Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Blaðsíða 36
36 DV. LAUGARDAGUR 4. MAl 1985. KNATTSPYRNA UNGLINGA - KNATTSPYRNA UNGLINGA - KNATTSPYRNA UNGLINGA URSLIT LEIKJA - HRINGIÐ TIL DV AUKIN umfjöllun DV um íþróttir þeirra yngri er þarft verkefni. Því er óskandi að undirtektir verði góðar, og þá ekki síður úti á landsbyggðinni en á Reykjavíkursvæðinu. Hafi menn frá einhverju frétt- næmu að segja er varðar knattspymu unglinga í við- komandi héraði þá er íþróttasíða DV ávallt til reiðu. Hafið samband og munið að viðtalstímar em á mið- vikudögum kl. 18—20 og símanúmerið er 686618. Einnig er hægt að senda myndir og fréttnæmt efni í pósti til DV, merkt: Dagblaðið-Vísir Knattspyrna unglinga Síðumúla 12—14 Reykjavík miisnfs 3. flokkur KR ásamt þ jálfara sínum, Lárusi Loftssyni, lengst til vinstri. DV-myndir HH. UMSJÓN «se,* HALLDORi i > HALL- I k 7 i DÓRSSON Urslit leikja — á Reykjavíkurmótinu Urslit leikja í Reykjavíkurmóti yngri flokka sem síðunni hafa borist: 5.n. engin úrslit borist. 4.0. Valur-Fylkir 6—2 B-lið 10-0 3.n. Valur-KR 0—10 Fylkir-Valur 0-6 KR-Víkingur 2-0 B-liö 5—0 2. n. Valur-Fram 0—1 B-Uð 1—2 KR-Valur 0-0 B-Iið 2—2 Valur-Fylkir 6-1 Ul-Valur 0-7 Urslit vantar í nokkra leiki. Gerum betur næst. Pósturinn Lesendadálkur, þar sem reynt verður að svara spurningum ykk- ar um allt er varðar íþróttir, inn- anlands sem utan. Vissuð þiö t.d. að Island sigr- aöi eitt sinn í þrem landskeppn- um sama daginn. Hvenær var þetta? Hugsið um þetta en næsta laugardag fáið þið svarið. Verið forvitin og látið spum- ingamar dynja á „POSTINUM”. Munið, látið nafn ykkar fylgja. Þagmælska ef óskaö er. Utaná- skriftin er: Dagblaðið-VIsir Pósturinn Knattspyrna unglinga Síðumúla 12—14 Reykjavík. Heimir Guðjónsson. Þriðji f lokkur KR sóttur heim: Bedið eftir að þeir komi upp Það var gott hljóðlð í Lárusi Loftssyni, þjálfara 3. flokks KR, þegar ég leit á æf- ingu hjá þeim sl. þriðjudag. — Þetta er mjög góður hópur, góð breidd. Láms kvað þetta vera einhvem efnllegasta yngri flokk sem komlð hefur fram á tslandi. — Drengirnir eru búnir að halda hópinn, allflestir, frá þvi í 6. flokki. Samheldni þeirra er alveg einstök. Reglusemi algjör. Raunveralega er beðið eftir að þeir komi upp, svo miklar vonlr era bundnar þeim. — Vonandi fer allt sem horfir, bæt- ir Láras hugsi við. — Láras er óþarfl að kynna, en hann hefur þjálfað hina ýmsu flokka mörg undanfarin ár með góðum árangri. Hann er elnnlg þjálfari drengja- landsiiðslns. Já, það voru hressir og föngu- legir KH-ingar, sem mættu á æfingu hjá 3. flokki sl. þriðjudags- kvöld. Drengirnir léku við hvern sinn fingur. Veðrið fallegt, bjart og þurrt. Gáskafull hlátrasköll ungling- anna, blönduð röggsömum skipun- um Lárusar um næsta verkefni, færðu mér heim sanninn um það að hér væri allt með felldu. Gleöi og ánægja drengjanna leyndi sér ekki. Þeir hafa leikið tvo leiki í Reykjavíkurmótinu og unnið báða. Val unnu þeir 10—0 og Vík- ing 2—0. Þeir eru bjartsýnir á framhaldið drengimir og lofa því að verða erfiðir andstæðingar. Eftir góða stund tók ég tali nokkra af drengjunum. HEIMIR Guðjónsson hefur ver- ið í KR síðan í 5. flokki. I 3. flokki er Heimir miðvallarspilari. Setur þú takmarkið hátt, Heimir? — Ég ætla að leggja mig allan fram. Það er öruggt. Takmark mitt nú er að komast einhvemtím- ann í meistaraflokkslið KR, ef það tekst, hlýt ég að endurskoða stöð- una varðandi ný markmið. Átt þú fyrirmynd? — Já. Sokrates. Það er sko leik- maður að mínu skapi. Verður þetta létt keppnistíma- bil fyrir ykkur? — Við verðum harðir andstæð- ingar, það er klárt. Enginn leikur Ásgelr Jónsson. vinnst fyrirfram. Ég lít á alla leiki sumarsins sem erfiða leiki. Næst sný ég mér að STEINARI, markakóngi hópsins frá því þeir byijuöu í 6. flokki. Steinar, hvernig stendur á því að sumir em óstöðvandi marka- maskínur, eins og þú virðist vera? — Ég skora náttúrlega ekki mörk nema með hjálp félaganna. Við erum samhentir. Búnir að vera lengi saman og þekkjum orðið hver á annan. En auðvitað er allt- af gaman að þenja möskvana. Eg veit ekki. Boltinn kemur fyrir markið, eða þá stungubolti og maður gerir bara sitt besta. Uppáhaldsleikmaður? — Amór Guðjohnsen er frábær leikmaður. Ég vind mér að GUNNARI haf- sent og spyr hvort honum finnist nógu mikið gert fyrir yngri flokk- anaíKR. — Ég held að það sé gert eins mikið og hægt er. Það eina sem ég kvarta yfir er að við mættum kannski vera meira á grasinu. Átt þú þinn uppáhaldsleik- mann, Gunnar? — Lawrenson hjá Liverpool er frábær. Getur leikið allar stöður og vinnur vel fyrir liðsheildina, svaraði hinn stæðilegi hafsent. GUÐJON framherji er á fyrra ári í flokknum. Ég spyr hann hvemig honum lítist á nýhafið ÍtSÉlS ' > Gunnar Gíslason. keppnistímabil. — Mér líst vel á það. Við höfum frábæran þjálfara og 3. flokkur er skipaður góðum einstaklingum og á að gera gert góða hluti í sumar. Ert þú ánægður hjá KR? — Já, svo sannarlega, ég mundi hvergi annars staðar vilja vera. Uppáhaldsleikmaðurinn? — Bryan Robson hjá Manch. Utd. Setur þú markið hátt, Guðjón? — Ég ætla að gera eins og ég get, svaraði Guðjón um hæl og brosti. ÁSGEIR Jónsson er á fyrra ári eins og Guðjón. Er þetta ekki mikil breyting frá 4. flokki í fyrra? — Jú, það er mikil breyting. Hér er mjög hörð keppni um sæti í A-liðinu, sérstaklega fyrir okkur sem erum á fyrra ári. En okkar tími kemur. Bara að sýna þolin- mæði. Hver er uppáhaldsstaðan? — Mér finnst mest gaman að leika framherja. Ég minnist Ásgeirs í úrslita- keppni 5. flokks 1982 í Keflavík. En þá lék hann framherja í KR-liðinu og skoraði grimmt. Eg tek undir það með Lárusi að hér fer góður k jarni sem KR-ingar geta verið stoltir af. Ég óska drengjunum alls hins besta á knattspymuvellinum. Eg kvaddi og þakkaði fyrir ánægjulega stund. Og þegar ég fjarlægðist hið glæsta KR-svæði, barst mér til eyrna kliður — það voru þessi sígildu hróp: — Nei, nei. — Góður bolti. — Skjóttu. — Hingað. — Frábært. Mikið var veðrið annars gott. HH. Steinar Ingimundarson. Þjálfara- hornid Annað slagið verður þjálfara- hornið ó ferðinni. Rætt um leiðir tll árangurs... Þegar rætt er um knattspyrnu- þjálfun og alhliða uppbyggingu leikmanna er um mjög víðfema þætti að ræða. „Lengi býr að fyrstu gerð”, og þau spor sem eitt sinn era mörkuð í meðvitund unglings verða seint afmáð. Þvi er það mikilvægt að þær hug- myndir sem hann fær í uppvexti séu uppbyggjandi og virki já- kvætt á alla framþróun á ferli hans sem knattspyrnumanns og sem einstaklings, andlega sem líkamlega. Það má spyrja í framhaldi: Hvað er rétt þjálfun og uppbygg- ing? — Menn greinir á um þessa þætti og er það vel. Flelri en ein leið era færar tii að ná settu markL Þjálfarar, komið með ykkar hugmyndir. Hafið innskot ykkar í HORNIÐ stutt en laggott. -HH. möfssr leynd Alltof mikil leynd hefur hvílt yfir vormótum yngri flokka í knattspyrnu, ekki bara í Reykjavík, heldur einnie úti á landsbyggðinni. Hugmyndin er sú að hér verði breyting á. Vorleikir era ekki síður mikilvægir en aðrir lelkir og gefa kannski ákveðnar hugmyndir um styrkleika liða á komandi keppnis- timabili. Reykjavíkurmótið í yngri flokkum er komið á fullt skrið og er hugmyndin að í hverju laugardagsblaði DV verði fjallað um úrslit leikja allra flokka ásamt leikdómum eftir mætti. Úrslit leikja Úrslit allra leikja yngri flokka þurfa að berast i síðasta lagi mið- vikudag í viku hverri milli kl. 18 og 20 í síma DV, sem er 686618. Lótið fylgja með nafn mesta markaskorara félagsins á hverj- um tíma og fjölda marka. Vonandi kemst á gott samstarf við unglingaráðin er varðar allt fréttnæmt sem á döfinni er innan félaganna. Guðjón Kristinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.