Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Blaðsíða 39
39 DV. MÁNUDAGUR19. AGUST1985 Peningamarkaður Innlán með sórkjörum Alþýðubankinn: Stjömureikningar eru £yr- ir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65—75 ára geta losaö innstæður með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjömu relknlngar em með hvert innlegg bundiö i tvö ár. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 9% vöxtum. Líf eyrisbók er fyrir þá sem fá lifeyri frá líf- eyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Vextireru29% ogársávöxtun29%. Sérbók fær strax 27% nafnvexti, 2% bætast síðan viö eRir hverja þrjá mánuði sem innstæða er óhreyfð, upp í 33% eftir níu mánuði. Arsávöxtun getur orðið 33,5%. Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Búnaðarbankinn: Sparibók með sérvöxtum er óbundin með 34% nafnvöxtum og 34% ársá- vöxtun sé innstæða óhreyfð. Vextir eru færðir um áramót og þá bomir saman við vexti af þriggja mánaða verðtryggðum reikningum. Reynist ávöxtun þar betri er mismuninum bætt við. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri á- vöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða lengur. 18 mánaðar sparirelkningur er með 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun. Misseris- lega er ávöxtun á 6 mánaða verðtryggðum reikningi borin saman við óverðtryggða á- vöxtun þessa • reiknings. Við vaxtafærslu gildir sú ávöxtunin sem hærri reynist. Iðnaðarbankinn: A tvo reikninga í bankanum fæst IB-bónus. Overðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber þannig 32% nafn- vexti og getur náð 34,5% ársávöxtun. Og verðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber 3,5% vexti. Vextir á reikningunum eru bomir saman mánaðarlega og sú ávöxtun valin sem reynist betri. Vextir eru færðir misserislega 30. júní og 31. desember. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin meö 34% nafnvöxtum. Vextir eru færðir um ára- mót. Eftir hvern ársfjórðung eru þeir hins vegar bomir saman við ávöxtun á 3ja mánaða verðtryggðum reikningum. Reynist hún betri er mismuninum bætt við. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri ávöxtum en almenn sparisjóðsbók á hverju innleggi sem stendur óhreyfu tvo mánuði eða lengur. Samvinnubankínn: Innlegg á Hávaxta- reikning ber stighækkandi vexti. 22,0% fyrstu 2 mánuðina, 3. mánuðinn 23,5%, 4. mánuðinn 25%, 5 mánuðinn 26,5%, 6. mánuðinn 28%. Eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31%. Sé tekið út standa vextir þess tímabils þaö næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er 33,4%. Vextir eru bomir saman við vexti á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum sparireikningum. Sé ávöxtun þar betri er munurinn færður á há- vaxtareikninginn. Vextir færast misseris- lega. Otvegsbankinn: Vextir á reikningi með Abét eru annaðhvort 1% og full verötrygging, eins og á 3ja mán. verðtryggðum spari- reikningi eða ná 34,6% ársávöxtun, án verð- tryggingar. Samanburður er gerður mánaðarlega, en vextir færðir i árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22% þann almanaksmánuð. Verslunarbanklnn: Kaskó-reikningurinn er óbundinn. Um hann gilda fjögur vaxtatímabil á ári, janúar-mars, apríl-júní, júlí-september, október-desember. I loks hvers þeirra fær óhreyfður Kaskó-reikningur vaxtauppbót sem miðast við mánaðarlegan útreikning á vaxtakjörum bankans og hagstæðasta á- vöxtun látin gilda. Hún er nú ýmist á óverðtryggðum 6 mán. reikningum með 31,0% nafnvöxtum og 34,8% ársávöxtun eða á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% vöxtum. Sé lagt inn á miðju tímabili og innstæða látin óhreyfð næsta tímabil á eftir reiknast uppbót allan sparnaðartímann. Ein úttekt er leyfð á hverju tímabili án þess að vaxta- uppbótin skerðist. tbúðalánareiknlngur er óbundinn og meö kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku. Spamaöur er 2—5 ár, lánshlutfall 150—200% miðaö við sparnað með vöxtum og verðbótum. Endurgreiðslutími 3—10 ár. Utlán eru með hæstu vöxtum bankans á hverjum tíma. Sparnaður er ekki bundinn við fastar upphæðir á mánuði. Bankinn ákveður hámarkslán eftir hvert sparnaöartímabil. Sú ákvörðun er endurskoðuð tvisvar á ári. Sparlsjóðir: Trompreikningurinn er óbund- inn, verðtryggður reikningur, sem einnig ber 3,0% grunnvexti. Verðbætur leggjast við höfuðstól mánaöarlega en grunnvextir tvisvar á ári. A þriggja mánaða fresti er gerður samanburður við sérstaka Tromp- vexti. Nýtur reikningurinn þeirra kjara sem betri eru. Trompvextimir eru nú 32% og gefa 34,36% ársávöxtun. Rikissjóður: Spariskirteini, 1. flokkur A 1985, eru bundin í 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau eru verðtryggð og með 7% vöxtum, óbreytanlegum. Upphæðir eru 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskirtehii með vaxtamiðum, 1. flokkur B 1985, eru bundin i 5 ár, til 10. janúar 1990. Þau eru verðtryggð og með 6,71% vöxtum. Vextir greiðast misserislega á timabilinu, fyrst 10. júlí síðastliðinn. Upphæðir eru 5,10 og 100 þúsund krónur. Spariskirteini með hreyfanlegum vöxtum og vaxtaauka, 1. fiokkur C1985, eru bundin til 10. júlí 1986, i 18 mánuði. Vextir em hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaða verðtryggðum reikningum banka með 50% á- lagi, vaxtaauka. Samtais 4,8% nú. Upphæðir eru 5,10 og 100 þúsund krónur. Gengistryggð spariskirteini, 1. flokkur SDR 1985, eru bundin til 10. janúar eða 9. apríl 1990. Gengistrygging miðast við SDR-reiknimynt. Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæöir era 5.000,10.000 og 100.000 krónur. Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla- bankanum, hjá viðskiptabönkum, spari- sjóðum og verðbréfasölum. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána- upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á biUnu 144.000—600.000 eftir sjóðum, starfstima og stigum. Lánin eru verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstími er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti. Biðtími eftir lánum er mjög misjafn, breytUegur milU sjóða og hjá hverjum sjóði eftir aðstæðum. Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandi skiptir um Ufeyrissjóð eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar á ári verða tU vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur Uggja iniii í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður iinnstæðaní lok j>ess tima 1.220 krónur og 22% ársvöxtun í því tttviki. Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 22% vöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir sex mánuði. Þá er innstæðan komin í 1.110 krónur og á þá upphæð reiknast 11% vextir seinni sex mánuöina. Lokatalan verður þannig 1.232,10 og ársávöxtun 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,5% í mánuði eða 42% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,1166%. Vísitölur Lánskjaravisitala i ágúst er 1204 stig en hún var 1178 stig í júU. Miðað er við 100 í júní 1979. Byggingarvisltala á 3. ársfjórðungi 1985, júU-september, er 216 stig á grunninum 100 í ianúar 1983, en 3204 stig á grunni síðan 1975. VEXTIR BflNKft 0G SPARISJÚÐfl (%)________________________________________ ii.-20.08.85 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJA sírlista s il i lí Úií 11 i! !l li ll íi innlán Overotryggð sparisjDusbækur úbundin ntstada 223 223 223 22,0 223 223 223 223 223 223 SPARIREIKNINGAR 3ja mánaða uppsogn 25 J) 26,6 253 253 233 23,0 253 233 253 253 6 minaða uppsoyi 3U 33,4 303 28,0 323 303 293 313 283 12 mánaða uppsögn m 34,6 323 313 323 18 mánaAa uppsögn 36J) 39.2 363 SPARNAOUR LANSREnUR Sparaö 3-5 mánuói 25 J) 233 233 233 233 253 253 Spwað 6 mán. og meira m 263 233 29,0 283 INNLANSSKlRTEINI Ti 6 mánaða 28,0 30,0 283 283 TÉKKAREIKNINGAR Ávisanarmkningar 17JJ 173 83 83 103 83 83 103 103 Htaupareiárangar 10,0 103 83 83 103 83 83 103 103 INNLÁN verotryggð SPARIREIKNINGAR 3ja mánaða uppsögn 23 13 13 13 13 13 13 23 13 6 mánaða uppsögn 3Æ 33 33 33 33 33 33 33 33 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALOEYRISREIKNINGAR Bandarlkiadolarai 83 83 73 83 73 73 73 73 83 Slerkngspund 113 113 113 113 113 113 113 113 113 Vestur þýsk mörk 53 43 43 53 43 43 43 53 53 Danskar krónur 10,0 93 8,75 83 93 93 93 103 93 LITLÁN ÓVERÐTRYGGÐ ALMENNIR VlXLAR llorvextx) 303 303 303 303 303 303 303 303 303 VKISKIPTAVlXLAR llorvexta) 30.011 313 313 hB 313 *<fl kfl kfl 313 ALMENN SKULOABRíF 3232) 32,0 323 323 32,0 323 323 323 323 VIOSKIPTASKULDABRÉF 333)1 33,5 kg 333 kfl kfl kfl 333 HLAUPAREIKNINGAR Yfírdráttur 313 313 313 313 313 313 313 313 313 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ V SKULDABRÉF Að 2 1/2 árí 43 43 43 43 43 43 43 43 43 Lengn en 2 1/2 ár 53 53 53 5,0 53 53 53 53 53 UTLÁN TIL FRAMLEIDSLU VEGNA INNANLANDSSÖLU 26,25 26,25 26,25 26,25 26,25 26.25 26.25 26,25 26,25 VEGNA UTFLUTNINGS SDR rmkramynt 9,75 9,75 9,75 9,75 9,75 9,75 9,75 9.75 9,75 1) Við kaup á viðskiptavixlum og viðskiptaskulda- brófum er miðað við sérstakt kaupgengi hjá þeirn bönkum sem merkt er við með kg, einnig hjá sparisjóðunum í Kópavogi. Hafnarfirði og Keflavík og hjá Sparísjóði Reykjavíkur. 2) Vaxtaálag ó skuklabróf tí uppgjörs vanskia lána er 2% ó árí, bæði á óverðtryggð og vorðtryggð lán, nema i Alþýðubankanum og Verslunarbankanum. Sandkorn Sandkorn Ráð gegn sjóveiki Ekkl alls fyrir löngu fór Kolbeinsey i sölutúr til Hull í Englandi. Ýmislegt skondiö mun hafa boriö viö í feröinni eins og kemur fram í fjörlegri frásögn Víkur- blaösins. Til að mynda gerðist sá fátiði atburður að einn hinna reyndari um borð varð sjóveikur í meira lagi. Var bann staddur í sturtu, þegar vágesturinn barði aö dyrum. Ekki kunni hann við að útbia sturtuklefann, en vildi fyrir alla muni komast á salerni sem var i nokkurri fjarlægð. Nú er ekkert gamanmál að vera gripinn ælandi og spúandi á Adamsklæðunum einum, þvi ákvað vinurinn að komast ferða sinna óséður. Þetta tókst. En ein- hverjar grunsemdir muuu hafa vaknað i brjóstum skipsfélaganna þegar hann heyrðist tauta yfir lost- ætum morgunverðinum daginn eftir: „Já, nú er ég ákveðinn, ég kaupi mér jörð...”. Ógnað með AIDS AIDS-smitberar hafa nú fundið upp áhrifaríkt ráð til að halda andstæðingum i hæfilegri fjarlægð. Þeir hóta sumsé að bíta þá eða klóra. Nýlega sagði DV frá dreng einum i útlandinu Stuðmenn skemmtu á Borginni þegar AIDS-bíturinn vildi þar inn. sem tekinn var fullur á mótorhjóli. Sá veifaöi skjölum sem staðfestu að hann væri haldinn AIDS og kvaðst mundu bíta lögguna ef hún sleppti honum ekki. Hurfu þjónar réttvísinnar af vettvangi með hælana í rassinum. Og nú eru menn farnir að reyna þessar kúnstir hér. Fyrir skemmstu voru Stuðmenn með skemmtun á Borginni. Myndaðist iöng biðröð fyrir utan staðinn. Þá bar að ungan mann sem vildi troða sér fremst í röðina. Kvaðst hann vera með AIDS og bíta hvern þann sem ekki viki fyrir honum. En þeir sem fyrir voru létu þessar hótanir sem vind um eyru þjóta. Mátti „sá sjúki” hengslast aftast í röðina og biða eins og aðrir. Gott á bjánann. íslenskir ofurhugar En þetta litla dæmi hér að ofan segir okkur ekki bara þá sögu. að landinn sé alls óhræddur við AIDS, enn sem komið er. Staðreyndin er einfaldlega sú að við höfum ekki náð að tileinka okkur heimsmenninguna eins og hún er i allri sinni dýrð. Það er til dæmis fullyrt að sé byssu miðað á tslend- ing þá rétti hann ekki upp hendurnar eins og bisness- maðurinn í útlandinu. Hann byrjar á því að kíkja upp í hlaupið til að reyna að sjá hvort byssan sé hlaðin'. Tvöfalt verð? Eins og margoft hefur verið tönnlast á var mikið vandað til allra þeirra úti- hátíða sem haldnar voru um verslunarmannahelg- ina siðustu. I Atlavík var meðal annars dreift leiðbeiningar- bæklingum til starfsfólks. Þar var að finna ýmsar reglur um mótshaldið, æskilega umgengni á staðnum og fleira í þeim dúr. Og mitt í súpunni gaf að lita klausu sem var á þessalcið: „Börn undir 12 ára aldri fá ókeypis aðgang nema þau séu drukkin”. Einhverjum kynni að detta í hug að þarna hefði átt að refsa litlu fylli- Það hefur sjálfsagt vcrið sopið á í Atlavíksvo ogfleiristöðumum verslunarmannahelgina. byttunum með því að láta þær borga tvöfalt. Eða hvað haldiðþið...? Hvert fór tuggan? Sonur prestsins hafði brugðið sér í dýragarðinn. Seint og um síðir kom hann heim, móður og másandi. „Og hvað sástu, drengur- inn minn?” spurði faðirinn. „Ég sá alveg helling af dýrum,” svaraði strákur. „Ég sá til dæmis eitt, alveg svakalega stórt. Það var að hamast við að rífa upp gras með halanum.” „Nú, og hvar setti það svo allt þetta gras?” „Það...hérna...þaö þori ég alls ekki að segja.” Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. „Stef ni að því að rækta gæðinginn/’ — segir Þórir á Lækjamóti „Ég stefni að því aö rækta gæðing- inn,” sagði Þórir ísólfsson, bóndi og hrossaræktunarmaður á Lækjamóti í Vestur-Húnavatnssýslu. „Ég er búinn að vera við þetta í 10 ár. Fyrstu árin fóru í bamaskap en maður hefur reynt að stytta sér leiö með því að fá stóð- hesta til undaneldis og notfæra sér reynslu annarra.” — Hvað ert þú með marga hesta? „Svona má ekki spyrja. Eg er með tveimur færri en í fyrra. .. um 80 hross meðöllu.” —Selur þú eitthvað f rá þér? „Maður hefur getaö selt það sem maður hefur viljaö losna við en ég hef ekki kært mig um að selja nema það sem góðar vonir eru til að verði reið- hross. Ég hef tamið líka nokkuð fyrir aðra.” — Er mikil samkeppni milli hesta- manna hér á svæðinu? „Það er nú meiri samhjálp en keppni. Fyrir 11 árum var fyrsta hrossaræktunarfélagiö stofnað hér og það eru ekki nema 5 ár síðan hrossa- ræktunarsamband var stofnað í sýsl- unni. Skagfirðingar hafa aftur á móti stundað hrossarækt í áratugi á félags- legum grundvelli. En áhuginn hér er mikill og það er geysileg gróska í hrossarækt í Húnavatnssýslum.” JKH Þórir á Kritu, 5 vetra hryssu. Hann sagði að hestarnir sinir hefðu fitnað i sumar og að sér hefði gefist lítill timi til að þjálfa þá vegna anna i búskapnum. DV-mynd PK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.