Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Page 12
J2 DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á Hverfis- götu 70A, þingl. eign Ingibjargar Ingvarsdóttur, fer fram eftir kröfu Baldurs Guðlaugssonar hrl. á eigninni sjálfri þriöjudaginn 24. september 1985 kl. 11.30. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 og 10. og 13. tbl. þess 1985 á hluta I Hraunbæ 152, þingl. eign Kristjönu Valgeirsdóttur, fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri þriðju- daginn24. september 1985 kl. 15.45. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð annaö og síöasta á hluta í Stelkshólum 2, þingl. eign Gunnars Sigurjóns Hrólfssonar og Sandrine Jansz, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudaginn 24. september 1985 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Nauðungaruppboð annaö og slöasta á hluta i Krummahólum 81, þingl. eign Ingimundar Magnússonar og Rósu G. Svavarsdóttur, fer fram eftir kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl. og Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri þriðju- daginn 24. september 1985 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Dúfnahólum 2, þingl. eign Gunnlaugs Sigurmundssonar, fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbankans og Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eign- inni sjálfri þriöjudaginn 24. september 1985 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á hluta í Fýlshólum 5, þingl. eign Ingva Theodórs Agnarssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudaginn 24. september 1985 kl. 15.00. Borgarfógetaembættiö I Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á hluta í Klapparstíg 17, þingl. eign Rafns Reynis Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu Þorvalds Lúðvíkssonar hrl. og Skúla J. Pálmasonar hrl. á eigninni sjálfri þriöjudaginn 24. september 1985 kl. 10.45. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð annaö og slöasta á hluta í Valshólum 6, þingl. eign Guömundar Birgis- sonar og Grétu Vigfúsdóttur, fer fram eftir kröfu lönaöarbanka Islands hf., Landsbanka islands, Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri þriöjudaginn 24. september 1985 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Hverfis- götu 82, þingl. eign Jóns Guövarðssonar, fer fram eftir kröfu lönaöar- banka Islands hf. og Ara isberg hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 24. september 1985 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annaö og slöasta á hluta í Hverfisgötu 82, þingl. eign Jóns Guövarös- sonar, fer fram eftir kröfu Þorvarðs Sæmundssonar hdl. og Landsbanka Islands á eigninni sjálfri þriðjudaginn 24. september 1985 kl. 11.00. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 101. og 109. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 og 3. tbl. þess 1985 á hluta f Laufásvegi 19, götuhæð, þingl. eign Matthiasar Einars- sonar, Ingibjargar, Matthíasar og Ragnhildar Matthíasarbarna, fer fram eftir kröfu Kristjáns Stefánssonar hdl., Þorvalds Lúövíkssonar hrl., Jóns Þóroddssonar hdl., Sigurðar I. Halldórssonar hdl., Ólafs Thoroddsen hdl., Róberts Árna Hreiðarssonar hdl., Gísla Baldurs Garöarssonar hdl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miövikudaginn 25. september 1985 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Veitingasalur Hótel Kea Barokk - matur Aukin samkeppni frá nýjum vínveitinga-matstofum hefur ekki hleypt nýjum krafti í veitingasalinn á annarri hæö Hótel Kea á Akureyri. Hann hefur heldur daprazt síöan í fyrra, einkum matreiöslan. Það er eins og ráðamenn staðarins hafi end- anlega gefizt upp á aö fá heimamenn í mat og reki staðinn einkum fyrir þann slæöing hótelgesta, sem ekki nennir út fyrir dyr. Beðið eftir nýja salnum Ytri umbúnaður borðhalds er svipaður og verið hefur. Þetta er dæmigerður gamaldags hótelsalur án sérstakra, aðlaðandi einkenna. Hann hefur líka slitnaö meira en svo, að hægt sé að tala um þreytulegan sjarma. Haldiö hefur verið áfram að staga í borðdúkana. Hinir fáu gestir sitja eins og krækiber í 120 sæta ginnungagapi. Þetta stafar sjálfsagt af því, að von er á nýjum matsal á fyrstu hæðinni. Hann er hluti af alhliða endurnýjun hótelsins, sem satt að segja er ekki seinna vænna. Vonandi tekst nýi salurinn eins vel og nýju herbergin, sem eru sérstaklega indæl. Ef svo reynist, mega nýju staðimir á Akureyri fara að vara sig ágamla,góöa Kea. Þjónustan var í sama, góða laginu og lengi hefur verið. Til dæmis fá gestir sjálfkrafa vatnskönnu á borðið. Vínlistinn er eins frámuna- lega lélegur og hann hefur alltaf verið. Einkum er hvítvínslistinn átakanlegur. Það kann að hafa verið í lagi í gamla daga, þegar ekki var boðið upp á fisk á Akureyri. En nú er fullt af fiski á matseðlinum og þá þarf stundum á hvítvíni aö halda. Sjálf matreiðslan fylgir ná- kvæmlega hinum hefðbundna barokk-stíl, sem ekki hefur enn lagt upp laupana hér á landi. Til dæmis kemur maturinn fram á bökkum og þjónninn færir hann upp á diska. Með fylgja miklar sósukönnur með margra sentílítra innihaldi af Bearnaise-, Charon-, Andalouse- og Madeirasósum. Meðlæti er töluvert staðlaö, mikið að magni. Dósahnífur er vinsælt verkfæri í eldhúsi. Hið eina, sem hafði breytzttil batnaðar frá í fyrra, er, að hver gestur fékk sinn disk af hrásalati. Það er raunar hinn eini þáttur nútímamatreiðslu, sem hefur unnið sér svo varanlegan þegnrétt hér á landi, að jafnvel Hótel Kea er með á nótunum. Hrásalatiö var gott í bæði skiptin, sem það var prófað. I fyrra sinnið fól það í sér ísberg, tómata, hnetur og vínber meö rjómasósu í eins konar Waldorf-stíl. I hið síðara haföi það að geyma epli, vínber, rauða papriku og blaðsalat, ekki í neinum vökva eða sósu. I fyrravetur vék um tíma langur matseðill fyrir tveimur stuttum, öörum á hádegi og hinum aö kvöldi. I sumar var aftur kominn langur seðill í hefðbundnum stíl, allt of langur fyrir aðra staði en þá, sem byggja matreiðsluna á dósahníf, frystikistu og örbylgjuofni. Daprar súpur I annað skiptið voru bornar fram sömu, vondu brauðkollurnar og voru á morgunveröar-hlaðborðinu. I hitt skiptið voru brauðkollurnar annarr- ar og betri ættar. I kræklingasúpunni var dósakræklingur og laukur. Hún var vel heit og rjómuð, en lítt spenn- andi. Prinsessusúpa var spergilsúpa meö skinkubitum, hveitileg og frem- ur fráhrindandi. Þjónninn viöurkenndi í virðingar- verðum heiðarleika, að fiskréttirnir væru úr frysti. Við prófuðum þó gegn betri vitund pönnusteiktan silung með Andalouse-sósu.. Sem frystur var hann frambærilegur. Sósan var tómat-rjómasósa. Sérkennilegt var, að með fylgdu bæði hvítar kartöflur og bökuð kartafla. Ef til vill var vélmenni í eldhúsinu, sem setti bakaða kartöflu á hvern disk. Pönnusteiktur smokkfiskur með papriku og lauk var ágætur matur. Smokkfiskhringirnir lágu á beði lauks og papriku, sem var gegnsósa af smjöri. Það hæfði í þessu tilviki. Kokkahúfur eru fyrir matreiðslu og blóm fyrir umhverfi og þjónustu, en krónupeningarnir tákna verðlagið. Jónas Kristjánsson skrifar tím veitingahús Með fylgdi ristað brauö og smjör. Þetta var sannkölluö hitaeininga- rispa. Mikið steikt og saltað Með kjötréttum var staölaö meölæti. Nautakjöti fylgdi bökuð kartafla og brokkál, sem virtist gífurlega vinsælt í eldhúsum akureyrskra veitingastaða. Lamba- kjöti fylgdi þurr spergill, blómkál og stappa. Allt kjöt var mikið saltaö og í sumum tilvikum ofsalega saltað. Það var lika meira steikt en um var beðið. Tumbauti var frekar þurr, mikið pipraður og ekki góður. Rauðvínið hafði ekki verið sparað í sósuna, sem hét Beamaise. Chateaubriand var betra, þótt ofsaltað væri. Sama sósan hét að þessu sinni Choron. Hún var á- gæt. Þjónninn fór faglega að eld- steikingu piparsteikur, aö ööru leyti en því, aö hún varð miölungi steikt, en ekki lítiö steikt. Ef þið viljið geta upp á, hvað fylgdi henni, þá hafið þiö rétt fyrir ykkur. Þaö var bökuð kartafla. Einnig sveppir, vínber, maís og rauð papríka, svo og góð, rjómuð pipar- og brandísósa. Pönnusteikt lambabuff með Madeira-sósu var rautt, en þurrt, hreystilega saltað. Köld nautatunga með Waldorf-salati var lítiifjörleg, þurr tunga með blöndu epla, ísbergs, blaðsalats og rauðrar papriku, sem samtals gekk undir nafninu Waldorf áHótelKea. Barokk-stíllinn lýsir sér vel í hinum fínu nöfnum á sósum og meðlæti, Andalouise, Bearnaise, Choron, Madeira, Waldorf. Þaö er eins og maður sé kominn til millistríðsáranna. Heit eplakaka með jarðar- berjum og þeyttum rjóma var fyrir- taks matur. Konfekt var borið fram með góðu kaffi. Miðjuverð þriggja rétta máltíðar með kaffi og hálfri flösku á mann af frambærilegu víni var 1.260 krónur, svipað og á hinum „fínu” stööum á Akureyri. Svo er bara að vona, að barokkiö í matreiöslunni hverfi með gamla matsalnum og að ný og betri mat- reiðsla haldi innreið sína í nýjum og notalegummatsal. Jónas Kristjánsson. 350 Síldartríó og reyktur lax meÖ brauði og soðnum kartöflum 295 InnbakaÖar rœkjur meÖAndalousesösu 320 Sex snig/ar íhvítlaukssmjöri 360 Grafinn laxmeÖsinnepssósu 325 Pönnusteiktur hörpuskelfiskur meÖristuÖu brauÖi 145 Gratineruð lauksúpa 120 Uxahalasúpa meÖ hleyptu eggi 150 Rcekjusúpa meökarrtbragði 135 Sérrílöguðsveppasúpa 445 Gufusoðnar rauÖspretturúllur með rækjum og kræklingi í hvítvínssósu 395 Pönnusteikt rauðsprettuflök meÖ fersku grænmeti og sítrónusmjöri 495 Grillsteiktur lax meÖ vínberjum og ristuÖum humarhölum 510 Rjómasoðnar laxasneiðar meÖ Hollandaisesósu 485 Smjörsteiktur silungur meÖ hnetum og vínberjum 800 HvítlauksristaÖir humarhalar með ristuÖu brauði 675 Sjávargratín dagsins aÖ hætti kokksins 380 Fiskur dagsins aÖ hætti hússins 535 Ristaðar lambalundir með koníakssveppasðsu 515 Lambakótilettur meÖ Madeirasósu 855 Tumbauti meÖBéamaisesósu 815 Nautabryggjarsneið meÖ ristuÖum perlulauk, beikoni og rauðvínssósu 875 Eldsteiktpiparsteik með rjómasósu 640 Heilsteikt svínalund meðpiparsósu 525 Pönnusteikt kjúklingabringa með GrandMamiersðsu 205 EplakakameðjarÖarberjum 205 ís með súkkulaðihjúpuðum vínberjum 205 ísfylltarpönnukökur meÖ bláberjasósu 210 Djúpsteiktur camembert ostur meÖ rifsberjahlaupi 215 Ávastasalat íappelsínulíkjör 350 Kalt hangikjöt meÖ kartöflum og grænum baunum 350 MarineruÖstld meÖlauk og rúgbrauði 235 íslenzkur kavtar meÖ eggjarauðu og ristuÖu brauði 155 SkyrmeÖrjóma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.