Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Blaðsíða 37
37
DV. LAUGARDAGUR 4. MAl 1985.
Peningamarkaður
VEXTIR BflNKA OG SPflRISJÚÐfl (%)
INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJA serlista E I 11 11 i 6 11 I s II 4 6 1! i! I S § 1 £ S I! 1 * ll ii
INNLÁN ÖVERÐTRYGGÐ
SPARISJ0OSBÆKUR Úbundsi nnstæóa 24.0 24.0 24.0 24.0 24,0 24,0 24.0 24.0 24.0 24.0
SPARIREIKNINGAR 3p mófiaða uppsögri 27,0 28.8 27.0 25.0 25.0 25,0 27.0 25.5 27.0 25.0
6 mónaóa uppsógn 31.5 34.0 30.0 31.0 29.5 31.5 29.0 30.0 28.5
12 mánaóa uppsogn 32,0 34.6 32.0 28.5 30.5
18 mánaða uppsogn 37,0 40.4 37.0 27,0 25,0
SPARNADUR LANSRtTTUR Sparaó 3 5 mánuói 27,0 25,0 25.0 27,0 25,5 28.5
Sparað 6 mán og mwa 29.0 28.0 25.0 29.0 30.0
innlAksskirtlini Ti 6 mánaóa 31,5 34.0 30,0 29.5 31.6 30,5 19.0 10.0
tékkareikningar AvisanareArwigar 22.0 22.0 8.0 10.0 12.0 19,0 12.0 19.0 10,0
Hlaupareiknaigaf 19.0 16.0 8.0 10,0 12.0 12.0 12.0
innlan verdtryggo 1.0 1.0
SPARIREIKNINGAR 4.0 4.0 2.5 1.5 1.0 2.75 2.0 3.5
6 mánaóa uppsogn 6.5 6.5 3.5 3.5
INNLÁN GENGISTRYGGD
GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadolarar 9.5 9.5 8.0 8.0 7.5 7.5 8.0 7.5
Sterkngspund 12.5 11.0 12.0 11.5 10.0 12.0 10.0
Vestur þýsk mörk 5,0 4.0 5.0 5.0 4.5 4,0 5.0 4.0
Dartskar krónur 10,0 9.5 8.0 10.0 9.0 10.0 10.0 10.0
ÚTLÁN ÖVERÐTRYGGÐ
AIMENNIR VlXLAR 31.0 31.0 29.5 29,5 29,0 31.0 30.0 31.0
VIOSKIPTAVlXLAR IforvBxtt) 32,0 32.0 30.5 30.0 32.0 32.0 31,5
ALMENN SKULDABRÉF 34,0 34,0 34,0 32.0 32.0 34,0 33.0 33.0
VRISKIPTASKULDABRÉf 35.0 33.0 35.0 34.0
HLAUPAREIKNINGAR Yfwdráttur 32.0 32.0 32,0 30.5 30.0 32.0 31,0
ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ
SKULOABRÉF Að 2 1/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengn en 2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5,0 5.0 5.0 5,0 5.0 5.0
ÚTLÁN TIL FRAMLEIDSLU
VEGNA INNANLANDSSOlU 26,25 26.25 26.25 26.25 26.25 26.25 26,25 26.25 26,25
VEGNA UTFLUTNINGS SOR reifcmmynt 10.0 10.0 10.0 10.0 10.0 10.0 10,0 10.0 10.0
Förðun að tjaldabaki.
Innlán með sérkjörum
Alþýöubankinu: Stjörnureikniugar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri.
Innistæður þeirra yngri eru bundnar þar ti!
þeir veröa fullra 16 ára. 65—75 ára geta losað
innstæöur meö 6 mánaöa fyrirvara. 75 ára og
eldri með 3ja mánaöa fyrirvara. Reikning-
arnir eru verötryggðir og meö 8% vöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár. Reikningarnir eru
verötryggöir og meö 9% vöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá líf-
eyrissjóðum eða almannatryggingum.
ínnstæöur eru óbundnar og óverötryggöar.
Vextir eru 31% og ársávöxtun 31%.
Sérbók fær strax 30% nafnvexti, 2% bætast
síðan við eftir þverja þrjá mánuði sem
innstæöa er óhreyfð, upp í 36% eftir níu
mánuöi. Ársávöxtun getur orðið 37.31%
Innstæður eru óbundnar og óverötryggðar.
Búnaðarbankinn: Sparibók meö sérvöxtum
er óbundin 33% nafnvöxtun og 33% árs-
ávöxtun sé innstæða óhreyfð. Vextir eru
færöir um áramót og þá bornir saman við
vexti af þriggja mánaða verðtryggðum reikn-
ingum. Reynist ávöxtun þar betri er mismun
bættvið.
Af hverri úttekt dragast 1.8% í svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri
ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða
lengur.
Iðnaöarbankinn: A tvo reikninga í
bankanum fæst IB-bóuus. Overðtryggðan 6
mánaða reikning sem ber þannig 31%
nafnvexti og getur náö 33,4% ársávöxtun. Og
verðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber
3.5% vexti. Vextir á reikningunum eru bomir
saman mánaöarlega og sú ávöxtun valin sem
’reynist betri. Vextir eru færðir misserislega.
30. júní og 31. desember.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
32,5% nafnvöxtum. Vextir eru færðir um ára-
mót. Eftir hvern ársfjórðung eru þeir hins
vegar bomir saman við ávöxtun á 3ja mánaða
verötryggðum reikningum. Reynist hún betri
gildir hún umræddan ársfjórðung.
Af hverri úttekt dragast 2.1% í svonefnda
vaxtaleíðréttingu. Kjörbókin skilar hærri
ávöxtun en almenn sparisjóösbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða
lengur.
Samvinnubankinn: Innlegg á Hávaxta-
reikning ber stighækkandi vexti. 24% fyrstu 2
mánuðina, 3. mánuðinn 25.5%, 4. mánuðinn
27%, 5. mánuðinn 28.5%, 6. mánuðinn 30%.
Eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12 mánuði
32.5%. Sé tekið út standa vextir þess tímabils
það næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er
35.14%.
Vextir eru bomir saman við vexti á 3ja og 6
mánaöa verðtryggðum sparireikningum. Sé
ávöxtun þar betri er munurinn færður á Há-
vaxtareikninginn. Vextir færast misseris-
lega.
Útvegsbankinn: Vextir á reikningi með
*Abót er annaðhvort 2,75% og full verðtrygg'-;,
ing, eins og á 3ja mánaöa verötryggðum
sparireikningi, eða ná 32,8% ársávöxtun, án
verðtryggingar. Samanburður er gerður
mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 24%, þann almanaksmánuð.
Verslunarbankinn: Kaskó-reikningurinn er
óbundirin. Um hann gilda f jögur vaxtatímabil
á ári, janúar—mars, april—júní, júlí—
september, október—desember. I lok hvers
þeirra fær óhreyfður Kaskó-reikningur vaxta-
uppbót sem miðast við mánaðarlegan út-
reikning á vaxtakjörum bankans og hag-
stæöasta ávþxtun látin gilda. Hún er nú ýmist
á óverðtryggðum 6 mán. reikningum með,
30% nafnvöxtum og 33.5% ársávöxtun eða á
verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 2%
vöxtum.
Sé lagt inn á miöju tímabili ug inn stæða
látin óhreyfð næsta tímabil á eftir reiknast
uppbót allan sparnaðartímann. Við úttekt
fellur vaxtauppbót niður það tímabil og vextir
reiknast þá 24%, án verðtryggingar.
Ibúðalánareikningur er óbundinn og með
kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku.
Sparnaður er 2—5 ár, lánshlutfall 150—200%
miðað við spamað með vöxtum og
,verðbótum. Endurgreiðslutími 3—10 ár.
Útlán eru með hæstu vöxtum bankans á
hverjum tíma. Spamáöur er ekki bundinn viö
fastar upphæðir á mánuði. Bankinn ákveður
hámarkslán eftir hvert sparnaðartímabil. Sú
ákvörðun er endurskoöuð tvisvar á ári.
Sparisjóðir. Trompreikningurinn er óbund-
inn, verðtryggður reikningur, sem einnig ber
3,5% grunnvexti. Verðbætur leggjast við
höfuðstól mánaöarlega en grunnvextir A'i.sv-
ar á ári. A þriggja mánaða fresti er gerður
samanburður við sérstaka Trompvexti. Nýt-
ur reikningurinn þeirra kjara sem betri em.
Trompvextirnir eru nú 32,5% og gefa 35,1%
ársávöxtun.
Ríkissjóöur: Spariskírteini, 1. flokkur A
1985, eru bundin í 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau
eru verðtryggð og með 7% vöxtum,
óbreytanlegum. Upphæðir eru 5.000,10.000 og
100.000 krónur.
Spariskírteini með vaxtamiðum, 1. flokkur
B 1985, eru bundin í 5 ár, til 10. janúar 1990.
Þau eru verðtryggð og með- 6.71 vöxtum.
Vextir greiðast misserislegá á timabilinu,
fyrst 10. júlí næstkomandi. Upphæðir eiú 5,
10 og 100 þúsund krónur.
Spariskírteini með hrcyfanlegum vöxtum
og vaxtaauka, 1. flokkur C 1985, eru bundin til
10. júlí 1986, í 18 mánuði. Vextir eru
hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaða
verðtfyggðum reikningum banka með 50%
álagi, vaxtaauka. Samtals 5.14% nú.
Upphæðir eru 5,10 og 100 þúsund krónur.
Gengistryggð spariskírteini, 1. flokkur SDR
1985, eru bundin til 10. janúar eða 9. apríl 1990.
Gengistrygging miðast við SDR-reiknimynt.
Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir eru
5.000,10.000 og 100.000 krónur.
Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla-
bankanum, hjá viðskiptabönkum, spari-
sjóðum og verðbréfasölum.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána-
upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að
lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir
bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og
áunnin stig. Lán eru á bilinu 144.000—600.000
eftir sjóðum, starfstíma og ktigum. Lánin eru
verðtryggð og meö 5—8% vöxtum. Lánstími
er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti.
Biðtími eftir lánum er mjög misjafn,
breytilegur milli sjóða og hjá hverjum sjóði
eftir aðstæðum.
Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandi
skiptir um lífeyrissjóð eða safna lánsrétti frá
fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í
einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar
á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin
verður þá hærri en nafnvextirnir.
Ef 1.000 krónur Uggja inni í 12 mánuði á
24,0% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
þess tíma 1.240 krónur og 24,0% arsávöxtun í
þvítUviki.
Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 24,0%
vöxtum reiknast fyrst 12% vextir eftir sex
mánuðina. Þá er innstæðan komin í 1.120
krónur og á þá upphæð reiknast 12% vextir
seinni sex mánuöina. Lokatalan veröur
þannig kr. 1.254.40 og ársávöxtunin 25,4%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 4% á mánuði eða 48% á
ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
0,1333%.
Vísitölur
Lánskjaravfsitala í maí er 1119 stig en var
1106 stig í apríl. Miðað er við 100 í júní 1979.
Byggingarvísitala á öðrum ársfjórðungi
1985, apríl—júní, er 200 stig, miðað við 100 í
janúar 1983, en 2.963 stig, miðað við eldri
grunn. A fyrsta ársfjórðungi í ár var nýrri
vísitalan 185 stig.
Revíuleikhúsiö:
Vill þróa upp
skemmtileikhús
„Viö höfðum ekki i neitt annað að
venda og erum ánægð með húsið,”
sagði Þórir Steingrimsson, leikstjóri
verksins Grænu lyftunnar sem nýlega
var frumsýnt á veitingahúsinu Broad-
way.
„Verkið Græna lyftan var frumsýnt í
Bandaríkjunum árið 1915 og er því orð-
iðsjötíuára.
Það er búið að sýna það á hverjum
einasta stað á landinu þannig að það er
eitt af þessum klassísku verkum sem
alitaf hafa gert mikla lukku hér,”
sagði Þórir.
„Það hefur ekki verið sýnt í Reýkja-
vík síðan '58.”
— En er ekki erfitt að sýna á sviðinu
í Broadway sem er opið á þrjá vegu?
„Við veröum að taka miö af því.
Leikararnir verða eiginlega að leika í
þrjár áttir. Það þarf ekki að vera svo
erfitt. Eg treysti öllum leikurum
verksinstilþess.”
— Til hvers er Revíuleikhúsið
stofnað?
„Það er stofnaö til að skapa atvinnu-
leikurum tækifæri. Og þróa upp leik-
hús sem bindur sig við aö vera
skemmtileikhús. Samt viljum við ekki
víkja frá fyllsta metnaði. Við viljum
vanda til sýninganna og sýna eins góða
kómík og hægt er að sýna hana. Við
viljum reyna að endurvekja þá
stemmningu sem var í Bláu stjömunni
í Sigtúni á ámnum ’46 til ’52. Auðvitað
Þórir Steingrimsson leikstjóri.
er erfiðara að gera það núna, í þá daga
var ekki vídeó og sjónvarp.”
— En er ekki mikil áhætta að ráöast í
svona uppfærslu?
„Jú, hún er mikil. Þaö hefur þó
hjálpað til aö Broadwaymenn hafa
sýnt þessu máli mjög mikinn skilning.
Við værum ekki hér annars.”
— Hver finnst þér vera staða leik-
hússídag?
„Staðan er mjög skemmtileg. Við
höfum leikhús á heimsmælikvarða á
Islandi, hér rikir sérstaklega mikill
metnaður,”sagðiÞórir. SGV.
Grœna lyftan. Kysst upp eftir handlegg og þrjór hurðir i baksýn til að stinga sór inn og út um þegar
eltingarleikurinn æsist.