Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Blaðsíða 3
DV. MANUDAGUR19. ÁGUST1985 3 Sjóflutningar vamarliðsins boðnir út: Rainbow f er með fyrir rétt • Slökkviliðsmenn með reyk- blásara utan á raðhúsinu á Ála- granda. DV-mynd: PK Bandaríska skipafélagiö Rainbow Navigation hefur kært þá ákvöröun Bandaríkjastjórnar aö láta bjóöa út sjóflutninga milli Islands og Banda- rikjanna fyrir varnarliðiö á Kefla- víkurflugvelli. Máliö var lagt fram í undirrétti 12. ágúst siöastliöinn í höfuöborginni Washington D.C. Bandarikjastjórn hefur brugðist við kærunni með því aö framiengja frestinn til að skila tilboöum í flutningana frá 22. ágúst til 13. september næstkomandi, enda hafi dómstólar úrskurðað i málinu fyrir þann tíma. Rainbow Naviga- tion mun annast sjóflutninga fyrir varnarliöiö með óbreyttum hætti þar til úrskurður liggur fyrir. I kæru skipafélagsins segir aö ákvöröun Bandarikjastjórnar brjóti i bága viö bandarísk flutningalög frá árinu 1904, stjórnarskrána, lög um borgararéttindi, svo og ýmis önnur lög og reglugeröir. Bent er á aö Bandaríkjastjórn vilji láta bjóöa út flutningana vegna þess aö farmgjöld málið Rainbow Navigation séu of há, þrátt fyrir að farmgjöldin séu jafnhá þeim sem íslensku skipafélögin tóku á þeim 15 árum sem þau önnuðust flutningana. Einnig segir aö aldrei hafi borist kvörtun til Rainbow Navigation vegna of hárra farm- gjalda og að ekki sé vitað til þess aö kvartað hafi veriö undan gjöldum ís- lensku skipafélaganna á sínum tíma. EA. Eldur í raðhúsi Slökkvilið Reykjavíkur var kvatt að raöhúsi við Alagranda um hádegi á laugardag. Eldur logaöi í þvotta- húsi á efri hæð og var mikill reykur í húsinu. Reykkafarar fóru inn. Gekk greið- legaaðráðaniðurlögumeldsins sem var minni en óttast var i upphafi. Glas með hreinsiefni hafði brotnað á gólfi herbergisins. Af einhverjum orsökum, sem ekki eru ljósar, kvikn- aði í hreinsivökvanum. Eldurinn komst síðan í fatnaö sem þar var nærri. -baj. Rally-cross við Kjóavelli: Jón Hólm sigraði Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavík- ur gekkst fyrir rally-cross keppni í gær á nýrri torfærubraut félagsins við Kjóavelli. Níu bílar tóku þátt í keppninni. Sigurvegarinn var Jón Hólm sem ók sérsmíðaöri Volkswagen-bjöllu. Jón fór fimm hringi á brautinni, sem er 800 metra löng, á 4:52 mínútum. I öðru sæti var Jón R. Ragnarsson á Ford Escort og fór hann brautina á 4:59 mínútum. I þriðja sæti var Eiríkur Friðriksson, einnig á Ford Escort, en hann fór fimm hringi á 5:12 mínútum. I fjórða sæti var Gunnar Vagnsson á sérsmíðaðri bif- reið og fór brautina á 5:17 mínútum. Var þetta i fyrsta sinn sem keppt er á hinni nýju torfærubraut Bif- reiðaíþróttaklúbbsins við Kjóavelli. Fjöidi manna mætti til að fylgjast með keppninni og er talið að um tvö þúsund manns hafi verið þar þegar mest var. EA. Helgin frá fimmtudegi? „Það var bara þetta venjulega fiylliríí bænum á föstudagskvöldiö, full fangageymsla, en minna á laugardagskvöldið,” sagði varð- stjóri á aðalstöð lögreglunnar í Reykjavík. „Annars virðist annríkið vera að færast meira yfir á fimmtudagana heldur en föstudaga og kemur senni- lega til af því að mikiil fjöldi fólks er farinn að fá launagreiðslur á fimmtudögum, farið að vinna af sér föstudagana, og lengir þannig helg- ina sem síöan dreifir álaginu á lög- gæsluna.” Með nýja gerð af gírkassa og vél sem hönnuð er hjá Porsche verksmiðjunum í Þýskalandi. Þaö er okkur ánægjuefni að geta boðið upp á bíl sem fer sigurför um Evrópu. SEAT IBIZA frá Seat verksmiðjunum spænsku.sem eru sjöundu stærstu bílaframleiðendur í Evrópu - staðreynd sem kemur mörgum íslendingum á óvart. SEAT IBIZA er ótrúlega rúmgóður, með lituðu gleri í stórum gluggum. Hann er framhjóladrifinn og hærra er undir lægsta punkt en almennt gerist á bílum í þessum stærðarflokki. SEAT IBIZA er með 63 hestafla vél og eyðir aðeins 4,8 lítrum á hundraði. SEAT IBIZA er stórskemmtilegur, sprækur og sparneytinn spánverji - sem er kominn hingað til þess að vera. Verð frá kr. 385.000.-. Komdu og skoðaðu’ann og keyrð’ann. TÖGGURHR UMBOÐ FYRIR SAAB OG SEAT BÍLDSHÖFÐA16, SfMAR 81530-83104 baj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.