Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Side 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 27. JONI1985. Spurningin Ert þú hjátrúar- full/ur? Friörik Stefáasson taeknimaður: Eg er alven laus við þaö. Þóra Björgvinsdóttir húsmítðir: Nei, þaö held éfí að sé af og frá. Gyöa Kristófersdóttir húsmóðir: Nei, éfíer þaöekki. AðalbjörK Jakobsdóttir: Já, já. Efí banka í tré og passa mif' aö fíanfía ekki undir stifja ot> svoleiöis. Árni Frímannsson símamaöur: Nei, ekki get ég saf>t þaö. Ormur Ölafsson póstafgrciðslumaður: Nei, langtfráþví. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Skræfur á Alþingi Ö.P. skrifar: Enn eina feröina verða alþingis- menn sér til skammar og eru um þessar mundir eitt helsta aðhláturs- efni þjóðarinnar. Svæfing bjórfrum- varpsins, þar sem þingmenn höföu hvorki kjark né þor til að taka af- stööu og afgreiöa máliö í eitt skipti fyrir öll, er nýjasta dæmiö um getu- leysi, aumingjaskap og flatneskjuna sem ræður nú ríkjum á Alþingi. Guömundur Kjærnested, fyrrv. skip- herra, var gestur á rás 2 sl. fimmtu- dag og benti réttilega á þaö að til sjós væru teknar ákvarðanir og þær framkvæmdar en ekki viöhöfö þau vinnubrögð sem nú heföu átt sér staö á Alþingi varðandi bjórfrumvarpiö, þar sem alþingismenn virtust ekki hafa hugmynd um hvort þeir ættu aö taka afstööu meö bjómum eöa á móti. Slík vinnubrögð tíökuðust hreinlega ekki til sjóðs og skyldi eng- an undra. Nú er þingið komiö í sumarfrí og færi betur aö liöiö yrði í því leyfi til frambúöar. Hugleysingja höfum við Islendingar ekkert með aö gera inni á þingi. Því eru hér lagðar fram 2 tillögur: 1. Sendum 6-menningana í fisk- verkun í þeirri veiku von aö nýta megi snillingana í fiskaögerð, en í ljós hefur komiö að um 1.500 manns vantar í þá atvinnugrein. 2. Stofnaö verði farandleikhús 60- menningana sem ferðaðist um Ó.P. vitnar til orða Guðmundar Kjœrnested þegar hann sagði i útvarpi fyrir stuttu að til sjós tíðkuðust ekki sömu vinnubrögð og Alþingi sýndi við afgreiðslu bjórfrumvarpsins. landið í sumar þegar litlu leikhús- in eru í sumarfríi. Ekki er þar skortur á leikaraefnum. Hér áður fyrr áttum við Islend- ingar hæfa þingmenn, jafnvel þing- skörunga en þaö er þvi miður liðin tíð og við augum blasir ömurleg flatn- eskja eyðimerkurinnar. Síðan er vælt yfir því að virðing Alþingis fari þverrandi — skyldi ein- hvern undra? Alþingismenii setja ofan Furðuleg Hjalti Sigurðsson skrifar: Nú hefur hið „háa og virðulega” Alþingi felit bjórfrumvarpið og hunsað með því vilja meirihluta þjóðarinnar. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá al- þingismönnum okkar að í hverri skoð- anakönnuninni á fætur annarri hefur hugur hennar komið fram í þessu máli. Þjóðin vill bjór. Samt sniðgengur meirihluti fulltrúa hennar á Alþingi vilja hennar. Eg er hræddur um að sumir al- þingismenn hafi heldur betur sett ofan í þessu máli og ekki undrar mig minnkandi virðing Alþingis meðal manna. Eg legg til að fjölmiðlar veki athygli á meðferð Alþingis á bjórmál- inu og afskipti þingmanna af því, sér- staklega þeirra sem höfðu áhrif á það aöi frumvarpið var fellt. Gerum okkur grein fyrir því hverjir standa í vegi fyrir að bjórfrumvarpið hljóti af- greiðslu, strikum þá svo út og fellum í næstu kosningum. Aðeins þannig getur meirihluti þjóðarinnar komið fram vilja sínum. Hjalti segir aö skoðanakannanir sýni aö þjóðin vilji bjór. nafngift Rúna skrifar: Það er gott og blessað þegar nýir matsölustaöir eru opnaðir, reyndar hélt ég að bráöum væri komið nóg af alls kyns skyndibitastöðum í Reykja- víkurborg. Nafngift þessara staða virðist heldur betur vefjast fyrir eig- endum staöanna, sá nýjasti fékk nefnilega það furðulega nafn „American Style”. En það hallæri. Síðan les maður að þar sé boðið upp á mexíkanska rétti og rétti sem eru upprunnir frá Israel. Mér finnst þessi nafngift í alla staði ósmekkleg og held að það væri rétt að einhvers staðar gætu menn með lítið hug- myndaflug og litla þekkingu á íslenskri tungu fengiö aðstoö við að finna nafn á fyrirtæki sín. Nýleiðíbar- áttunnivið Dýr er dropinn. 1400 krónur á tím- ann fyrir ráðgjöf Guðmundur skrifar: Eg varð alveg bit þegar ég sá á við- skiptasíðu DV sl. fimmtudag hvaö ráð- gjafarþjónusta kostar. Það er lygilegt að vinna sérfræðinga skuli vera seld út á allt að 1.400 krónur á tímann. Eg segi ekki annaö en að þaö er eins Hver hefur efni á slíku? gott að kostnaðurinn skili sér fljótt aftur eins og ráðgjafinn segir í viðtal- inu. Og vel á minnst. Fyrir utan auðvit- að iðnaðarráðherra, sem kaupir ráð á ráð ofan, hvaöa fyrirtæki hafa eigin- lega efni á að kaupa ráð á svona verði? aukakflóin Hildur Símonardóttir hringdi: Eg vil endilega benda fólki, sem á við þaö vandamál aö etja að vilja losna við aukakílóin eins og ég hef átt, á það að nýlega fór ég á sólbaðs- stofuna Sól og sælu í nýtt tæki sem er þar. Þetta er bekkur sem maöur leggst í, svo eru settar einhvers konar blöðkur á líkamann á þá staöi sem maður vill losna við fitu af. Blöðkurnar mýkja fituna og mér finnst ég sjá mikinn árangur eftir aðeins sjö skipti. Eg er önnum kafin og hef ekki mikinn tíma til að stunda ails kyns likamsrækt, en farmst alveg frábært að uppgötva þetta því þarna getur maöur slegið tvær flugur í einu höggi, farið fyrst í ljós og svo í þetta nýja tæki. Jón Traustason spyr: Ráða olíufélögin bensín- og olíuverði i landinu? Eru þau ekki umboössalar? Svör: Samkvæmt þeim upplýsingum sem lesendasíðan aflaði sér þá er það Verð- lagsráð sem ákveður verð á bensíni og olíum á Islandi. Olíufélögin eru ekki með neinar vörur í umboðssölu heldur kaupa þau alla farmaog eru bensín- og oliukaup háð leyfum frá viðskiptaráðu- neytinu. RÁÐA OLÍUFÉLÖGIN BENSÍN- OG OLÍUVERÐI?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.