Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Qupperneq 3
DV. MIÐVKUDAGUR 22. MAI1985.
3
Sinfóníuhljómsveitin
á föram til Frakklands
— þar sem haldnir verða sex tónleikar í f imm borgum
Sinfóníuhljómsveit Islands er á
förum til Frakklands þar sem
hljómsveitin mun halda sex tónleika í
fimm borgum. Það var franska
menntamálaróðuneytið sem bauö
hljómsveitinni að koma til Frakklands
og heldur Sinfóníuhljómsveitin til
Frakklands 18. júní.
Tónleikar hljómsveitarinnar veröa í
Chalon, Grenoble, Lywi, Nimes og
Toulon. Stjórnandi hljómsveitarinnar í
ferðinni er aðalhljómsveitarstjóri Sl,
Jean-Pierre Jacquillat, en einleikarar
verða þrir: Einar Jóhannesson
klarinettuleikari og fiðluleikaramir
Jean-Pierre Wallez og R. Pasquier.
Hljóöfæraleikarar 1 ferðinni verða 77
og aðrir starfsmenn fimm. Alls fara 82
þátttakendur á vegum hljómsveitar-
innar til Frakklands.
Efnisskrá tónleikanna verður
breytileg, en flutt verða eftirtalin
verk: Choralis eftir Jón Nordal,
Mistur eftir Þorkel Sigurbjömsson,
Klarinettukonsert í a-dúr eftir W.A.
Mozart, Fiðlukonsert í d-dúr eftir L.V.
Beethoven og Sinfónía í d-moll eftir
CésarFrank.
-sos.
Jón Aðalgeir Logason grillar í góða veðrinu.
DV-mynd Ingibj.
Húsavík:
Otigrillin f gagnið
Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur Húsa-
vík:
Fádæma veðurblíða hefur verið á
Húsavík síöastliðna viku, miöaö við
órstímá.
Fólk notfærir sér góða veðrið til
eins mikillar útiveru og framast er
unnt. Fjöldi fólks vinnur við fegrun
á lóðum sínum. Sumir eru jafnvel
famir að slá grasbletti. Utigrillin
hafa verið sótt í geymslumar og
börnin fara í gönguferðir upp að
Botnsvatni.
Mikil vinna hefur verið undanf arið
hjá Fiskiöjusamlagi Húsavíkur, en
starfsfólkiö reynir að nota
kaffitímana til að skreppa í sólbað.
-EH
— segir oddvitinn á Flúðum en þar hef ur verið borað
eftir heitu vatni með góðum árangri
„Þetta er eins og happdrættis-
vinningur. Nú erum við hér í sveitinni
birg af vatni í næstu framtíð og vel
það ,” sagði Loftur Þorsteinsson, odd-
viti og bóndi að Haukholtum í Hruna-
mannahreppi, í samtali við DV.
Undanfarið hefur verið borað eftir
heitu vatni á Flúðum með góðum
árangri. „Við fengum þama 50
sekúndulitra af tæplega 100 stiga heitu
vatni. Viö höfum fyrir 35 sekúndulítra
svo hér er um að ræða rúmlega
helmingsaukningu,” sagði Loftur.
Borað var á 365 metra dýpi, en
dýpsta hola sem bomð hefur verið
þarna óður er 320 metrar. Otgerð þessi
kostaði sveitarfélagið um eina og hálfa
milljón. En hvað þýðir þetta fyrir
sveitarfélagið?
„Þetta þýðir geysilega mikið öryggi
í hitaveitumálum okkar. Það var orðin
talsverð vatnsþurrð á Flúöasvæðinu.
Svo höfum við möguleika á að leggja
vatn út um sveitina. Það hefur verið
rætt um að leggja þrjár veitur héöan
og eina þeirra alla leið austur í
Gnúpverjahrepp.”
— Verður borunum haldið áfram
þama?
„Nei, ekki í bráðina að minnsta
kosti. Þetta dugir okkur í þó nokkur
ár,” sagði Loftur Þorsteinsson.
-KÞ.
Það var Dorothea Magnúsdóttir sem greiddi þessari konu og fókk Íslands-
meistaratitilinn i verðlaun.
Islandsmeistarakeppnin í hár-
greiðslu og hárskurði fór fram um
helgina í veitingahúsinu Broadway.
Fóru Dorothea Magnúsdóttir og
Eiríkur Þorsteinsson með sigur af
hólmi.
Keppendur voru 21 talsins, 13 i hár-
greiöslu og 8 í hárskurði. Var keppnin
mjög jöfn og tvísýn. Dómarar voru
tveir í hvorri keppni, allir fengnir
erlendis fró.
Fimm þeir efstu í hvorri grein unnu
sér rétt til þátttöku í Norðurlanda-
keppninni í hárgreiöslu og hárskurði
sem f ram fer í ágúst næstkomandi.
-KÞ.
„Eins og happ-
drættisvinningur”
ÍSLANDSMEISTARARN-
IR í HÁRGREIÐSLU
OG HÁRSKURÐI