Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Blaðsíða 38
38 DV. MÁNUDAGUR19. ÁGÚST1985 v Bræðratunga Þjálfunar- og þjónustumiðstöð fatlaðra á Vestfjörö- um. Þroskaþjálfar Óskum eftir að ráða þroskaþjálfa til starfa strax eöa eftir samkomulagi. Um er að rœða bssði störf á þjónustumiðstöðinni sjálfri svo og á sambýli sem rekið verður í tengslum við hana. Upplýsingar um starfið, launakjör og hús- nœði, veitir forstöðumaður í síma 94-3290. KENNARAR Eftirfarandi kennarastöður eru lausar við Hafnarskóla, Höfn, Hornafirði. 1. Almenn kennsla. 2. Myndmennt, hálf staða. 3. Stuðnings- og sérkennsla. Góð vinnuaðstaða. Gott íbúðarhúsnæði á staðnum. Flutningsstyrkur greiddur. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 97-8148 og 97-8142, yfirkennari í síma 97-8595 og formaður skólanefndar í síma 97-8181. Skólanefnd. Járnsmtða- og blikksmíðavélar til sölu Kantpressa (exantr.) 3500 mm lengd, 100—150tonn, 10 ha. mótor. Plötusax (hydr.l, 2500 x 4 mm. Beygjuvél (handdr.l, 3007 x 1,5 mm. Pullmax, 1000 x 4,5 mm. Rennibekkur, 1500 x 190 mm. Beygjuvól, 1004 x 1,2 mm. Höggpressa, 7 tonn. Plötuklippur. Gálgapressa (legupressa) 60 tonn. Legupressa, liggjandi. Vélsög, 14" Prófílsög m/kœlingu. Radíalborvól. Súluborvól. Smergel. Sambyggflur lokkur og klippa, mótordrifinn. Sambyggður lokkur og klippa, handdrifinn. Rafsufluvól (argonsufluvól m/kút), 180 A. Rafsufluspennir 250 A. Rafsuðuvól, róteiandi, 400 A. Punktsufluvól. Loftpressa 1200 l/mín. mefl 6001 kút. Upplýsingar: Beitasmiðjan SMIÐUR, Urðarholti 1, Mosfellssveit. Símar 666155 og 666616 — 666358 og 666792 næstu daga. Krakkarnir bíða ó tröppum fólagsheimilsins á Vopnafirði eftir því að merki um brottför verði gefifl. DV-myndir Páll, Siglt með Vopnaf jarðar- krakka út í Skipshólma Krakkarnir á íþrótta- og leikjanám- skeiðinu á Vopnafirði í sumar fengu í námskeiðslok að fara í siglingu út í svokallaðan Skipshólma, sem er lítil eyja utan við Vopnaf jarðarhöfn. DV-menn hittu börnin þar sem þau biðu brottfarar á tröppum félagsheim- ilisins Miklagarðs. Allir voru með nesti og biðu þess að leiðbeinandinn, Björk Unnarsdóttir, gæfi merki um að leggja af stað. Meiningin var að ganga niöur að bryggju. Þar beið lítill vélbátur. Hann átti að nota til að ferja hópinn út í Hólma. Einar Björn heitir sá sem ætl- aöi að stýra bátnum. Námskeiðiö hafði staðið yfir í fimm vikur á vegum Ungmennafélagsins Einherja. Kennt var í eina klukku- stund á dag. Mestu íþróttagarparnir á aámskeiöinu voru síðan valdir til að keppa á íþróttamóti á Eiðum eftir úr- tökumótá Vopnafirði. -KMU. • Leiflbeinandinn á iþrótta- og leikjanámskeiðinu, Björk Unnars- dóttir. Göngustígarog göngubrýrvið Hraunfossa: lllfært svæði verður greiðfært Nú í sumar hefur verið unnið að lagningu göngustíga og byggingu göngubrúa við Hraunfossa í Borgar- firði á vegum Feröamálaráðs. Að verkinu loknu verður þetta svæði greiðfært gangandi ferðamönnum, en hefur hingað til verið fremur illfært og jafnvel hættulegt á köflum. Guðmundur Magnússon kennari er upphafsmaður að þessu verki en hann er starfsmaður umhverfisnefndar Ferðamálaráðs. Nefnd þessi var sett á laggirnar í fyrra. Guðmundur sagði í samtali við DV aö framkvæmdimar hefðu staðið í einn og hálfan mánuð. Við Hraunfossa eru staðhættir þannig að mikið er um mólendi og dý þar sem fólk óö tíðum upp í hné. Með aðstoð heimamanna hefur Guðmundur komið upp fimm göngubrúm sem smíðaðar eru úr gömlum símastaurum og gert göngustíga með malarlagi oft ofan í gamlar kindagötur. Sums staðar hafa verið ræstar fram mýrar. Guðmundur sagöi, að ástandið yröi væntanlega allt annað og betra að verkinu loknu og verður t.d. auðveldlega gengið inn að Barnafossi sem erfitt var áður. Guðmundur Magnússon sagði að Barnafoss i Hvitá. Umhverfifl er allt annafl en greiðfœrt en úr þvi rætist sumar með tilkomu göngustiga og brúa. svo virtist sem full þörf væri á endur- Ætlunin er að taka Reykjanesið fyrir á bótum af þessu tagi fyrir ferðafólk. næsta ári, á svipaðan hátt. -pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.