Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1985, Side 16
16
DV. MIÐVHCUDAGUR 24. JULI1985.
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
Bakvarða-
dúett Vík-
ingaíbann
— ogtveir leikmenn
Víöis fengu einnig leik-
bann hjá aganefndinni
Fjórir 1. dcildarlcikraenn, tveir
Víðismenn og tveir Víkingar, voru
dæmdir í leikbann er aganefnd KS:
kom saman i gsr.
Rúnar Georgsson og Sígurður
Magnússon, leikmenn Víðis, fengu
báðir etas leiks bann vegna brott-
visunar og Víkingsbakverðirnir Einar
Einarsson og Gylfi Rútsson fengu
sama dóm. Gylfi nældi sér í gult spjald
í leiknum við Val og var það fjórða
áminning hans sem merkir leikbann,
Einar fékk að sjá rauða spjaldið á
lokamínútum sama leiks er hann sló
einn Valsarann neðan beltis og var
vísað af leikvelli.
Fimmti 1. deildar leikmaðurinn var
reyndar einnig dæmdur í bann. Það
var Þórsarinn Bjami Sveinbjörnsson
sem þjálfar 5. flokk Þórs og getur hann
því ekki stjómað strákum sínum í
næsta leik.
Tveir leikmenn í neðri deildum fengu
bann hjá aganefndinni. Bryngeir
Torfason (bróðir Guðmundar hjá
Fram) fékk tveggja leikja bann vegna
brottvísunar og þá var Bjami
Kristjánsson Austra dæmdur í eins
leiksbann.
Jóhann Sveinsson, Stjömunni, Jón Ama-
son, Fylki, og Lúövík Tómasson Seifossi,
leikmenn i öðrum flokki, voru allir dæmdir í
eins leiks bann og Isörðingamir í 4. flokki.
Jón Olafur Arnarsson og Kjartan
Kristjánssonfengu sama dóm.
Hvorki fleiri né færri en 105 mál voru tekin
fyrir hjá aganeöidinni og hefur slíkur fjöldi
máia aldrei safnastsaman fyriremnfund.
-fros.
Kastaði sér
fyrir Zolu
Mótmæliáhorfenda
á Edinborgarleikunum
Zola Budd náði sér vel á strik í mílu-
hlaupi á Edinborgarleikunum í frjáis-
um íþróttum í gær eftlr hlaupið litlausa
í Lundúnum á laugardagskvöld. Hún
sigraði á allgóðum tíma, 4:23,14 mín.,
en sovéska stúlkan Irina Nikitina varð
önnurá 4:27,97 mín.
Það atvik skeði í hlaupinu aö áhorf-
andi hljóp niður á brautina og kastaði
sér fyrir stúlkumar. Það kom þó ekki
að sök og lögreglan fjarlægði hann
fljótt. Ahorfandinn var að mótmæla
kynþáttastefnu stjórnar Suður-Afríku
og þaö er fariö að gerast á hverju móti
sem Zola keppir á. Hún er sem kunn-
ugt er frá Suður-Afríku, nú breskur
ríkisborgari.
AUgóður áraogur náðist á mótinu. Steve
Ovett slgraði í míluhlaupi á 3:55,01 min.,
Sydney Maree, USA, annar á 3:55,27 og Mike
Hillardt. Ástralíu, þriðji á 3:56,40 min. Todd
Bennett, Bretlandi, hljóp 300 m á 32,48 sek.
Henry Thomas, USA, annar á 32,49 sek. Darr-
ell Robinson, USA, þriðji á 32,74 mín. Bert
Cameron, Jamaica, sigraði í 400 m á 46,09
sek. Yuri Sedyk, Sovét, kastaðl sleggju 81,64
m, Steve Cram, Englandi, sigraði í 1000 m
hlaupi á 2:15,09 min. Þá kastaði Fatima
Whitebread, Bretlandi, spjóti kvenna 70,14 m.
Trine Solberg, Noregi, önnur með 66,36 m.
hsim.
Sumarhátíð
UÍA að Eiðum
— verðurum helgina
Sumarhátíö UlA — Ungmenna og
íþróttasambands Austnrlands —
verður að Eiðum um næstu helgl. Hefst
hún kl. 17 á föstudag og stendur fram é
sunnudag. Þá verður hátíöardagskrá
kl. 14—17. Keppendnr á há tíðinni verða
um 600 Austfirðingar en keppt verður í
frjálsnm íþróttum, borðtennis, sundi,
ratleik og siglinga-rall verðnr á EBa-
vatnl. Þetta er 11 árið í röð sem OlA
heldur sumarhátíð. -hsim.
Botn in ú r
ÍS-I linu
Þrír af fastaleikmönnum ÍS í körfubolta hafa tilkynnt félagaskipti yfir í KR — Björn Leósson genginn í ÍR — KR-ingar endurréðu Jón Sig.
Guðmundur Jóhannsson, Árni
Guðmundsson og Eirikur Jóhannesson
hafa allir tilkynnt félagaskipti úr tS
yfir í KR í körfubolta og vesturbæjar-
Uðið virðist vera til alls liklegt á næsta
keppnistímabili. Liðið hefur endur-
ráðlð Jón Sigurðsson sem þjálfara en
nokkuð ljést er að hann mun ekki leika
með liðinu jafnframt þ jálf uninni.
Stór spurning er með Stúdenta hvort
félag þeirra hddur vdli í körfuknatt-
leiknum næsta vetur því auk þeirra
þriggja sem nú hafa skipt yfir í KR þá
eru tveir aðrir fastamenn í liðinu
einnig á ftírum. Ragnar Bjartmarz er á
förum utan til náms og Björn Leósson
hyggst leika með IR næsta vetur. Ljóst
er því að iS-ingar gera tæpast neinar
rósir í 1. deildinni næsta vetur en liðið
féll niður úr úrvalsdeildinni á síðasta
vetri.
Reykjavíkurmótið í körfubolta hefst
seinni hlutann í september og munu
KR-ingar leika án landsliðsmannsins
Guðna Guðnason fyrst um sinn að
minnsta kosti en Guðni handar-
brotnaöi í Austurríkisför landsliösins.
Nokkuð er síðan DV greindi frá
því að Páll Kolbeinsson og Garðar
Jóhannesson myndu leika með KR-
liðinu á næsta keppnistímabili en þeir
voru báðir erlendis á sl. ári. Þá mun
Olafur Guðmundsson halda utan til
náms. -fros.
Tryggvi skor-
aði öll mörkin
þegar KA sigraði Skallagrím, 3-0, í 2. deild
Frá Stefáni Amaldssyni, fréttamanni
DV á Akureyrl.
Tryggvi Gunnarsson var mjög í
sviðsljósinu, þegar KA sigraði Skalla-
grím, 3—0, í leik Iiðanna f 2. deild hér á
Akureyri í gærkvöld. Skoraði ÖU mörk
leiksins í síðari hálfleiknum. Borgnes-
ingar urðu fyrir þvi áfaUi snemma
leiks að markvörður Uðsins slasaðist
og varð að yfirgefa völlinn. SkaUa-
grímur var ekki með varamarkvörð og
fór einn útileikmannanna í markið.
Var ekki öraggur.
Fyrri hálfleikurinn var mjög tíðinda-
lítill, slakur en jafn. LítU knattspyma,
aðdns örfáar hættulegar sóknarlotur.
Þríríkvöld
Þrir leikir fara fram í 1. deUd ís-
landsmótsins í knattspyrau í kvöld.
Þróttur og Valur eigast við á Laugar-
dalsvellinum. Víðir mætir Akranesi i
Garðinum og Þór leikur gegn ÍBK fyrir
norðan. -fros
Tryggvi Gunnarsson komst í gott færi
á8.mín. entókstekkiaðskora.
Hann bætti það vel upp með þrennu í
s.h. Skoraði fyrsta markið á 57. mín.
Langsending fram, markvörður
SkaUagríms reyndi að grípa knöttinn.
Tókst ekki og af honum hrökk knöttur-
inn til Tryggva sem skoraði auðvdd-
lega. Annaö markið skoraði Tryggvi á
83. mín. af örstuttu en þröngu færi
innan markteigs eftir sendingu frá
Njáli Eiðssyni frá hliðarUnu. Tryggvi
fullkomnaði svo þrennuna á 88. mín.
Skoraði eftir langsendingu með góðu
skoti frá markteigshorninu.
I heild heldur tilþrifalítUl leikur í
kuldanum hér fyrir norðan. KA-menn
óvenju daufir en nýttu sín færi, Borg-
nesingar ekki, og lið þeirra var slakt.
Helst að Björn Axelsson stæði upp úr
meðalmennskunni. Hjá KA var
Erlingur Kristjánsson bestur að venju
má segja svo og Tryggvi. Þá lék Stein-
grímur Bjömsson vel í fyrri hálfleik.
Áhorfendur 340. Magnús Jónatansson
dæmdivd. -SA/-hsím.
-
smsmmsrMMl’mámmmmt.
-
Friðrik Friðriksson, markvörður Fram, slœr hór boitann fró marki eftir eina ai
„Bjóst við (
„Eg er ánægður með allt nema útaf-
reksturinn. Eg bjóst við erfiðari leik en
við voram ákveðnir í að halda okkar
striki og það gekk með ágætum. Nú
þurfum við að halda okkur á toppnum
og vinna sigur í mótinu,” sagði þ jálfari
sagði Ásgeir Elíasson eftir að Fram
og leikmaður Fram, Asgeir Eliasson,
eftir að lið hans hafði sigrað Víking á
Laugardals vellinum í gærkvöldi, 2—0.
Á níundu minútu fengu Framarar sítt
fyrsta færi í leiknum en þau áttu eftir að
mýmörg áður en yfir iauk. Pétur
verða
„Allt á huldu með
enska boltann”
— segir Bjarni Felixson en ekkert hef ur þokast
f samningaátt á milli ensku félaganna
og sjónvarpsstöðvanna
standa enn í stappi um greiðslur og
Ijóst er að verði úr samningum þá
„Það er allt á huldu með enska bolt-
ann. Félögin og sjónvarpsstöðvaraar
„Mesta lyfjahne yksli í
sögu sænskra íb irótta”
— sögðu sænsku blöðin eftir að tfu lyftingamenn höfðu fallið á lyf japrófi fyrir meistaramót Svía í lyftingum
Frá Gunnlaugi Jónssyni, fréttaritara
DVíSvíþjóð:
Ekkert lát virðist vera á lyf janeyslu
sænskra lyftingamanna þrátt fyrir
hert eftirlit og margs konar fyrir-
byggjandl aðgerðir af hálfu sænsku
íþróttaforystunnar. 1 gær skýrðu
sænsku blöðin frá því að tiu sænskir
lyftingamenn, þar af átta kraft-
lyftingamenn, hefðu fallið á lyfjaprófi
sem haldið var i tengslum við sænska
meistaramótið í lyftingum sem fram
fór í april síðastliðnum.
Af þeim 35 íþróttamönnum semfallið
hafa á lyfjaprófi í Svíþjóð hefur í 32
tilfellum verið um lyftingamann að
ræða. Aldrei hefur jafnmikill fjöldi
verið nappaður í einni lyf jatöku eins og
nú.
„Mesta lyfjahneyksli í sögu sænskra
íþrótta” skrifuðu sænsku blöðin en
helmingur lyftingamannanna hafði
unnið gull á meistaramótinu. Sænsku
dagblöðin hafa lagt til úrbætur við auk-
inni lyfjanotkun sem meðal annars
felast í því að þeir seku verði dæmdir í
lífstíðarbann frá íþróttinni og að lyfja-
próf verði framkvæmd í hverjum
mánuði auk þess sem þau hafa farið
fram á aö styrkur ríkisins til lyftinga-
sambandsins verði felldur niður.
Richy Bruch, kringlukastarinn hdms-
frægi, hefur nokkuð verið undir
tönnum sænsku pressunnar sem halda
þvi fram aö hann hafi aðstoðaö
lyftingamenn um lyf sem ekki koma
fram við lyfjapróf. „Þetta er helber
lýgi. Eg ráðlegg öllum þeim
sem
spyrja mig að halda sér frá
lyfjum,” sagöi kringlukastarinn sjálf-
ur í dagblaðinu Expressen. Margir eru
þó á því að hann hafi ekki hreint mjöl í
pokanum. -fros.
munu útsendingaraar á Englandi ekki
hefjast fyrr en í október,” sagði Bjarai
Felixson í spjalli við DV í gær.
Það er þó hugsanlegt að enska knatt-
spyman verði á skjánum hjá landan-
um fyrr ef sérsamningar verða gerðir
fyrir sendingar út fyrir Bretland. Ekk-
ert hefur þó verið ákveöið.
Ljóst er þó að ef enski boltinn rúllar
á skjánum í vetur þá munu beinar út-
sendingar ekki verða á dagskrá fýrr en
í nóvember. Islendingar eru inni í
„pakka” með öðrum Norðurlandaþjóð-
um sem ekki hafa hugsað sér að byrja
fyrr á beinu sendingunum.
Nú styttist óðum í að deildakeppnin
byrji á Englandi. Fyrsti leikurinn
verður viðureign Englandsmeistara
Everton og bikarmeistara Manchester
United og hefst sú viðureign þann 10.
næsta mánaðar. Deildakeppnin kemst
síðan á skriö viku seinna.
-fros
I
I
Ítalía vann í Helsinki
í4-landa keppni í frjálsíþróttum
I
| Italía sigraði í 4-landa keppni í
ifrjálsum fþróttum á ólympíuleikvang
V
linum í Helsinki í gær, hlaut 92 stlg.
IFinnland blaut 91, Ungverjaland 82 og
* Spánn 78.1 kvennakeppni sigraði Ung-
| verjaland Finnland 44—39. Af árangri f
^keppninni
má nefna að Ungverjinn
Ferenc Paragi kastaði spjóti 84,16 m.|
Mikko Levola, Finnlandi, stökk 2,25 m í ■
hástökki, Marco Montelatici, ItalfuJ
varpaði kúlu 20,20 m, Arto Bryggare,!
Finnlandi, sigraði i 110 m grindahlaup J
á 13,63 sek. og Tina Lillak, FinnlandiJ
kastaðlspjótikvenna 68,92 m. hsímj