Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1985, Side 8
8
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. JULI1985.
SKOVAL
Urval
VIO ÓDINSTOHU
af barna-, unglinga- og
kvenskóm.
Spariskór — götuskór — leðurstígvól.
Svo erunn við líka með
útsölu
á mörgum
gerðum af
skóm.
SKOVAL
VIÐ ÓÐINSTORG
OÐINSGOTU 7, SÍMI 14955
SKÓVERSLUN FJÖLSKYLDUNNAR
4$vantar
I EFTimUN M
HVERFI: /em‘
Reykjavík: '
Sóleyjargötu
Ásvallagötu
Aragötu
Álftamýri
Skúlagötu
Kópavogur:
Kópavogsbraut
Kársnesbraut
Garðabær:
Búðir
Flatir
HAFIO SAMBAND VIÐ AFGRBDStUNA OG SKRIFK) YKKUR A BIDUSTA.
AFGREIÐSLA
SIMI27022
AUGLÝSING
um að álagningu opinberra gjalda á árinu
1985 sé lokið.
Samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75 14. september
1981 um tekjuskatt og eignarskatt er hér með auglýst, að
álagningu opinberra gjalda á árinu 1985 sé lokið á þá
menn sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 1. gr.
greindra laga, á börn sem skattlögð eru samkvæmt 6. gr.
þeirra, svo og á lögaðila og aðra aðila sem skattskyldir
eru skv. 2. og 3. gr. þeirra.
Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu
gjöld sem skattstjóra ber að leggja á á árinu 1985 á þessa
skattaðila hafa verið póstlagðar.
Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, að sóknar-
gjöldum undanskildum, sem þessum skattaðilum hefur
verið tilkynnt um með álagningarseðli 1985, þurfa að hafa
borist skattstjóra eða umboðsmanni hans innan 30 daga
frá og með dagsetningu þessarar auglýsingar eða eigi síð-
ar en22.ágúst.
Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 98. gr. áður tilvitnaðra
laga munu álagningarskrár fyrir hvert sveitarfélag liggja
frammi á skattstofu hvers umdæmis og til sýnis í viðkom-
andi sveitarfélagi hjá umboðsmanni skattstjóra dagana
24. júlí-7. ágúst 1985, að báðum dögum meðtöldum.
24. júK 1985.
Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson.
Skattstjóri Vesturlandsumdæmis, Jón Eiriksson.
Skattstjórinn í Vestfjarðaumdœmi, Ólafur Helgi Kjartansson.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörns-
son.
Skattstjórinn i Norðurlandsumdæmi eystra, Hallur Sigurbjörns-
son.
Skattstjórinn i Austurlandsumdæmi, Bjami G. Björgvinsson.
Skattstjórinn i Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson.
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Bjömsson.
Skattstjórinn i Reykjanesumdæmi, Sveinn Þórðarson.
Neytendur Neytendur Neytendur
Kjötlaust hakkabuff
frá Per Fuglsang
Þá er komiö aö síöustu bráðhollu
uppskriftinni frá hinum danska gesti á
Matstofu Náttúrulækningafélagsins —
Per Fuglsang. I þetta skiptið er þaö
kjötlaust hakkabuff, ágæt tilbreyting
frá hinu venjulega nauta- eöa kinda-
buffi landans.
Grunnuppskriftin hljóðar svo:
Allt grænmeti er hægt að nota í
hakkið, bæði hrátt og soðið. Notið hýðið
líka nema því aðeins aö grænmetið sé
ekki í sem allra besta formi því í
hýðinu og næst því fyrirfinnast öll víta-
minin — þar að auki er oft heilmikiö af
trefjaefnum í hýöinu.
Þvoið grænmetið og skerið í burtu
ónothæfa hluta. Hráefnið er síðan
hakkaö allt saman einu sinni til tvisvar
í hakkavél þar til allt er orðið aö
jöfnum massa. Nauðsynlegt er að nota
kartöflur og/eða egg til þess aö halda
buffinu saman og munið eftir lauk og
kryddi til þess að gefa bragð. Buffinu
má velta upp úr brauömylsnu og eggi
en þar sem það sýgur í sig fitu er ekki
ráðlegt að gera það nema til tilbreyt-
ingar.
Steikiö i jurtaolíu og verði buff-
sneiðamar of blautar er hægt að bæta
úr því meö brauðmylsnu eða mjöli — ef
þær eru of þurrar má þynna deigiö
með mjólk. Gerið stóra uppskrift því
afganga má nota sem álegg á brauö.
Til þess að nýta þessa uppskrift í
sveppabuff eins og reyndar sést héma
á meöfylgjandi mynd eru sveppir fín-
Kjötbollur og buff geta verið herramannsmatur — líka sú gerð sem er kjöt-
snauð með öllu. DV-mynd Vilhjálmur.
hakkaðir og bætt saman við deigið. ör-
litlu af rjóma hellt út í og síðan mjöl
og/eða brauömylsna þar til deigið
hefur náð góðum þéttleika. Bragðað til
með salti og pipar. Steikt í 4—5
minútur á hvorri hlið.
Og ekki er allt búið því með þessu
fengum við hrísgrjónaskál sem auö-
velt er að hrista fram úr erminni.
Eggjandi hrísgrjón:
Afgangar af soönum hrísgrjónum
eru meginuppistaðan í réttinum. Aö
auki laukur og rauöur piparávöxtur
steikt í olíu og þar saman við er bætt
papriku og karríi. Litið með turmeric
og gætið þess að steikja hrísgrjónin
einungis létt með í lokin til þess að þau
ofþorni ekki. baj
Vantar stundum myndir
úr framkölluninni
Harpa hringdi:
„Getur einhver sagt mér hvemig
á því stendur að þegar ég sendi
myndir í framköllun hjá Hans Peter-
sen koma bara sumar myndanna?
Um daginn sendi ég 36 mynda filmu
og það komu bara 27 til baka. Þetta
hefur oft gerst áður og þá bað ég um
að framkallaðar yrðu hinar mynd-
irnar og til baka komu stórfínar
myndir. Núna þarf ég aftur að panta
eftir myndunum sem ekki komu og
skil ekki hvers vegna ekki eru allar
myndirnar framkallaðar strax.”
Hjá Hans Petersen fengust þau
svör að reynt væri að framkalla að-
eins þær myndir sem nothæfar væru
en myndum sem ekki eru í fókus eða
eitthvað gallaðar að öðru leyti væri
hent til þess að fólk þyrfti ekki að
borga fyrir þær. Reynt væri að meta
þetta hverju sinni og síðan gætu
menn þá alltaf beðiö um framköllun
á hinum myndunum síðar. baj
Svar f ra verksmiðjunni Vífilfelli
vegna greinar um svaladrykki
I grein um ávaxtadrykki á Neyt-
endasíðunni síöastliðinn mánudag var
hallað mjög réttu máli í umfjöllun um
C-vítamíninnihald Hi-C ávaxtadrykkj-
anna og var ranglega fullyrt aö á
umbúðum þeirra væru villandi upp-
lýsingar. Hið rétta er að á Hi-C
femunum eru upplýsingar allar í
samræmi við innihaldið og að
umbúðimar voru samþykktar af
Hollustuvemd ríkisins áður en Hi-C
ávaxtadrykkirnir voru settir á
markað.
RéttmagnafC-
vítamíni í Hi-C
I fyrmefndri grein var fullyrt að
ekki væri full dagsþörf C-vítamíns í
hverri Hi-C fernu, eins og stæði á
umbúðunum. Hið rétta er að dagsþörf
fólks af C-vítamini er mjög misjöfn og
samkvæmt staðli Manneldisráös er
dagsþörf eins til tíu ára bama 40 milli-
grömm, ellefu ára og eldri 45 milli-
grömm. Þau 50 milligrömm er mæld-
ust í Hi-C femunni eru fullgildur dags-
skammtur, samkvæmt leiðbeiningum
Manneldisráðs. Eru það hinar einu
tölur sem á Islandi hafa eitthvað opin-
bertgildi.
Hægt að treysta
upplýsingunum
Miklar framfarir hafa átt sér stað í
framleiðslu matvæla á Islandi undan-
farin ár í samræmi við kröfur neyt-
enda og er sjálfsagt að kaupendur geti
treyst því að á umbúðum séu fullnægj-
andi upplýsingar um innihald þeirra. I
greininni fyrmefndu var gefið í skyn
aö á Hi-C femunum væri blekkjandi
kynning á innihaldi, svo að jafnvel
bryti í bága við reghir um tiibúning og
dreifingu matvæla. Framleiðendur Hi-
C fengu Hollustuvernd ríkisins
umbúðirnar til samþykktar áður en
varan var sett á markað og
upplýsingarnar á umbúðunum eru í
öUu í samræmi viö innihaldiö.
Hreinn ávaxtasafi og
náttúruleg bragðefni
Undanfarin ár hefur sala ávaxta-
drykkja eins og Hi-C aukist verulega. I
Hi-C drykkjunum eru 11% til 14%
hreinn ávaxtasafi og ÖU bragðefni úr
riki náttúrunnar. Miklar framfarir
hafa orðið i framleiðslu náttúrulegra
bragðefna og em gæði þeirra taUn mun
meiri en gerviefna. Þessi munur kom
glöggt í ljós við bragðkannanir er
framleiðendur Hi-C létu gera áður en
drykkirnir voru settir á markaö en þá
reyndust tveir af hverjum þremur, er
prófuðu, velja Hi-C, sem eins og áður
er getiö, er einungis bætt með náttúru-
legumbragðefnum.
Ferskar appelsínur
Mikið hefur verið f jaUað um sykur-
innihald ávaxtadrykkjanna en ekki
hefur komið fram að í Hi-C er svipaö
magn sykurs og í hreinum ávaxtasafa
eöa ferskum appelsínum. I greininni
sem áður hefur verið vitnað til var fuU-
yrt að ávaxtadrykkir væra mjög sætir
og að umbúðanna vegna teldu margir
aö í þeim væri svipað sykurmagn og í
hreinumávaxtasafa, semekkiværiþó.
En eins og komiö hefur fram er mjög
svipað sykurinnihald í ávaxtasafa og
ávaxtadrykkjunum.
Alls staðar
undir sama nafni
Eins og flest þau vörumerki sem eru
okkur tömust í munni ber ávaxta-
drykkurinn frá Verksmiðjunni VífU-
felU erlent nafn. Eins og fram-
leiðendur drykkjarins annars staðar í
heiminum urðu þeir að halda hinu
erlenda nafni, sem hljómar vel á
nánast hvaða tungu sem er. Að sjálf-
sögðuhlýtur þaðaöverakappsmális-
lenskra frarrúeiöenda að framleiða
vöm sína undir islensku heiti en ljóst
er að í tUvikum sem þessum heimUa
erlendir rétthafar það afar sjaldan að
þýða nafn vörunnar.
Ein milljón seld
MUljón Hi-C fernur hafa selst. Ekki
fer á milU mála að neytendur kunna að
meta Hi-C drykkina því frá þvi að
framleiðsla þeirra hófst fýrir skömmu
hafa selst meira en mUljón fernur. A
næstunni mun sykursneyddur appel-
sínudrykkur koma á markað ásamt
fleiri bragötegundum.
Lýður Á. Friðjónsson,
f jármála- og skrifstofustjóri.