Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Side 24
24 DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985. Nauðungaruppboð annað og slöara sem auglýst var í 69., 70. og 73. tölublaði Lögbirtinga- blaösins 1984 á eigninpi Hliöarvegi 37 — hluta —, þingl. eign Saemund- ar Sæmundssonar og Ernu Oddsdóttur, fer fram að kröfu Bæjarsjóös Kópavogs, skattheimtu rikissjóös I Kópavogi og Guðjóns Steingrims- sonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. september 1985 kl. 15.00. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð annaöog síöara sem auglýst var í 75., 81. og 82. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1983 á eigninni Engihjalla 9 — hluta —, þingl. eign Kristjáns Guðmundssonar, fer fram aö kröfu Útvegsbanka Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. september 1985 kl. 15.30. Bæjarfógetinn I Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 45., 48. og 52. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Lundi 3 viö Nýbýlaveg — hluta —, tal. eign Þorsteins Jónsson- ar, fer fram aö kröfu Landsbanka Islands, Bæjarsjóðs Kópavogs, Guö- jóns A. Jónssonar hdl. og Útvegsbanka Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. september 1985 kl. 16.00. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 18., 20. og 22. tölublaði Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Vatnsendabletti 25, þingl. eign Páls Þ. Pálssonar, fer fram aö kröfu skattheimtu rfkissjóös I Kópavogi á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. september 1985 kl. 16.15. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 37., 41. og 50. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Ókálaheiöi 5 — hluta —, þingl. eign Guömars Guömundssonar., fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs I Kópavogi á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. september 1985 kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 37., 41. og 50. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Astúni 2 — hluta —, þingl. eign Bryndísar Þorsteinsdóttur, fer fram aö kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands og Bæjarsjóös Kópavogs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. september 1985 kl. 11.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 37., 41. og 50. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Kjarrhólma 8 — hluta —, þingl. eign Leifs Kristjánssonar, fer fram aö kröfu Bæjarsjóös Kópavogs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. september 1985 kl. 12.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 45., 48. og 52. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Digranesvegi 46-A, þingl. eign Arnbjörns Eirikssonar, fer fram aö kröfu Búnaðarbanka islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. september 1985 kl. 14.00. Bæjarfógetinn I Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 75., 81. og 82. tölublaði Lögbirtingablaösins 1983 á eigninni Kársnesbraut 51-A, þingl. eign Vesturáss hf., ferfram að kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Landsbanka Islands, Gests Jónssonar hrl., skattheimtu ríkissjóös í Kópavogi, Veðdeildar Landsbanka Islands, Bæjarsjóðs Kópavogs og Brunabótafélags Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. september 1985 kl. 14.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 91., 94. og 98. tölublaði Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Kársnesbraut 82, þingl. eign Valgarös Ólafssonar og Sólveigar Steinsson, fer fram aö kröfu Bæjarsjóös Kópavogs og lönaöarbanka Is- lands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. september 1985 kl. 14.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og siöara sem auglýst var i 23., 26. og 29. tölublaöi Lögbirtinga- blaösins 1983 á eigninni Kársnesbraut 90 — hluta —, þingl. eign Arna Helgasonar, fer fram aö kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Bæjarsjóös Kópavogs, Róberts Árna Hreiöarssonar hdl. og Ólafs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri miövikudaginn 25. september 1985 kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Um skyld- leika mála II. I síðustu grein (Islensk tunga 30) var fjallað um skyldleika mála í Evrópu. Hvernig hann er fundinn og nefnd nokkur dæmi. En ósvarað var spurningunni um það hvernig í ósköpunum á þessu gæti staðið. Indóevrópska Flest tungumál Evrópu (ekki ung- verska, finnska, lappneska, eist- neska og baskamál) hafa sterk og regluleg líkindi sín á milli. Að auki nokkur Asíumál. Meðal þeirra eru indverska og íranska. Eina haldbæra skýringin á þessum ósköpum er á þessa leið: I fyrndinni (4—5 þús. árum fyrir Krist) bjó þjóðflokkur í Evrópu. Hann er vanalega kallaður Indóevrópear og mál hans indó- evrópska. Auðvitað er fátt vitað um þetta fólk. Tilvera þess byggist á tilgátu málfræðinga um skýringu á skyldleika tungumála. Meðan Indóevrópear bjuggu allir á sama staö töluðu þeir allir sömu tungu. En þegar fóUkiö fór, einhverra hluta vegna, að setjast að á ólíkum stöðum hóf hver hópur að þróa með sér sína „útgáfu” af indóevrópsk- unni. Þannig hafa smámsaman orðið til ólík tungumál. Eftir ákveðnum leiðum er unnt að flokka indóevrópsk mál í tvo hópa. Annars vegar eru slavnesk mál (rússneska, tékkneska o. fl.) ogind- verska og íranska; hins vegar eru vestur-evrópsk mál (t.d. ítalska, írska, íslenska o. fl.). Þessi skipting er þá til vitnis um fyrsta klofning hins indóevrópska frummáls. Fyrrnefndi málahóp- urinn kallast satemmál, síðarnefndi kentummál. Nöfnin eru dregin af orðinu hundrað á sanskrít (satem) og latínu (kentum). öll satemmál hafa þannig s- i hundrað en öll kentummál k-. Eitthvað var þetta undarleg fullyrðing. Islenska hefur h- í hundraö en ekki k-. En ef betur er að gáð kemur í ljós að öll germönsk mál hafa h- í hundrað. Enda hefur áður komið fram að latneskt k- hefur breyst í h- í þeim málum. Þá er sett undir þann leka. Ættartré Þegar upplýsingar um indó- evrópsk tungumál eru dregnar saman er hægt að búa til ættartré sem sýnir skyldleika þeirra. Myndin sem hér fylgir sýnir hluta indóevrópskra mála. Og við getum lesiö úr myndinni skyldleikann og hvort hann er mikill eða lítill. Þannig má segja að flest sem sagt er í Evrópu í dag sé runnið undan rifjum Indó-evrópea sem reyndar hafa stundum verið kallaðir Aríar. Og þá muna menn ef til vill illa innrætta pörupiita á 4. og 5. áratugn- um sem héldu að Aríar væru ljós- hærðir, stæðilegir strákar og stelpur meö blá augu. Við þurfum hins vegar ekki aö líta lengi á mynd t.d. Æjatolla Kómenís í Iran (sem er Aríi) til að sjá hvílíkur misskilningur er á ferðinni. Þannig getur málfræðin snúist í höndum þeirra sem ætla aö nota hana til óþverraverka. íslensk tunga 31 Eiríkur Brynjólfsson Sannleikurinn er nefnilega sá aö öll málin eru jafnréttháir erfingjar indóevrópsku, jafnmerkileg og jafn- góð til sinna nota, á sama hátt og allir menn eru jafnir, hér um bil að minnsta kosti. Aðrar ættir En það eru ekki einungis evrópsk mál sem skiptast í ættir. I öðrum heimsálfum er sama upp á teningnum. Afríkumál, Asíumál og tungumál indiána í Ameríku eiga sín ættartré sem sýnir okkur að svipuð þróun virðist hafa orðið um allan heim. Og oft koma kyndugir hlutir í ljós. Til dæmis má nefna það aö arabíska og hebreska eru skyld mál þrátt fyrir að þeir sem tala þær tungur hafi minna en engan áhuga á samræðum sín í milli. Annað má nefna að japanska og tyrkneska eru skyldar tungur en óskyldar kínversku. En fyrst þetta er svona hlýtur að vakna spurningin um það hvernig mál hafi orðið til í upphafi. Hér er reyndar um leið spurt um uppruna mannkyns og ekki treysti ég mér til að gefa alvarlegt svar við þeirri spurningu. En ýmsir hafa lagt til atlögu við þessa stóru spurningu, reyndar með slæmum árangri. Elsta málið Trúarbrögð segja okkur að uppruni tungumála sé af guðlegum toga. Það er reyndar elsta tilgátan um uppruna málsins. En fyrstur til að gera á þessu „vísindalega” tilraun var egypskur faraó, Psammetichus að nafni. Hann var uppi á 7. öld fyrir Krist. Tilraun hans fólst í því að loka tvö nýfasdd böm í afskekktum fjallakofa. Þjónar sem gættu barnanna máttu ekki segja aukatekið orð við þau og höfðu sett höfuð sín að veði. Faraóinn gerði ráð fyrir að það mál sem yrði börnunum „meöfætt” væri elsta tungumálið. Nú leið og beið og loks kom aö því að annað barnið sagði bekos. Og allir egypskir málfræðing- ar fóru á stúfana til að leita að því tungumáli sem ætti orðið bekos. Það fannst og heitir frýgíska. Þar þýðir bekos brauð. Frýgíska er töluð þar sem nú er Tyrkland. Þannig sannfærðist faraóinn um að frýgíska væri elsta málið. Hins vegar hefur því verið haldið fram að bekos sé líka hljóðgervingur fyrir kindajarm en fé var á beit skammt frá börnunum. Og er það miklu líklegra því við vitum að börnin læra þvi máliö að þaö er fyrir þeim haft en einmitt í þessu at- riði flaskaði faraóinn. En ef marka má frásagnir frá Evrópu á miðöldum þá hafa ekki orðið miklar framfarir í málfræði- kunnáttu mannkynsins. Að minnsta kosti ekki meöal kónga og keisara svo maður sé nú ekki að draga allt mannkyn til ábyrgðar fyrir glópsku fárra. Það er reyndar alltof oft gert. En Friörik annar, keisari hins heilaga rómverska ríkis, gerði einnig rannsókn eins og faraóinn. En hún mistókst. Börnin dóu áður en þau komu upp einu einasta orði. Tvö hundruð árum síðar fannst Jakobi Skotakóngi kominn timi til aö láta sitt ljós skína. Skosku börnin voru bráðger og hraust, náðu góðum * þroska og innan við fjögurra ára ald- ur töluöu þau bæði hebresku eins og þau hefðu aldrei gert annað. Þannig var hebreska talin elsta málið. Þjóðverji nokkur á 16. öld sætti sig ekki við þessa niðurstöðu. Hann kom fram með þá kenningu að Guö hefði talað þýsku. Hann rökstuddi þetta með þeim orðum að þýska væri reglulegasta og fallegasta málið í heiminum. Hann sagði líka að Guð almáttugur hefði seinna lá|ið þýða biblíuna úr þýsku á hebresku. Sænskur 16. aldar málfræðingur, Andreas Kemke að nafni, var ekki par hrifinn af þessum tillögum og setti fram einhverja þá frumlegustu sem til er. Hann hélt því blákalt fram að Guð hefði talað sænsku (en ekki hvað?), Adam dönsku en englarnir frönsku! Og þá höfum við það!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.