Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Qupperneq 19
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. MAI1985.
19
Fær lýðveldið ítök
í stjórnun norðurhlutans?
Um fátt er meira talað í Dyflinni en
möguleikana á samkomulagi við Bret-
land um einhvers konar sameiginleg
yfirráð yfir Norður-Irlandi. Margt
bendir til að slíkur samningur sé
skammt undan, eða að minnsta kosti í
deiglunni. Stjórnir landanna tveggja
vilja þó sem minnst segja um málið,
nema að of snemmt sé að láta nokkuö
uppi.
Heimildir fréttamanna innan írsku
stjórnarinnar segja að um sé að ræða
samkomulag sem eigi að geta gert
írsku stjórninni kleift að verja
hagsmuni írskra kaþólikka á Norður-
Irlandi. Það eigi líka aö vera þannig að
meirihluti mótmælendatrúarmanna í
norðurhlutanum geti látiö sér það vel
líka. Og auk þess verði samningurinn
aö vera þannig að stjómir landanna
tveggja geti skrifað undir hann. Þetta
á greinilega ekki að verða neinn smá-
samningur.
Einangra IRA
Tilgangurinn með slíkri íhlutun
lýðveldisins í málefni norðurhlutans er
að einangra hryðjuverkamenn Irska
lýðveldishersins, IRA. Hugmyndin er
að ef hægt yrði að tryggja betur öryggi
minnihluta kaþólikka þar þá muni þeir
snúa baki við öfgamönnum eins og
IRA-skæruliðunum.
Stjóm lýöveldisins í suðri er mjög
óánægð með löggæslu í breska norður-
hlutanum. Stöðugar kvartanir berast
um að lögreglulið stjórnvalda þar sé
nær allt mótmælendatrúar og mjög
hliðhollt Bretasinnum. Enginn
kaþólikki á Norður-Irlandi treystir lög-
reglunni. Sumir treysta miklu betur á
IRA-unglinga sem sums staöar hafa
tekiö að sér hálfgert lögregluhlutverk.
Sérstaklega em kaþólikkar
óánægðir með varnarlið Ulsters. Það
er hersveit sem notuð er til að berjast
gegn IRA-skæruliðum. Nær allir
hermennimir, sem í þessu liöi eru,
teljast til meirihluta mótmælenda-
trúarmanna.
Æ ofan í æ er búið að sanna á
liðsmenn þessarar stormsveitar
ofsóknir gegn kaþólikkum. Nú síðast
var einn meðlimur sveitarinnar hand-
tekinn fyrir morö á kaþólikka um
páskana. .JFrelsisher Ulsters” tók á
sig ábyrgðina á morðinu og sagði hinn
myrta hafa verið IRA-mann. Lögregla
segir ekkert benda til þess að
maðurinn hafi tengst IRA.
I varnarliði Ulsters era 7.500 manns,
flestir í hlutastarfi.
Áttunda stórátakið
Ef eitthvað verður úr sam-
komulaginu verður það í áttunda
skipti síðan 1972 sem Bretar gera stór-
átak til að leysa vandamál noröurhlut-
ans. En þaö yrði í fyrsta sinn sem
samvinna er höfð viö stjórn Irska
lýðveldisins.
Stjómir beggja landanna gera lítið
úr samningaviðræðunum. Heimildar-
maður innan írsku stjórnarinnar segir
að þegar séu stjórnimar sammála um
„nokkuð margt” en ennþá eigi eftir aö
semja um margt. Háttsettur breskur
embættismaöur sagði fréttir breskra
blaða af málinu „stóryrtar” og að
málið væri ekki komiö nærri því eins
langt áleiðis og þær gæfu til kynna.
Reglulegir fundir
Samningurinn er þríhliða. Reglu-
legir fundir eiga að vera milli emb-
ættismanna landanna um öryggis-,
laga- og lögreglumáL Einhvers konar
kerfi yrði komið á fót þar sem þing-
menn Breta og Ira gætu hist reglulega
og talað saman. Þetta myndi koma til
móts viö kröfur kaþólikka á Noröur-
Irlandi um einhver stjórnarfarsleg
tengsl við Irska lýðveldið. Þriðja
grein samningsins yrði nýtt norður-
írskt þing þar sem valdskipting yrði
milli mótmælenda og kaþóÚkka. Það
þing myndi koma í staöinn fyrir þingiö
sem var sett á laggirnar 1982 en
kaþólikkar hundsuöu vegna þess að
það tengdist ekki lýðveldinu á neinn
hátt.
Mótmælendur á móti
En þó stjórnir landanna tveggja nái
Aldrað strjálbýlisfólk á norðvesturströndinni:
Lif ir í stöðugum ótta við
árásir glæpaf lokka
Nóttin var hræðileg fyrir Michael og
Kathleen Carroll, systkini á áttræðis-
aldri sem bjuggu í County Mayo, fögru
sveitahéraði í norðvesturhluta Irlands.
Fimm manna glæpaflokkur — allir
með hettur fyrir andlitum, einn með
handbyssu, hinir með hnífa eða fiöskur
— réðst inn í hús þeirra og reyndi að fá
þau til að segja sér hvar þau geymdu
peninga sína. Til aö neyða þau til þess
ýttu árásarmennirnir eitt sinn höndum
Kathleenar inn í opinn eld.
Eftir að systkinin höföu sagt árásar-
mönnunum frá peningunum tókst þeitn
að flýja. Hús þeirra var brennt til
granna.
Þessa sömu helgi í mars voru gerðar
átta árásir á gamalt fólk sem bjó eitt í
húsum við vesturströnd Irlands, á stað
sem er heimsfrægur fyrir fegurð og
vinalegt fólk.
200 tilfelli
Fyrst fór að bóla á árásum sem
þessum fyrir ári. Árásimar náðu há-
marki í desember þegar gömul kona dó
eftir hrikalega barsmíð. Eftir það virt-
ist sem árásaöiduna ætlaöi að lægja.
En síðan í janúar hefur verið til-
kynnt um 60 slík tilfelli frá norðvestur-
hluta Irlands, samtals 200 tilfelli und-
anfama 12mánuöi.
Þann 1. apríl var ráðist á tvo gamla
bræður sem bjuggu saman. Fimm
manna glæpaflokkur rændi þá um
300.000 krónum. Þetta var í County
Kerry, héraði í suðvesturhluta Irlands
sem ekki hafði orðið fyrir baröinu á
slíkum árásarmönnum áður. Glæpa-
mennirnir vora með kvensokka yfir
höfðinu og hanska á höndunum.
Sveitalögreglan hafði hingað til ekki
þurft að leysa alvarlegri mál en ólög-
lega vínandaframleiðslu og bar-
drykkju utan lögbundins tíma. Hún
var ekki í stakk búin að kljást við þessa
nýju glæpamenn.
Glæpaalda í Dyflinni
Senda varð liðsauka frá Dyflinni þó
að lögregluyfirvöldum í höfuöborginni
þætti sárt aö missa menn úr liði sínu. I
Dublin hefur einnig gengið yfir glæpa-
alda. Unglingar stunda í miklum mæli
þá íþrótt að stela bilum og aka þeim á
ofsahraða þar til áfengisvíman rennur
af þeim. Arásir á lögreglumenn hafa
einnig færst í aukana.
Islenskir ferðamenn, sem fara til
Veggspjald mótmælenda heimtar
að heimamenn á Norður-irlandi fði
að ráða sinum málum sjálfir, sem
þýðir áframhaldandi drottnun mót-
mælenda yfir kaþólikkum.
borgarinnar, era áminntir sérstaklega
um aö passa upp á veskin sín og aðrar
eigur. Vasaþjófnaðir eru algengir.
Fimm hópar
Um fimm mismunandi glæpahópar
eru taldir standa að árásunum á norð-
vesturströndinni. Hugsanlega sam-
ræma þeir vinnubrögð sín og árásir og
hugsanlega koma einhverjir þeirra frá
Norður-Irlandi.
Sumir telja að þarna séu að verki
„tinkarar”, flækingar sem ferðast í
hópum um landið og hafa ofan af fyrir
sér með sölu ýmiss varnings. Tinkarar
þessir eru algeng sjón fyrir utan bæi
þar sem þeir háfast við í húsvögnum,
oft 20 til 40 fjölskyldur. Börn þeirra eru
algeng sjón á götum Dyflinnar þar sem
þau betla peninga.
En aðrir segja að það sé fólk sem býr
í þessum sömu landshlutum sem
stundiárásimar.
Geymir heima
Höfuðvandamál lögreglunnar er að
strjálbýlisfólk er gjarnt á að geyma fé
sitt heima fyrir frekar en leggja það í
banka. Og þegar bændur versla mikið
með dýr, sem geta kostaö upp í 50.000
krónur hvert, er oft nóg af peningum
heima fyrir.
John McMahon varalögreglustjóri,
sem sér um rannsókn þessara mála,
segir að ef hægt væri að fá strjálbýlis-
fólkið til að leggja fé sitt í banka
myndu árásir þessar sennilega bara
deyja út.
Stjómarandstöðuflokkurinn Fianna
Fail hefur Iagt til að fyrstu 400.000
krónurnar, sem gamalt fólk leggur inn
á sparisjóðsbók, verði undanskildar
skatti til að hvetja það til að koma fé
sínu í banka. Flokkurinn leggur einnig
til að ríkið niðurgreiði þjófavamar-
kerfi.
Varðliðasveitir
Sum hérað hafa komið sér upp varð-
liðasveitum til að líta eftir gömlu fólki
og fylgjast með ókunnugum og gran-
samlegum bílum.
Einnig berast fréttir af því að mikið
hafi verið keypt af haglabyssum und-
anfarið. Og þeir sem eiga vopn frá því
á dögum sjálfstæöisbaráttunnar gegn
Bretum era farnir að ná í þau upp á loft
eöa taka þau niður af veggjum til að
smyrja þau og hafa tilbúin ef á þyrfti
að halda.
Umsjón Þórir Guðmundsson
IRA-krotá vegg I útbæ Belfastborgar.
samkomulagi sem þessu er ekki þar
með sagt að allir muni kyngja því.
Mótmælendatrúarmenn í norðrinu
hafa sumir sagt að þeir muni aldrei
sætta sig við neitt annað en að þeirra
partur af eyjunni verði fullkomlega
breskur um aldur og ævi. Þaö er ekki
bara að þeir telji hag sínum betur
komið með Bretum heldur telja þeir
sig breska í húð og hár.
Harðlínumótmælendapresturinn Ian
Paisley hefur varað við haröri and-
stöðu sinna manna ef samið yrði án
síns samþykkis. Hann kallaði ferð
Howe utanríkisráöherra til Dyflinnar
„svik”. Hannsagði: „Viðmunumekki
leyfa að framtíð Ulsters (Norður-
Irlands) verði ákveðin í Dyflinni: Við
munum ákveða framtíð Ulsters
sjálfir.”
Stjómin í Dublin þarf Hka að geta selt
hugsanlegt samkomulag heima fyrir.
Nú um páskana setti Charles Haughy,
formaður stjórnarandstöðuflokksins,
sig upp á móti öllu öðra en algjöram
yfirráðum. Fitzgerald forsætis-
ráðherra benti samstundis á að ekki
væri neinn fræðilegur möguleiki á aö
þaö gæti gerst í náinni framtíð. Og á
meðan yrði að gera eitthvað sem
gagnaðist kaþólikkunum í norðrinu.
Stjómin í Dyflinni gerir sér ljósa grein
fyrir því að það er ekki hægt að lifa á
óljósum draumum um það sem
kannski gerist einhvem tíma. Til að
draumarnir rætist verði að slá af og
semja í dag. Ef allir hugsuöu þannig
væri ekkert Irlandsvandamál.
Ungir hermenn írska lýflveldishersins, IRA, með ungum aðdóendum.
Blóðug saga eyj-
unnar grænu
Saga Irlands er samofin sögu
Bretlands undanfarin nokkur hundr-
uð ár. En saga kelta á Irlandi hefst
þegar keltneskir ættbálkar ráðast á
eyjuna um fjórum öldum fyrir Krist.
Níu hundrað árum síðar sneri heilag-
ur Patrekur Irum til kristinnar
trúar. A áttundu öld hófu svo
víkingar ránsferðir til Irlands og
þeim lauk ekki fyrr en írski konung-
urinn frægi, Brian Boru, sigraöi Dani
áriö 1014.
Tveim öldum síðar tók svo ekki
betra við þegar Englendingar hófu
árásir sínar á Irland. ' I meira en 700
ár hafa Englendingar og Irar háö
margar skærurnar og ekki er séð
fyrir endann á þeim enn.
Árið 1916 reyndu nokkrir bjartsýn-
ir þjóðemissinnar að gera uppreisn
gegn yfirráðum Breta. Þessi upp-
reisn er nú þekkt sem páskaupp-
reisnin — og þegar blaðamaður DV
var í Dyflinni var einmitt verið að
halda upp á hana.
Páskauppreisnin skipar stóran
sess í hugum Ira. Það kemur enn
blóði góðra Ira til að vella og
krauma þegar minnst er á uppreisn-
ina og hvemig Bretar refsuðu upp-
reisnarmönnum: meðhengingu.
Eftir fyrri heimsstyrjöldina skiptu
Bretar Irlandi í suður- og norður-
hluta. I suðrinu vora 26 sýslur, þar
sem kaþólikkar voru í meirihluta, en
í norðrinu vora 6 sýslur þar sem mót-
mælendatrúarmenn vora fleiri. I
norðrinu eru því um tveir þriðju hlut-
ar fólks mótmælendatrúar en einn
þriðji kaþólskur. Kannanir sýna þó
að vegna bameigna kaþólskra muni
þeir líklega verða fleiri en mótmæl-
endur eftir hálfa öld.
Lýðveldi
Það var svo eftir síðari heimssty rj-
öldina, árið 1948, að írska þingið lýsti
yfir stofnun lýðveldis. Breska þingið
staðfesti það en ítrekaði ætlun sína
að innlima hinar sex sýslur Norður-
Irlands í Sameinaða konungsrikið,
Bretland.
Síðan þá hefur Norður-Irlandi
verið stjómað annaðhvort beint frá
Bretlandi eða af norður-írsku þingi.
Bretar hafa leyst upp þingið þegar
deilur hafa magnast og þá stjórnað
beint.
Ógnaröld
Nú hefur ógnaröld ráðið ríkjum í 14
ár. Meira en 2000 manns hafa látist í
bardögum og sprengingum á þessum
árum í þessu fallega landi. Arið 1981
létust 10 fangar í Mazer-fangabúðun-
um eftir langt hungurverkfall. Fang-
arnir, sem vora meölimir IRA, vildu
fá viðurkenningu sem stjórnmála-
fangar en stjórn Margaretar
Thatchers neitaði því og lét sig ekki.
Undanfarna mánuöi hafa komið
upp hugmyndir um að stjóm lýð-
veldisins fái einhverja aðild að
stjómun norðursins gegn því að
aðstoöa Breta enn frekar í barátt-
unni gegn hryðjuverkamönnum IRA.