Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Qupperneq 11
DV. FIMMTUDAGUR 27. JUNI1985.
11
Varar við alvar-
legum af leiðingum
Ekkert
klóakí
Elliðaárnar
Samkvæmt úttekt sem gerö hefur
verið á Elliöaáasvæðinu er ekki um aö
ræöa aö skolp renni út í árnar. En sum-
staðar hafa eigendur vanrækt aö láta
hreinsa þræmar reglulega. Á öörum
stööum þarf að endumýja þær vegna
skorts á viðhaldi.
Þetta kemur m.a. fram í athuga-
semd sem Ingi U. Magnússon gatna-
málastjóri hefur sent DV vegna grein-
ar í blaðinu undir heitinu „Klóakið
flæöir í Elliðaámar.”
Kveöst gatnamálastjóri hafa lagt til
aö heilbrigðiseftirlitinu yrði falið að
fylgja því eftir að húseigendur gerðu
viðeigandi ráöstafanir til úrbóta.
Gatna- og holræsadeild væm til ráðu-
neytis um hina tæknilegu hlið málsins.
EFTA ritar EB um
saltfisktollinn:
Formaður ráðherraráðs EFTA,
fríverslunarbandalags Evrópu, hef-
ur ritað formanni framkvæmda-
stjómar EB, Efnahagsbandalagsins,
og varað við afleiðingum þess að tek-
inn var upp tollur á saltfisk i EB-
löndunum 1. júlí. Bréfið er skrifað
sérstaklega með hagsmuni Is-
lendinga í huga. Tollurinn snertir
þriöjung af öllum útflutningi héðan á
markaðiEB.
Minnt er á að EB hafi fellt niður
tolla á söltuðum þorski, skreið og
söltuðum þorskflökum snemma á
áttunda áratugnum, þá einhliöa en
um leið og EFTA og EB gerðu með
sér friverslunarsamning. Akvöröun
EB nú umað taka þessa tolla upp aft-
ur sé augljóslega andstæö þróun til
viðskiptafrelsis milli aöila og sem
nýlega var áréttuð i yfirlýsingu svo-
kallaðs Lúxemborgarfundar.
„Aögerðir af þessu tagi munu hafa
slæm áhrif á efnahagslíf Islands og
breyta mjög verulega þeim forsend-
um sem fríverslunarsamningur Is-
lands hvílir á. Með hliðsjón af því
hve mikla áherslu EFTA-ríkin sex
leggja á að samskipti þeirra við
Efnahagsbandalagið haldi áfram að
þróast á svo hagstæðan hátt sem
unnt er telja þau mjög mikilvægt að
þetta vandamál fái viðunandi
lausn,” segir orðrétt i bréf inu.
Bréfið er skrifaðí framhaldi af við-
ræðum Matthíasar A. Mathiesen við-
skiptaráðherra við fulltrúa EB í
Brussel siðast í maí. Hann fól þá
Hannesi Hafstein sendiiierra að
fylgja málinu eftir innan EFTA og
leita stuðnings þar við málstað Is-
lendinga. EFTA-ráðið samþykkti að
leggja fram sérstakt erindi til EB.
T ryggingabætur
hækka um 7,5%
HERB
Fyrirliggjandi í birgðastöð
KALDVALSAÐ
PJ
Stál SPO 10.03-12.03
— og f rítek jumarkið hækkar um
30% frá 1. júlí
Allar bætur almannatrygginga
hækka 1. júlí um 7,5%. Þá hækkar um
leið svokallað frítekjumark um 30%.
Einstaklingur má þá hafa 54.170 krón-
ur í árstekjur án þess að til komi skerð-
ing tekjutryggingar á lífeyri og hjón
75.830 krónur.
Bætur verða þannig:
Elli- og örorkulífeyrir 5.003 krónur,
hjónalífeyrir 9.005 krónur, full
tekjutrygging einstaklinga 7.331 króna
en hjóna 12.393 krónur, heimilisuppbót
verður 2.205 krónur,bamalífeyrir
vegna eins barns 1.920, vegna tveggja
5.030 og þriggja 8.922 krónur,
ekkjubætur 6 mánaða og 8 ára 6.269
krónur, 12 mánaða 4.701 króna,
fæðingarorlof 22.369 krónur, vasa-
peningur samkvæmt 19. grein 3.084
krónur og samkvæmt 51. grein 2.592
krónur.
HERB
Plötiiþykktir
Plötustærðir
og
frá 0.8 - 2 mm
1000 x 2000 mm
1250 x 2500 mm
SINDRA
STÁLHF
Borgartúni 31 sími 27222
STEIIMVARI 2000 er terpentínuþynnanleg akrýlmálning. Hún er
gædd þeim einstöku eiginleikum að vera þétt gegn vatni og
slagregni, en hleyþajafnframt loftkenndum raka auðveldlega í
gegnum sig, rúmlega tvöfalt betur en heföbundj]
plastmálning. Þessir eiginleikar
gera STEINVARA 2000 að
óviðjafnanlegri málningu utan
á steinsteypt mannvirki við
íslenskar aðstæður.
STEINVARI2000 hefur gengist
undir umfangsmikla nýnæmis-
rannsókn á erlendri tæknistofn-
un. Niðurstaða hennarersú að
STEINVARI 2000 er nýjung
sem Málning hf. getur fengið
einkarétt til framleiðslu á. Þetta
eru góðar fréttir fyrir starfsfólk
Málningar hf„ íslenskan iðnað
og alla sem þurfa að mála
steinsteyþt hús að utan.
PC
fe
2
Q
lu
Q
Fyrir veðrun Eftir veðrun
m mm,
málninghlf