Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1985, Side 2
2
DV. MIÐVKUDAGUR 24. JUU1985.
Hæstu skattgreiðendur meðal
einstaklinga í Reykjavík:
Guðmundur í
Klausturhólum
efstur
Guðmundur Axelsson í Klaustur-
hólum er skattakóngur Reykjavíkur
þetta árið. Hann greiðir tæpar níu
milljónir í skatta. Næstur honum kem-
ur gamalkunnugt na£n af listanum í
gegnum árin, Þorvaldur Guðmunds-
son í Síld og fiski. Hann greiðir rétt
rúmarfimmmilljónir. ÞriðjierHerluf
Clausen forstjóri með tæpar fimm
milljónir.
Hér fer á eftir listi yfir tólf hæstu
skattgreiðenduma í Reykjavík meðal
einstaklinga:
Reykjavíkurböm
greiða rúmar
þrjár milljónir
Börn undir 16 ára aldri í Reykja-
vík greiða samtals 3.270.899 krónur
i skatta.
Fjöldi gjaldenda er 2.140. Alagn-
ingin skiptist svo að i tekjuskatt
greiöa börnin 2.175.140 krónur, í út-
svar 1.073.230 og í kirkjugarösgjald
22.529 krónur. -KÞ.
Skattskrá
Reykvíkinga:
Heildargjöldin
rúmirfimm
milljarðar
Áiagningarskrá Reykjavíkur
árið 1985 hefur verið lögö fram.
Em heildargjöldin samtals
5.394.686.811 krónur.
Heildartalan skiptist svo að á
einstaklinga nemur upphæðin
3.695.365.593. Er fjöldi gjaldenda
67.421. Alögaðila nemurálagningin
1.696.050.319. Þar er fjöldi gjald-
enda 4.927. Og á börn undir 16 ára
aldri nemur álagningin 3.270.899
krónum.
Kæmfrestur vegna þeirra gjalda
sem birtast í álagningarskránni er
30 dagar frá og með 24. júlí er
álagningu Iauk. -KÞ.
1. Guðmundur Axelsson, frkvstj., Skólavst. 6b
2. Þorvaldur Guðmundss., forstj., Háuhlið 12
3. Herluf Clausen, forstj., Hólavallagötu 5
4. Gunnar B. Jensson, húsasmiður, Suðurlbr. Selásd.
5. Birgir Einarsson, lyfsali, Melhaga 20
6. Sigmar Pátursson, veitingamaður, Hrisateig 41
7. Valdimar Jóhannss., útgefandi, Greniml. 21
8. Kristinn Sveinsson, byggingameistari, Hólast. 5
9. Ingólfur Guðbrandss., forstjóri, Laugarásv. 21
10. Ragnar Traustason, tannlœknir, Mýrarási 12
11. Christian Zimsen, lyfsali, Kirkjut. 21
12. Þorsteinn Axelss., Hvergisgötu 32 B
kr. 8.877.178
kr. 5.083.576
kr. 4.951.996
kr. 4.719.851
kr. 3.744.234
kr. 3.559.070
kr. 3.262.181
kr. 3.035.703
kr. 2.803.032
kr. 2.681.642
kr. 2.557.315
kr. 2.222.262
-KÞ.
Millisvæðamótið:
Mikil taugaspenna
Frá Jóni L. Áraasyni, fréttaritara
DVíBiel:
Ahorfendur fengu sitthvað fyrir
snúö sinn á 16. umferð millisvæöa-
mótsins í Biel, sem tefld var í gær.
Nokkrar skákir urðu æsispennandi í
lok setunnar er tíminn var tekinn að
styttast. „Gutman komst að því að
skákklukkan var ekki til skrauts,”
sagði Vlastimil Hort, senv
skýrði skákirnar fyrir áhorfendum
eftir umferðina. Gubman féll á tíma í
jafnteflisstöðu gegn Vaganjan, sem
viö þaö komst aftur einn upp í efsta
sæti. Vaganjan var með yfirburða-
stöðu eftir afglöp Gutmans í
byrjuninni — „hefði undir eðlilegum
kringumstæöum átt að vinna
skákina í 25 leikjum,” sagði Hort.
,,En svona eru millisvæðamót;
taugaspennan setur svip sinn á
skákimar.”
Urslitlö. umferðarurðuþessi:
Vaganjan—Gutman 1—0
Sókolov—Short jafnt
Torre—Seirawan jafnt
Lí—Sax jafnt
Van der Wiel—Margeir jafnt
Pólúgaévskí—Ljuboievic 1—0
Jansa—Rodriguez 0—1
Andersson—Partos 1—0
Martin—Quinteros biðskák
Umferðin lofaði ekki góðu framan
af því að eftir aðeins 14 leiki voru
Torre og Seirawan famir aö stilla
mönnunum upp á nýtt. Þeir sömdu
jafntefli eftir að hafa hermt hvor
eftir öðrum fyrstu leikina — tefldu
samlokuskák. Skák Sókolov og
Shorts lauk einnig með jafntefli eftir
fremur fáa leiki en þar var þó barist
upp á líf og dauða. Short, sem hafði
svart, tefldi drekaafbrigðið af
Sikileyjarvörn enda þurfti hann helst
að vinna til að eiga raunhæfa
möguleika á að komast áfram. Staöa
hans leit vel út um tima en þá lagöist
Satolov undir feld og hristi fram úr
erminni framhald sem lauk eftir
miklar fórnir með þráskák. Short
var hrifinn af því hvemig Sókolov
bjargaði sér úr erfiðleikunum; sagöi
hann Sókolov hafa einkar næmt auga
fyrir leikfléttum.
Ljuboievic var í sömu aðstöðu og
Short fyrir umferðina, þurfti helst að
vinna Pólúgaévskí til að eiga
möguleika, þó að með jafntefli væri
ekki öll nótt úti. Skák þeirra var æsi-
spennandi. Pólú náði sterkri sóknar-
stööu eftir slavneska byrjun
Júgóslavans en fór illa með tímann.
Hann átti aðeins 5 mínútur eftir á 15
Ieiki í stöðu þar sem allt var í háa-
loftL Báðir voru óstyrkir í tíma-
hrakinu. Pólú lék síðustu leikina með
eldingarhraöa og er skákin fór í biö
hafði hann heldur betra tafl. Ljúbó
tapaði síöan biðskákinni og var i
miklu uppnámi eftir tapið.
önnur spennandi skák var milli
Jansa og Rodriguez. Báðir voru
fallnir úr leik í baráttunni um efstu
sætin en hafa gaman af þvi að tefla.
Jansa var tveimur peðum yfir en í
tímahraki að vanda. Áhorfendum
sýndist Rodriguez leika af sér
drottningunni en vera má að mistök
hafi orðið á sýningartöflunni. Jansa
tók a.m.k. ekki drottninguna og lék
sigímát.
Og Margeir og Van der Wiel tefldu
mikla skák. Svonefndur Maróczy-
bindingur af Sikileyjarvörn varð
uppi á teningnum og náði Hol-
lendingurinn undirtökunum. Mar-
geir notaði gamalkunnugt meðal
til aö losa sig úr klípunni, fórnaði
peði og náði þar með að skipta upp í
endatafl með mislitum biskupum,
sem var jafnteflislegt. Þeir þæfðu
skákina rúman tug leik ja eftir bið en
hvomgur komst áleiðis og því var
samið jafntefli.
Athygli vakti einnig að Svíinn
Andersson vann sína aðra skák i röð,
nú gegn Partos. Andersson hefur þá
loksins skipt yfir í sigurgirinn en of
seint. Fróðlegt verður að sjá skák
hans og Margeirs í síðustu um-
ferðinniá fimmtudag.
En lítum á skák Shorts og
Sókolovs.
Hvítt: AndreiSókolov.
Svart: NigelShort.
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rd3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf65. Rc3g6
Short teflir drekaafbrigðið!
Auðvitað hlýtur það að hafa komið
Sókolov á óvart eins og áhorfendum.
Sókolov hefur áður mætt drekanum í
mótinu; það var gegn Sax og hann
vann þá glæsilega. Short telur sig
haf a eitthvað til málanna að legg ja.
6. Be2 Bg7 7. 0—0 0—0 8. Bg5 Rc6
9. Rb3a5
Sax lék a-peðinu einum reit
skemur i áðurnefndri skák og reynd-
ar gerði Martin hinn spænski hið
sama gegn Short í 13. umferð.
Vinsælt afbrigði á millisvæðamótinu.
10. a4 Be611. f4 Hc812. Khl Rb413.
Bh4Rd7!
Þessa leiks er hvergi getið í
fræðiritum en hann mun fyrst hafa
sést í skák Nunn við Watson á skák-
móti á Englandi í fyrra. Short
sagöist hafa farið yfir skákina með
Nunn og þeir komist að því að
svartur mætti vel við una. Þar með
er kominn skýringin á byrjanavali
hans gegn Sovétmanninum.
14 f5 Bxb3 15. cxb3 Bxc3 16. bxc3
Hxc3
Ef til vill var Sókolov of bráður á
sér aö leika f-peðinu fram í 14. leik
því nú stendur hann frammi fyrir
erfiðum vandamálum. Ekki gengur
17. Bc4 vegna 17. — Rc2! og hótar 18.
— Re3 ásamt hróknum á al. Aðrir
leikir virðast einnig gefa svörtum
góða stöðu. Eftir að hafa legið yfir
stöðunni í eina klukkustund og tiu
mínútur lék Sókolov loks og hver veit
nema hann hafi reiknað framhald
skákarinnar til enda.
17. fxg6! hxg6 18. Dd2 Hc219. Dh6!
Hxe2 20. Hf3 De8.
Nauösynlegt svo hann megi svara
21. Hh3 með 21. —f6 og g-peðið er
valdað. Leikimir eru þvingaðir á
báða bóga. Hvítur þvingar fram
jafntefli.
21. Bf6! Rxf6 22. Hh3 Rh5 23. Hxh5
gxh5
— og hér sömdu þeir um jafntefli.
Hvítur þráskákar. Fyrir svona
jafntefli þarf enginn að skammast
sin.
Aö lokinni næstsíðustu umferö er
Vaganjan efstur með 11,5 vinninga,
Seirawan er í öðru sæti með 11 og
þeir Sókolov, Torre og Van der Wiel
saman í þriðja sæti með 10,5. Short
hefur 9,5 og Ljuboievic 9.
I síðustu umferð tefla saman
Vaganjan—Partos, Torre—Sax,
Sókolov—Seirawan, Van der Wiel—
Short. Ef einhverjir verða jafnir í 4.
sæti þarf aukakeppni til að skera úr
um hver kemst áfram, minnst sex
skákir samkvæmt reglum FIDE og
ef það gerist verður fyrsta umferð
tefld hér í Biel á sunnudag.
-JLÁ/-IJ.
Fyrirtækin sem greiða hæstu
skattana í Reykjavík:
SÍS hefur
vinninginn
Samband islenskra samvinnufélaga
greiðir hæstu heildargjöld lögaðila
samkvæmt álagningarskrá 1985, eða
rúmar 56 milljónir. Næst kemur
Reykjavikurborg með tæpar 37
milljónir og þá Húsasmiðjan með
rúmar 32 millj ónir.
Hér fer á eftir listi yfir 20 hæstu
fyrirtækin:
1. Samband islenskra samvinnufólaga kr. 56.131.224
2. Reykjavíkurborg kr. 36.935.924
3. Húsasmifljan hf. kr. 32.039.603
4. Eimskipafélag Íslands hf. kr. 31.579.088
5. Flugleiflir hf. kr. 30.351.002
6. IBM World Trade Corp. kr. 28.334.524
7. Landsbanki íslands kr. 24.995.103
8. Oliufélagið hf. kr. 24.781.037
9. Hagkauphf. kr. 20.310.068
10. Oliuverslun islands hf. kr. 19.881.438
11. Heklahf. kr. 16.101.184
12. Slóturfélag Suðurlands svf. kr. 15.710.580
13. Skeljungur hf. kr. 14.278.563
14. Vífilfell hf. kr. 11.354.707
15. Tryggingamiðstöðin hf. kr. 11.033.496
16. Búnaflarbanki islands kr. 10.398.668
17. Samvinnutryggingar g.t. kr. 9.915.297
18. Þýsk-islenska verslfél hf. kr. 9.031.820
19. Hafskip hf. kr. 9.138.592
20. Hildahf. kr. 9.109.622
-KÞ.
Kærði lögregluna fyrir ofbeldi:
Tók átta tíma
að fá að gefa
kæraskýrslu
„Máliðof magurt”
að mati ríkissaksóknara
„Hann sagði mér að málið væri of
magurt og ekkert vit væri að halda því
áfram,” sagði Hólmfríður R. Árna-
dóttir en hún kærði lögregluna fyrir
hrottafengnar aöfarir við handtöku
sem hún varð vitni að af tilviljun á
Austurvelli sL haust.
„Sá handtekni var bæði ódrukkinn
og óbrjálaður og meðferð lögreglu-
mannanna á honum var hrottaleg og
ástæðulaus,” sagði hún ennfremur.
„Nú, ég heimtaöi aö fá aö fara niður á
stöð með manninum og gefa skýrslu.
Eftir langt þóf tóku þeir mig með í lög-
reglubíl. Er komið var niður á stöð
bað ég um að fá að sjá manninn vegna
þess að ég hélt að hann væri meiddur
en fékk það ekki. Loks var mér ekiö til
Rannsóknarlögreglu ríkisins í Kópa-
vogi og þar var tekin af mér nákvæm
skýrsla, Heim var ég ekki komin fyrr
en klukkan eitt eftir miðnætti en
atburðurinn skeöi á milli klukkan sjö
ogáttaumkvöldið.
Síðan leið og beið og ég heyrði ekkert
meira. Þá hafði ég samband við
rannsóknarlögregluna en hún sagði
mér að það væri löngu búið að senda
málið til lögreglunnar í Reykjavík.
Það þótti mér skrýtið þar sem það var
hún sem ég var að kæra. Hjá lögreglu-
stjóraembættinu fékk ég þær
upplýsingar að málinu væri lokið. Þá
hringdi ég til ríkissaksóknara og talaði
við Braga Steinarsson vararíkissak-
sóknara og hann sagði mér að málinu
væri ekki lokið. Loks tókst mér að ná
tali af Þórði Bjömssyni rikissaksókn-
ara en hann sagði orðrétt að „máliö
væri of magurt” og lauk því þarna á
stundinni.”
Hólmfriður Árnadóttir á Austurvelli
þar sem hún varfl vitni afl hrotta-
fanginni handtöku afl þvi er henni
fannst.
-EH.
DV-mynd: S.