Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Blaðsíða 26
26
DV. MÁNUDAGUR19. AGUST1985
Knattspyrna unglinga — Knattspyrn
Valsmenn íslands-
meistarar 1985
—sigruðu Selfoss í úrslitaleik, 2-1
Frá fréttarltara DV á Akureyrl Stefánl
Arnaldssyni.
Það voru Valur og Selfoss sem léku
til úrslita um fyrsta sætið í úrslita-
keppni 4. flokks á Akureyri í gær.
Frammistaða Selfyssinga kemur þó
nokkuð á óvart. Þó þeir hafi sýnt í
riðlakeppninni að þeir séu til ails vísir
heid ég að fæstir hafi reiknað með
þeim í toppbaráttuna. Það var fyrst og
fremst reynsla Valsstrákanna sem
gerði út um þennan úrsiitaleik. Vals-
liðið hefur sýnt mjög jafna leiki á
leiktímabili. Liðið er skipað mjög
harðsnúnum strákum sem hafa unnið
marga góða sigra fyrir sitt félag
undanfarin ár.
Valur sótti mun meira fyrstu 20 mín.
fyrri hálfleiks. Á 18. mín. kom fyrra
mark Vals. Þar var að verki Sigurjón
Hjartarson eftir fyrirgjöf frá Gunnari
Má Mássyni. Enn héidu Valsmenn
áfram sókn og á 26. mín. kom annað
markið. Gunnar Már skoraði með
fallegum skalla af stuttu færi eftir
aukaspyrnu frá hægri, glæsilega í
markið. Staðan orðin 2—0 og stutt til
hálfleiks.
Á 4. mín siðari hálfleiks var dæmd
vítaspyrna á Val sem Sigurjón
Birgisson skoraöi úr af öryggi.
Selfyssingar sóttu mun meira í síðari
hálfleik. Valsmenn vörðust vel til leiks-
loka. Sanngjam sigur var í höfn. Bestir
í annars jöfnu og heiisteyptu liði Vais
voru Sigurjón Hjartarson, Gunnar
Már Másson og Magnús Jónsson. Hjá
Selfyssingum bar mest á þeim Guðjóni
Þorvarðarsyni og Magnúsi Sveinssyni.
r—----------------------------------------------1
I 4. flokkur: |
I íslandsmeistarar Vals í 4. flokki 1985 I
1 I
4. flokks drengir Vals hafa svo *
sannarlega gert það gott á þessu I
leikári. Hafa drengimir einnig *
sigrað í Reykjavíkurmótinu. Þetta |
er harðsnúið lið og margreynt. Hér
er á ferð liðskjarai sem hlúa þarf að |
á komandi tímum svo að drengirnir ■
geti náð þeirri hæfni sem þeim er I
samboðin. — Myndin er tekin eftir I
úrslitaleikinn gegn Selfoss. Fremri “
röð frá vinstri: Árni Geir Jónsson, 1
Gísli Bessason, Þorbergur Högna- J
son, Gunnar Már Másson, Lárus I
Sigurðsson, Magnús Jónsson, «
Kjartan Sigurðsson, Magnús |
Haraldsson, Axel Ingvarsson og j
Álfur Þráinsson. — Aftari röð frá I
vinstri: Kristján Sigurjónsson, I
aðstoðarþjálfari, Grétar Þórsson, *
Skúli Egilsson, Bemharð Eðvarðs- 1
son, Gísli Þorsteinsson, örn Araars- I
sou, Sigurjón Hjartarson, Araar “
Friðgeirsson, Jón Freyr Sigurðsson, |
Kristján Jóhannesson, Róbert Jóns- .
son þjálfari og Grétar Haraldsson, |
formaður knattspyraudeildar Vals. ■
(DV-myndir Beraharð Valsson).
Lokastaðan í riðlinum:
4. flokkur:
A-riöíli:
Valur 3 3 0 0 16—0 6
UBK 3 2 0 1 11—2 4
Höttur 3 1 0 2 3—11 2
Leiknir 3 0 0 3 1—18 0
B-riðiiI:
Selfoss 3 2 1 0 4-2 5
Fram 3 111 5—3 3
Víkingur 3 1 0 2 3-3 2
KA 3 0 2 1 2—5 2
3.4. sæti: UBK-Fram 2
Framarar voru mun betri í fyrri
hálfleik og sóttu mun meira. UBK-
strákarnir björguðu þrisvar af línu.
En smátt og smátt fóru þeir að koma
betur inn í leikinn og þájafnaðist
hann. Staðan 0—0 í hálfleik varð
staðreynd þrátt fyrir mýgrút af tæki- |
færumFramara.
UBK-strákarnir komu mun I
ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og j
á 15. min. var dæmd vítaspyrna á '
Fram sem Arnar Grétarsson skoraði ]
úr. Á 17. mín fengu Framarar enn
eitt dauðafærið en misnotuðu það. |
Það var bókstaflega eins og þeim ,
væri fyrirmunað að skora í þessum |
leik.
I ieikslok tókst UBK-strákunum að |
bæta við öðru marki. Þar var að ,
verki Halldór Kjartansson sem ein- |
lék skemmtilega inn í teig og skaut |
föstu skoti óverjandi fyrir markvörð i
Framara. Bestir í liði UBK voru I
Arnar Grétarsson og Halldór'
Kjartansson. Bestur í liði Fram var |
Anton Markússon.
1
I Það var samdóma álit manna á Akureyri,
sem fylgdust með úrslitakeppninni, að Anton
I Markússon vœri leikmaður þessarar úrslita-
■ keppni. Hann sýndi leikni á borð við það besta
| semgerist.
I
I
I
Umsjon:
Halldór
Halldorsson
5.-6. sæti: Víkingur-Höttur4-0
Frammistaða Hattar í yngri flokk-
unum í sumar verður að teljast góð.
Að vera í úrslitum í 5. fl., 3. fl. og 4. fl.
er glæsileg frammistaða. En í þess-
um leik gegn Víkingi mætti liðið of-
jörlum sínum enda Víkingsstrákarn-
ir búnir að leika mun fleiri leiki á
keppnistímabilinu. Yfirburðir Vík-
ingannavorumikliríþessumleik og
var aldrei spurning um leikslok.
Staðan í hálfleik var 2—0. Síðari hálf-
leikur var svipaöur þeim fyrri — úr-
slit urðu 4—0 fyrir Víking. Réttiát úr-
siit. Þessir skoruðu mörkin: Jóhann
Guðjónsson 2 mörk, Þórður Jónsson
1 og Jóhann Ofeigsson 1.
7.-8. sæti: KA-Leiknir6-1
KA-liðið var yfirburðaliðið í þess-
um leik. Samt sem áður verður að
telja árangur Leiknisstrákanna, að
komast í úrslit, góðan. Leiknir er lið í
uppbyggingu og það hefur sýnt mikl-
ar framfarir að undanförnu.
Á 3. mín. fyrri hálfleiks kom 1.
markið sem Birgir Arnarsson gerði.
5 mín. síðar skoraði Kristinn Magn-
ússon annað markið og bætti síðan
því þriðja við á 18. mín. Leiknis-
strákamir tóku nú smáfjörkipp og
skoruöu mark á 23. mín. Það mark I
gerði Hafsteinn Halldórsson. Og ■
þannig var staöan í hálfleik.
I síðari háifleik sóttu KA-strákarn- I
ir mun meira og á 11. mín. bættu KA- ■
strákarnir enn stöðuna í 4—1. Það I
mark gerði Ingimar Ingimarsson. Á J
16. mín. skoraði Kristinn Magnússon |
5. mark KA og svo rétt undir lokin .
innsiglaði Kristinn Magnússon sigur |
KA með 6. markinu, og sínu 4. Sigur ■
KA, 6—1 var síst of mikili.
Hverjir eru bestir?