Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Side 19
DV. FIMMTUDAGUR 27. JUNI1985.
19
Viðskipti og efnahagsmál Viðskipti og efnahagsmál
Hörpuskelin í Barentshafi:
„Verðum að fylgjast
mjög vel með því sem
er að gerast þarna”
— segir Hrafnkell Eiríksson f iskif ræðingur
tæknifræðingur i hönnunardeildinni. Uppfinningar
margar og með þeim er svo sannarlega fylgst erlend-
Fyrirtækið er með einkaieyfi i Noregi og Kanada.
Svavar Ottósson
Trausts hf. eru orðnar
is sem innanlands.
hugmyndirnar voru fyrir hendi. Eða
eins og hann segir:
„Eg vann hjá Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins og gerði töluvert í því að
fá aðra til að hrinda í framkvæmd
ýmsum hugmyndum sem ég var með
um tæki fyrir fiskvinnsluna.
Engiiin vildi framkvæma
— fór sjálfur fram
„Nei, ekki er það nú, ég veit um
danskt fyrirtæki sem boðið hefur upp á
heilar verksmiöjur sem skila því sama
og okkar en þær byggja á öðrum
„prinsipum”.”
Þrátt fyrir að það hafi verið meira
en nóg að gera hjá Trausti hf. frá
upphafi þá þarf að huga vel aö
markaönum; það geta hæglega komið
sveiflurísöluna.
„Við verðum aö fylgjast mjög vel
með því sem er að gerast þama, það
eru örugglega mikil verðmæti í húfi þó
að enn vanti tilfinnanlega mikiö upp á
að vitneskjan um þessi mið sé nægi-
leg,” sagði Hrafnkell Eiríksson fiski-
fræðingur um hörpuskelfisksmiðin við
Svalbarða.
„Menn hafa verið mjög hátt uppi
varðandi þetta svæði, mjög bjartsýnir
á framtíöina. Og þaö hafa verið
nefndar svo margar tölur um magn að
menn nefna nánast hvað sem er.”
— Það segir í annarri greininni aö
framleiðslan gæti orðið þetta frá
þúsund tonnum upp í 50 þúsund tonn á
ári sem gerir um 500 þúsund upp úr
sjó. — Hefur þú heyrt þessa tölu?
„Já, ég hef heyrt hana. En ég get
mjög lítið tjáð mig um magniö á
þessum miðum, til þess verð ég að hafa
þessartölur frá fyrstu hendi.”
— I hinni norsku greininni er rætt
um að „break even” punkturinn, þaö
er þegar veiðarnar byrja að skila
hagnaði, sé um 1,8 grömm á fermetra.
Er það mikil veiði?
„Það er minna heldur en viö erum
aö fá hér heima á innfjörðum. Mér
sýnist í fljótu bragði aö þetta geri
svona um 2 tonn af unnum fiski á dag
en við erum að fá hér um 6 tonn.
Og ég tel aö það sé mjög vafasamt
aö margfalda upp þéttleikann, að
áætla magniö út frá rannsóknum á ein-
hverju einu svæði,” sagði Hráfnkell.
-JGH
Nú, það tókst ekki sem skyldi að fá
framkvæmdamenn til að gera það sem
ég hafði í huga. Eg ákvað því að fara
sjálfur fram, koma hugmyndum
mínumí verk.”
Og þar með var fyrirtækið Traust hf.
komið á kortið. Nú vinna þar 30 starfs-
menn en í upphafi var aðeins einn
starfsmaður, Trausti sjálfur. „Eg
byrjaði með skrifstofu í Hafnar-
stræti.”
Nú er velta fyrirtækisins þetta um 60
til 70 milljónir á ári. Og það er ekki
lengur skrifstofa í Hafnarstrætinu,
húsrýmið er tveir 500 fermetra skálar í
Knarrarvoginum.
Hörpuskeljarverk-
smiðjur í heilu lagi
En hvað segir Trausti um hörpu-
skeljarverksmiðjumar í norsku skip-
in? „Þetta eru heilar verksmiöjur,
fullgerðar. Ein er þegar komin um
borö í fyrsta skipið, við lukum því fyrir
um6 vikum.”
Að sögn Trausta fóm þá tveir menn
frá fyrirtækinu út til Noregs og settu
verksmiöjuna í skipiö. En skip númer
tvö kemur til Islands og hafi áætlun
þess staðist kom það hingaö í morgun.
Þetta verður um 3ja vikna verk,
hlið þess opnuð, og lagó, verksmiðjan
um borö. „Ætlunin er svo að setja
verksmiðjur í hin skipin tvö í júlí, það
verður gert úti í Noregi.”
Ekkert íslenskt skip er með hörpu-
skeljarverksmiðjur þessar um borð.
Það er enda stutt á miðin, fariö út á
morgnana og komið heim seinna sama
dag. Vinnslustöðvarnar í landi vinna
hins vegar hörpuskelina með tækjum
frá fyrirtækinu.
Mikið skrifað um
Traust hf. í Noregi
Það sýnir kannski hvað best árangur
af starfi Trausta Eiríkssonar aö fyrir-
tækiö er mjög þekkt á meðal manna í
sjávarútvegi í Noregi. Mikið hefur
verið skrifaö um þaö í norsk blöð.
Nojaramir hafa Iíka reynsluna fyrir
hendi. Auk hörpuskeljarverksmiðja í
skipin, sem og rækjuverksmiðju, er
sérstakur „kreistibúnaður” í hvorki
meira né minna en 25 norskum loðnu-
skipum. Segja má að hrognin séu
kreist úr loðnunni með tækjunum.
Átta frystitogarar
„ættaðir” úr Knarrarvogi
Hér heima ku næstum hver einasta
fiskvinnslustöð vera meö einn eöa
annan hlut frá Trausti hf. Og þegar eru
til 2 frystitogarar „ættaðir” úr
Knarrarvogi; frystibúnaðurinn fór
fullgerður um borð. Verið ei;að smíða í
aðra sex.
— Sérhæfðir í að búa til heilar verk-
smiðjur í skip. Skyldu þeir vera þeir
einu í heiminum sem bjóða upp á slíkt?
íslenskt hugvit
á heimsmarkaði
Skýringin er sú að heimsmarkaður-
inn á loðnuhrognum, skelfiski, rækju
sem og öðmm fiski, getur sveiflast upp
og niður, eina stundina offramboð,
aöra stundina vantar fisk.
Það er ánægjulegt hvað útflutningur
Trausts er mikill, íslenskt hugvit nýtur
sín greinilega á erlendri grund. „Við
erum nú meö 7 umboðsaðila erlendis; í
Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku,
Noregi og Færeyjum.”
Uppfinningar fyrirtækisins eru
margar, hönnunardeildin stendur sig.
Þær þekktustu eru til dæmis varðandi
vinnslu á loðnuhrognum, skreiðar-
verkunogsöltun.
Einkaleyfi í
Kanada og Noregi
Og einkaleyfi Trausts hf. fyrir ýmiss
konar vinnslubúnaði eins og í skreiðar-
verkun, laxarækt, frystingu og söltun
má finna til dæmis í Noregi og Kanada,
auk Islands, auðvitað.
Þetta eru tæki sem hafa verið
hönnuö og teiknuð inni við Knarrar-
vog. Þau hafa veriö mikið í sviösljós-
inu, en þama á sér staö vöruþróun,
nokkuð sem verður að auka hérlendis.
Unnið öll kvöld
og um helgar líka
— Og Trausti Eiriksson er bjartsýnn
á framhaldið?
„Já, þaö er ekki hægt annað, sam-
keppnin er mikil og viö verðum að
standa okkur. En það hefur verið nóg
að gera hjá okkur, þessa dagana er
unnið öll kvöld og um helgar líka.”
Já, íslenskt hugvit á heimsmarkaði,
þaö stendur sig þegar á reynir. Og allt
byrjaði þetta á því að opinber starfs-
maður hafði hugmyndir sem enginn
vildi framkvæma. Hann fór sjálfur
fram. -JGH.
Þeir eru byrjaðir í Barentshafi. Skuttogari með heila hörpuskeljarverksmiðju frá íslenska fyrirtækinu
Traustum borð.
Traust hf. opnar „fjár-
sjóðinn” í Barentshaf i
Fyrirtækið Traust hf. er heldur
betur að koma við sögu vegna veið-
anna í Barentshafi. Hvort sem menn
trúa því eða ekki; þetta ísienska
fyrirtæki hefur með íslensku hugviti
gert mönnunum kleift að stunda
þessar veiðar, nýta þennan „fjár-
sjóð” Barentshafs.
,,Jú, það er mikill áhugi á þessum
veiðum í Noregi. Utgerðarfyrirtæki
hafa veriö aö kaupa togara til veið-
anna. Og þegar erum við búnir að
semja um smíði á f jórum hörpu-
skeljarverksmiðjum i jafnmörg
skip,” sagði Trausti Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri Trausts hf.
Og hann bætti við: „Við erum
þegar búnir að setja hörpuskeljar-
verksmiðju í eitt skip og það er
komið á miðin, reynslan er góð.”
Með fullkomnum hörpuskeljar-
verksmiðjum er aflinn unninn um
borð. „Það tekur um 2 sólarhringa
að sigla á miöin frá Noregi. Þaö
þýddi að veiðamar voru útilokaðai
ennúer þettahægt.”
Trausti sagði ennfremur að
norsku skipin fjögur með höipu-
skeljarverksmiðjunum yrðu öll á
veiöumviðNoreg.
„Það hafa enn ekki verið teknar
ákvarðanir um smíði hörpuskeljar-
verksmiðja í fleiri skip. Ég er þó
bjartsýnn á að svo veröi, þykist
reyndar þess fullviss. Menn ætla lík-
legast að hinkra örlítið og sjá
hvemig veiðin gengur hjá þeim
fyrstu."
-JGH
Þetta er alvöruverksmiðja.
I senn sjómenn sem verksmiðjumenn.