Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1985, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1985, Side 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR 24. JULI1985. Spurningin Hver er frægasti maður í heimi? Agnes Matthíasdóttir bamapía: Éger ekki viss. Leó Munroe kennari: Reagan, forseti Bandaríkjanna, er mjög umræddur þessa dagana. Eydís K. Guðmundsdóttir nemi. Ætli Einar Vilhjálmsson sé ekki frægastur á Islandi. Sveinbjöm Þór myndlistarmaöur: Bandaríkjaforseti. Hann er mikill friðarsinni. Magnús Gestsson bókavörður: Johnny Rotten sem var í Sex Pistols. Hann var forstöðumaður pönksins. Bragi Þór Jósepsson ljósmvndari: Mér þykir U2 bestir, en Tom Petty svíkurengan. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hvemig hugsar austantjaldsfólk? Norðri skrifar: Að loknu sumarleyfi dundaði ég mér við aö fletta nokkmm eintökum DV; kenndi þar ýmissa grasa að venju. M.a. rakst ég þar á greinarstúf eftir konu nokkra sem virðist bera hag Sovétríkjanna mjög fyrir brjósti, og þá ekki síður kommúnisma yfirleitt, en hann á nú mjög í vök að verjast víðast hvar nema í skjóli byssustingja; að ööru leyti virðist málstaðurinn helst eiga athvarf hjá DV. Nú er það ekki tiltökumál og ekki svara vert, þótt brosmild valkyrja íslensk sjáist lítt fyrir og geri sig að viðundri fyrir hæpnar fullyrðingar og fjarstæðar hugmyndir; það er mönnum frjálst sem betur fer og sjálfboðið að taka því meö hæfilegu umburðarlyndi, enda svarar konan sér best sjálf þar sem hún segir t.d. að alþýðan hafi tekið við völdum í grann- ríkjum Rússa að stríði loknu. — Þess er hins vegar ekki getiö hvort Rússar hafi átt þar — eða eigi — hlut aö máli. En „alþýðan” (þ.e. hin nýja stétt, sbr. Júgóslavann Djilas) þarf að verjast ásókn t.d. frjálsra verkalýðs- félaga, bannfærir þau, og hneppir í fangabúöir þá sem gagnrýna stjórn- völd. Ætli þess háttar „alþýða” sæti lengi að völdum án atbeina sovésks vopnavalds? Hitt er öllu þyngra á metum þegar hans excellence, sjálfur sendiherra Sovétríkjanna, lýsir yfir við DV að Sovétríkin ráðist aldrei á önnur lönd, né heldur hlutist til ummálefni þeirra. Við vitum þaö öll hér vestantjalds aö Sovétríkin hafa ráöist með ofbeldi á flest grannríkja sinna: Finnland, Eistland, Lettland, Litháen, Pólland (1939 í samráði við Hitler), Tékkóslóvakíu, Ungverjaland, — og auk þess hrifsað væna sneiö af Rúmenía — Tyrkir hafa sloppið, enda eru þeir aðiljar að NATO og heims- sty rjöld yfirvofandi ef á þá er ráðist. — Þá tók við innrás í Afganistan með svívirðilegu blóöbaði, en frelsisliðar eru titlaöir glæpamenn er þeir rísa upp til vamar landisínu. Þá hafa Sovétmenn um langt skeiö átt í deilum, jafnvel landamæra- skærum, við fjandvini sína Kínverja, m.a. vegna þess að Rússar þvertaka fyrir að skila aftur landsvæðum sem keisarastjómin rússneska rændi af Kínverjumfyrir hundraðárum. Þessar staðreyndir blasa allar við oss vestanvérum, en má vera að Kremlar- bændum hafi tekist að leyna saklausa alþýðu rússneska því sem Rauði herinn aðhefst gagnvart öðram þjóðum. Vefur blekkinga er þétt riðinn víða um heim, einkumí einræðisríkjum. Væntanlega myndi rússnesk alþýða taka í taumana ef hún hefði aöstöðu til þess, líkt og almenningsálitið í Bandaríkjunum stöðvaði háðungar- styrjöldí Víetnam. Allar era þessar hörmungar þyngri en tárum taki, en þó verður mönnum á að brosa þegar lesnir eru pistlar áþekkir þeim sem að framan greinir, enda teljast þeir ekki svara verðir. — En varla senda stórþjóöir diplómata á vit smáþjóða við ysta haf til að láta brosa aöþeim. Hugsunarháttur austanvéra er oss, almenningi á Vesturlöndum, hulin ráðgáta, en svo virðist sem þeim takist að sefja sjálfa sigtil þessaöhafaalger endaskipti á staöreyndum. Þessi sovótæska viröist vera ánægð meö tilveruna. Gamla sjúkrahúsið ó Seyöisfirði. Slæm heilbrígð- isþjónusta Tvær að austan skrifa: Við erum hér tvær á Seyðisfiröi sem langar að koma fram athuga- semdum um þjónustuna á sjúkra- húsinu hér í bæ. Þaö gengur í fyrsta lagi mjög illa aö ná sambandi við það símleiöis. Ef við erum svo heppnar að ná sambandi, erum við oft beðnar að hringja í annaö númer. Það telst einnig heppni ef hægt er að ná í lækni hér. Við getum nefnt að önnur okkar þurfti einu sinni að ná í lækni fyrir barnið sitt kl. 18 á virkum degi og hringdi því á sjúkrahúsið. Henni var sagt að hring ja heim til hans en hann var heldur ekki þar. Henni var þá sagt aöfara að leita að honum niörií, bæ. Við þökkum bara guði fyrir að þetta var ekkert alvarlegt í það skiptið. Við óskum eftir því að heil- brigðisyfirvöld bæti úr þessu hið snarasta. Hjúkrunarforstjóri Sjúkrahússins á Seyðisfirði sagðist ekki hafa orðið var viö að Seyðfirðingar ættu í nokkram örðugleikum með aö ná í lækni. Þvert á móti hafa bæjarbúar gott eitt að segja um þá þjónustu. Nú er í byggingu ný heilsugæslustöð i bænum og í því sambandi var nýtt símakerfi tekið í notkun sem þjóna á bæði sjúkrahúsinu og heilsugæsl- unni. Það hefur gætt byrjunarörðug- leika í sambandi við það og því kom- ið fyrir að fólk hefur þurft að bíða lengur en ella eftir að ná sambandi við stofnunina. Vinnuskólakrakkar — ágætis fólk Ibúi við Vesturberg hringdi: aö þau um leti. Það er ekki hægt að Ég tel rétt aö hönd sé borin fyrir dæma heila kynslóð á þennan hátt. höfuð krakkanna í Vinnuskóla Ég neita því þó ekki að innan um eru Reykjavíkur. Þykir mér menn hafa líka til svartir sauðir eins og hjá okk- ráðist ómaklega að þeim og sak- urfullorðnafóikinu. Eitthvað fyrír afnotagjöldin ísfirðingur hringdi: Ég vildi óska þess að sjónvarpið sleppti einu af þessum leiðinlegu leikritum sinum og sýndi í stað þess Live-Aid tónleikana í fullri lengd. Það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því hve marga fótboltaleiki er hægt að sýna í sjónvarpinu, en stór- viðburöur eins og áðurnefndir tón- ieikar eru látnir sitja á hakanum. I stað franskra og svissneskra kvik- mynda, sem enginn botnar í, væri hægt að sýna búta úr áöumefndri dagskrá. Einnig vil ég skora á sjón- varpið að endursýna myndböndin „We are the World” og „Do they know it’s Christmas” í Skonrokki. Það er nefnilega kominn timi til að við fáum eitthvað fyrir afnota- gjöldin. Alex er frábær Kona í vesturbænum hringdi: Ég vildi koma því á framfæri við þjóðina aö veitingastaöurinn Alex við Hlemmtorg er alveg frábær. Bæöi er það að þjónusta er til fyrir- myndar þarna og maturinn ekki að- eins lj úffengur heldur er hann borinn fram í hlýlegu og skemmtilegu um- hverfi. Ég hef ekki Ient á svona skemmti- iegum stað, hvorki hér á landi né er- lendis. SVfí — leiðakerfið gott ibúiívesturbæ Kópavogs hringdi: sérstaklega alúðlegir og leggja Ég vil hæla strætisvögnum Kópa- metnað sinn í að allir nái sínum vogs. Nýja leiðakerfiö sem tekið var vagni á skiptistöðvum. Einnig stansa upp sl. haust er mjög gott. Vil ég þá þeir fyrir fólki þó það sé ekki alveg sérstaklega nefna hvemig SVK komið að biðstöðinni. Þetta er alveg mæta SVR strætisvögnum viö Engi- sérstaklega gott fyrir fólk sem á erf- hjalla. Strætisvagnastjórarnir eru ittmeðgangeinsogég.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.