Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1985, Qupperneq 35
DV. FIMMTUDAGUR 27. JtJNl 1985. 35 V Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tfðarandinn Tíðarandinn Hvað verður um okkur þegar við deyjum? Þegar stórt er spurt er fátt um svör. En það er á hreinu að öll erum við einhverntíma grafin i jörðu og það verk hafa grafarar með höndum. „Þaö kemur fyrir að fólk hefur ekki fengiö jarðsett á þeim tíma sem það hefur viljað en slíkt er ekki algengt. I slíkum tilfellum hefur þá verið mjög mikið að gera hjá okkur. Það er t.d. stutt síðan að við sáum um 6 jarðarfar- ir sama daginn. En að meðaltali eru 2 útfarir hjá okkur á dag, alla daga árs- ins.” „Stundum átakanlegt starf” — Hvað vinna margir hérna? „Það eru 3—4 sem vinna við akstur á bílunum. Aksturinn er nú orðinn tíma- frekari en áður síðan kirkjugarðurinn í Gufunesi kom til sögunnar. Síðan eru 4—5 sem vinna við það sem fram fer í kirkjunni.” — Er þetta nægur mannafli? „Já.hann ernægur.” Þetta eru sem sagt þau atriði sem lúta að útförinni sjálfri. En af hverju velja menn sér starf sem þetta? Einar Jónsson var fyrst spurður að því. Texti: Þorsteinn Vilhjáimsson Myndir: Kristján Ari „Eg veit ekki hvað skal segja. Eg ætlaði mér aldrei að ílengjast í þessu. En svona er þetta nú, ég byrjaði 1948 og starfa hér enn, þar af útfararstjóri frá 1977. Það var erfiðast að byrja. Þetta er hins vegar eins og með alla aðra vinnu, hún kemst upp í vana. Maður verður samt alltaf að legg ja sig allan f ram. ” — Hvemig líður þér viö jarðarfarir? „Það er ákaflega misjafnt. Þegar verið er aö jarða börn og ungt fólk get- ur þetta tekið á mann. Það er ööruvísi þegar eldra fólk er jarðsett. Þá veit maður aö þetta er aðeins lífsins gang- ur.” — Hefur einhvemtíma hvarflað að þér að hætta í þessu starfi? „Já og nei. Manni hefur stundum fundist eins og maöur sé búinn að fá nóg, þó ekki hafi beinlínis hvarflað að manniaðhætta.” „Gerum okkar besta” — Hvað finnst þér sjálfum um dauð- ann? „Eg held að ég skilji dauðann ekkert betur en hver annar. Maður veit aö eitt sinn skal hver deyja en hvenær það verður veit enginn. Það er kannski einna helst að viö sem gegnum þessu starfi gerum okkur grein fyrir því hversu nálægur dauðinn er. Annars má maður ekki sökkva sér of mikið niður í svona hugsanir. Aö vera grafari er eins og hvert annaö starf og viö reyn- um að gera okkar besta fyrir fólk,” sagði Einar Jónsson útfararstjóri að lokum. ■ Ukkistusmiðimir að störfum. Þeir smiða rúmlega 1200 kistur á ári, auk þess að sjá um viðhald á staðnum. Kistan: BOLSTRAÐAR SPðNA- Dl ATIID” iLV I „Framleiðslanerþetta 1200kistur — Urhverjuerukistumar? fyrstur fyrir svörum. „Eg er búinn á ári,” sögðu smiðirnir á trésmiöa- „Kassinn er gerður úr spóna- aö vinna við þetta í fjögur ár. Þetta verkstæðinu, aðspurðir um afkasta- piötum og utan um hann em settir er vitaskuld eins og hvert annað getu. „En fyrir utan að smíöa kistur listar. Síðan er sett yfirkista (skúr) starf, dálítið einhæft þó. En það smíðum við líka krossa og sjáum um ofan á kassann. Þá er kistan að skapar fjölbreytni að sjá um viðhald vifiiald á staðnum.” Á trésmíðaverk- mestu tilbúin, utan að eftir er að hér á staðnum auk þess að smiöa stæðinu starfa 4 smiðír, tveir málahanaogbólstra." kistumar.” málarar, sem sjá um aö mála kist- _ Eru menn sérmenntaðir í „Eg byrjaði hér 1976,” sagði urnar, og einn bólstrari. likkistusmiði? AndrésBjamason. — Erukisturnarsérpantaöar? „Nei, nei, aftur á móti erum viö „Þetta er einhæft starf, það er „Nei, yfirleitt ekki. Það kemur þó allir læröir smiðir. Það er næg ekki hægt að neita því. En þegar fyrir að fólk panti sér kistur fyrir menntun.” maöur er farinn að eldast þá verður andlátið. Við smíðum ákveðnar — Hverniglikarykkurstarfið? maður að láta sig hafa þaö,” bætti stærðir,alltfrá70cmuppí2.10.” Guðmundur Kristleifsson varö Andrés viðogdæsti. „Líkbrennslan er hreinlegt verk” . ....... „Það er ekki algengt að fólk láti brenna sig”. Einar B. Olafsson hefur séð um brennsluofnana í Fossvogi seinustu 5 ár. Þeir em 2 og vom settir upp 1948. „Það tekur 4 tíma aö hita ofninn upp fyrir líkbrennslu. Sjálf brennslan tekur rúman klukkutíma, í mesta lagi þrjá. öfugt við það sem margir halda þá er þetta mjög hrein- legt verk.” — Hvernig stóð á því að þú valdir þetta starf? „Eg var aö vinna héma á sínum tíma ásamt öörum við að gera viö ofnana. Um svipaö leyti losnaði þetta starf og ég var ráðinn í það. Byrjunin var erfiðust en þetta hefur vanist Einar B. Ólafsson stendur hér við annan likbrennsluofninn. „Lik- brennslan er mjög hreinlegt verk, öfugt við það sem margir halda." ágætlega. Þetta er ákaflega hrein- legt starf og ég kann mjög vel við mig hér,” sagði Einar. Svona er umhorfs inni i lik- brennsluofninum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.