Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1985, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1985, Page 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. JULI1985. KAUP- BLEKK- INGAR Þá hafa kjarasamningar fariö einn hringinn enn. Samið var til ára- móta og aðalmarkmið samninganna að viðhalda kaupmætti. I þessum samningum var ekki samið um neina tryggingu fyrir kaupmættinum. Það viröist ljóst með þessum samningi að vinnuveitendur vilja alfarið ráða því hvernig halda eigi verðgildi kaups og geta með þessum hætti haldið því í iágmarki. I stað þess að setja inn í samninga ákvæði sem tryggja það að laun haldi kaupmætti þá skal efnt til samninga á nokkurra mánaða fresti til þess að viðhaldi þ ví sem tek- ið hefur verið af launþegum. Þannig er það ástand sem nú er í launaskiptingu landsmanna gert varanlegt. Svo máttlaus er verka- lýðshreyfingin aö hún hefur ekki bol- magn til aö rísa gegn þessu en selur vinnuveitendum nánast s jálfdæmi. Þrjátíu prósent á ársgrundvelli öllum er í fersku minni sú harða barátta semháð var á liðnu ári fyrir betri kjörum. Þeir samningar sem þá náðust voru taldir steypa þjóðar- búinu í algera glötun. Þá var samiö til 14 mánaða og laun hækkuöu um A „Með þessum hætti geta vinnu- kaupendur haft kaupgjald í hendi sér. Þeir vita sem er að gengi krón- unnar verður látið síga til að mæta þörfum þeirra og kaupmátturinn hníg- urað sama skapi.” „í stað þess að setja inn i samninga ákvæði sem tryggja það að laun haldi kaupmætti þá skal efnt til samninga á nokkurra mánaða fresti til þess að viðhalda því sem tekið hefur verið af iaunþegum." rúm 20% að meðaltali. Svör ríkis- stjórnarinnar óg forsvarsmanna Seðlabankans í peningamálum ættu seint að falla launamönnum úr minni. öll launahækkunin var hirt meö gengisfellingu og þaö svo ræki- lega að stefndi í verulega rýmun kaupmáttar seinni hluta samnings- timans. En þá gerist hið f uröulega aö vinnukaupendur bjóða stórhækkun og semja upp á 30% á ársgrundvelli. Kjallarinn KÁRI ARNÓRSSON, SKÓLASTJÓRI Það er sama prósentutala og BSRB var með í sínum kröfum í sept. 1984. Hún þótti þá alveg óheyrileg og alger fjarstæða. En þessari kauphækkun nú, sem var á bilinu 15 til 20% fyrir hálft ár, þarf ekki að mæta með neinum sérstökum aðgerðum og hún á ekki að hafa nein áhrif á verðbólg- una. Nú eru samningamir svo vel gerðir, að dómi framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins, að at- vinnureksturinn á ekki í neinum erfiðleikum með að aðlaga sig breyt- ingunum. Sem sagt, atvinnurekstur- inn þolir mæta vel að taka á sig þessi auknu útgjöld og standa skil á þeim á aðeins hálfu ári. Þau rök fram- kvæmdastjórans að þessi samningur valdi hvorki lækkun gengis né heldur hækkun veröbólgu, vegna þess hvernig kaupgreiðslur dreifist, er aldeilis furðuleg blekking ef rökin fyrir aðgerðunum í vetur leið hafa verið rétt. Því sé svo hefur gengis- fellingin verið svo stór að hún hefur tekið mun meira en atvinnurekstur- inn þurfti að standa skil á til laun- þega. Hvað gerir verkalýðshreyfingin? Með þessum hætti geta vinnu- kaupendur haft kaupgjald í hendi sér. Þeir vita sem er að gengi kron- unnar verður látið síga til að mæta þörfum þeirra og kaupmátturinn hnígur að sama skapi. Engar líkur eru á því að verðbólga fari lækkandi. Þannig hafa VSI-menn ekki aðeins tekið að sér að ráða kaupinu heldur hafa þeir sagt gengisstefnu ríkis- stjórnarinnar stríð á hendur. Það er meginboðskapur talsmanna VSI að gengið sé rangt skráð. Ekki skal það dregið í efa hér. Sú leið sem þeir fara til að fá því breytt er aö láta ríkis- valdið standa frammi fyrir samn- ingum sem mæta verði með gengis- aögerðum. Atvinnureksturinn nær til sín heldur meiru en hann þarf vegna launahækkana. Þannig er skapaöur vítahringur gagnvart launþegum sem skammtímasamningar fela í sér. I þeim samningum sem fram- undan eru um næstu áramót er sennilegt að sama munstur komi upp, þ.e. skammtímasamningur og engin kauptrygging sem í raun leiðir af sér lakari kaupmátt. Það hlýtur því að vera forvitnilegt hvort verkalýðshreyfingin ætiar að láta halda sér áfram í þessari úlfa- kreppu eða hvort henni tekst aö brjótast út úr henni með nýjum að- gerðum og breyttri baráttu. I það minnsta er þess að vænta að hún hafi nú frumkvæði og kunni að vinna saman. Kári Arnórsson. RANGLATUR RAÐHERRA Afengislögin hefjast á því að tilgangur þeirra er skýrður, þ.e. „að vinna gegn misnotkun áfengis í land- inu. . .”Iþessumorðumfelstaðnota megi áfengi án þess að um misnotk- un sé aö ræða. Og í f jórða kafla lag- anna, sem fjallar um sölu og veiting- ar áfengis, er fjallað um hina eðli- legu notkun sem m.a. fer fram á vínveitingahúsum. Það er dóms- málaráöherrann sem veitir leyfi til þess að veitingahús megi selja áf engi og þarf til þess t vö skilyrði: a. Að veitingahúsið hafi á boðstól- um mat og fjölbreytta óáfenga dry kki á hóf legu verði. b. Að veitingahúsiö sé f yrsta flokks að því er snertir húsakynni, veiting- arogþjónustu. Sérstök nefnd kannar hvort veitingahús uppfyllir síöara skilyrð- ið. Aður en vínveitingaleyfi er veitt skal leita umsagnar viðkomandi bæjarstjómar eða sýslunefndar og er óheimilt að veita leyfið ef bæjar- stjóm eða sýslunefnd leggst gegn þvi. A öðmm stað í áfengislögum er kveðið á umaðáfengisvamarnefndir séu sveitarstjórnum ráðgefandi um bindindis- og áfengismál. I landinu er sérstakur skóli þar sem m.a. er kennd framreiðsla, — er þjónastétt nokkuð fjölmenn stétt í landinu. Vínveitingahúsum ijölgar Undanfarin ár hefur vínveitinga- húsum fjölgaö, — einkanlega í bæj- um. Aukin ferðalög Islendinga til út- landa, vaxandi straumur erlendra ferðamanna og breytt viðhorf til neyslu áfengis valda þar mestu. Islendingar hafa séð á ferðum sínum að ungmennafélagsfyllirí eiga ekki viö og að sjálfsagt er að drekka vín með góðum mat. Þá finnst íslenskum feröamönnum eðlilegt að slappa af með því að fá sér glas i áfangastað og eru aö því leyti eins og erlendir ferðamenn sem óska hins sama. Sér- stakt tillit var tekið til þessara sjónarmiöa erlendra ferðamanna í áfengislögunum er heimild var gefin til að veita vínveitingaleyfi utan kaupstaða á þeim árstíma sem heim- sóknir erlendra ferðamanna eru að jafnaöi mestar. Kjallarinn HARALDUR BLÖNDAL HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR Eins og fyrr segir eru áfengis- varnanefndir sveitarstjómum til ráðuneytis um bindindis- og áfengis- mál. I þessum nefndum sitja viða menn sem eru andsnúnir hvers kon- ar neyslu áfengis. Vinna þeir sam- kvæmt þessum sjónarmiðum sínum í ne&idunum og hafa með því gert nefndirnar áhrifalausar. Er þaö vitanlega ámælisvert af sveitar- stjómunum að skipa slíka menn í áfengisvarnane&idir, — menn geta til samanburðar hugsað sér að nefnd, sem fjallaði um leyfl til fugla- veiða, væri einungis skipuö mönnum sem væru á móti fuglaveiðum eða að nefnd, sem kveður á um hvort kon- um sé heimil fóstureyðing, væri einungis skipuö andstæöingum fóstureyðinga. Varðandi hið síöar- nefnda má geta þess að kaþólskum mönnum er bannað af kirkju sinni að taka sæti í nefndum og ráðum sem veita lögmælt leyfi til fóstureyðinga þar sem trúarleg andstaöa við fóstureyðingar gæti leitt til þess að kona „nyti ekki réttar síns”, þess sem hún ætti að landslögum. Það heyrir til algjörra undantekn- inga að áfengisvamanefnd mæli með vinveitingaleyfi. Sveitarstjórnir og dómsmálaráðherrann hafa hingað til gert sér grein fyrir vanhæfni þessara nefnda til þess að leggja heiðarlegt mat á vínveitingaumsóknir og af- greiða þær i anda áfengislaganna. En nú hafa skipast veður í lofti. Brýtur gegn öllum viðurkenndum sjónar- miðum Jón Helgason er bindindismaður. Hann er hvorki réttlátur eða ranglát- ur fyrir það. Það hefur komið í hans hlut að afgreiða vinveitingaleyfi. Það er hluti af embættisskyldum hans og ekki merkilegri störf en önnur sem eru unnin í ráðuneytinu. Og hingað til hefur útgáfa þessara leyfa ekki f arið inn á borð til ráöherr- ans. Ráðherrann heldur hins vegar að það sé á hans valdi að afgreiða ekki vínveitingaleyfi vegna persónulegra skoðana sinna án þess að Alþingi hafi markað nýja ste&iu í áfengismálum með því að setja ný áfengislög og hann hefur birt eins konar stefnu- yfirlýsingu í Lögbirtingablaðinu um stefnu sína í áfengismálum. Mér vitanlega hefur þetta blað ekki verið notað fyrr til þess að gefa út pólitísk- ar yfirlýsingaraf þessutagi. Þar segir ráðherrann m.a. að hér eftir muni hann fara eftir sjónar- miöum áfengisvamanefnda um veitingu vínveitingaleyfa og það þótt viðkomandi sveitarstjórn hafi sam- þykkt vínveitingareksturinn fyrir sitt leyti. Með þessu er ráðherrann að brjóta gegn öllum viðurkenndum sjónarmiðum í stjómarfars- og stjórnskipunarrétti. Og hann gengur svo langt að hann ætlar sér að svipta veitingastaöi vínveitingaleyfi án þess að nokkur rök séu til þess, t.am. ítrekuð brot á áfengislöggjöfinni. Hann segir hins vegar að það beri að fækka vínveitingastöðum af bindindisástæðum og það ætli hann séraðgera. Ráðherrann er úr fámennu byggðarlagi þar sem mjög einhæfir atvinnuhættir em ráðandi. Þó ætti honum að vera kunnugt að i stómm bæjarfélögum, og þá sérstaklega í Reykjavík, vinna menn viö fleira en búskap. Og þeirra á meðal eru þeir sem vinna við ýmis veitingastörf. Stefna ráðherrans í veitingahúsa- málum mun valda því að fjölmargt framreiöslufólk mun missa atvinnu sína og fjölskyldur eigur sínar. Og þetta fólk er fleira en þeir sem búa austur í sveitinni ráðherrans og þetta fólk aflar þjóðinni meiri gjald- eyris og meiri tekna en þeir sem búa í ráðherrasveitinni. Þetta fólk hefur margt tekið próf úr veitinga og hótel- skóla ríkisins og hefur lögvarin iðn- réttindi. Og það er eðlilegt að þetta fólk spyrji: Hver er þessi rangláti maður sem tekur brauðiö frá börnum okkar? Eru starfsréttindi okkar svo óhrein að ráðherra geti að eigin geðþótta svipt okkur vinnunni? Af hverju gengur hann ekki hreint til verks og bannar einfaldlega þjón- ustustörf? Hefur gefið mági sínum vínveitingaleyfi Rétt er að taka fram að ráðherr- ann hefur gefið mági sínum vínveitingaleyfi til þess að veita vín í Bifröst á sumrum. Hann hefur einnig gefið vínveitingaleyfi til hótels sem rekið er í húsakynnum Framsóknar- flokksins og mun ekki ætla sér að svipta Hótel Sögu vínveitingaleyfi eða einstaka veitingamenn þar enda er húsiö í eigu bændasamtakanna. Þá er rétt að geta þess að þetta er sami ráðherrann og sá sem meö gerræðislegum skattaálögum ætlar sér að koma hænsnarækt og svína- rækt á kné svo aö hann sjálfur geti betur selt afurðir sínar af kú og kind. Jón Helgason er svo sannar- lega ranglátur ráöherra. Haraldur Blöndal. a „Með þessu er ráðherrann að brjóta gegn öllum viðurkenndum sjónarmiðum í stjórnarfars- og stjórn- skipunarrétti.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.