Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Síða 15
DV. FIMMTUDAGUR 27. JUNI1985. 15 Menning Menning Menning GRÍMUR í GALSA Sýning Hallgríms Helgasonar í Listmunahúsinu Þessa dagana er varla hægt aö opna erlend listatímarit án þess aö rekast á myndir af verkum sem virð- ast heyra til fyrri tíma list, en eru máluð eða teiknuö af komungum listamönnum. Mest ber á verkum með klassísku eða ný-klassísku yfir- bragði, bæði hvað efni og vinnubrögð snertir. Þetta eru gjaman allegorí- ur, sléttar og felldar í málningu, eða jafnvel bardagasenur á la David eða Delacroix. Fyrst dettur manni í hug að hér sé um látalæti eða paródiur að ræða, að listamennimir séu með þessum lán- tökum aö skoða nútímann í ljósi for- tíðar (ef slíkt ermögulegt) eða öfugt. En viötöl við þessa listamenn leiða í Ijós, að þeim er fúlasta alvara. 1 aug- um þeirra er list fortíðar samansafn stílbrigða sem hægt er að grípa til, rétt eins og að skipta um pentskúf. Þaðskiptirþáengu að stíll Davids eða Delacroix er sambland af innsæi sérstaks einstaklings og þjóðfélags- þrýstingi. Nú má oft hafa gaman af virðingarleysi þessara listamanna á listasögunni, þekkingu þeirra á henni og tæknilegum beilibrögðum. Listasagan er ekki heilög kýr, heldur opin fyrir margs konar túlkunmn. Hins vegar ber afstaöa þeirra vott um uppgjöf gagnvart lífinu. Myndlist þeirra lokast inni í vítahring stíl- brigöa, verður daufur endurómur af sjálfri sér, en ekki tilverunni. Stíll umstílumstíl. Þetta finnst mér einkenni á mynd- um þeim sem Hallgrímur Helgason sýnir í Listmunahúsinu um þessar mundir. Listamaðurinn þekkir vel sína listasögu en kýs hins vegar að róa á tvenn mið sem ekki eru mjög fjarlægítíma. Annars vegar veðjar hann á Píkassó og blandar saman hinu bláa skeiði hans og nýklassíska skeiðinu ■ sem fylgdi í kjölfar hins samsetta Hallgrímur Helgason — Siðdegi mannsins (nr. 16). Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson kúbisma (ca 1920—25). Hins vegar leitast hann við að framkalla glans- myndastíl ólærðra eða næfra mál- ara. Ekki dettur mér í hug að draga í efa leikni listamannsins, hvort heldur hann heldur á penna eða pent- skúf. Þótt teikningar hans beri svip- mót Píkassós/Hockneys eru þær sviðsettar af umtalsverðu öryggi. Eg held líka að ekki sé hægt að væna Hallgrím um skort á húmor. Skelmislegur svipur hans á „Sjálfs sjálfsmynd” (nr. 10) og nafngiftir myndanna bera vott um hæfilegt alvöruleysi. En þaö breytir ekki því að sýningin í heild sinni virðist eins og gríma sem listamaöurínn hefur sett upp án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því hlutverki sem hann hyggst leika. Sjái hann ekki að sér er hætta á því að gríman festist við Hallgrím. Bogfimiklúbburinn hefur opnað aðstöðu fyrir bog- fimi að Smiðjuvegi 38. Opið virka daga frá kl. 16—22, laugard. kl. 10—20 og sunnud. kl. 10 — 22. Kynnist skemmtilegri íþrótt. Sími 71256. Kennarar Kennara vantar að Laugarbakkaskóla, Miðfirði. Meðal kennslugreina; hannyrðir, danska og almenn kennsla. Góðar íbúðir á staðnum. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 95-1985 og formaður skólanefndar í síma 95-1591. Skólanefnd. PANTANIR SÍMI13010 VISA KREDíDKORT APJONUS TA HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. V Svæðisstjórn Vesturlands auglýsir lausa til umsóknar stöðu þroskaþjálfa i sambýli fjölfatlaðra á Akranesi. Laun samkvæmt samningi BSRB. Nánari upplýsingar veita þroskaþjálfar í síma 93-2869. Umsóknir skal senda til Sambýlis fjölfatlaðra, Vesturgötu 102, 300 Akranesi. Útboð Óskað er eftir tilboðum í um 400 einkatölvur fyrir mennta- málaráðuneytið til notkunar við kennslu í grunnskólum. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri og kosta kr. 1.000,- Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 10. sept. 1985 kl. 11.00 f.h. að viðstöddum. TOYOTA. . 24. - 30. júní FIMMTUDAGUR 27. AKUREYRI Sýningartími: 16:30-20:00 Sýningarstaður: Við Bláfell sf. FÖSTUDAGUR 28. LAUGARDAGUR 29. SAUÐÁRKRÓKUR Sýningartími: 09:00-13:30 Sýningarstaður: Við Bókabúð Brynjars BLÖNDUÓS " Sýningartími: 15:00-18:00 Sýningarstaður: Við Bílaþjónustu Blönduóss HVAMMSTANGI Sýningartími: 10:00-11.30 1 Sýningarstaður: Við Vélamiðstöðina BÚÐARDALUR Sýningartími: 13:00-14:30 Sýnmgarstaður: Við Dalverk sf. STYKKISHÓLMUR Sýningartími: 16:30-18:30 Sýningarstaður: Við Nýja Bílaver hf. TOYOTA ÞJONUSTA Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7,105 Reykja- vík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.