Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Blaðsíða 11
DV. MÁNUDAGUR19. ÁGUST1985 11 NÝ LÍNA í KÆLI OG FRYSTISKÁPUM FRÁ VESTUR —ÞÝSKALANDI. Þessir vönduðu skápar og kistur eru leiðandi hvað varðar hagkvæmni og frágang. • Sérlega orkusparandi vegna sérstakrar einangrunar. • Stillanlegar hillur og grindur til að nýta plássið sem best. • Sjálfvirk afþýðing með eimingu. • Viðvörun fyrir hitastig og hurð. • Super frost kerfi fyrir hraðfrystingu. • Látlaus, falleg tæki — og alveg ein- staklega hljóðlát. • Mjög sanngjarnt verð — góðir greiðslu- skilmálar. Kristjön Þorbjörnsson, lögreglu- maður ö Blönduósi. Lögreglan á Blönduósi: „Tek stundum ritvél með mér og yfirheyri menn úti í sveit” „Þaö má segja að þetta sé rólegt líf,” sagði Kristján Þorbjömsson, lög- reglumaður á Blönduósi, þegar blm. DV hitti hann á lögreglustöðinni. Ekk- ert markvert hafði gerst þann daginn og þannig er því líka best f arið. Eitt lögreglustjóraembætti er fyrir báðar Húnavatnssýslur og eru fjórir lögreglumenn í föstum stöðum á svæð- inu. Tveir eru á Blönduósi, einn á Skagaströnd og einn á Hvammstanga. Kristján sagði að venjulega væri einn þeirra á vakt á morgnana en tveir eftir hádegi. „Ef bílslys yrði á Hvamms- tanga núna þyrfti ég að fara þangað og ef annað yrði 5 mínútum seinna á Vatnsskarði, þá væri líka í mínum verkahring að fara þangað.” Kristján sagði aö verkaskipting lög- reglumanna úti á landi væri engin, þeir sinntu jöfnum höndum rannsóknum, eftirliti og umferöargæslu. „Eg er tals- vert á feröinni; leita til dæmis að mönnum í skýrslutöku. Það er erfitt aö boða menn hingaö á einhverjum ákveðnum tíma því að það getur alltaf eitthvað komið upp á og maður þurft að rjúka burt. Þess vegna fer ég stund- um með ritvélina meö mér og yfirheyri menn úti í sveit ef með þarf.” JKH Leiðrétting: Erla ekurekki Nokkurs misskilnings gætti við samningu myndatexta viö frétt frá Sel- fossi undir fyrirsögninni „Fyrsta kon- an á sjúkrabíl” sem birtist í DV þann 14. ágúst sl. Þar segir orðrétt: „Ekki líður á löngu þar til Selfyssingar fá að sjá Erlu brunandi á sjúkrabíl um bæ- inn.” Þetta stenst hins vegar ekki vegna þess aö enginn sjúkrabíll er á heilsu- gæslustöðinni þar sem Erla vinnur og annast lögreglan alla sjúkraflutninga. I öðru lagi þarf sjúkrabílstjórinn að hafa meirapróf. Á námskeiðinu sem Erla Bára Andrésdóttir fór á fékk hún þjálfun í að taka á móti slösuðu fólki, ekki í að aka sjúkrabíl. DV vill biðja Erlu Báru velvirðingar á þessu. -EH. Eðlisávísun Kj örbókareigendur nj óta góðra kj ara hvenær sem þeir leggj a inn. Þeir sem safna rata á Kjörbókina. LANDSBANKINN Græddur er geyntdur eyrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.