Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Síða 8
8
DV. FIMMTUDAGUR 27. JUNI1985.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
PanAmafturtil
Grikklands
Bandaríska flugfélagið Pan
American hætti sem kunnugt er að
fljúga til Grikklands eftir að upp-
víst varð um slælegar öryggisráð-
stafanir á flugvellinum í Aþenu.
Flugvallaryfirvöld virðast nú
eitthvað hafa gert í öryggismálum
því forráðamenn Pan Am tilkynntu
í gær aö brátt myndi áætlunarflug
til Aþenu hefjast á ný. „Við teljum
að öryggiseftirliti á flugvellinum
hafi nú verið kippt í lag og erum
ánægðir með að geta aftur hafið
áætlunarflug til grísku höfuöborg-
arinnar,” var haft eftir forráða-
mönnumPan Am.
231 árí fangelsi
Tveir spænskir stórbófar voru í
gær dæmdir í 231 árs fangelsi hvor
fyrir margskonar afbrot. Voru tví-
menningamir dæmdir fyrir tvær
meintar morðtilraunir og fjölmörg
meiri háttar af brot önnur.
Sakbomingar em úr flokki
spænskra hægri öfgamanna er leit-
aö hafa hefnda gegn aðskilnaöar-
samtökum Baska, ETA. Aðskiln-
aðarsamtök Baska hafa að undan-
förnu lýst sig ábyrg fyrir mörgum
hermdarverkum á Spáni. Hægri
öfgamennirnir settu baráttuna
gegn ETA í öndvegi, hétu því meðal
annars að myrða fjóra meðlimi aö-
skilnaðarsamtakanna fyrir hvern
lögregluþjón semETAmyrti.
Hættirsvelti
Pólverjinn Waldemar Knihinicki
hefur aflýst hungurverkfalli sínu í
Osló. Hann fór í hungurverkfall til
að þrýsta á pólsku stjórnina að
gefa konu sinni í PóUandi farar-
leyfi tU Noregs. Hann hætti viö
hungurverkfalUð eftir að kona hans
grátbað hann um að gera það. Þau
töluðust við í gegnum síma.
Nú lítur út fyrir aö konan muni
brátt fá fararleyfi og málið leysist
þar meö.
íhaldá
Norður-Kýpur
Ihaldsmenn sigruðu í kosningum
á Norður-Kýpur, þar sem er lýð-
veldi Kýpur-Tyrkja. Þjóðareining-
arflokkurinn fékk 36,7 prósent at-
kvæða, sem er minna en síðast, en
gefur flokknum 24 þingmenn af 50 á
hinu nýja þjóðþingi lýðveldisins.
Lýðveldið, sem var formlega
stofnað haustið 1983, er alþjóðlega
ólöglegt. Aðeins Tyrkland viður-
kennir þaö. Kýpur-Tyrkir vUja þó
heldur vera ólöglegir en þurfa að
reiða sig á náð Kýpur-Grikkja sem
mynda meirihluta á eynni.
Lausn?
Nabih Berri, leiötogi shíta, lagði
í gær til að shítar létu gíslana 40 í
hendur einhvers sendiráðs í Beirút
þangaö tU búið væri að leysa hina
700 shíta-fanga í Israel úr haldi.
Það gæti verið lausn á málinu.
Morö, váááá
Japanskar sjónvarpsstöðvar hafa
lengi verið iUræmdar fyrir smekkleysi,
með nauðgunaratriði á besta kvöld-
tíma og keppnir þar sem keppendur
éta kakkalakka. Þó þykja þær hafa
slegiö ÖU met með því að mynda raun-
verulegt morð og sýna það í frétta-
tíma.
Um 40 fréttamenn og sjónvarps-
menn höfðu komið sér fyrir gegnt húsi
forstjóra fyrirtækis sem var í
fréttunum vegna meints svindls þess.
Þá komu að tveir menn og sögðust ætla
að drepa forstjórann. Það tók þá 10
mínútur að komast inn. Þegar þeir
komu út aftur, allir blóðugir, gáfu þeir
sjónvarpsmönnum viðtal. Þetta var
síðan sýnt í fréttatíma.
Áhorfendur voru svo æfir aö síma-
línur til sjónvarpsstöðvanna voru
tepptar í f jóra tíma eftir sýninguna.
Í stórsókn sinni i Helmandhéraði hafa Sovétmenn beitt miklum fjölda skriðdreka og brynvarinna farartækja.
Stórsókn Sovétmanna í Afganistan:
Mikið mannfall í
röðum óbreyttra
Þaö er taliö aö yfir 700 óbreyttir
borgarar í Afganistan hafi látið lífið í
mestu sókn sameinaðra herja Sovét-
manna og afganska stjómarhersins
gegn skæruliðum í þrjú ár. Aöal-
áhersla var lögð á hemað gegn aðsetri
skæmliða Helmandhéraös í suðvest-
urhluta Afganistan.
I frétt frá Afganistan segir að
skæruliöar í suðvesturhlutanum hafi
fram að þessu barist meira innbyrðis
en gegn stjóm kommúnista í Kabúl.
Afganski stjómarherinn hefur fram að
þessu lagt Útla áherslu á hemað í suð-
vesturhlutanum. Að sögn skæruliða í
Helmandhéraði beitti stjórnarherinn
mörg þúsund manna herliði í sókninni
studdu af þúsund skriðdrekum og
öðrum brynvörðum farartækjum auk
þess sem tugir þyrlna og ormstuvéla
herjuöuúrlofti.
Skæruliðar telja sig hafa fellt að
minnsta kosti 300 sovéska- og afganska
stjómarhermenn í áhlaupinu.
Stjórnarhernum tókst aö umkringja
vígi skæmliöa í borginni Musa Gala.
Taliö er að yfir 100 óbreyttir borgarar
hafi f allið í umsátrinu auk 60 skæruliða
áður en stjómarandstæðingar náðu að
brjótast út. I Musa Gala segjast skæm-
liöar hafa skotið niður eina brynvaröa
þyrlu " Sovétmanna auk þess sem
nokkrir skríðdrekar voru eyðUagðir.
I fréttum frá Helmandhéraði segir
að mjög fáir óbreyttir borgarar hafi
yfirgefið heimUi sín í héraðinu frá því
að innrás Sovétmanna hófst fyrir sex
ámm og skýri það hinn mikla fjölda
óbreyttra borgara sem faUið hafa í
bardögum.
Ástvinir farþega
streyma til írlands
HÖRÐ GAGNRÝNI
A COMECON
Georgy Lazar, forsætisráðherra
Ungverjalands, gagnrýndi í gær
Comecon, efnahagsbandalag Austur-
Evrópu, harðlega í ræðu er hann hélt á
fundi ráðherra Comecon ríkja í Var-
sjá.
Lazar gagnrýndi Comecon fyrir að
hafa ekki tekist að hækka verö á ung-
verskum landbúnaðarafurðum sem
fluttar hafa verið út tU annarra ríkja í
efnahagsbandalaginu, nokkuð sem var
ákveðið að gert yrði á síðasta fundi
Comecon í Moskvu á síðasta ári.
Að auki gagnrýndi Lazar lélega og
seinvirka áætlanagerð og ákvarðana-
töku innan efnahagsbandalagsins sem
yki á kostnaðarUði og seinkaði efna-
hagsframförum bandalagsríkja.
Aö sögn vestrænna stjórnarerind-
reka í Búdapest ber æ meir á óánægju
Ungverja með samstarfið í Comecon
við önnur kommúnistaríki Austur-
Evrópu, ekki síst þar sem Ungverjar
hafa riðið á vaðið með auknu frjáls-
ræði í viðskiptum samhUða auknum
hagvexti innanlands og betri lifsaf-
komu fólks en þekkist í öðrum kommún-
istaríkjum.
Umsjón:
Þórir Guðmundsson
og
Hannes Heimisson
Töluvert brak úr júmboþotu ind-
verska flugfélagsins, er fórst á sunnu-
dag, hefur rekið á landi á Irlandi.
Ekki hafa þó fleiri lík rekið á land.
Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda um
að ættingjum flugfarþega væri enn
ekki heimilt að koma til Irlands tU að
bera kennsl á ástvini sína hefur veriö
stöðugur straumur ættingja til Irlands,
bæði frá Kanada og Indlandi.
Svæðissjúkrahúsinu í borginni Cork
hefur að hluta til verið breytt í líkhús
fyrir 131 lík sem tekist hefur að finna
við slysstaðinn eða rekið hefur á land.
Læknar eru enn að framkvæma ná-
kvæma skoðun á Ukum þeim er fundist
hafa og hafa spítalayfirvöld sagt að
enn sé nokkur tími áður en ættingjum
verður leyft að bera kennsl á sína
nánustu.
Heilbrigðisyfirvöld í Cork, stjórnar-
erindrekar og talsmenn indverska
flugfélagsins hafa brýnt fyrir ætt-
ingjum að vera ekki að koma til York
fyrr en frumrannsókn á orsökum slyss-
inshefuráttsérstað.
Fulltrúar Air India kanna hluta braksins úr vélinni sem fórst undan
ströndum irlands.