Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Blaðsíða 24
24 DV. LAUGARDAGUR 4. MAl 1985. / LISTIN AÐ vim HYLLI KVEMA Heimurinn tekur sífelldum stakka- skiptum en samt er þess alltaf, og mun alltaf verða, vænst af þér að þú sért karlmannlegur. Karlmannlegur, jafn- vel þótt þú hafir ekki vöðva eins og Jón PáU eða sjarma eins og Jón Baldvin. Nú á dögum er almennt litið svo á að karlinn sé jafningi konunnar. Enda þótt þessi kenning komi heim við sjálf- stæðiskennd þína má ekki taka hana of bókstaflega. HeUbrigð skynsemi segir þér aö þú megir ekki aUtaf hafa jafnt frumkvæði á viö konuna. Þessari grein er ætlað það hlutverk aö veita þér nokkra leiösögn á hinum hálu vegum ástarinnar. Við lestur hennar muntu fá nokkra innsýn í sálar- Uf konunnar og fá leiðbeiningar um hvemig hægt sé að láta dást að sér fyr- ir góða siði og prúða framkomu. Einkenni kvenna: Við skulum byrja á því að virða með- alkonuna fyrir okkur og Uta á helstu einkenni hennar og hneigðir: 1. Henni geðjast vel aö ungum mönn- um og er hún aUtaf á hælum þeirra. Henni Uður ekki vel nema í návist þeirra. Hvers vegna? Vegna þess aö það er eðU hennar — fyrsta og stærsta hneigð hennar sem konu. 2. Hún metur frelsi sitt mikils og viU njóta kunningsskapar viö menn án þess að bindast þeim um of. 3. Henni er minningin um föður sinn ákaflega hugstæö og dýrmæt hvort sem hún býr í föðurgaröi eður ei. Mað- urinn sem hún elskar þarf aö Ukjast fööur hennar á einhvern hátt, elda jafngóðan mat o.þ.h. 4. Rf hún hefur um nokkra hríð ein- göngu umgengist karla, t.d. unniö á verkstæði eða veriö á sjó, er hún venju- lega hispurslaus í umgengni viö karl- menn og Utt gefin fyrir óþarfa vafn- inga og málalengingar. Þar með er ekki sagt aö hún sé laus við aUa tUfinn- ingasemi, heldur er átt við aö hún gefi sér engan tíma fyrir slíkt. Þar með látum við útrætt um sam- eiginleg einkenni og framkomu kvenna. Við skulum nú beina athygl- inni að konunni sem þú hefur lagt sér- - ' stakan hug á. Það er ekki nóg að þú þekkir hana eins og þú þekkir konur yfirleitt heldur verður þú að kynna þér vandlega aUt sem henni viðkemur. Því betur sem þú þekkir hana, þeim mun meiri Ukur eru tU þess að val þitt heppnist vel. Kynntu þér með öUu mögulegu móti aUt sem auðið er um hana svo sem hvaöa starf hún stundar, hver fortíð heirnar er, hvaöa menntun hún hefur hlotið, hvemig hún eyðir frístundum sínum, hverjar stjómmálaskoðanir hennar eru, hvaöa matur henni þykir ^ bestur o.s.frv. Gefðu gaum aö öUu sem þú kemst á snoöir um, henni viðvíkjandi, aUt frá skónúmerinu hennar upp í bankainni- stæðuna. ömgg vissa um þetta og ann- að þvíumlíkt mun verða þér dýrmætt leiðarljós i umgengni við hana. Stefnumót Þú getur ekki ætlast tU þess af nokk- urri stúlku að hún bjóði þér út ef hún þekkir þig ekkert. Láttu ekki deigan síga og reyndu að koma þér i kynni við hana með einhverju móti. Þú kynnist ekki mörgum stúlkum meö því að sitja aUtaf heima yfir videoinu. Þú verður að fara á þá staði þar sem ungra stúlkna er von. Tækifærin kunna að bíða þín í skrifstofunni eða verksmiðj- unni þar sem þú vinnur og skaltu ekki láta þau ónotuð. Mættu á V.R. fundina eða gakktu í stjómmálaflokkinn henn- ar. Geföu kost á þér tU nefndastarfa, taktu þátt í námskeiöum eöa gakktu i kirkjukór. Ef þú starfar í stað þess aö sitja auöum höndum hljóta margar ungar stúlkur að verða á vegi þínum. Skemmtanir Einsettu þér að láta stúlkuna þína aldrei eyða meira fé en hún hefur ráð á. Þú getur gert henni kvöldið ógleym- anlegt þó þú setjir hana ekki á hausinn fjárhagslega. Hafðu það hugfast að þeir menn sem eru „dýrir í rekstri” missa oft vinstúlkuna sína fyrr en þá grunar. Konum geöjast ekki að eyðslu- sömum karlmönnum. Einu sinni þótti alveg sjálfsagt að stúlkur byöu vinum sinum til veglegra veisluhalda eða skemmtu sér aleinar. Þar sem menn hafa nú orðið jafnhá eða jafnvel hærri laun en stúlkur er alls kostar eðlilegt að bæði beri kostn- aðinn af skemmtuninni. Samt skaltu ganga úr skugga um álit vinkonu þinn- ar áður en þú stingur upp á slíkri til- högun því að hún kann að vera gamal- dags í því efni. Þegar hún hefur fylgt þér að húsdyr- um þinum eftir einhverja skemmtun- ina, getur þú boðið henni inn í fáeinar mínútur ef ekki er orðið of áliöiö. Standiö ekki úti á götu eða í tröppum meðan þið skiljið. Slikt sæmir ekki fólki sem annt er um mannorð sitt. Gleymdu aldrei að þakka henni fyrir ánægjulega samveru. Ef hún er ánægö bæði með þig og sjálfa sig fer hún strax að hugsa um að bjóða þér út aftur. Gullhamrar Og hvernig getur þú sýnt konu áhuga þinn? Talið er að karlmenn séu veikir fyrir gullhömrum en hið sama gildir óvéfengjanlega um konumar, jafnvel þær sem mest álitið hafa á sjálfum sér. Að vísu getur þú ekki sagt við hana: „0, hvað þú ert dá- samleg og mikið kvenmenni”, en þú getur gefið henni eitthvað áþekkt i skyn með öðrum orðum. Annars eru þaö gullhamrar fyrir hana að þú skul- ir eyða frístundum þinum með henni og vera hrifinn af henni, en það er samt ekki nóg. Þú verður að beita gullhömrum, en beita þeim það vel að þú kitlir hé- gómagimi hennar. Eins og þú veist eru þeir gullhamr- ar jafnan kærkomnastir sem lofa okk- ur fyrir þá eiginleika sem við óskum helst að vera búin. Konur þreytast aldrei á að heyra vikið að kvenleg- heitum sínum og em þær flestar sama marki brenndar í því efni. Komdu þeirri trú inn hjá henni að | hún sé sterk og faðmlög hennar ómót- stæðileg. Segðu henni það á þann hátt að hún trúi að þér sé alvara. Flestar konur halda að þær séu ómótstæðileg- ar. Ein tegund gullhamra er sú að spyrja hana um álit hennar á ein- hverju, leita ráða hjá henni eöa óska aðstoðar hennar. Þetta er auðvitað þaö sama og viöurkenna aö hún sé þér meiri. Biddu hana að opna glugg- ann ef hann er fastur í karminum — hún hlýtur a.m.k. aö vera nógu mikið kvenmenni til þess. Láttu hana að- gæta útvarpstækiö — hún er kannski snillingur i viögerð slíkra tækja. Ef hún er greind gætir þú rætt við hana um uppáhaldsbækur hennar. Ef hún fylgist með tiskunni (slíkar konur em til) þá biddu hana að hjálpa þér að velja nýjan frakka. Ef þú hefur augu og eyru hjá þér hlýtur þú að finna fjölda aöferða til að slá henni óbeina gullhamra. Óvissan Fyrr á öldum þegar maðurinn var álitinn óæðri vera en konan og skap- aður fyrst og fremst henni til skemmtunar, varð daðurbósinn til í hópi þess fólks sem ekkert eða litið þurfti að hafa fyrir lifinu. Hann var tiðast af heföarfólki kom- inn, hafði notið nokkurrar menntunar og var vel í efnum. Þar sem hann var útilokaöur frá virkri þátttöku i störf- um þjóöfélagsins, helgaði hann sig unaöi heimsins. Ástir voru leikur hans og hann fór eftir leikreglum sem konan var upp- hafsmaður að. Samkvæmt léttúðug- um og rangfærðum hugmyndum „fyr- irfólksins” voru ástir nokkurs konar veiöar þar sem konan var veiðimað- urinn. Hún valdi sér bráö, elti hana uppi og „sigraðist” aö lokum á henni. Konur nutu oft eltingaleiksins betur en lokasigursins. Margar nútimaskáldkonur sem gera ástamál að viðfangsefni sínu leggja mikla áherslu á daðurshneigð karia, en almenningsálitið hefur mjög snúist gegn þeirri skoöun á síðari ár- um. Karlmanninum hefur farið fram síðastliðna öld. Hann hefur tekið sér stöðu við hlið konunnar i hvaða störf- um sem vera skal og nú efast enginn um greind hans eöa hæfileika. Konan hefur líka breytt um viðhorf gagnvart karlmanninum. Henni kann að finnast með sjálfri sér að konan sé, þrátt fyr- ir allt, karlmanninum að ýmsu fremri, en engu aö síöur hefur hún neyðst til að viðurkenna að kariinn sé allt að því jafningi hennar. Láttu hana samt aldrei vera í óvissu um þaö hvort ykkar er sterkara. Fjölskylda hennar Ef stúlkan þín býr enn hjá foreldr- um sinum eða er bundin sterkum fjöl- skylduböndum mun hún áreiðanlega einhvern góðan veðurdag bjóöa þér heim meö sér til aö kynna þig foreldr- um sínum. Sennilega mun þér ekki geðjast að þeim í fyrstu því allir hafa óbeit á að vera til sýnis. Reyndu að umbera og vera vin- gjamlegur við fjölskyldu hennar jafn- vel þótt þér veitist þaö erfitt. Stattu aldrei uppi i hárinu á fjölskyldunni hversu mjög sem hún gefur tÚefni til þess. Leggðu þig í framkróka við að koma þér vel við hvem einstakling, sérstaklega innan fjölskyldunnar, og reyndu að stofna til vináttu og aflaöu þér trausts. Ef pabbi hennar býr til góðan mat, skaltu láta þaö i ljósi við hann. Þú verður einnig að láta í ljósi áhuga á gigtarköstum hans. Spyrðu hann allt- af um liöan hans þegar þú hittir hann og hlustaöu á kveinstafi hans án þess að láta á þér sjá aö þér leiðist slikur vaðall. Gleymdu ekki að koma þér vel við bömin á heimilinu þvi þau gætu gert þér lífið leitt. Þótt þú farir að verða tíður gestur á heimilinu máttu ekki ganga aö því sem gefnu aö heimafólkiö sýni þér alltaf fulla gestrisni. Mundu að þú kostar þaö tíma, peninga og fyrir- höfn. Sýndu að þú kunnir aö meta það sem fyrir þig er gert. Borðaöu jóla- kökuna brosandi þótt þú hafir and- styggð á rúsínum. Komdu aldrei á heimili hennar tómhentur. Færðu þeim köku, sælgæti eða jafnvel video- spólu með allra nýjasta Dynasty- þættinum. Ef faðir stúlkunnar hefur haft mik- ið fyrir að matbúa handa þér, skaltu ekki telja fyrir neðan virðingu þina að hjálpa honum með uppþvottinn. Prjónaðu trefil á mömmu gömlu eöa gerðu hvaöeina sem þér dettur í hug til aö þóknast þessum ófreskjum. Eftir nokkrar heimsóknir mun þér vera orðið að fullu ljóst hvort fjöl- skyldan veitir þér viðtöku eða hafnar þér. Reyndu að vera þolinmóöur áfram að koma þér vel við alla þó þér sé sýndur kuldi. Þau bera ekki endi- , lega til þín kala, kannski hefðu þau kosið aöra framtíð dóttur sinni til handa en aö giftast á unga aldri. Ef einhver munur er á þjóðfélagsaöstöðu ykkar getur þú ef til vili vegið þann mun að einhverju leyti upp með ynd- isþokka þínum. Þú skalt aö minnsta kosti alltaf vera kurteis og vingjam- legur. Hjónabandið Ef allt hefur gengið að óskum hjá ykkur ættuð þið aö vera trúlofuö eöa jafnvel gift innan nokkurra mánaða frá fyrstu kynnum. Þó að hún hafi beðiö þin er ekki þar með sagt að þú getir hagað þér eins og þér sýnist. Sí- vaxandi fjöldi skilnaða milli hjóna sannar það best aö margir karlar fara að haga sér að eigin geöþótta strax eftir giftinguna. Það er ekki nauðsynlegt að færa konunni sinni morgunverð í rúmið áður en hún fer í vinnuna eða bíða meö inniskóna upp- hitaða þegar hún kemur heim á kvöld- in en þaö hjálpar. Það þarf aö hlúa að konunni sinni heima og reyna að skemmta henni. Ef hún er nútíma- sinnuð hjálpar hún þér eflaust annað slagiö við heimilisstörf og gleymdu aldrei að sýna henni þakklæti þitt. Þaö er ekki eðli konunnar að vinna lýjandi heimilisstörf og slepptu henni algjörlega viö þau ef hún á von á barni. Hugsaöu fyrst um hana, þú kemur á eftir. Mörgum konum finnst yndislegt að ganga i heimaprjónuöum peysum og sýna oft stoltar i vinnunni eða á fundum og segja: „Sjáðu hvað maðurinn minn er góður í höndun- um.” Þetta ætti hverjum eiginmanni að finnast sjálfsagt að gera, en til eru þeir eiginmenn sem vinna úti og í því tilfelli er i lagi að láta konuna ganga i búöarpeysu. Mundu bara að þú ert ekki kominn í örugga höfn þó hringur- inn sé á fingri þér. Þú veröur að vinna að því með ráðum og dáð aö hjónabandið gangi vel og aö konan þin haldi áfram að elska þig. Niðurlag Vonandi hafa þessar leiöbeiningar orðið einhverjum ungum manni aö gagnl Þær eru urmar upp úr bók sem nokkuð er komin til ára sinna og þurfti ýmislegt að færa i stílinn. Á þessum tímum jafnréttis var ekki hægt aö birta allt óbreytt en flest í þessari góðu bók stendur enn fyrir sinu. Konur eru og veröa konur og ef þú beitir lagni, ennþá betri konur. GHar. Ur bókinni „Listin að vinna hylli karlmanna” (með örlitlum breytingum).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.