Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1985, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1985, Side 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. JULl 1985. 3 SKATTSKRÁR REYKJANESUMDÆMIS: 27 prósent hærri álagning en í fyrra Skattskrár Reykjanesumdæmis fyrir álagningarárið 1985 eru komnar út. Alögð gjöld á einstaklinga nema alls kr. 2.318.390.151 og á félög og aðra lögaðila kr. 484.879.590. Samtals gera þettakr. 2.803.269.741. Hækkun heildarálagningar frá 1 fyrra ári nemur rúmum 27 prósentum. Fjöldi framteljenda, sem fær álagningu, er 39.509 í skattskrám ein- staklinga og 1.777 í skattskrám félaga eða alls 41.286, þar af 2.142 börn undir 16 áraaldri. Greiðslur rikissjóðs vegna ónýtts persónuafsláttar nemur alls 120.341.585 og eru rúmlega 43 prósentum hærri en á fyrra ári. Þá greiðir ríkissjóður bamabætur til 17.618 gjaldenda, samtals 255.546.245 og er þaö rúmum 22 prósentum hærri upphæðenífyrra. -KÞ. Börn undir 16 ára aldri í Reykjanesumdæmi: Borga rúm- ar þrjár milljónir í skatta — upphæðin deilist á 2.142 börn Böm undir 16 ára aldri í Reykja- nesumdæmi borga samtals 3.831.023 krónur. Deilist þessi upp- hæð niður á 2.142 böm. Upphæðin skiptist svo að í tekjuskatt fara 2.494.689 krónur, í kirkjugarðsgjald 21.584 og í útsvar 1.314.750. -KÞ. „KEMUR ALLTAF ÁÖVART” — segir Pétur Stefánsson „Ja, þetta kemur manni alltaf á óvart, ekki er hægt að neita því. Annars hef ég oft verið hæstur í þeim sveitarfélögum sem _ég hef borgað skatta í,” sagði Pétur Stefánsson skipstjóri sem vermir þriðja sætið á listanum vfir hæstu skattgreiðendur sem vermir þriðja sætið meðaleinstaklingaá Reykjanesi. Pétur er skipstjóri og eigandi bátsLis Péturs Jónssonar RE 14. „Eg geri einkum út á loðnu,” sagði hann „og maður hefur það ágætt þegar maðurkemst í loðnuna.” -KÞ. Hæstu skattgreiðendur meðal einstaklinga í Reykjanesumdæmi: Fimm lyfsalar meðal tíu efstu Á skré yfir tiu hcestu ainstaklingana ó skattskrám Raykjanesum- dnmis er hslmingurinn lyfsalar ssm annaðhvort reka apótek i umdæminu eða i Reykjavik. Aðeins ein kona er ó listanum, hún er lika lyfsali. Hér ó eftir fer listi yfir tiu efstu: 1. 2. 3. 4. 6. 7. 8. 9. to. Benedikt Sigurðsson lyfsali, Keflavík Kr. 3.926.500 Ólafur Björgúlfsson tannlæknir, Seltjarnarnesi Kr. 3.278.305 Pótur Stefónsson skipstjóri, Kópavogi Kr. 3.089.104 Ólafur Stephensen, framkvasmdastjóri Auglstofu Ólafs Stephensen, Garðabæ Kr. 2.730.268 Helgi Viihjólmsson, forstjóri Sæl- gætisgerðarinnar Góu, Hafnarf. Kr. Matthias Ingibergsson lyfsali, Kópavogi Kr. Sverrir Magnússon lyfsali, Garðabœ Kr. Werner Ivar Rasmussen lyfsali, Kópavogi Kr. Ingibjörg Böðvarsdóttir lyfsali, Hafnarfirði Kr. Jón Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri isl. aðalverktaka, Keflavik Kr. 1.652.871 2.117.894 2.016.961 1.810.038 1.737.027 1.727.330 „ALDREIHISSA A NEINU” — segir Ingibjörg Böðvarsdóttir, eina konan á listanum „Eg hef ekkert um þetta að segja. Hvort ég sé hissa? Eg er aldrei hissa á neinu,” sagði Ingibjörg Böðvarsdóttir lyfsali sem er níunda yfir hæstu skatt- greiðendur meðal einstaklinga í Hætta 80-90 læknar frá 11. ágúst? — hef ekkert heyrt f rá fjármálaráðuneytinu síðan við sögðum upp ífebrúar, segir talsmaður læknanna Reykjanesumdæmi og eina konan á listanum. „Nei, það hef ég aldrei,” svaraöi Ingibjörg spurningunni um það hvort hún hefði áður komist á þennan lista. „En nú má ég ekki vera að þessu lengur,” sagði hún. „Eg er aö flýta mérí vinnuna.” -KÞ. Hæstu skattgreiðendur meðal fyrirtækja í Reykjanesumdæmi: AÐALVERKTAKAR ERU LANGEFSTIR islanskir aðalvarktakar greiða hæatu skatta fyrirtækja i Raykjanesumdæmí, rúmar 70 milljónir. Kemst ekkert annað fyrir- tæki i umdæminu með tæmar þar sem aðalverktakar hafa hælana i þvi efni. Hér fer ó eftir listi yfir þau sex fyrirtæki umdæmisins sem greiða hæstu skattana: 1. íslenskfr aðalverktakar Kr. 71.538.114 2. Byggingaverktakar Keflavikur hf. Kr. 20.005.756 3. Vamarliðið Kr. 12.647.903 4. Álafoss hf. Kr. 10.038.440 5. Byggingavöruvsrslun Kópavogs sf. Kr. 9.513.427 6. islenska óHfóiagið Kr. 8.999.653 -KÞ. „Heimilis- og heilsugæslulæknar hafa ekki farið eftir þeim leikreglum, sem notaðar hafa verið í launamálum hérlendis á undanfömum árum, til þess eins að hlífa skjólstæðingum sinum. Þetta hefur orðið til þess að við höfum dregist aftur úr öðrum launþegum hvað varðar launakjör,” sagði Gunnar Ingi Gunnarsson, for- maður kjararáðs heilsugæslulækna, í samtali við DV. Frá og með 11. ágúst næstkomandi hafa 80% heilsugæslu- lækna sagt upp störfum. „Aðdragandi þessara uppsagna er mjög langur. Það var rétt fyrir síðustu áramót semlæknum varðljóstaðallar aðrar leiðir til að ná fram kjarabótum væra ófærar. Þá ákváðu 80% heilsu- gæslulækna að segja upp störfum og voru formiegar uppsagnir lagðar fram í byrjun febrúar. Síðan höfum við ekkert heyrt frá fjármálaráðuneytinu. Eg held að fulltrúar ráðuneytisins geri sér einfaldlega ekki grein fyrir hversu alvarlegt mál þetta er, ” sagði Gunnar. „Veit ekkert um málið" Formaður samninganefndar rikis- ins, Indriöi H. Þorláksson, er nýfarinn í sumarf rí og kemur ekki aftur í bráð. „Eg veit ekkert um þetta mál eins og er,” sagði Sigrún V. Asgeirsdóttir sem gegnir formennsku í nefndinni í fjarveru Indriða. „Eg er nýkomin úr frii og hef bara lesið þaö sem sagt hefur verið um þetta í blöðunum. Mér er ekki kunnugt um aö neinir fundir hafi verið boðaðir.” Beðið eftir gerðar- dómi um gjaldskrá Davíð A. Gunnarsson, aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra, sagði í samtali við DV aö hann héldi aö fjár- málaráðuneytið væri að bíða eftir niöurstöðu gerðardóms varðandi gjaldskrá heimilislækna. Þetta mál er annars alfarið í höndum fjármála- ráðuneytisins,” sagði Davíð. „Við erum að vinna í þessu,” sagði Haraldur Henrýsson, sem á sæti í gerðardómnum, þegar hann var spurður hvað niðurstöðu dómsins liðL „Eg get ekki sagt hvenær hennar er að vænta.” Áttatíu til niutiu læknar En hvernig ástand skapast ef til uppsagna læknanna kemur? „Það er ljóst að engar skipulagðar vaktir verða á heilsugæslustöðvunum. Læknar munu hins vegar að sjálfsögðu hlíta svokölluðum læknalögum sem kveða á um að þeim beri að sinna ^tilfellum hvar og hvenær sem er. En *um skipulagðar vaktir verður ekki að ræða.” — Hvað hafa margir læknar sagt upp? „Það eru 80—90 læknar sem koma til með að láta af störfum. En ég geri ráð fyrir að til að byrja með verði þeir áfram i sínum héruðum. Læknar, sem sagt hafa upp störfum, eru vitaskuld áhyggjufullir, sér- staklega fólksins vegna,” sagði Gunnar ennfremur. „Það er mikill á- byrgðarhluti þess opinbera að gera ekkert í málunum. Við læknar erum tilbúnir til viðræðna við ráðuneytiö hvenær sem er en að öllu óbreyttu munu uppsagnimar taka gildi 11. ágúst. Það er einhugur í mönnum um það,” sagði Gunnar Ingi. -ÞJV. Ævintýraferð um eyjar i Breiðafirði ‘íWi Ferðin er fyrir hressa krakka á aldrinum 9-13 ára og tekur 4 daga með aðsetur á Sumardvalarheimilinu Svefneyjum i&atM' Föstudagur Brottförfrá B.S.Í. kl. 9. Frá Stykkishólmi er farið kl. 14 með Flóabátnum Baldri til Flateyjar. Skoðunarferð um Flatey. Siglt til Svefneyja um kvöldið. Laugardagur Sigling um eyjarnar. Nátt- úruskoðun, hugað að sel, dorgað og kvöldvaka. Sunnudagur Siglt til eyjarinnar Sviðna og dvalist að hætti Róbison Krúsó til kvölds. Leitað að fjársjóði, grillað og farið í leiki. Mánudagur Farið á krabbaveiðar og kræklingafjöru. Flóa- báturinn Baldur kemur til Svefneyja - komið til Reykjavíkur um kl. 22. Miðapantanir og upplýsingar á B.S.Í. í síma 22300 Sumardvalarheimilið Svefneyjum, sími 93“8505

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.