Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Síða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. MAI1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Bræðajökla? Pakistanar íhuga nú að brœða skrlðjöklana í Hlmalayaf jöllunum í norðurhéruðum landslns. Það 6 að blnda enda á ævarandi vatnsskort og hjálpa tli við að veita vatni á akra. „Möguleikarnir eru fyrir hendi en við þurfum að athuga áhrifin á jafnvægi náttúrunnar,” sagði Khan Tahirkehli, vararektor háskólans í Pewshawar. Frestuöu hýðingu Mannfjöldi í Karachi í Pakistan varð svo æstur að lögregla varð að hendast á staðinn og hlndra að til uppþots kæmi. Astæða reiði mann- fjöldans var að fangelsisyfirvöld frestuðu að hýða mann sem hafði rænt og nauðgað 13 ára gamalli stúlku. Yfirvöld sögðust ekki hafa tima til að gefa manninum 60 vandar- högg í skemmtigarði í borginni, svo að fresta varð hýðingunni fram yfir Ramadan-helgimánuðinn sem hófst í gær. Hýðingar eru bannaðar á Ramadanföstunni. Pekingbúar hrækjaenn Yfirvöld í Kína hafa enn hert her- ferð sína gegn hrækingum á al- mannafæri. Nú hafa þau komið upp hrákadöllum um aila Pekingborg og liðum barna sem elta uppi hrækjandl syndara og segja við þá: „Frændi (eða frænka), vinsamlega hugsaðu um heilsu þína og ann- arra.” En ástæða þess að Pekingbúar hrækja svona mikið er rykið sem kemur frá norðvestri þegar ein- hverjir vindar eru og fylla munn manna. Klámnefndí gang Bandarikjastjórn hefur tilnefnt 11 manna nefnd til að rannsaka klámlðnaðinn i Bandaríkjunum. Aðalstarf nefndarmanna verður þó ekki að skoða klámblöð — eða kvik- myndir — heldur að haida yfir- heyrslur yfir þeim sem hafa eitt- hvað til málanna að leggja. Könnunln á að taka eitt ár og nefndin hefur hálfa milljón dollara eða 20 milljónir íslenskra króna til umráða. Gagnrýnendur segja að nefndin sé enn ein visbendingin um að Reagan-stjórnin hyggist skerða prentfrelsi sem mest bún má. Ruslakallarnsr björguðu málinu Frá Kristjáni Bemburg, fréttarit- araDVíBelgíu: 1 Liege, þar sem knattspyrau- kappinn Ásgelr Sigurvinsson hefur gert garðinn frægan, varð uppi fót- ur og fit þegar von var á páfanum i heimsókn. Svo illa stóð á að sorp- hrelnsunarmenn voru i verkfalli og fóik hafði orðið að leggja frá sér sorpið i plastpokum út á gangstétt- ar. Var litil prýði að þvi. Rusia- kallarnlr brugðust við neyðarkall- inu til þess að snyrta ögn tO fyrir komu páfans og var brelnsað til en einungis á þeim götum sem leið páfans lá um. Fjöldadráp Landamærasveitir Nígeríu skutu í síðustu vlku til bana 25 Ghanabúa við iandamærastöð hjá Benin, þar sem þúsundlr útlendlnga streymdu úr landi, brottreknar frá Nígeríu, samkvæmt fréttum útvarpsins í Accra, sem Nígería ber þó á móti.. — Um 300 þúsund þeirra 700 þúsunda, sem herforingjastjóra Nigeriu hefur visað úr iandi, eru Ghanamenn. Slökkviliðsmenn hafa unnið dag og nótt að þvi að vinna bug á eldunum sem geisað hafa i Florida undanfarið. Það hefur nú að mestu tekist. Eldamir í Florida að deyja út: Skóglendi fuðraði upp slökkviliðsmenn hefðu kranið þar við „Eldur hegðar sér alveg eins og sögu. fólk,” sagði einn skógarvörðurinn sem Þjóðverjar hafa vaknað upp við þann vonda draum að bjórinn þeirra inniheldur alls kyns rotvarnarefni, líkt og bjór nágrannarfkjanna. Sá bjór er hins vegar ekki leyfður í landinu, einmitt vegna allra aukaefnanna. ÞÝSKIBJÓRINN EKKI „HREINN” EINS OG AF VAR STÁTAÐ örþreyttir slökkviliðsmenn hafa náð aö mestu tökum á hinum miklu skógar- eldum á Miami en þó ógna eldar enn nokkrum kaupstöðum á suðvestur- strönd Florida-fy Ikisins. Embættismenn segja að þær 400 slökkviliösstöðvar sem berjast gegn eldinum hafi náð að bæla hann niður nema á fimm stöðum. Þeir voru 40 í upphafi. Þetta eru verstu skógareldar í sögu Forida. Skemmdir vegna eldanna munu nema um 150 milljónum doilara eða sex milljörðum íslenskra króna. Tveir slökkviliösmenn hafa látist í barátt- unni við þá. Rúmur tugur slökkviliðs- mannahefursærst. Enn brenna stjómlaust nokkrir eld- ar í Suðvestur-Florida. Þar hjálpa þurrkar, vindar og steikjandi hiti eld- inum að legg ja undir sig þurran runna- gróöurogvotlendi. I miklu kýprusviðarlandi ólguðu mikiir eldar þangað til í gær þegar allt í einu sljákkaði í þeim án þess að Gorbatsjov vill tala um slökun í Asíu Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, er nú i heimsókn í Moskvu. Gest- gjafi hans, Mikhail Gorbatsjov, leið- togi Sovétríkjanna, lagði i gær til aö ríki þeirra tæk ju saman höndum um að minnka spennu í Asíulöndum. Gorbatsjov sagði að Indland gæti haft stórt hlutverk í asískum viðræö- um sem hann vill að verði hafnar til að minnka spennuna. Þessar viðræður myndu líkjast viðræðum Evrópuríkja i Helsinki árið 1975 þegar slökunar- stef nan var í hámarki. Báðir leiðtogarnir virtust leggja sig fram um að staðfesta hið sérstaka samband sem rikir á milli Sovétríkj- annaoglndlands. Rajiv Gandhi mun heimsækja’ Ronald Reagan Bandaríkjaforseta í næsta mánuði. Gandhi hefur gefið i skyn að hann muni breyta eitthvað utanríkisstefnu lands síns frá þvi sem varítíðmóðurhans. Mikiö f jaðrafok hefur orðið í Vestur- Þýskalandi út af bjórnum, sem þýsk- um er mjög kær, þótt þeir séu svo vandlátir að banna aö í bjórinn séu notuð nokkur aukaefni og eiginlega ekkert annað en vatn, sykur og malt. — En einhver brugghús hafa orðið ber aö þeim ósóma að nota fleiri efni, sem þýskum þykir hneyksli, og kalla raunar eyöileggingu á bjórnum. Þjóðverjar hafa verið upp meö sér af því að halda sínum bjór „hreinum” og hafa i fullkominni óþökk viö samherj- ana innan Efiiahagsbandalags Evrópu bannað innflutning á bjór. Bjórfram- leiðendur hinna EBE-landanna kalla það brot á EBE-samningum um frjáls- an innflutning innan EBE-landanna og bera V-Þýskalandi á brýn að setja inn- flutningshöftin til verndar þýskum bjóriðnaði. En þýskir hafa kallaö bjór hinna óhoiian vegna allskonar snefÚefna sem nú mun komið á daginn að nokkrir þýskir bjórframleiðendur noti einnig. var að hjálpa slökkviliðsmönnum. „Hann sefur alla nóttina og um leiö og hann er orðinn fuiiur af ediki þá vakn- ar hann og byrjar að æfá sig. Þegar líð- ur að kvöldi er hann reiöubúinn að fara aðskemmtasér.” I Norðaustur-Florida voru slökkvi- liðsmenn í gær að hreinsa upp eftir elda sem brenndu að minnsta kosti 200 hús til kaldra kola um helgina. Skóglendi i Florida hefur legið sér- staklega vel við eldum undanfarið. Þar hafa ríkt þurrkar í sex mánuði. Eld- arnir kviknuðu af mannavöldum og af völdum eldinga í síðustu viku sem kveiktu í fylkinu eins og púðurtunnu. Kúrdar í hung- urverk- falli Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit- ara DVíSviþjóð: Um 100 kúrdar eru nú í hungurverk- falli í Svíþjóð. Vilja þeir með því að fasta mótmæla því hversu lengi hefur dregist hjá sænskum yfirvöldum að taka afstöðu til þess hvort þeir fái hæli i landinu sem pólitískir flóttamenn. I gær hófu 11 nýir kúrdar þátttöku í hungurverkfallinu. En 28 félagar þeirra hafa þegar fastað í rúmar þrjár vikur. Er ástand margra þeirra, að sögn, orðið mjög alvarlegt. Anita Gradin innflytjendaráðherra hefur lýst því yfir að hungurverkfallið muni ekki leiða til þess að mál kúrd- annafái forgang. Ekki er óvenjulegt að flóttamenn er koma til Svíþjóðar þurfi að bíða í heilt ár í flóttamannabúðum áður en þeir fái endanlegt svar og í mörgum tilvikum er svarið neitandi þegar það loks kem- ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.