Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1985, Blaðsíða 20
20 Nauöungaruppboð annað og síöasta á hluta í Hrafnhólum 2, þingl. eign Eyjólfs Sigurðssonar og Indiönu Eybergsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Pevkjavík o.fl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 8. maí 1985 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annaö og síðasta á Hólabergi 64, þingl. eign Lárusar Lárussonar, fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbankans og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miövikudaginn 8. mai 1985kl. 13.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavík. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á hluta í Völvufelli 50, þingl. eign Huldu Friðjóns- dóttur, fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbankans, Gjaldheimtunnar i Reykjavik, Guöjóns A. Jónssonar hdl. og Valgarðs Briem hrl. á eigninni sjálfri miövikudaginn 8. maí 1985 kl. 14.00. Borgarfógetaembættiö í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102. tbl. Lögbirtingablaðs 1984, 2. og 8. tbl. þess 1985 á hluta í Hjaltabakka 8, þingl eign Bjarna Þórs Kjartanssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri miðvikudaginn 8. maí 1985 kl. 16.15. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 104. tbl. Lögbirtingablaðs 1984, 1. og 11. tbl. þess 1985 á hluta i Dúfnahólum 2, þingl. eign Halldórs Ó. Laxdal Guömunds- sonar og Þuriðar Pálsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 8. maí 1985 kl. 14.15. Borgarfógetaembættiö i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Kaplask:úlsvegi 41, þingl. eign Svanbergs Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 8. maí 1985 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 101. og 109. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 3. tbl. þess 1985 á hluta í Suðurhólum 30, þingl. eign Svavars Marteins Carlsen o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miövikudaginn 8. maí 1985 kl. 15.45. Borgarfógetaembættiö í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 101. og 109. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 3. tbl. þess 1985 á hluta í Hjaltabakka 14, þingl. eign Þorsteins Hjálmarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavík og Landsbanka islands á eigninni sjálfri miövikudaginn 8. mai 1985 kl. 16.30. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á eigninni Furulundi 8, Garöakaupstaö, þingl. eign Geirs Björgvinssonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 8. maí 1985 kl. 13.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstaö. Nauðungaruppboð annaö og síðasta á eigninni Laufási 3, efri hæö, Garðakaupstað, þingl. eign Agnars Guömundssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 7. mai 1985 kl. 13.00. Bæjarfógetinn í Garöakaupstaö. Nauðungaruppboð annaö og síöasta á eigninni Látraströnd 6, Seltjarnarnesi, þingl. eign Jóns Hákonar Magnússonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 8. maí 1985 kl. 14.45. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. áStíi iAM .1“ HU3AUiiAtíUAil ’vd DV. LAUGAKDAGUR 4. MAl 1985. Á Saga-Class er leitast við að ekki sitji fleiri en tveir i þriggja sœta röð. Farrýmið er notað af þeim sem greiða fullt fargjald. BORG Á FJÓRTÁN HÆÐUM Á Saga-Class til Glasgow Farþegar á farrýminu fara inn og út um framdyr vólarinnar. „Glasgow er byggö á fjórtán hæö- um andstætt Róm sem státar bara af sjö,” er eitt af því sem lesa má í bæklingi sem blaðamenn af nokkrum íslenskum f jölmiölum fengu í hendur í dagsheimsókn með Flugleiðum á Saga-Class til borgarinnar. Auðvitaö er það snöggsoðin mynd sem fæst á nokkrum klukkustundum af heilli borg. Þó má eftir ferðina til Glasgow mæla með að minnsta kosti tveimur krám, safni sem heitir Mus- eum of Transport og fullyrða að mið- borgin er iðandi af mannlífi og götu- lista.nönnum síðdegis á laugardög- um. I borginni eru tveggja hæða strætisvagnar, gamaldags svartir ileigubilar og skoskur talandi inn- fæddra getur komiö manni með gott stúdentspróf í ensku í opna skjöldu. Áður fyrr að minnsta kosti var það stundað aö fara í innkaupaferðir til Glasgow. Kaupin sem hægt er aö gera þar eru enn nógu góð til að allir kvenmenn í þessari dagsferð rufu tímamörkin og tveir týndust í tutt- ugu mínútna innkaupahléi sem gafst þennan dag. öll komumst við þó aft- ur heim. Inn að framan Þegar maður ferðast á Saga- Class farrými er farið inn í vélina að framan. Reynt er að miða við að ekki sitji fleiri en tveir farþegar í þriggja sæta röð þegar rúm leyfir. Meira er lagt í veitingar og farþegar þurfa ekki að borga fyrir drykki. Sérstakt innritunarborð er fyrir farþega Saga-Class á Keflavíkurflugvelli og á erlendum flugstöðvum eru sömu farþegar innritaðir við Business Class borö þeirra félaga sem annast innritun farþega Flugleiða. Farþegar sem ferðast með þessum hætti mega taka meðferðis allt aö 30 kílóum af farangri án aukagjalds. Þetta farrými er sambærilegt við það sem erlend flugfélög kalla Business-Class. I Glasgow til dæm- is er sérstakt biðherbergi fyrir far- þega á þessu fariými með notaleg- um hægindum og sjálfsafgreiðslu- bar. Þeir sem hafa nýtt þetta nýja far- rými eru þeir farþegar Flugleiða sem ferðast á fullu fargjaldi. Flug- leiðir eru eina flugfélagið sem héldur uppi beinu áætlunarflugi milli Gias- gow og Kaupmannahafnar. Stór hluti farþega á þeirri leið ferðast á Saga- Class. Flugleiðir munu í sumar hafa Saga-Class farrými í millilandavél- um félagsins á mun fleiri flugleiðum en áður. Fram til þessa hefur þetta nýja farrými einungis verið í áætlun- arflugi til Norðurlanda og Bretlands en nú bætast við fleiri áfangastaðir í Evrópu og í Bandaríkjunum þar sem þessi þjónusta er boöin fram til þeirra sem greiða hæst farg jöld. Farrýmisskipting verður í sumar á flugleiöum til Glasgow, London, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Gautaborgar, Oslóar, Bergen, Frankfurt og Salzburg en Boeing þot- ur flugfélagsins eru notaöar í áætlun- arflug á þá staöi. I sumar veröur ein DC—8—63 þota félagsins einnig not- uð til áætlunarflugs miili Islands og Evrópulanda, auk beinna feröa milli Islands og New York. Farrýmis- skipting verður einnig í þeirri vél. Fram til þessa hefur ekki verið far- rýmisskipting í DC—8 þotum Flug- leiða og áfram verður eitt farrými milli Bandaríkjanna og Lúxemborg- ar. SGV i Musaum of Transport f Glaagow mó finna glassllegt safn gamalla fararteakja og or safnlnu estlað að sýna sögu flutninga ains og hún leggur sig. Þar mó finna mótorhjól, gufuknúin farartœki og heilu jórnbrautar- lestirnar. DV-myndir SGV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.