Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 4. MAI1985. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Rifstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Auglýsingar: SlOUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 330 kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað35kr. Góðar hliðar huldufrumvarps Úti í bæ hefur án afskipta Alþingis verið samið frumvarp til nýrra laga um Framleiðsluráð land- búnaðarins. Frumvarpið hefur verið til opinberrar umræðu hjá ýmsum helztu valdastofnunum þjóðfélags- ins, svo sem Stéttarsambandi bænda og Mjólkur- samsölimni. Áður en hægfara afnám þingræðis hófst, voru frumvörp ekki samin úti í bæ og ekki rædd á fundum úti í bæ, áður en þingmenn fengu að sjá þau. Þá fjölluðu þingnefndir um frumvörpin og fengu um þau greinargerðir frá aðilum úti í bæ, þar á meðal hagsmunaaðilum. 1 þessu tilviki virðist ætlunin að sýna frumvarpið ekki á Alþingi fyrr en búið er að slípa það í meðförum hags- munaaðila. Síðan er Alþingi sem afgreiðslustofnun og at- kvæðavél fyrir ríkisstjómina ætlað að leggja blessun sína yfir niðurstöðuna. Þrátt fyrir þessa annmarka er sitthvað gott viö utan- alþingisfrumvarpið. Það má meðal annars sjá af and- mælum Mjólkursamsölunnar, sem „varar alvarlega við lögfestingu” þess. Það hlýtur að vita á gott, þegar kvein- stafir heyrast frá þrælahöldurum landbúnaðarins. Hingað til hefur hiö sjálfvirka fyrirgreiðslukerfi í land- búnaði miðað að eflingu vinnslustöðvanna. Þær hafa fengið peningana í veltuna og borgað bændum eftir dúk og disk. Þær hafa verið með sitt á hreinu og þrælamir uppi í sveitum hafa síðar fengið ruöumar. Samkvæmt huldufrumvarpinu eiga vinnslustöðvarnar hér eftir að staðgreiða bændum. Þær eiga að greiða bændum um hver mánaðamót fyrir innlagða mjólk og ekki síðar en 10. desember fyrir sláturfé að hausti. Þetta þykir vinnslustöðvunum auðvitað afleitt. Annaö atriði, sem fer fyrir brjóstið á þræla- höldurunum, er, að frumvarpið gerir ráð fyrir afnámi einokunar í vinnslu og dreifingu afurða landbúnaðarins. Hver sem er má koma upp mjólkurbúi eða sláturhúsi og til dæmis selja mjólk á núverandi eignarsvæði Mjólkur- samsölunnar. Þetta er auðvitað hræðileg tilhugsun, en veldur andvöku í undanrennumusterinu við Bitruháls, sem reist er á kostnað bænda og neytenda. Verður kannski næst bannað að undirbjóða keppinauta í brauði og safa með því að láta hluta kostnaðarins koma fram í mjólkurverði? Ennfremur er til bóta í frumvarpinu, að gert er ráð fyrir, að vald verði flutt frá landbúnaðarforstjórum Framleiðsluráðs til ráðuneytisins, þar sem það á heima. Of lengi hefur Framleiðsluráð sem sjálfseignarstofnun ráðskazt með hluta ríkisvaldsins. Samt væri enn meiri þörf á að semja lagafrumvarp um flutning valds frá Búnaðarfélagi Islands til ríkisvalds- ins. Páll Líndal benti nýlega í greinargerð á, að ríkið væri meira eða minna valdalaust í málum landbúnaðarins gagnvart stofnunum úti í bæ. Samkvæmt framvarpinu á ennfremur að breyta því óeðlilega ástandi, að Qrænmetisverzlun landbúnaðarins sé ríkiseign, þegar hún vill ekki borga skatta, en eign Framleiðsluráðs landbúnaðarins, þegar hún og ráðið vilja hafna afskiptum ríkisvaldsins. En ekki er verið að leggja niöur neina einokun, þótt Grænmetisverzlunin verði seld garðyrkjubændum. Neytendur og kaupmenn verða hér eftir sem hingað til að ber jast fyrir frjálsri verzlun með grænmeti. Og svo er ekki einu sinni víst, að Alþingi fái að sjá frumvarpið og leggja blessun sína yfir það. Jónas Kristjánsson. jólatréð ur þeim það helst í hug að senda hann til lslands, gera hann að sendi- herra hér! Imyndaðu þér fyrirlitn- inguna á okkur! Eins og við eigum enginleyndarmál! Vinur minn stóð þama frammi fyrir vandamáli. Sem hatursmaður Bandaríkjanna var hann auðvitað mótfallinn herstöðinni og NATO. En honum fannst þaö þó beiskur biti að kyngja, að hugsa til þess að útlend- ingum þætti eðlilegt að senda KGB- agenta til Islands, því það byggist auövitaö á því að hér er ekkert um að njósna, svo hér geti þeir ekkert af sér gert. Og það er ömurlegt fyrir þjóð- ernissinna til þess aö hugsa að út- lendingar telja land þeirra svo ómerkilegt aö hér sé ekkert um að njósna. Ég vissi það að í hjarta hans bærö- ist sú ófriðsamlega hugmynd að lík- legast væri það þessum útlendingum mátulegt að Islendingar vígvæddust afkappi svoþeiryrðuaösýnaokkur meiri áhuga. Sjálfur var ég dálítið sár vegna þess að ekkert varð úr hugmyndinni um að senda Treholt til Islands. Og mér fannst það skylda mín að benda vini mínum á kyndugri hlið málsins. — Hugsaðu þér nú, heföi Treholt, grunaður KGB-agent verið sendur hingað og hafður hér í nokkum tíma, meðan málsóknin var undirbúin! Geturðu ímyndað þér fréttimar í blöðunum hér? Fyrirsagnirnar: ,,KGB-njósnari kveikti á jólatrénu við Austurvöll!” Og svo lesendabréf- in um þann siðferðilega skaða sem ungviðiö heföi orðið fyrir vegna þess að maðurinn, sem hélt ræðuna á Austurvelli, var sovéskur agent? Og svo em upplýsingarnar sem hann hefði getað látið herrum sínum í té! Itarlegar skýrslur um bílafríðindi bankastjóra og hrossakaup í kring- um nefndakjör og embættisveiting- ar! En vinur minn var óhuggandi. Og ég óttast að hann sé nú orðinn jafnhat- rammur andstæðingur norrænnar sam- vinnu og hann er andstæðingur Banda- ríkjamanna. Þannig móta tilviljanir pólitíska afstöðu. „Frændur eru frændum verstir,” stundi helsærður þjóðernissinninn og afþakkaöi kaffibolla, eins og hann væri móðgaður yfir því aö nokkur maður gæti haft hugann við kaffi- drykkju. Eg ítrekaði ekki boðið frekar, en virti hann fyrir mér þar sem hann húkti á stólnum andspænis mér og hugsaði illa til allra útlendinga. Eg haföi áður séð hann í svipuðu ástandi. Hann hafði þá, eins og nú, komist að þvi að Island er ekki nafli alheimsins í allra augxun og að til eru þeir útlendingar sem telja Island og Islendinga hreint aukaatriði í heim- inum. Það er erfitt hlutskipti að vera þjóðemissinni, með smáþjóðum. Það má nefna móðgandi dæmi úr erlendum bókmenntum, að í skáld- sögunni „Brave New World” gerist ein söguhetjan uppreisnarmaður af því hann óttast það að verða sendur til Islands! 1 þrem skáldsögum Eve- lyn Waugh, sem kenndar eru við Heiðurssverðið og fjalla um seinni heimsstyrjöldina, segir meðal ann- ars frá breskum hermanni sem ítrek- að gerist liðhlaupi frekar en að sæta því að verða sendur til Islands. Shakespeare nefnir Island aöeins einu sinni, og þá er verið að formæla einni persónu í leikriti með því að kalla hann „oddeyröan Islands- rakka”. Vinur minn, sá helsæröi, kannast reyndar ekki við þessi bókmennta- verk. Hann er svo mikill ættjarðar- vinur að það hefur aldrei flögrað að honum að bókmenntir verði skrif- aðar á aðrar tungur en íslensku. Þó táraöist hann eitt sinn fyrir löngu þegar ég sagði honum af heldur óvirðulegum ummælum sem bók- menntagagnrýnandi í virtu banda- rísku tímariti lét falla um nóbels- skáldiö okkar. Ekki man ég hvað sá ágæti gagnrýnandi hét, en er þess fullviss að hann býr í New York og talar eins og Kojak. Eg man þaö hinsvegar að hann var í fýlu af því að Norman Mailer hafði rétt einu sinni ekki fengið nóbelsverðlaunin og sagði að sænskir veldu einlægt Úr ritvéfinni Ólafur B. Gyðnason óþekkta höfunda til þess að þiggja nóbelsverölaun, og mætti í því sam- bandi minnast þess er „gömlu menn- irnir í Stokkhólmi” drógu Halldór Laxness „upp úr hattinum”. Síðan þá hefur þessi ágæti vinur minn verið hatrammur andstæðing- ur Bandaríkjamanna. Og ég hef forð- ast að segja honum frá því þegar ég hef fundið óvirðulegar athugasemdir um land og þjóð í útlendum blööum og bókum. En mér fannst kominn tími til þess að inna manninn eftir því hverjir hefðu sært hans þjóðarstolt að þessu sinni. Þaö reyndust vera Norömenn, og þá var að minnsta kosti fengin skýring á athugasemd hans um f rænduma. — Hvað halda þessir andsk.. . eiginlega að þeir séu? Oþolandi þjóö- rembusvín og algerlega tillitslausir við nágranna sína. Eg lét mér detta í hug að hann ætti þama við opinbera styrki við norsk- an sjávarútveg. En það reyndist ekki vera. — Þama sitja þeir uppi með njósnara og vilja losna við hann svo hann geti ekki njósnaö meir! Og til þess að gera hann meinlausan dett-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.