra her- bergja íbúð, tuttugu og fimmþúsund i mánaðarlaun. Jú, jú, takk fyrir, þetta skrimti; æskudraumarnir? Kaldhæönislegur hlátur. Pólitíkin: er ekki sami rass- inn undir þeim öllum. Kröfugangan: kemur mér ekki við. Utanferðir: fór til Costa Del Sol sumarið '78. Slökkt á líf sperunni Hann er hættur að sækja skemmti- staði, fer ekki lengur á völlinn, á sjö ára gamlan Ford Escort „sem dugar í bænum”. Hann glápir á sjónvarpið á kvöldin. Hann horfði á mig áhugalausum augum og það var eins og slökkt hefði verið á lífsperunni. Hann haföi í rauninni ekki frá neinu að segja þvi lífið hafði runnið svona áfram í til- breytingarleysi, amstri og hvers- dagslegum farvegi. Æskukrafturinn fór i að koma sér upp húsi og ala upp krakkana; langa vinnudaga, tilraun- ir sem fóru út um þúfur, basl til að láta enda ná saman. Þó stóð hér maður á góðum aldri, venjulegur maður, sem var hvorki fátækari né vitlausari en gengur og gerist. Hann er einn af fjöldanum, borgurum þessa lands, sem hvorld lenda í strætinu né stjömuflokknum. Maður sem vinnur sitt verk, þiggur meðallaun og horfir þögull á lífið líða framhjá sér. Hver þekkir ekki þessa manngerð? Jafnvel af eigin raun. AUt í kringum okkur eru húsin full af fólki sem gengur um með plastpoka, brostin augu og launaumslag í vasanum sem rétt dugir til næstu mánaðamóta. Fólkið í fiskvinnslunni, iðjustörfun- um, búöarafgreiðslunni, kontórun- um. Fólkiö sem lagöi leið sina i kröfugönguna fyrsta maí. Og þó var þar aöeins brotabrot slikra þjóðfé- lagsþegna mætt á staðnum. Hinn hópurinn var stærri sem sat heima og lét það afskiptalaust þótt verka- lýðsforystan yggldi sig til hátíða- brigða. Hann sat heima, því hann er fyrir löngu búinn að gefast upp á fá- nýtum ræðum og úreltri verkalýðs- pólitík. Hversdagsganga Sú mynd sem hér er dregin upp er ekki prívat vandi verkalýðshreyfing- arinnar heldur þjóðfélagsins alls. Ef- laust má halda því fram að verka- lýðshreyfingin hafi rekiö vitlausa og árangurslitla stefnu i kjarabaráttu sinni. Eflaust má líka halda því fram að þjóðartekjur og þjóöarfram- leiðsla hafi dregist saman undanfar- in ár. Eflaust má skella skuldinni á stjórnmálaflokka og ríkisstjómir. En látum sökina liggja milli hluta í bili því aðalatriðið er að horfast í augu við þá staðreynd aö íslenskt samfélag er yfirfullt af fólki sem er bundið i fjötra tilbreytingarlausrar og grárrar hversdagsgöngu. Getur aldrei veitt sér neitt, vinnur frá morgni til kvölds og getur þó hvergi lifað af daglaunum einnar fyrir- vinnu. Draumarnir verða bara draumar, veruleikinn aö leiðinlegum vana, kvöldin og helgamar að tómi. Kjarkurinn fjarar út, stressiö veröur Ellert B. Schram skrrfar: samfellt og sjálfstraustið breytist i vanmáttarkennd; flótta frá kunn- ingjum sem ekki er hægt aö horfast i augu við. Áhyggjur af efnahagnum verða að andlegri áþján, beiskju og uppgjöf gagnvart sjálfum sér. Þó er ekki hægt að segja að þetta sé fátækt í versta skilningi þess orðs en þetta er nauð og kvöl fyrir fólk sem getur og vill annað og meira. Það getur hvorki sagt sig á sveitina, því það skrimtir, né heldur bitið í skjaldarrendur og heimtað byltingu, því það vill ekki byltingu. Það velur þriðja kostinn: stolta en beiska þögn. Samviskuspurningar Islendingar búa í harðgeru landi. Við hafum ekki iðjagræna skóga, lystisemdir stórborga eða veðurbliðu suöursins. En á móti kemur að við erum lausir við ógnir einræðis, alls- leysi og atvinnuleysi. Að minnsta kosti ennþá. Einhvem veginn hefði maður haldiö að ekki stærri þjóð, sem er upplýst, velmegandi og dug- leg, ætti að geta spjarað sig. Við eig- um ekki að þurfa að ala upp kynslóð- ir af fólki sem ganga með drauma sína og vonir í plastpokum og eiga ekki aðra eftirvæntingu í lífinu en sjónvarpið og stofusófann á kvöldin. Þegar metnaöurinn er horfinn er búið að kreista liftóruna úr sérhverj- um ærlegum manni. Þegar viljinn til að vera með er uppurinn, hvort held- ur i pólitík, verkalýösbaráttu, kunn- ingsskap, þegar menningarskammt- urinn er fólginn í vídeóspólu, og svefninn er stærsta frístundin, þá er eitthvað meira en lítið að. Álagafjötrar Ekki er ég maður til að leysa þjóð- ina úr þessum álögum og ekki hef ég mikla trú á því að langlokur í þing- sölum komi miklu til leiðar. Maður þarf ekki alltaf aö hafa lausnimar á takteinunum þótt bent sé á misbrest- ina. Hitt leyfi ég mér að fullyrða að pólitík, hvort heldur í flokkum eða fagfélögum, á lítið erindi í kjörklefa eða kjarabaráttu, meðan hún kærir sig kollótta um samviskuspurning- amar. Af hverju getur venjulegur launa- maður eldci lengur framfleytt fjöl- skyldu sinni af venjulegum tekjum sínum? Af hverju þrífst ranglæti í skattgreiðslum þannig að helmingur þjóðarinnar borgar skatt en hinn ekki? Af hverju er fólk að greiða í líf- eyrissjóði alla sína starfsævi, en fær skammtað úr hnefa, loks þegar það kemst á ellilífeyrisaldur? Illt er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti, sagði Jón Hreggviös- son og hvers konar velferðar réttlæti er það, þegar fjölskyldufaðirinn, launamaðurinn og ellilífeyrisþeginn er orðinn að þurfalingi í þjóðfélagi sem hann hefur unnið og unnaö alla sína ævi? Verkalýðshreyfingin hefur gert það að aöalkröfu sinni aö tryggja kaupmáttinn. Þaö er góðra gjalda vert. En ekki er þar reitt hátt til höggs, í ljósi þess að nokkur prósentustig í kaupmætti skipta ná- kvæmlega engu máli í lifskjörum fjöldans. Þjóöin greiðir skatta til ríkisins sem safnar erlendum skuldum og út- deilir hundmðum milljóna króna í pólitísk afglöp. Þjóðin borgar 4% af launum sínum í lífeyrissjóði, sem ekki eru aflögu- færir þegar til á að taka. Þjóðin stritar og stritar en er greinilega ekki verðugri launa sinna en svo að það þykja forréttindi að eiga afgang þegar leigan eða afborg- unin er greidd, bensínið, hitareikn- ingurinn, maturinn eða fötin á krakkana. Reisnin í plastpokum Illt er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti, þegar réttlætið nær ekki lengra en trygging kaupmáttar, eins og hann hefur orðið lakastur. Verkalýðshreyfingin er kannski ekki í stakk búin til að heimta meir fyrir sína umbjóðendur. Stjórnmálaflokk- amir em kannski nógu raunsæir til að fara með löndum í stefnumálum sínum. Fólkið er kannski nógu lang- þreytt til að gera sig ánægt með karp umkeisarans skegg. En mikil reiðinnar býsn og ósköp þyrfti að taka til hendi í þessu landi, svo ærslabelgir æskudaganna verði ekki þreyttir og uppgefnir menn löngu fyrir aldur fram. Islendingar eiga þaö ekki skilið að þurfa að pakka sinni mannlegu reisn ofan í plastpoka og líta flóttaiega undan fyrir þaö eitt, að stunda sína vinnu. Við erum ekki það mörg að hér þurfi að búa tvær þjóðir í einu landi. Við eigum heldur ekki að þurfa að spyrja i hver eigi þetta land. Við eigum það öll og við höfum nóg að bíta og brenna til aö skipta gæðum þess og arði réttlátt á milli okkar. Enginn segir að jafnræði þurfi að rikja í þeirri skiptingu enda réttlæti ekki alltaf fólgið í jöfnuði. Réttlætið er fólgið í frelsinu til að lifa án þess að skammast sín fyrir það. Meira er ekkifariö framá. EUertB.Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.