Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR19. ÁGUST1985 Utlönd Útlönd Útlönd Útlönd 100 milljónir bama umkomu- lausar á götunni ----£j4!a@.'Sl£«ij3í rjgj <*• ' Þau eru talin í tugum milljóna, strokubörn, fallnir skólaunglingar eða yfirgefin börn, eða sem sé þau börn er segja má að þekki götuna sem eina heimili sitt. „Þeim virðist fara f jölgandi eftir því sem byggðin þéttist í löndunum og stórborgir eins og Kalkútta, Nairobi, Marseilles, New York og Bogota eru ljós dæmi um þetta vandamál,” segir í nýbirtri skýrslu Sameinuðu þjóöanna. Peter Tacon hjá barnahjálp Sameinuöu þjóðanna sagöi f jölmiðlum í tilefni skýrslubirtingarinnar að þessi börn mynduöu oft þriggja, fimm eða tíu bama hópa sem væru þeim eins og fjölskylda. Böndin milli þeirra væru oft sterkari en tengsl þeirra við eigin bræður eða systur. Barnahjálpin hefur síðari árin gefiö meiri gaum að umkomuleysi barna öngstræta stórborganna; barna sem virðast ekki eiga neina að. Það er aö segja enga fullorðna. Tacon, sem er einn af sérfræðingunum er aö þessum athugunum hefur starfað, segir að í löndum þriðja heimsins (þróunar- löndunum) megi ætla að séu um 90 milljónir slíkra barna (upp aö 18 ára aldri) sem séu algjörlega á götunni. 1 iðnaðarlöndunum megi telja um tíu milljónir þar til viðbótar. Mest virðist bera á þessu í Suður- Ameríku. Barnahjálpin hefur skýrslur frá Brasilíu þar sem götuböm af þessu tagi eru talin vera allt að 30 milljónir. — Þar eru talin bæði börn, sem þekkja ekkert heimili annaö en götuna, og svo böm sem starfa á götunum en halda enn nokkram fjölskyldutengslum. „Oft mynda þau hópa sem eru svo samheldnir og vinafastir og ómann- blendnir við aðra að líkist helst sér- dvergsamfélögum. Félagarnir í hópnum finna samstöðu og öryggi sem þeir hafa ekki kynnst annars staðar,” segir Tacon. Nefnir hann sem dæmi Rio de Janeiro þar sem götu- grislingarnir eru um allar trissur. Þeir eru í hópum í almenningsgörðunum, hanga í þyrpingum við götusjoppumar og á hverju kvöldi má finna eitthvað kvikt, tvífætt, í hnipri undir plasti eða krossviðarplötu á ströndinni í fasta- svefni. Meirihluti þessara bama er ekki algerir umkomuleysingjar heldur starfandi á götunni til þess að leggja lið viö aðdrátt heimilisins. En æðimörg eru yfirgefin og sett á guð og gaddinn. Þau eiga engan að eftir að hafa flúið ofbeldið á heimili þeirra í fátækrahverfinu eða beinlínis molnar þá heimilið niður. Tacon, sem er Kanadamaður og hefur alið upp sex munaðarleysingja til viðbótar sinum eigin þrem bömum, segir að það versta fyrir þessi böm götunnar sé hvernig þau vaxi upp innan um hættur, misnotkun og hrakning. „Árum saman finnst þeim þau séu lokuð í gildru, og geti ekkert annað farið. Vonleysið blasir við og afkvæmi þess er síöan örvæntingin. ” Börnin öngla að sér einhverjum aurum með smáviðvikum. Þau safna pappír, þvo bíla, pússa skó eða leggjast í betl og vændi. Sum flýja í draumheim fíkniefnanna, þefa þynni eða uppleyst skóaralim. Það er mikil sala í skóaralími í Suður-Ameriku. Mörg þessara barna líða næringar- skort og eru kvellisjúk. Þau eiga engr- verið sparkaö að heiman af fullorðnum sem ekki gátu séö þeim farborða. Tacon segir að kreppan og fólks- flóttinn til borganna séu meginástæður þess að Suður-Ameríka sé á leið með að veröa „eldistöð Olivera Twista tuttugustu aldarinnar”. — „Ljós stór- borganna lokka til sín þá snauðu sem dreymir um aö lifa mannsæmandi lífi og flykkjast þúsundum saman úr dreif- býiinu til þéttbýlisins,” segir hann. Reynslan sýnir aö við þetta rask, þegar tengslin við upprunalegt umhverfi rofna, vilji fjölskylduböndin rakna. Slíkt fólk sest jafnan að í fátækrahverfum í örbirgð og að því rekur að fyrirvinnan hrekst í at- vinnuleysinu á vergang í tekjuleit og hverfur árlangt eða lengur. Venjulega ar menntunar von og eru dæmd til ævi- langrar fátæktar. Barnahjálp Sameinuðu þjóöanna hefur á prjónunum ýmsar áætlanir sem miða að því að liðsinna slíkum börnum. Farkennarar blanda geði viö börn götunnar, bjóða upp á almenna kennslu og verktilsögn í handiðn ýmiss konar. Tilraunir eru hafnar í Brasiliu til þess að hjálpa þessum munaðar- leysingjum á legg. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja að það muni taka margar kyn- slóðir að hemja þennan vanda, þótt ekki væri hærra stefnt en stemma stigu við fjölgun götugrislinganna. Minna ber á þessu vandamáli í iönaöarlöndunum þar sem börn götunnar eru í flestum tilvikum krakkar sem hafa hlaupist að heiman. Framtíðaruppbygging Japan Air Lines: Setur flugslysið strik í reikninginn? * Einn fjögurra er lifði af flugslysið hifður á brott af slysstað. 520 manns fórust með þotunni. Flugslysið hörmulega, er japönsk Boeing 747 risaþota steyptist til jarðar í fjalllendi viö Tókýó, gæti haft alvar- legar afleiðingar í för með sér fyrir flugfélagið Japan Air Lines. Flugfélagið er eitt hið stærsta í heimi og hefur á síðustu mánuðum haft á prjónunum miklar áætlanir um aukin umsvif og aukna þjónustu. Flugslysið á mánu- daginn var sjötta flugslys í sögu Japan Air Lines á þeim 32 árum er liMn eru frá því flugfélagið var sett á laggirnar. Slíkt þykir ekki slæmur árangur hjá einu stærsta flugfélagi veraldar. Síöasta flugslys i sögu félagsins átti sér stað árið 1982 þegar DC-8 þota brot- lenti í Tókýóflóa örfáum mínútum áður en hún átti að lenda á Haneda alþjóða- flugvellinum viö Tókýó. Þar gerði flug- stjórinn sig sekan um hroðaleg mistök í aðflugi. Af 174 farþegum létu 24 lífið. Viö rannsókn slyssins kom í ljós að flugstjórinn átti við andlega erfiðleika að etja og reyndist bilaður á taugum. Hann var síðar úrskuröaður í meöferð á spítala fyrir geðveika. Andleg. óheil- brigði flugstjórans varð til þess að margar spurningar vöknuðu um hvort iil staðar væri nægilegt eftirlit með áeilsu og þjálfun starfsmanna, ekki síst flugmanna. Ekki bætti það úr skák fyrir stjómendur flugfélagsins þegar við rannsókn kom í ljós að flugstjórinn hafði, aðeins tveim árum áður, verið í meðferð vegna taugabilunar sinnar og bannað að fljúga í eitt ár. 1 kjölfar þessa hneykslis settu japönsk flugmálayfirvöld strangari reglur um eftirlit með heilsu flug- manna og læknum var fjölgað er sér- staklega skyldu fylgjast með heilsu þeirra. I kjölfar flugslyssins á Tókýó- flóa upphófst mikið fjöimiðlafár í Japan þar sem umræða um öryggis- mál var í deiglunni. Afrakstur um- ræðunnar varö mikið tap félagsins á fjárhagsári 1982-’83. Forsvarsmenn félagsins opinberuðu 34 milljón dollara rekstrartap á móti 50 milljón dollara hagnaöi áriö á undan. Ljóst er að forsvarsmenn japanska flugfélagsins hafa nú af því miklar áhyggjur að sagan frá 1982 geti endur- tekið sig. Enn er allt óvíst um orsakir slyssins á mánudag og sá möguleiki ekki verið útilokaður að vanræksla á eftirliti á flugflota félagsins ge ti verið orsökin. Japan Air Lines er það flugfélag í heiminum er hefur flestar Boeing 747 risaþotur í þjónustu sinni, alls 49 stykki, auk tveggja Boeing 727 þotna og eirrnar Boeing 767 sem er ný flugvélategund á markaðnum og óðum að hasla sér völl. Yasumoto Taragi, forseti Japan Air Lines, hefur opinber- lega beðið aðstandendur þeirra 520 er fórast á mánudag afsökunar á slysinu. „Það er ómögulegt að ímynda sér hvað getur hafa valdið slysinu,” sagði for- setinn í ávarpi á Haneda flugvelli. „Eg trúi því ekki að ástæöan hafi verið ein- hvers konar skortur á eftirliti með vél- umokkar.” Það er haft eftir sérfræöingum í flugmálum að rekstur Japan Air Lines og allt eftirlit á jörðu niðri hafi fram að þessu verið talið með því besta er þekkist. Alþjóöasamtök flugfélaga, IATA, reikna út samkvæmt sérstökum staðli það magn af vörum og farþegum er flugfélög bera á hverju ári. Samkvæmt þeim staðli var Japan Air Lines í fyrsta sæti bæði árið 1983 og 1984. Magn flutn- ings er fundið út með því að reikna út vissan tonnafjölda vöru og farþega á tiltekinni vegalengd. Á síðustu tveim árum hefur Japan Air Lines flogið lengsta vegalengd með flest tonn allra flugfélaga. Aftur í sókn Eftir áfallið 1982 er flugfélagið aftur í sókn. Forráðamenn þakka það fyrst og fremst lægra heimsmarkaðsverði á flugvélabensíni, bættri skipulagningu og efnahagsbatanum í Banda- ríkjunum, helsta áfangastað flug- félagsins á alþjóðaleiðum. I mars síðastliðnum sýndi félagið fyrst hagnaðíþrjúár. Á síðasta ári flutti félagið yfir níu milljón farþega á innanlandsleiöum, 8,5 prósent aukning frá fyrra ári. I alþjóðaflugi jókst farþegafjöldinn um 11 prósent og metfjöldi farþega, alls 4,5 milljónir. Sjö prósent aukning varð á fraktflugi félagsins. Fyrir slysiö á mánudag voru forráðamenn félagsins bjartsýnir á framtíðina og höfðu uppi miklar áætlanir um útvíkkun starfseminnar og auknar fjárfestingar í nýjum flug- vélakosti. Umræða um flug og flug- öryggismál eru nú mál málanna í Japan. Enn er allt óvíst um orsakir flugslyssins voveiflega á mánudag en ljóst er að þaö kemur til með að setja strik í reikninginn fyrir Japan Air Lines og seinka áætlunum um fram- tíðaruppbyggingu. Boeing 747 frá Japan Airlines af sömu gerð og sú er fórst við Tókýó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.