Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Page 9
Útlönd DV. MIÐVHÍUDAGUR 22. MAI1985. Útlönd Útlönd Útlönd 9 íkveikjur og mann- dráp i Suður-A fríku DÝR VATNS SOPI Frá Kristjáni Bernburg, fréttarit- araDVí Belgíu: Spænskur sjóari, sem settist inn á einn dýrasta snobbveitingastað- inn í Antwerpen ó dögunum, gekk ,þar berserksgang og braut allt og bramlaði svo að borðsalurinn fíni varð sem rúst. Þessi 28 ára gamli blóðheiti Spánverji hafði notið veitinga fyrir fjögur þúsund franka í góðu komp- aníi við allífið þegar hann bað loks einn þjóninn að færa sér kalt vatn að drekka til að skola niður ljúf- metinu. Stóð ekki á því en þjónninn vildi fó 300 franka (um 180 ísl. kr.) fyrir þennanvatnssopa. Það blöskraði sjómanninum svo mjög að hann lét ill orð falla og jókst svo orð af orði að hann lét hendur skipta með ofangreindum afleiðingum. Mun sá vatnssopi þykja hvað dýrastur sem sögur fara af hér í Antwerpen, þegar skaðabæturnar leggjast ofanó. Stór- tækir bfí- þjófar Frá Kristjánl Bemburg, fréttaritara DViBelgiu: Tíu bílar sömu tengundar, alUr Volkswagen Golf, hurfu ó skömmum tíma aöfaranótt laugardags í Ostende. Hefur ekki fundist tangur né tetur af þeim síðan en lögreglan leitar þriggja manna sem grunur hefur falUð ó. Þessi bUahvörf og önnur valda yfir- völdum í Belgíu töluverðum óhyggjum því að svo virðist sem upp sé risinn nýr atvinnuvegur í kringum bUþjófnaðina. Þrjór bílategundir, allar þýskar, — Mercedes Benz, Volkswagen Golf og BMW — hverfa oftast og þá sporlaust, en aörar bílategundir finnast eftir lengst eina viku þegar þeim er stolið. Enda mun þeim flestum stoUð i allt öðru skyni. Þeir haldast mjög vel í verði í endur- sölu og gera þjófarnir sér mat úr því, en einnig hluta þeir bilana í sundur og senda úr landi til Englands og suður á bóginn og selja stykkin í varahluti eða til nýrrar samsetningar. Sex fastirí sokknuskipi Kafarar náðu í gær fimm líkum úr oUuborskipi sem hvolfdi á fljóti í Louisiana en sex menn eru taldir lok- aðir inni í skipsskrokknum undir yfir- borðinu enn. — Björgunarsveitir boruðu göt á skipsbotninn, sem snýr upp, og dældu lofti inn í skipið. Vonir eru daufar um að sexmenningunum verði bjargað lifandi. Tveim mönnum var bjargað i upphafi eftir imm stunda dvöl i skipinu i kafi. 23ja manna áhöfn var á borskipinu, sem hvolfdi í hvass- viðri, en tfu komu sér af skipinu í tæka tið. Hjúkrunarkona í Suður-Afríku lést í gærkvöldi eftir að hópar blökkumanna drógu hana frá bíl sínum og grýttu hana til dauöa. Lögregla segir að mennimir hafi velt bíl konunnar eftir að þeir grýttu hana og síðan kveikt í bílnum. Hún er önnur hvíta konan sem ferst í óeirð- unum í Suður-Afriku á 16 mánuðum. I gær var kveikt í svörtum manni, að sögn lögreglu. Það vom ungmenni í norðurhluta Höfðasýslu sem það gerðu. Maðurinn dó. Talsmaöur lög- reglu sagöi aö 68 manns heföu veriö handteknir í uppþotum i gær. Lögregla segir að mikið hafi verið um íkveikjur í kringum Jóhannesar- borg og Pretoríu. Hún segir að 23 manns hafi verið handteknir í einu bæjarfélagi eftir að kveikt hafði verið í sendibíl og 45 svertingjar handteknir eftir ólöglega samkomu. Umsjón: GuðmundurPéturssonog Þórir Guðmundsson r f ^ Opna . Panasomc golfkeppnin fer fram á Hvaleyrarvelli 27. maí n.k., annan í Hvítasunnu og hefst kl. 08:00. Leiknar veröa 18 holur (STABLEFORD). væntanlegir þátttkendur skrái sig fyrir kl. 18:00 sunnudaginn 26. maí hjá Golfklúbbnum Keili, síma 53360. Glæsileg verölaun í boði: 1. Bíltæki ásamt hátölurum 2. RX-C39 ferðatæki 3. Bíltæki ásamt hátölurum 4. vasadiskó 5. Wet/Dry rakvél 6. Vasadiskó 7. vasa rakvél RAFBORG SF JAPIS hf GOLFKLUBBURINN KEILIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.