Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1985, Blaðsíða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. JULI1985. 11 Ökuleiknin í Kópavogi: Strætóbflstjórínn sigraði í kvennariðli Enn einu sinni var f jöldametið slegiö í ökuleikninni í sumar. Þaö gerðist í keppninni í Kópavogi sl. fimmtudag. I sumar settu Þingeyringarf jöldamet er 30 keppendurmættu til leiks. Kópavog- ur bætti um betur er 31 ökumaöur keppti. Svo f jölmenn var keppnin aö síðasti keppandinn fór ekki í brautina fyrr en klukkan var langt gengin í eitt umnóttina. Keppnin í Kópavoginum var mjög hörð og útkoman mjög góö. Fjórtán keppendanna voru meö refsistig undir 200 sem þykir mjög gott og sigurvegar- inn í karlariöli, Jóhann Gunnarsson á Mazda 818, er nú í 8.-9. sæti yfir landiö meö 142 refsistig og keppandi nr. 2, Baldvin Einarsson á Fiat Panda, er í 11.—12. sæti meö 150 refsistig. Sá er lenti í þriöja sæti var aðeins örfáum refsistigum á eftir Baldvin, eöa meö 155 refsistig. Þaö var Smári Hreiöars- sonáDatsun280zx. I kvennariðli var árangurinn jafnvel enn betri, því sú er sigraði, Bryndís Oskarsdóttir á Mazda 626, fékk aöeins 197 refsistig og er önnur hæsta konan yfir landiö. Svipaöa sögu var að segja um Fríðu Halldórsdóttur er lenti í ööru sæti eftir haröa keppni við Bryndísi. Hún fékk 209 refsistig og er þriðja hæsta konan yfir landiö. I þriöja sæti hafnaöi Vilborg Guölaugsdóttir á Toyota Tercel meö 402 refsistig. Kepp- endur komu almennt mjög vel út úr umferðarspumingum og voru 11 kepp- endur með allt rétt. Eins og greint var frá í DV sl. fimmtudag, var búist við fjögurhundr- aöasta keppandanum í Kópavogi og var það Karl Gauti Hjaltason sem var keppandi nr. 400. Nú hafa 421 keppandi tekið þátt í ökuleikni ’85 og 1929 kepp- endur frá upphafi ökuleikninnar 1978 verið með. Ef aðsókn aö ökuleikninni verður eins og verið hefur í sumar má búast við tvö þúsundasta keppandan- um i ökuleikni í sumar. Nú eru búnar 25 keppnir og aðeins örfáar keppnir eftir. Keppendur í reiðhjólakeppninni voru ekki eins margir og í ökuleikninni, en samt sýndu þeir skemmtileg tilþrif í þrautaakstrinum. Þrír þeirra voru al- veg villulausir og var þaö sigurvegar- inn i yngri riölinum, Helgi Þórisson, sem fékk aðeins 49 refsistig og sá er lenti einnig í ööru sæti, Jón Þórðarson. Hann fékk 66 refsistig. Sigurvegarinn í eldri riðlinum var einnig villulaus og fékk hann einnig 49 refsistig. Þaö var Daníel David sem stóð sig svo vel. I ökuleikninni var einnig einn kepp- andi sem ók villulaust í gegn um þrautaplanið. Það var Höröur Oskars- son á Benz sendiferðabíl. Hann er fimmti keppandi sumarsins sem það tekst og jafnframt keppti sá fyrsti á sams konar bíl og Hörður. Höröur er bróðir Bryndísar sem sigraði í kvenna- riðli. Hún er mjög góður bílstjóri og þeir farþegar sem ferðast með henni á leið 6 og 7 í Reykjavíkurstrætó ættu að vera nokkuð öruggir um sig. Það var Esso smurstöðin að Stórahjalla í Kópa- vogi sem gaf verðlaunin í keppninni í ökuleikni, en Fálkinn gaf verðlaunin í reiðhjólakeppninni eins og alls staðar annars staöar á landinu. Nú fer að styttast í úrslitakeppnina og verður hún háldin 7. september nk. Þeir sem komast í úrslit hafa til mikils að vinna því fyrir utan Islandsmeist- aratitilinn og utanlandsferðir, sem keppt verður um, hafa þeir keppendur sem þangaö komast möguleika á að vinna bíl. Þar sem megináhersla Bind- indisfélags ökumanna með keppnum þessum er sú að hvetja keppendur til að aka vel þá var ákveöið að sá kepp- andi sem æki villulaust í gegnum aðra hvora umferðina á ákveðnum meðal- tíma fengi Mazda 626 með sér heim. Sá keppandi þarf sem sé ekki að sigra. Það er Mazda-umboðið Bílaborg sem sérumkostnaðinnafbílnum. EG Hann er rennilegur Datsun sportbíllinn er lenti I þriðja sæti. Ef myndin prent- ast vel sést litill tappi við framhjólið, en þrautin er sú að láta vinstra framhjói- ið snerta tappann. Að sjðlfsögðu leysti Smári Hreiðarsson þrautina fullkom- lega. DV-mynd Sigurður Guðmundsson. Gabrieitf HÖGG DEYFAR HABERG HF. • Skelfunni sa — Sími 8*47*88: VINNA Vantar vörubílstjóra og gröfumann á Casegröfu í Reykja- vík. Aðeins vanir menn koma til greina. Víkurverk h/f Sími: 92-8367 eftir kl. 8. Urval ÚRVALSEFNI VIÐ ALLRAHÆFI ÁSKRIFTARSÍMINN ER 27022 vantar blaðbera 1 Mosfellssveit Upplýsingar veitir umboðsmaður í síma 666481. Athugasemd frá tannlæknum DV hefur borist eftirfarandi tilkynn- ing frá Tannlæknafélagi íslands: Tannlæknafélagi Islands þykir mið- ur að ráðgjafarfyrirtækið Hagvangur hefur dregist inn í umræður um gjald- skrár tannlækna á þann hátt að mis- skilningi getur valdið. Hagvangur ákvaö ekki forsendur umræddra gjaldskrárútreikninga og eru þeir alfarið á ábyrgð Tannlæknafé- lags Islands. Stjóm féiagsins leitaði á sinum tíma álits tveggja valinkunnra lögfræðinga um lögmæti þeirra og breytti í samræmi við það. Hagvangur var fenginn sem hlutlaus aðili í máli þessu og eru útreikningar Hagvangs réttir miðað við þær for- sendur sem T.F.I. lagði til grundvall- ar. Stjórn Tannlæknafélags Íslands. GRJÓTGRINDUR T ÁFŒ^TARTCGUNDI^IFREIÐ^J^ HVORT KVSTÞÚ GAT EÐA GRIND? Eigum á lager sérhannaðar grjót- grindur á yfir 50 tegundir bifreida! Ásetning á staðnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.