Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Side 22
DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985. Norodom Sihanouk fursti á íslandi: Það eru allir ánægðir með rauðu kmerana Maðurinn, sera situr fyrir framan okkur, íslenska blaðamenn, á her- bergi 738 á Hótel Sögu, er Norodom Sihanouk fursti. Hann byrjar á að þakka íslenskum stjórnvöldum fyr- ir stuðning við baráttu sína fyrir frelsi lands síns. Hann gerir það í löngu máli. Þegar við loksins kom- um fyrstu spurningunni að fer að færast líf í þennan lágvaxna og pattaralega mann. Hann bandar ólmur höndunum þegar hann segir okkur frá hörmungasögu landsins, hallar sér fram og horfir á okkur einn af öðrum, eins og hann sé að reyna að sannfæra okkur um rétt- mæti málstaðar síns. Skræk röddin verður ennþá skrækari þegar hann talar um ógnarstjórn rauðu kmer- anna eða um nýlendustjórn Viet- nama. Þessi maður er ekki að tala mál prófessorsins eða söguskýrand- ans. Hann hefur lifað hörmung- arnar. Hann hefur barist gegn þeim. Og hann hefur misst megnið af fjöl- skyldusinni íþeim. Veigalitill titill Sihanouk fursti er þjóðhöfðingi Kampútseu. Sá titill er þó varla veigameiri en jarlstitlar evrópskra hefðarmanna. Þó Sameinuðu þjóð- imar viðurkenni hann opinberlega sem leiðtoga þjóðar sinnar er hann langt frá því að vera það í raun. Víetnamskur her og leppstjóm Kampútseumannsins Hengs Samr- in ráða ríkjum í landinu sem Si- hanouk á að vera þjóðhöfðingi fyrir. Maðurinn, sem er að reyna að sánnfæra okkur, íslenska blaða- menn, er eins og skáldsagnapersóna í harmleik, nema hvað hann er af holdi og blóði. Og það voru líka hinar tvær milljónir manna, sem rauðu kmeramir hry llilegu myrtu á fjögurra ára valdatíma sínum, og bömin fimm og bamabömin 14 sem Sihanouk missti þegar hann sat í stofufangelsi rauðu kmeranna. Sihanouk er auðvitað spurður spurningarinnar óumflýjanlegu: Hvemig getur hann verið leiðtogi fyrir stjóm þar sem þessir sömu rauðu kmerar ráða í raun lögum og lofum? Hann fómarhöndum. „Alltaf spyrjið þið mig að þessu. Þetta er í þúsundasta skipti sem ég svara þessari spurningu. Ég hef misst fimm böm og 14 barnaböm fyrir hendi rauðu kmeranna. Ég hef enga ástæðu til að láta mér þá vel líka. Þeir em ábyrgir fyrir dauða tveggja milljóna manna. En nú stöndum við frammi fyrir meiri hættu. Það eru Víetnamamir. Þeir em að reyna að þröngva komm- únisma ofan í okkur. Þeir eru kannski ekki eins harðskeyttir og rauðu kmeramir en þeir em harð- stjórar. Þeir drepa fólk, saklaust fólk. Þeir setja fólk i fangelsi án dóms og laga. Þeireru kannski ekki eins grimmir og rauðu kmerarnir en þeir em grimmir samt. Þeir eru að reyna að víetnamisera Kamp- útseu. Víetnamisering Eftir fimm ár verða orðnir milljón Víetnamar í Kampútseu. Við getum ekki rekið þetta fólk heim til sín. Þetta fólk mun kjósa í kosningum. Það mun hafa áhrif á stjórn lands- ins. Her Hengs Samrin verður brátt hálf-víetnamskur. Sovétmenn eru farnir að selja hernum nýtísku skriðdreka og MiG-19 og 21 herflug- vélar. Hverjir haldið þið að stjórni þessum tækjum? Það em Víetnam- ar því þeir einir hafa þjálfúnina. Svona er verið að víetnamisera allt landið smám saman. Síðan segj ast þeir munu fara heim eftir 10 ár. Þetta er bara áróður. í Víetnam býr allt of margt fólk. I Kampútseu er fámenni svo þeir færa sitt fólk yfir til okkar. Þama liggur hættan. Það er verið að víetnamisera menningu okkar skref fyrir skref. Þetta er lífshættulegra Kampútseu en jafnvel rauðu kmerarnir hans Pol Pot. f Kampútseu tölum við um að valið standi stundum á milli þess að verða étinn af krókódíl í vatni eða tígrisdýri á landi. í þessu tilviki getum við valið um hvort við látum víetnamskt eða kampútseskt tígris- dýr eða krókódíl éta okkur. Það er engin spurning hvert valið verður. Við veljum frekar kampútseska tígisdýrið og kampútseska krókó- dílinn. Það er ekki eins slæmt. V ið verðum að velta því sama fyrir okkur og Hamlet forðum: að vera eðaveraekki. Rauðu kmerarnir blæða Annars get ég litlu ráðið í þessu efni. Jafnvel ASEAN-löndin vilja að við sameinumst í andstöðunni gegn Víetnömum. Á þingi Samein- uðu þjóðanna sjá þeir ekki rauðu kmerana. Þeir sjá bara Sihanouk sem gefur bandalagi andspyrnu- manna virðingarsvip. En á vígvöil- unum, hverjir eru það sem biæða? Það eru rauðu kmeramir. Þeir hafa stuðning stórs hluta Kampútseu- manna. Þeir berjast svo vel. Thai- lendingar eru líka ánægðir með rauðu kmerana því þeir mynda vegg fyrir Thailendinga gegn Víetnöm- um. Það eru allir ánægðir með rauðu kmerana. Það er ekki hægt að segja við mig: þú átt að vera á móti rauðu kmerunum. Ég er valda- laus. ASEAN-löndin í Asíu reiða sig á rauðu kmerana til að láta Víetnö- munumblæða. Ég hef sagt af mér fimm sinnum. En alltaf er ég beðinn um að taka við þessu embætti aftur. Ef ég er ekki til að sameina andspyrnumenn mun ekki líða á löngu þangað til skæruliðahóparnir leysast upp í sundrungu og þá mun ekki líða langur tími þangað til þjóðir heims- ins fara að viðurkenna stjórn Hengs Samrin. Og að viðurkenna þá stjórn er að viðurkenna nýlendustefnu Víetnams. Jafnvel Bandaríkja- menn vilja að ég leiði stjómina. Þó þeir hati rauðu kmerana þá vita þeir að rauðu kmerarnir eru bar- dagavél bandalagsins gegn Ví- etnömum. Nú segja Víetnamar að þeir muni ekki fara frá Kampútseu fyrr en búið er að uppræta rauðu kmerana. En hvernig á að uppræta rauðu kmerana? Jafnvel Víetnamar með sína 200 þúsund hermenn í Kamp- útseu geta það ekki. Hvemig á Sihanouk að geta það með sína fimm þúsund?" Persónutöfrar Sihanouk situr enn og horfir í augu okkur á meðan hann talar. Þrátt fyrir ankannalega röddina er augljóst að Sihanouk hefur mikla persónutöfra. Hann getur hrifið fólk með sér. Það nægir að líta á feril hans til að gera sér það ljóst. Hann var orðinn konungur Kamp- útseu fyrir 25 árum þegar hann sagði af sér til þess að standa í kosn- ingum. Sósíalistaflokkur hans sigr- aði með svo miklum yfirburðum að enginn annar flokkur náði mönnum á þing. Síðan var honum steypt af stóli árið 1970 af Lon Nol sem Bandaríkjamenn studdu. Árið 1975 komust svo rauðu kmerarnir til valda eftir langt og blóðugt stríð. Þeir hnepptu Sihanouk strax í fang- elsi og hófu þjóðarmorð sitt, allt í þágu hins fullkomna kommúnisma. Tveimur dögum áður en Víetnamar tóku Phnom Penh, eftir innrás sína 1978, náði Sihanouk að flýja í flugvél sem Kínverjar sendu eftir honum. Það mætti halda að maður, sem hefur komist svo oft í svo nána snertingu við dauðann, myndi freistast til að hætta bara við allt saman og lifa lífinu þægilega til æviloka, eins og hann hefur vel efni á. Hann þyrfti ekki annað en setjast að í einhverri höllinni í nágrenni Parísar, eins og svo margir aðrir fyrrverandi ráðamenn hinna ýmsu Einn liðsmanna Sihanouks sam berjast gegn Vietnömum í skœru Kampútseskur stjórnarhermaður neyðir rauðan kmera til sagna ári Rauður kmeri hrópar skipanir til búðareigenda í Phom Penh dagi kampútseski herinn gafst upp fyrir kmerunum 1975. fyrrum nýlendna Frakka. En sá möguleiki er ekki til í dæmi Sihan- ouks. Þess í stað ferðast hann milli óteljandi landa, og jafnvel til Is- lands, til að tala máli þjóðar sinnar. Von sem rætist varla Það er ekki einu sinpi hægt að sjá nokkra möguleika þess að ósk hans um friðsæla, óháða, frjálsa Kamp- útseu geti ræst á meðan hann er á lífi. Líklegast er að jafnvel þó bar- átta hans gegn Víetnömum verði til þess að Víetnamar hrökklist úr landinu þá verði það einungis til að rauðu kmerarnir taki við í staðinn. Sihanouk er í vonlausri stöðu. En áfram heldur hann baráttu sinni. „Ég vil að við myndum fjögurra flokka stjórn. I henni yrðu allir aðilar sem hagsmuna hafa að gæta í Kampútseu. í henni yrði Heng Samrin til að gæta hagsmuna Víet- nama og Sovétmanna, rauðu kmer- arnir fyrir Kínverja, Son Sann fyrir Bandaríkin og ég fyrir hlutlausu ríkin og mína stuðningsmenn í Kampútseu. Við verðum að taka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.