Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Qupperneq 2
2
DV. FIMMTUDAGUR 27. JONI1985.
Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós
VIÐ KJÖTKATLANA
• Það er hagstætt að vera sérfræðingur og vinna fyrir ríkið
•Nokkrir einstaklingar hafa fengið bærilegar upphæðir árum saman
Margir, jafnvel flestir Islending-
ar, hafa á einhverju augnabliki látið
hugann reika að því að svo sem eitt
peningatré kæmi sér vel.
Sumir hafa skapað sér eða dottið
yfir gróðalindir. Þær eru með marg-
víslegum hætti. Undanfarið hafa
birst upplýsingar um að ríkið sé
mörgum hagstæður vinnuveitandi,
sérstaklega ef unniö er á sérfræð-
ingatöxtum aö verkefnum sem
teygja anga sína vítt og breitt um
heiminn.
Bankast j óramáliö
Upplýsingastraumurinn byrjaði
þegar sagt var frá bílakaupafé ríkis-
bankastjóra, 450 búsundum á ári til
hvers bankastjóra. Endirinn varð sá
að lokaö var fyrir þessar greiðslur.
Eða svo halda menn. Bankarnir
leggja nú bankastjórunum til hæfi-
legar rennireiðar. Hvort þaö kostar
bankana minna eða meira er alveg
óvíst. En þeir eru hættir að gefa
bankastjórunum bílana.
Af sama tilefni breytti fjármála-
réðherra reglum um ráöherrabíla.
Hann felldi niður heimild ráöherra
til þess aö kaupa nýja bíla án þess að
greiða aðflutningsgjöld, þriðja hvert
ár. Þrír ráðherrar voru með eigin
bíla í notkun og var nú gert að skipta
yfir á ríkisbíla.
Stóriöjustörf
Iönaðarráöherra svaraði spurn-
ingum Geirs Gunnarssonar þing-
manns um kostnaö við samninga-
nefnd um stóriðju og stóriðjunefndar
á árunum 1983 og 1984. Greiðslur til
ýmissa manna reyndust umtals-
veröar og Geir sagði af því tilefni að
bankastjóramálið bliknaði í saman-
burði viðþetta.
Ut af orðaskiptum forsætisráð-
herra og Hjörleifs Guttormssonar
þingmanns, fyrrverandi iðnaðarráð-
herra, kom í ljós að hliðstæð störf
fyrir iðnaðarráðuneytið höfðu verið
sómasamlega borguð fyrr. Forsætis-
ráðherra er nú að láta taka saman
upplýsingar frá öllum ráöuneytun-
um um greiðslur fyrir nefndarstörf,
ráðgjöf og sérfræðiþjónustu nokkur
ár aftur í tímann. Þannig verður
þetta framhaldssaga og má búast viö
að ýmislegt komi í ljós, sem flestum
varhuliöáöur.
Þær upplýsingar, sem þegar
liggja fyrir í þessum efnum, eru
flestar tengdar iðnaðarráðuneytinu
og ná aftur til 1981. Engu aö síður eru
þær alls ekki tæmandi um þann gull-
sand sem runnið hefur frá því ráðu-
neyti á þessum tíma. Straumurinn
hófst einnig miklu fyrr en þetta
nefnda ár. I þessu sambandi má
minnast yfirlýsinga núverandi
iönaðarráöherra um verkfræðinga-
stóðið, sem hann kallaði svo, og sagöi
hafa fitnað á Sjóefnavinnslunni og
ekki afrekaö annaö þar. Dæmi sem
hann nefndi gáfu enga heildarmynd
af þessumáli.
Hvað fengu menn
og hverjir?
Enda þótt yfirsýn sé enn af skom-
um skammti varðandi umræddar
greiðslur eru þó þær skýrslur sem
þegar liggja fyrir forvitnilegar. Að
mestu eru þær naktar tölur, skýr-
ingalitlar eða án skýringa. Eins er
ekki samræmi í birtingu þeirra, þar
sem sums staöar er dagpeningum og
ferðakostnaði skipt á persónur, ann-
ars staöar ekki. Ekki er heldur alls
staðar ljóst hvort greiðslur eru til
einkafyrirtækja viðkomandi eða
þeirra sjálfra. En greiðslur til fyrir-
tækja geta náð yfir fleira en vinnu-
framlag viðkomandi einstaklinga
einna sér. Þannig er þetta óneitan-
lega ferðalag áþekkt frumskógar-
ferð.
Engu að síður verður hér tínt til
það sem fyrir liggur. Skorti réttar
skýringar, séu þær einhverjar, má
rekja þaö til þess sem að framan
segir. Birting svo ófullkominna
upplýsinga, sem þó eru opinberar og
koma frá ráðherrum, hlýtur aö reka
á eftir því aö þau stjómvöld, sem í
hlut eiga, reki smiöshöggið á réttar
og nákvæmar upplýsingar og loki
þessum hring. Það hlýtur að vera
öllumfyrir bestu.
I upptalningunni hér á eftir eru
tölur, framreiknaðar samkvæmt
þróun almenns kaupgjalds, frá
meöaltali hvers árs til maí í ár. Við-
miðunartölurnar eru fengnar hjá
Kjararannsóknarnefnd.
Orkustefnan
Rafteikning, eöa Tryggvi Sigur-
bjamarson verkfræðingur, vann að
ýmsum störfum fyrir iönaðarráðu-
neytið, svo sem varöandi orkustefnu-
nefnd, en „fremur lítið vegna ál-
málsins”. Gerð var grein fyrir
greiðslum á ámnum 1981 og 1982.
Þær vom reiknaöar eftir gjaldskrá
Félags ráðgjafasérfræðinga aö frá-
dregnumlO%.
1981 vom greiddar 292.697 krónur,
á núvirði 965.900. 1982 vom greiddar
195.597 krónur, sem nú svara til
430.313 króna.
Á1 og mengun 1981
Samkvæmt skýrslu iðnaðarráðu-
neytisins námu greiðslur á árinu
2.831.803 krónum. Samkvæmt láns-
kjaravísitölu, sem ráöuneytið notar
viö framreikning, er þessi upphæð nú
13.010.371 króna. En á mælikvarða
kjaraþróunar, sem hér er notaður,
9.344.950 krónur.
Stærstur hlutinn fór til erlendra
ráðgjafarfyrirtækja. Hæsta greiðsla
til innlends einstaklings var til Inga
R. Helgasonar, 156.372 krónur, á nú-
viröi 516.027 krónur. Ferða- og
aksturskostnaður hans var 38.090,
eða á núvirði 125.697 krónur.
Ragnar Aðalsteinsson fékk greiddar
80.000 krónur, sama og 264.000
krónurnú, og í kostnað 11.139 krónur
eða 36.759 krónur á núvirði.
Ragnar Árnason fékk 59.309 kr.,
sama og 195.720 nú, og í kostnað
11.165 eða 36.844 krónur á núvirði.
Vilhjálmur Lúðvíksson fékk 37.657
eða 124.268 krónur. Aðrir fengu
minna.
Á1 og mengun 1982
Heildarkostnaður varð 4.295.124
krónur, framreiknaður með láns-
kjaravísitölu 13.173.378, en með hlið-
sjón af kjaraþróun 9.449.273 krónur.
Af íslenskum einstaklingum fékk
nú Ragnar Aðalsteinsson hæsta
greiðslu, 475.025 krónur, sem svarar
til 1.045.550 króna nú, og í kostnað
vegna ferða og aksturs 19.821 krónu
Ragnar
Aðalsteinsson
3.318.886
KRÓNUR
Tryggvi
Sigurbjamarson
1.396.213
KRÓNUR
eða 43.606 á núvirði. Þar næstur kom
Gísli Gunnarsson með 96.000 eða
211.200 krónur á núvirði. Þorgeir
örlygsson fékk 92.448 krónur, sama
og 203.386 nú. Vilhjálmur Lúðvíksson
fékk greiddar 84.448 eða 185.786
krónur á núvirði, einnig 14.630 eða
sama og 32.186 krónur á núvirði í
kostnað. Ragnar Arnason fékk
Texti:
Herbert
Guðmundsson
79.639 krónur eða á núvirði 175.206.
Ingi R. Helgason fékk 69.680, sama
og 153.296 krónur nú, og í ferðakostn-
að og akstur 57.327 eða 126.119
krónur á núvirði. Loks er nefndur
ferðakostnaður Halldórs J. Kristj-
ánssonar, starfsmanns hjá ráðu-
neytinu, 45.678 krónur, sama og
100.491 króna á núvirði.
Á1 og mengun 1983
Þá er tilgreindur kostnaður við
álmáliö og mengunarrannsóknir frá
upphafi árs til maíloka 1983, fram að
ríkisstjórnarskiptum. Hann var
4.953.320 krónur, á mælikvarða láns-
kjaravísitölu 8.470.251 króna nú, en á
kvarða kjaraþróunar 7.429.980
krónur. Enn fer mest til erlendra
fyrirtækja.
Á þessum tíma voru Ragnari Aöal-
steinssyni greiddar 128.375 krónur,
sama og 192.562 nú, og 13.258 eða á
núvirði 19.887 krónur í kostnað.
Ragnar Ámason fékk 76.476 krónur,
sama og 114.714 nú. GísliGunnarsson
fékk 52.000, sama og 78.000 krónur
nú. Ferðakostnaður Halldórs J.
Kristjánssonar var 85.593, eða á nú-
virði 128.389 krónur.
Samningar um stóriðju
1983 og 1984
Samninganefnd um stóriðju var
skipuð 14. júní 1983.1 lok maí í ár gaf
iönaðarráðherra skýrslu um kostnað
vegna viðfangsefna hennar 1983 og
1984. Kostnaöur var 5.243.000 1983=
7.864.000 nú, en 22.692.000 krónur
1984 = 28. 365.000 nú, framreiknað í
takt við kjaraþróun, eins og annars
staðar í þessu yfirliti. Hjá ýmsum
þeim Islendingum, sem fengu
greiðslur á vegum nefndarinnar, var
nú um að ræða þóknun vegna nefnd-
arstarfa, greiðslur til starfsmanna
og þóknun til ráögjafa. Sumir fengu
greiðslur fyrir allt í senn. Þess skal
getið að verkefnin voru aðallega
tvö.samningar við Alusuisse um Isal
og við Sumitomo og jámblendiverk-
smiðjuna á Grundartanga.
Jóhannes Nordal fékk alls
greiddar 1983 132.351 krónu = 198.526
á núvirði, og 1984 443.996 krónur =
GuðmundurG.
Þórarinsson
1.131.320
KRÓNUR
554.995 á núvirö. Auk þess greiddan
ferðakostnað, en í skýrslu ráðherra
er honum ekki skipt á menn.Alls
skipti hann 8—8,5 milljónum króna
bæði árin.
Guðmundur G. Þórarinsson fékk
1983 121.759 krónur = 182.638 á nú-
virði, og 1984 509.884 krónur =
637.335 á núvirði. Gunnar G. Schram
fékk 121.759 krónur 1983 = 182.638 á
núvirði, en 1984 515.165 = 643.956 á
núvirði. Hjörtur Torfason fékk
132.500 krónur 1983 = 198.750 nú, og
771.109 krónur 1984 = 963.886 á nú-
virði. Garðar Ingvarsson fékk
226.810 krónur 1983 = 340.215 nú, og
svo 416.768 krónur 1984 = 520.960 á
núvirði.
Halldór J. Kristjánsson fékk
61.000 krónur 1984 = 76.250 nú.
Ragnar Aðalsteinsson fékk 341.154
krónur 1983 = 511.731, síðan 1.095.384
krónur 1984 = 1.369.230 á núvirði.
Eiríkur Tómasson fékk 1983 100.913
krónur = 151.370 nú, og 990.753 krónur
1984 = 1.238.441 á núvirði. Stefán
Svavarsson fékk 1984 60.580 krónur
= 75.725 krónur. Þá má nefna að
Endurskoðunarskrifstofa Sigurðar
Stefánssonar fékk greiddar 238.000
krónur 1984 = 297.500 í ár.
Stóriðjunefnd
1983 og 1984
Þessi nefnd var einnig skipuö í
júní 1983 til þess að undirbúa frekari
stóriðju í landinu. Samkvæmt
skýrslu ráðherra var kostnaöur
nefndarinnar 1983 og 1984 kringum
tvær milljónir króna á núvirði og
dreifðist víða. Formaður nefndar-
innar, Birgir Isleifur Gunnarsson,
fékk 1983 12.600 krónur = 18.900 á
núvirði, en 26.401 krónu 1984 = 33.001
nú. Guðmundur G. Þórarinsson,
nefndur hér aðeins í samhengi við
önnur verkefni sem tíunduð era hér,
fékk 5.000 krónur 1983 = 7.500 nú,
11.602 krónur 1984 = 14.502 krónur
nú. Garðar Ingvarsson fékk. 5.000
krónur 1983 = 7.500 krónur nú, og
12.200 1984 = 15.250 krónur nú.
Ragnar Arnason fékk 16.254 krónur
1984 = 20.317 nú. Garöar og Ragnar
eru nefndir hér af sömu ástæðu og
Guðmundur G. Annars dreifðust
greiðslur nefndarinnar víða og í
smátt.
Kísilmálmnefndin 1984
Kostnaður þessarar nefndar var
1.767.000 krónur 1984. Formaðurinn,
Birgir Isleifur Gunnarsson, fékk
161.000, Guðmundur G. Þórarinsson
115.400, Axel Gíslason 99.500 og Geir
H. Haarde 58.000 krónur.
Sjóðanefndin 1984—1985
Loks liggja fyrir upplýsingar á
minnisblaöi um greiðslur vegna
nefndar til endurskoðunar á opin-
bera sjóðakerfinu. Hún var skipuö
24. október 1984 og skilaöi af sér
snemma á þessu ári.
Formaðurinn, Guðmundur G. Þór-
arinsson, fékk í sinn hlut 173.945
krónur, en aðrir nefndarmenn 25.000
krónur hver.Þeir voru þrír. Tveir
ráögjafar fengu umtalsverðar
greiöslur, Baldur Guðlaugsson
305.525 krónur og Eiríkur Tómasson
222.925 krónur.
Niðurstaðan
Þegar hér er komið sögu væri lík-
lega réttast að láta lesendum þaö
eftir sem fjölskylduverkefni að telja
hve oft má rekast á sum nöfn í allri
ranunni.
Látum þaö ráðast. En niöurstaðan
er sú að á öllu tímabilinu, 1981—1984,
fjórum áram, sker sig úr að Ragnar
Aðalsteinsson lögmaður hefur fengiö
á núvirði 3.318.886 krónur, fyrir utan
greiðslur vegna ferðakostnaðar og
aksturs. Hann er einnig sá eini sem
hefur verið stöðugt í þjónustu
iðnaðarráðherra, þótt tveir hafi setið
á tímabilinu.
A fyrri hluta þess, í tíð Hjörleifs
Guttormssonar, fékk Tryggvi Sigur-
bjarnarson næstmest, 1.396.213
krónur á núvirði, á tveim áram. Ingi
R. Helgason f ékk 669.323 krónur á nú-
virði, einnig á tveim árum. Þess má
geta að tölum ráðuneytisins og hans
ber ekki saman, hann telur hluta af
þessu tilheyra 1980. Þá fékk Ragnar
Arnason 485.640 krónur á núvirði, á
tveim árum, og 20.317 krónur í fyrra.
Á seinni hluta tímabilsins, tíma
Sverris Hermannssonar, koma aðrir
viö sögu, nema Ragnar Aðalsteins-
son. Meö era og taldar greiöslur
vegna sjóðanefndar. Og allar
greiðslur án feröakostnaðar eins og
hér á undan í þessum niðurstöðum.
Hæstur er Eiríkur Tómasson með
I. 612.736 krónur á núvirði, á rúmum
tveim árum. Þá Guömundur G.
Þórarinsson með 1.131.320 krónur á
sama tíma. Hjörtur Torfason fékk
983.756 krónur, Garðar Ingvarsson
861.025 krónur, Gunnar G. Schram
826.594, Jóhannes Nordai 753.521
krónu og Baldur Guölaugsson 305.525
krónur. Allar tölumar era á núvirði,
og allir nema Baldur fengu greitt
fyrir tvö ár eða ögn meira. Baldur
aðeins fyrir fáa mánuði.
Her er enginn dómur felldur um
þessar greiðslur hvorki til né frá.
Lýsing þeirra, með þeim hætti sem
hér hefur verið dregin upp, er hins
vegar til umhugsunar. Flestir eða
allir,sem fengið hafa greitt fyrir þau
verkefni sem hér hafa verið talin,
eru í öðrum störfum, yfirleitt vel
launuðum, og sumir eru viöriðnir
fleiri en eitt og fleiri en tvö þessara
aukastarfa. Tölurnar era háar og
hafa þegar vakið margar spurn-
ingar. Svörin era vafalaust margvís-
leg, en þau liggja ekki fyrir hér og
nú.