Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1985, Page 32
FRÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsinqar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1985. Ýsuflök og farmgjöld hækka líka Bensín hækkaöi í morgun um 16,5 prósent. Utrinn fór úr 26,70 krón- um upp í 31,10 krónur. Gasolía og svartolía hækka hins vegar aöeins um 10 aura hver lítri. Fleira hækkar í dag. I fiskbúð- inni hækka þorskur og ýsa um 7 til 8 prósent. Farmgjöld skipafélaga hækka um 8 prósent og taxtar flutn- ingabíla um 6 til 12 prósent. -KMU. Sólheimasöfnunin: Stefnir í 4-5 milljomr „Þaö stefnir allt í, aö söfnunin fari í 4—5 milljónir króna,” sagöi Halldór Kr. Júlíusson, forstöðu- *-maður á Sólheimum, er DV spuröi hann hversu mikið hefði safnast vegna Islandsgöngu Reynis Péturs Ingvarssonar. Halidór sagöi aö erfitt væri aö segja nákvæmlega tU um hversu mikiö heföi safnast nú. I síöustu viku heföu veriö komnar 350.000 krónur inn á gíróreikninginn í Landsbankanum. Þá heföi Reynir veriö búinn aö safna um 500.000 á göngu sinni áöur en hann kom til Reykjavíkur i fyrradag. Frá fyrir- tækjum og stofnunum hefðu komiö loforö um áheit og gjafir fyrir nær eina miUjón króna. TU dæmis mætti nef na aö Ispan gæfi aUt gler í íþróttaleikhúsiö. Þá væru ótaldir iáheitaseðlarnir sem lægju frammi á bensínstöðvum en þar væru áheit um umtalsverðar upphæðir. Haildór sagöi aö seðlarnir yrðu sendir til Sólheima þar sem séö yrði um innheimtu á áheitunum. Ekki væri fyrirséö hvemig sú inn- heimta gengi. -JSS TALSTÖÐVARBÍLAR UM ALLA BORGINA SÍMI 68-50-60. BÚASf ■«s> — ■ ÞRÖSTUR SÍÐUMÚLA 10 Fasteignaverð mun lægra en í fyrra — munurinn um 150 þúsund á meðalíbúð, miðað við fast verðlag A fyrsta f jóröungi þessa árs reynd- ist meðalverö íbúöa í fjölbýli í Reykjavík 7,6% lægra en á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu verö- lagi. Þaö þýöir um 150 þúsund krónur á meöalíbúð. Ibúðaverð hefur þó ekki lækkaö í krónum talið, heldur hækk- aö um 13,5%. Annaö verölag hefur hins vegar hækkaö um 22,9%, mælt með lánskjaravísitölu og svipað meö byggingavísitölu. Frá þessu er skýrt í Markaðsfrétt- um Fasteignamats ríkisins. Þar seg- ir aö þróun af þessu tagi hafi ekki áöur átt sér stað síðustu 10 ár. Ætíð hafi íbúöaverö hækkaö á fyrstu mán- uðum árs. Þá er sagt frá því aö út- borgunarhlutfall hafi lækkað um 4% í 71,9% að meðaltali. Hlutfall verö- tryggöra lána hækkaöi jafnframt um 4,4%, úr7,3% í ll,7%aömeöaltali. Utborgunarhlutfall fór niður í 70% á síðasta ársfjórðungi í fyrra en haföi farið allt upp í 77% fyrr á árinu. Samkvæmt upplýsingum Fasteigna- matsins eru nú um 18% íbúöa í Reykjavík seldar með fullverö- tryggöum kjörum og 64—65% út- borgun. Nokkru stærri hluti selst á alveg óverötryggöum kjörum og þá með um 75% útborgun. Aörar íbúðir eru á blönduöum kjörum. I könnun Fasteignamatsins á íbúöasölum í Reykjavík fyrsta árs- fjóröung í ár reyndist meöalstærö íbúða í fjölbýli, sem seldar voru á tímabilinu, 84,3 fermetrar og meðal- verö 1.870 þúsund krónur. Meðal- stærð 1—2ja herbergja íbúöa var 56,9 fermetrar og verðið 1.363 þúsund aö meöaltali. 3ja herbergja íbúðir voru 75,2 fermetrar aö meðaltali og á 1.673 þúsund krónur. 4ra herbergja íbúöir að meðaltali 94,1 fermetri og á 2.047 þúsund krónur aö meðalverði. HERB Bandariski forstjórínn, flugmaðurinn og húmoristinn Foster MacEdward hefur það áhugamál að fljúga DC-3 flugvél um heiminn. Undanfarnar sex vikur hefur flugvól hans verið stopp vegna vélarbilunar í Reykjavik. Flugvirkjar Flugleiða luku viðgerð i gœr. í dag flýgur „MacEagle" þvi þristinum sinum heim. DV-menn heilsuðu upp á hann i gœr. Sjá blaðsiðu 5. DV-mynd S. Indriðiog magnus hættir við NT „Þetta er úr sögunni. Þaö gekk einfaldlega ekki sarnan með okk- ur,” sagði Magnús Bjarnfreðsson, f samtali við DV. Eins og kunnugt er hefur verið um það talað og samningar staðið yfir að undanförnu um að Magnús Bjarnfreðsson og Indriði G. Þor- steinsson kæmu til starfa á NT sem rltstjórar við hlið Helga Pétursson- ar. Það mun nú úr sögunni eftir að upp úr samningaviöræðum slitnaði milli útgáfustjórnar NT annars vegar og Magnúsar og Indriða hins vegar. „Samningaviðræður á borð við þessar eru trúnaðarmál svo ég get ekki sagt hvað gerði það að verkum að ekki gekk saman,” sagði Magn- ús aðspurður um það mál. -KÞ Gafvillandi upplýsingar Talið er aö sést hafi til belgíska ferðamannsins, sem leitað var aö á hálendinu um helgina, á tjaldstæð- inu í Borgamesi í gær. Skipulagöri leit að manninum var hætt eftir há- degi á sunnudag eftir aö nafn hans fannst ritað í gestabók göngu- mannaskála á leiðinni milli Þórs- merkur og Landmannalauga. Lögreglan á Hvolsvelli hefur samt ennþá áhuga á aö ná tali af manninum þar sem hann hefur ítrekað gefiö upp rangar og villandi upplýsingar um ferðir sínar. EA Sumir tannlæknar fá engin laun um mánaðamótin: „Davíð hýrudregur okkur” „Davíð borgarstjóri er að hýru- draga okkur tannlækna. Hann ætlar aö draga af launum skólatannlækna, laun sem þeir hafa réttilega þegið og mér er sagt aö sumir skólatannlækn- ar fái engin laun um mánaöamótin fyrir bragðið,” sagöi Birgir Jóhanns- son, formaður Tannlæknafélagsins.í morgun. Tannlæknafélagiö fékk einn ar starfsmönnum Hagvangs til að reikna út hækkun á gjaldskrá sinni og varð niðurstaðan sú að launaliöur taxtans var hækkaöur um 43 prósent 1. mars síöastUðinn. I gær gerðist það svo að borgarráð samþykkti samhljóöa að taka ekki mark á þess- ari hækkun og halda áfram að greiða skólatannlæknum eftir þessari gjald- skrá er var í gildi 1. febrúar. Þá verður skólatannlæknum gert að endurgreiöa þann mismun er komiö hefur í vasa þeirra frá því hækkunin tók gildi. „Þetta er allt saman misskilning- ur. Davíð Oddsson rýkur upp til handa og fóta eftir að hafa heyrt ávæning af þessu í sjónvaipsfrétt- um. Hann þekkir ekki málið og þetta minnir mig helst á atkvæðafiskirí,” sagöi Birgir Jóhannsson tannlækna- formaöur. „Þó launaUöur okkar hafi hækkaö um 43 prósent þá hefur gjaldskráin aðeins hækkað um 24 prósent frá áramótum. Þessir stjórn- málamenn eru aö reyna að slá sér upp með því að níðast á okkur enda gengur þeim illa að hækka launin hjá þeim lægstlaunuðu.” TannlæknadeUan snýst eingöngu um þaö fé sem ReykjavOturborg greiöir fyrir skólatannlækningar. Tryggingastofnun ríkisins, sveitar- félög og einstakUngar greiða fuUt gjald til tannlækna eftir sem áöur. Tannlæknar hyggjast ganga á f und borgarstjóra í dag. -EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.