Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Blaðsíða 28
28 DV. MÁNUDAGUR19. AGÚST1985 Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Leicester gjörsigraði lélegt lið Everton —3-1 á Filbert Street—Man. Utd. ogTottenham vinna bæði 4-0 Gary Liniker mun vilja gleyma heimsókn sinni til fyrrum félaga sinna í Leicester sem fyrst. Hans nýja lið, Everton, var leikiö sundur og saman af spræku liði Leicester sem margir hafa spáð falli. Miðvörðurinn marksækni, Derek Mountf ield, náði þó forystu fyrir Englandsmeistarana á 23. min. En tveimur minútum fyrir hlé hafði Bobby Smith jafnað fyrir heimamenn og í síðari hálfleik tók Leicester völdin. Það var Mark Bright sem gerði bæði mörkin i seinni háifleik og þegar upp var staðiö var staðan 3—L Bright var keyptur frá Port Vale fyrir rúmu ári en lék lítiö með í fyrra vegna þess að Liniker hélt honum út úr liðinu. Fyrra mark hans var gert með lausu, hnit- miðuðu skoti af 15 metra færi og seinna markið gerði hann með því að leika á Neville Southall í Everton markinu. Ekki vel af stað farið hjá meisturunum en það má minna á að liðið tapaði einnig fyrsta leik sínum í fyrra, 4—1, fyrir Tottenham á heimavelli. Fall er fararheill. Man. Utd féll ekki í fararbyrjun. Liðiö skildi Aston Villa eftir í rúst, 4—0 var staöan þegar upp var staöiö. Til að byrja með rikti jafnræði með liðunum en eftir að Colin Gibson þurfti að fara út af hjá Aston Willa, lenti í samstuöi við Gary Baily, hrundi leikur liösins saman og aðeins eitt lið var eftir á vell- inum. United náði forystu í fyrri hálfleik ÚRSLIT 1 1. DEILD Birmingham—West Ham 1—0 Coventry—Man. City 1—1 Leicester—Everton 3—1 Liverpool—Arsenal 2—0 Luton—Nott. For. 1—1 Man. Utd —Aston Villa 4—0 Q.P.R.—Ipswich 1—0 Sheff. Wed.—Chelsea 1—1 Sou thampton—N e wcastle 1—1 Tottenham—Watford 4-0 WBA—Oxford 1-1 2. DEILD: Brighton—Grimsby 2—2 Carlisle—Bradford 1-2 Charlton—Barnsley 2—1 Fulham—Leeds 3—1 Huddersfield—Millwall 4—3 Hull—Portsmouth 2—2 Norwich—Oldham 1-0 Stoke—Sheff. Utd. 1-3 Sunderland—Blackburn 0-2 Wimbledon—Middlesbrough 3—0 3. DEILD: Bolton—Rutherham 1—1 Brentford—Wolves 2—1 Bristol—Walsall 2-3 Chesterfield—Bury 4—3 Derby—Bournemouth 3—0 Lincoln—Gillingham 1—0 Newport—Doncaster 2—2 Notts. C.—Cardiff 1—4 Reading—Blackpool 1—0 Swansea—Wigan 0—1 York—Plymouth 3—1 4. DEILD: Burnley—Northampton 3—2 Cambridge—Hartlepool 4—2 Chester—Halifax 1—1 Colchester—Stockport 3—1 Crewe—Southend 1—1 Exeter—Port Vale 1—0 Mansfield—Hereford 4—0 Orient—Tranmere 3-1 Preston—Peterborough 2—4 Rochdale—Aldershot 2-0 Scunthorpe—Torquay 4—0 Swindon—Wrexham 0—1 meö marki Norman Whiteside eftir undirbúning Frank Stapleton og Mark Hughes. Hughes gerði sjáifur tvö mörk í seinni hálfleik og Jesper Olsen bætti því f jórða við fyrir United. Tottenham hefndi ófaranna í lok síðasta leiktímabils er liðið tapaöi, 5— 1, á heimavelli fyrir Watford. Núna sigraöi Spurs, 4—0, og nýju leikmenn- irnir Paul Allen og Chris Waddle komu mikið við sögu. Waddle náði forystu í f.h. sem var frekar jafn. En í síðari hálf- leik tók léttleikandi Tottenham-liðið al- gerlega völdin. Paul AUen skoraöi fljótt og Mark Falco kom stöðunni í 3— 0. Það var svo Waddle sem innsiglaði sigur Uðsins sem sýndi virkilega góðan leik gegn Watford. „Ég er ekkert vonsvikinn, bjóst frek- ar við því að ég yrði ekki með. Það hef- ur verið sex vikna æfingaprógramm fyr- ir keppnistímabilið og vegna meiðsla hef ég aðeins getað verið með í tvær og hálfa viku,” sagði Sigurður Jónsson í samtali við DV á laugardaginn en hann var hvorki með né á bekknum í leik Sheffield Wednesday gegn Chelsea. „Ég er hins vegar ákveðinn í að kom- ast í liðið á næstu vikum og ætla að berjast fyrir því,” sagði Sigurður. Á meöan Glasgow risarnir Celtic og Rangers sigruðu mótherja sína í skosku knattspyrnunni gerðu litlu ris- amir Dundee Utd og Aberdeen jafn- tefli sín á milli. Leikið var á Tanna- dice, velli Dundee. Leikurinn, sem end- aöi 1—1, einkenndist af miklum spenn- ingi og taugaóstyrk leikmanna liðanna tveggja. Það var Stuart McKimmie sem náði forystu fyrir meistara Aber- deen á 35. mín. f.h. en Paul Sturrock jafnaði fyrir Dundee Utd áður en kom að hálfleik. Á meðan komst Rangers á toppinn með góðum sigri á Hibernian. Ally McCoist, Dave McPherson og Bobby Manchester City var óheppið aö sigra ekki Coventry í fyrsta leik liðs- ins í 1. deildinni í tvö ár. Gamli United kappinn, Sammy Mclrgy, náði forystu fyrir City með skoti af 20 metra færi snemma i leiknum en Neil McNab jafnaði er hann skoraöi í sitt eigið mark. McNab átti lánlausan leik, var bókaður og þurfti að lokum að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Oxford, sem leikur nú í fyrstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins, gerði jafn- tefli á útivelli við WBA. Hinn nýi leik- maður heimamanna, Garth Crooks, sem keyptur var frá Tottenham, átti mjög góöan leik. Hann var sífellt ógnandi en að lokum þurfti hann aö yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Tony Grealish kom inn á en hann Leikur Sheffield Wed. og Chelsea var frekar slappur. Hann endaði 1—1 og voru bæði mörkin gerð í f.h. Fyrirliði Wednesday, Mick Lypns, náði foryst- unni en David Speedie jafnaöi fyrir Chelsea. Tveir af nýju leikmönnum Sheff. Wed., Gary Thompson (frá WBA) og Paul Hart (Nottingham For- est), léku með, en Glyn Snodin, sem keyptur var frá Doncaster, var ekki með. Williams gerðu mörk Rangers en Gor- don Durie mark Hibs. Leikmenn Hearts eiga ekki eftir að hlakka til þeirra þriggja leikja sem þeir eiga eftir að leika við St. Mirren í vetur. Þeir fengu sex stig á sig í fyrra- dag og í lok síðasta leiktímabils töpuðu þeir með fimm. Urslitin í skosku úrvalsdeildinni urðu annars sem hér segir: Celtic—Motherwell 2-1 Clydebank—Dundee 4-0 Dundee Utd—Aberdeen 1-1 Hibernian—Rangers 1-3 St. Mirren—Hearts 6-2 SigA sneri sig á ökla og þurfti að fara út af, þ.e. leikmenn WBA þurftu að leika 10 síðasta kortérið. Þetta tókst Oxford ekki að nýta sér og jafntefli, 1—1, varð raunin. Hinn ný- liðinn hjá WBA, Imre Varadi, skoraði fyrir heimamenn en bakvörðurinn Bobby McDonald jafnaði eftir horn- spyrnu. David Puckett náði forystu fyrir heimamenn í leik Southampton og Newcastle. Markið gerði hann í f.h. en eftir hlé jafnaði Peter Beardsley úr víti fyrir framkvæmdastjóralaust New- castle. Luton byrjaði vel gegn Notting- ham Forest á nýja gervigrasinu sínu. Brian Stein náði forystu fyrir liðið í upphafi leiks en i s.h. jafnaði nýliði Forest, Neil Webb. Hann var keyptur frá Portsmouth í sumar. Nýi stjórinn hjá QPR, Jim Smith, byrjaði með sigri er lið hans vann Ipswich. John Byrne gerði eina mark leiksins í síðari hálf- leik. I annarri deild fóru þau lið sem spáð var velgengni i vetur misjafnlega af stað. Nýi stjórinn hjá Sunderland, Lawrie McMenemy, fékk frábærar Enskir knattspyrnu„aðdáendur” eru byrjaðir aftur þar sem þeir hættu í fyrra. Á leik Liverpool og Arsenal á Anfield Road í Liverpool hófu „stuðn- ingsmenn” Liverpool-liðsins stríðs- söngva sína í miðri minningarathöfn um fórnarlömb Brusselharmleiksins. Það var kaþólski biskupinn í Liverpool sem leiddi söng á sálminum Abide With Me sem sunginn er fyrir lelki á Wembley. I miðju laginu byrjaði lítill hópur Liverpool-aðdáenda að öskra að Arsenal-aðdáendum sem létu ekki sitt eftir liggja og svöruðu í sömu mynt. Orslitin urðu þau að ekki heyrðist í biskupnum eða öðrum sem sungu sálminn. Þaö er ekki einleikið hvað sumt fólk getur verið heimskt og vís- vitandi vont. „Ég held að við séum öll fegin því að vera byrjuð að spila knattspyrnu aft- ur,” sagði Kenny Dalglish, fram- kvæmdastjóri Liverpool, eftir leikinn við Arsenal. „Ég vonast til að knatt- spyrnan drekki þeirri neikvæðu um- ræðu sem farið hefur fram í sumar,” sagði Dalglish, vel þess meövitandi aö allur heimurinn fylgdist með hverju fram yndi í fyrsta leik Liverpool. Þrátt fyrir þessa framkomu „stuðningsmanna” Liverpool í upphafi leiks urðu engin ólæti á meðan á leikn- um stóð eða eftir hann og litið bar á ölvun. Á leikvellinum hafði Liverpool öll völd. Meira að segja Ian Rush fór illa meö tvö góð tækifæri áður en Ronnie Whelan náöi forystu fyrir liðið. Það gerðist eftir undirbúning frá Jan Mölby sem stjórnaði miðju Liverpool eins og hann væri alvanur. Stuttu síðar átti Alan Kennedy að skora eftir að Dalglish hafði lagt fyrir hann en mis- tókst. Liverpool réð öllu um gang mála í seinni hálfleik og Steve Nicol tryggði liðinu sigur um miðjan hálfleik. Leikur Birmingham og West Ham fór fram um morguninn vegna hræðslu við ólæti. Birmingham vann, 1—0, með marki Robert Hopkins sem var besti maður leiksins. West Ham þarf þó ekki Chris Waddle gerfli tvö mörk i sinum fyrsta leik mefl Tottonham. móttökur í upphafi leiks gegn Black- burn en eftir að sýnt þótti að gestimir færu með sigur af hólmi púuðu áhorf- endur og þótti knattspyrna Sunderland æði lík þeirri sem kom liöinu niöur í aðra deild í vor. Jálkurinn Peter Lori- mer kom Leeds yfir gegn Fulham en í síðari hálfleik tók Lundúnaliöiö völdin og gerði þrjú. Þaö verður nóg aö gera hjá Mick Mills, hinum nýja fram- kvæmdastjóra Stoke. Lið hans réð ekkert við góðan leik Sheff. Utd og tapaöi, 3—1. Norwich kramdi sigur gegn Oldham með eina marki leiksins. Þess má geta að lokum að Frank Worth- ington, sem nú situr við stjómvöllinn hjá Tranmere í fjórðu deild, gerði mark liðsins gegn Orient. Það dugði skammt þar sem leikmenn Orient skoruðu þrjú. að örvænta, liðið lék skínandi knatt- spyrnu og nýliðamir Frank McAvinnie og Mark Ward, sem keyptur var í vik- unni frá Oldham, komu vel út og Ward var nærri því að skora er hann sendi boltann rétt yfir af 30 metra færi. Hopkins var hins vegar í banastuöi og aðeins stórmarkvarsla Phil Parkes kom í veg fyrir að hann skoraði fleiri. Hollendingurinn Dan Hoekman, sem West Ham keypti frá NEC Nijmegen, lék ekki með. Miklar varúðarráðstafanir voru gerðar á völlunum í Englandi og öll félögin hafa komið sér upp sjónvarps- myndakerfi til að geta myndað þá óróaseggi sem standa fyrir ólátum. Á leikjunum í Liverpool og Birmingham var lögreglan með bíla búnum mynda- vélum með öflugum aðdráttarlinsum til að geta fylgst náið með gangi mála. SigA. Kenny Dalglish og félagar yfir- spiluðu leikmenn Arsenal og sigruðu, 2—0. Leikmenn Man. Utd fagna sigrinum í FA bikarnum i mai sl. Þeir voru í banastuði gegn Aston Villa og sigruflu, 4—0. „Er ákveðinn að komast í liðið” — sagði Sigurður Jónsson sem lék ekki með um helgina Jafntef li litlu risanna ískosku deildinni SigA Trufluðu minningar- athöfn um Brussel „Stuðningsmenn” Liverpool sitja fast viðsinnkeip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.