Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985. Útgafufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEjNN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdarstjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÓSSON Auglýsingasjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn: SÍÐUMÓLA12-14, SlMI 686611 Auglýsingar: SIÐUMULA33, SlMI: 27022 Afgreiðsía.áskriftir.smáauglýsingarogskrifstofa: ÞVERHOLT111 ,SlMI: 27022 Sími ritstjórnar: 686611 Setning.umbrot.mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SlÐUMULA 12 Prentun: ÁRVAKU R H F. - Askriftarverð á mánuði 400 kr. Verð i lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblað 45 kr. „Markviss nýsköpun " Julius Nyerere, forseti Tanzaníu, var ekki dæmigerð- ur leiðtogi í þriðja heiminum. Hann safnaði ekki auði handa sjálfum sér. Hann lét með góðu af völdum í síð- asta mánuði eftir 30 ára einræði. Að vísu valdi hann eftirmanninn sjálfur. Nyerere hefur notið meiri virðingar út um heim en flestir aðrir einræðisherrar. Þetta hefur meðal annars leitt til, að land hans hefur fengið mun meiri þróunarað- stoð en önnur lönd þriðja heimsins. Hún nemur hærri fjárhæðum en öll útflutningsverðmæti landsins. Norðurlönd hafa verið mikilvirkust í aðstoðinni við Nyerere og Tanzaníu. Landið hefur komizt í landafræði- kennslubækur Norðurlanda, þar á meðal íslands. Er þar fjallað um Tanzaníu eins og nokkurs konar fyrirmyndar- ríki. Stjórnarstefna Nyereres hefur líka geðjast þessum skipulagssinnuðu ríkisdýrkunarþj óðum. Nyerere er sósíalisti og hefur trúað á slagorð á borð við markvissar aðgerðir, markvissa atvinnustefnu, markvissa nýsköpun. Þessi stefna hans hefur gert Tanzaníu að gjaldþrota ómaga á framfæri Norðurlanda. Þegar Bretar gáfu Kenya og Tanzaníu frelsi fyrir þremur áratugum, var Kenya mun hrjóstrugra og fátæk- ara land en Tanzanía eða Tanganyika eins og landið hét þá. Nú er Tanzanía hins vegar fátækara landið og er raunar fátækara en það var fyrir 30 árum. Það er hin markvissa nýsköpun Nyereres, sem hefur brotið niður efnahag Tanzaníu. Að sovézkri fyrirmynd kom hann upp samyrkjubúum í landbúnaði. Hann kom upp miðstýrðu, opinberu verðlagskerfi. Þettá eru bara tvö dæmi af mörgum. Nyerere vissi ekki frekar en margir enn þann dag í dag, að markið, sem stefnt er að, reynist jafnan að meira eða minna leyti rangt. Enginn forseti eða hagfræðingur getur spáð fram í tímann og séð, hvaða svokallaða mark- vissa stefna er bezt. Aðstæður breytast stöðugt og gera það fáránlegt, sem áður virtist sjálfsagt. í Bandaríkjunum hefur komið í ljós, að tveir þriðju hlutar nýrra atvinnutækifæra myndast í greinum, sem ekki voru til fyrir fimm árum. Sá vitringur, sem hefði fyrir fimm árum skipulagt markvissa atvinnustefnu þar í landi, hefði reynzt vera falsspámaður. Hann hefði spillt fyrir eðlilegri og sjálfvirkri þróun, því að forgangsverk- efnin eða gæluverkefnin hefðu verið önnur en þau, sem síðan urðu þjóðinni til framdráttar. Fiskeldi þróaðist ekki á íslandi fyrir stuðning ríkis- ins, heldur þrátt fyrir andstöðu embættismanna. Það er fyrst nú, þegar greinin er viðurkennd, að farið er að lána til hennar. Tölvuiðnaður hefur skotið rótum án mark- vissra aðgerða hins opinbera. Hann hefur fyrst og fremst verið látinn í friði. Núna fyrst á að fara að byrja að lána til hans smávegis af peningum, þegar hann hefur öðlazt viðurkenningu. Nyerere var góðviljaður forseti. En hann gerði þau mistök að halda, að hann og hans menn gætu skipulagt framtíðina. Við skulum læra af mistökum hans og gjalda varhug við kenningum stjórnmála- og embættismanna um að koma á fót markvissum aðgerðum, markvissri atvinnustefnu, markvissri nýsköpun. Það, sem nú sýnist tilvalið að beztu manna yfirsýn, kann ekki aðeins að reynast, heldur mun sennilega reyn- ast úrelt að fimm árum liðnum. Jónas Kristjánsson GERSIGRAÐ- UR,RÉTT EINU SINNI — Viltu skrifa nafniö þitt aftaná. Hún sat bak viö boröiö, dálítið þreytuleg á svipinn, beiö eftir því aö ég krotaði nafn, nafnnúmer og heim- ilisfang aftan á ávísunina, tók svo viö henni aftur, stimplaði pappírana og rétti þá yfir borðiö. Ég þakkaði fyrir mig og fór út. Þiö tókuö auövitað eftir því hvaö var athugavert viö þessa frásögn, ekki satt? Ég þurfti ekki aö sýna nafnskírteini. Þar með gat konukind- in handan viö afgreiösluboröið engan veginn vitaö hvort ég heföi skrifaö mitt rétta nafn aftan á ávísunina, eða ekki. Reyndar gat hún ekki vitað hvort ég hefði skrifað mitt rétta nafn framan á ávisunina heldur því ég gaf hana út sjálfur. Enn einu sinni staönæmist ég við bankakerfið. Ég hef veriö spurður aö því hvers vegna ég sé svona hugfang- inn af bönkum en ég hef eiginlega ekkert gott svar viö því, nema svariö sem hinn frægi bankaræningi Willie Sutton gaf: „Þar eru peningarnir. ” Eftir aö ég fullorðnaðist hef ég verið á eilífum þeytingi um banka- kerfið, ýmist til þess að leggja inn peninga (sjaldan), taka út peninga (oft), fá lán (oft) og borga lán (alltof oft). En aldrei hef ég svo gengiö út úr banka aö ég hafi ekki einhvern veg- inn haft þaö á tilfinningunni aö ég hafi verið plataöur. Ég vil auðvitað gera kerfisbreyt- ingu. Mér finnst bankakerfiö í sjálfu sér nokkuð gott og þær breytingar sem ég vildi gera eru einfaldar. Ég vildi snúa vaxtakerfinu viö. Ég vildi aö bankarnir borguöu okkur hærri vexti fyrír peningana sem við lánum þeim en þeir taka af okkur fyrir pen- ingana sem þeir lána okkur. Einhver kann aö benda á að meö þessu kæmu bankarnir óhjákvæmilega út í tapi. En ég hef mikið álit á íslenskum hag- spekingum. Or því þeir geta samið fjárlög íslenska ríkisins á ári hverju ætti þeim ekki að verða skotaskuld úr því að finna einhverjar reiknings- aðferðir sem geröu þess háttar bankakerfi gróöavænlegt. Ólafur B. Guðnason En þaö sem ég ekki þoli við banka- kerfið er þessi eiginhandaráritana- söfnun á ávísunum. Hafandi skrifaöi undir ávísunina er mér ráögáta hverju bankinn er bættari meö því aö fá undir- skrift mina á bakhliöinni lika. Ég hef staðiö í skæruhemaði viö starfsfólk bankanna lengi út af þessu. Skærumar eru hver annarri líkar og hér er lýsing á dæmigerðri orrustu. Ég geng, ákveðinn og rólegur, til gjaldkerans, dreg upp þrjá reikn- inga og rétti henni. Meðan hún legg- ur saman upphæðirnar dreg ég ávís- anaheftið upp og byrja aö skrifa. — Þetta veröa sexþúsundsjöhundruð og áttatíuogfimmogáttatíu, segir hún, greinilega hissa á mér aö koma með svoddan smáreikninga þar inn fyrir dyr. Ég fylli ávísunina samviskusam- lega út, spyr hvaöa mánaöardagur sé og skrái dagsetninguna og skrifa síðan nafnið mitt skilmerkilega und- ir. Ég rétti henni ávísunina. Hún lit; ur varla á hana, en ýtir henni til baka og biður mig aö skrifa nafniö mitt aftan á. — Af hverju? Ég var aö skrifa þessa ávísun, þú horföir á mig gera þaö! — Viltu skrifa aftan á ávísunina? — Ef ég væri að falsa undirskrift- ina myndi ég bara falsa hana aftur, á bakhliöinni! Hvaða tilgangi þjónar þetta? — Ég get ekki tekið viö ávísuninni nema þú skrifir aftan á hana. — Má ég skrifa eitthvaö annað nafn, bara til tilbreytingar? Eöa kannski vísukom. Af hverju þarf maður alltaf aö leggja fram nafn sitt í tvíriti? — Viltu vera svo vænn aö skrifa nafnið þitt aftan á ávísunina svo ég geti afgreitt næsta mann? Ég gefst upp, skrifa nafnið mitt aftan á. Konan tekur viö ávísuninni, stimplar reikningana og réttir mér. Ég bendi henni á aö hún hafi ekki beðið mig um nafnskírteini og hafi ég falsað tékkann sé hann jafnfalsaður þó ég hafi skrifað aftan á hann. Hún lítur þreytulega fram hjá mér á næsta mann og spyr: Hvað var það? Og ég geng út, gersigraður, rétt einu sinni. Svona hefur þetta gengiö, lengi. En um daginn vildi svo til að ég fór inn í banka til þess aö borga einhvem reikning og haföi þá gleymt ávisanaheftinu heima. Eg panikeraði tæpa sekúndu eöa þangaö til það rif jaöist upp fyrir mér að ég hafði reiðufé í vasanum, aldrei slíku vant. Ég gekk til gjaldkera og lagði reikningana á boröiö. Hún lagði saman og sagöi: — Þetta veröa tvöþús- undáttatíuogsjö. Eg dró fram budduna og taldi upp úr henni þessa upphæð og lagði á boröið. Um leið og konan lagöi hönd- ina ofan á seölana og klinkið, stöðv- aöiéghana og spurði: — Viltu ekki aö ég skrifi aftan á seðlana? Hún leit upp og bar kennsl á mig. — Nei, góöi. Þar sem Jóhannes hefur skrifað framaná þarf ekki þína áritun aftaná. Ég gekk út, gersigraður, rétt einu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.