Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1985, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1985, Page 21
DV. FIMMTUDAGUR 31. OKTOBER1985. 21 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir ;um Frakka gegn Lúxemborg í gær aland fyrr i haust. Sovét æti í lokakeppni HM hægt aö slá því föstu að Danir fylgja Sovétríkjunum í lokakeppnina því markatala þeirra er miklu betri. -fros Pálmar og ívar unnu ÍR — Pálmar skoraði 41 stig og ívar Webster 22 þegar Haukar unnu ÍR, 85:76, í gærkvöldi í jöfnum leik Þeir Pálmar Sigurðsson og ívar Webster skoruðu 63 stig samanlagt af 85 stigum Hauka þegar Haukar sigr- uðu ÍR-inga í gærkvöldi í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik með 85 stigum gegn 76. Staðan í leikhléi var 44:42, Haukum í vil. Staöan var 73—72, þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum en á lokasprettin- um voru Haukar sterkari og náðu aö tryggja sér sigur. Þeir Pálmar og Ivar voru þeir tveir menn sem iR-ingar réðu ekkert viö og þá sérstaklega Pálmar sem skoraði 41 stig og hitti hreint ótrúlega vel allan leikinn. Ivar Webster hirti mikið af fráköstum og skoraði einnig 22 stig. Leikur liðanna var mjög jafn allan timann og það var ekki fyrr en á loka- mínútunum að Haukar náðu að síga fram úr. iR-ingar léku á köflum mjög vel og greinilegt er að liðið hefur burði til að vinna flest liðin í úrvalsdeildinni. Karl Guölaugsson fór á kostum í þess- um leik, kom ekki inn á fyrr en um tíu mínútur voru af leiknum en skoraöi engu að síður 25 stig, öll með glæsi- legum langskotum. Um tíma í síðari hálfleik var leikurinn nánast einvígi á milli Pálmars og Karls. Eins og áður sagði var leikurinn mjög jafn. Sjá mátti tölur eins og 6—7, 22-15, 35-32, 36-36, 40-40, og 44-42 í leikhléi. I síðari hálfleik: 51—51, 57— 58,71-67,73-70,73-72,79-74 og 85- 76 í lokin. Pálmar Sigurösson og Ivar Webster voru algerir yfirburðamenn hjá Hauk- um og aðrir leikmenn liðsins komu nánast ekkert við sögu. Hittni Pálmars var fróbær og enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig í úrvalsdeildinni í vetur og í einum leik en Pálmar í gær- kvöldi. Hjá IR voru þeir Karl Guölaugsson og Ragnar Torfason bestir. Karl hitti mjög vel og Ragnar lék af mikilli yfir- vegun og skynsemi allan leikinn. Karl skoraði 25 stig og Ragnar 18. Jón örn Guðmundsson og Hjörtur Oddsson áttu góða kafla og sömu sögu er að segja um þá Jóhannes K. Sveinsson og Vigni Hilmarsson. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 41, Ivar Webster 22, Henning Henningsson 9, Olafur Rafnsson 9, Viðar Vignisson 2, og Eyþór Árnason 2. StiglR: Karl Guðlaugsson 25, Ragnar Torfa- son 18, Jón örn Guðmundsson 12, Hjörtur Oddsson 8, Jóhannes K. Sveinsson 7, Björn „nagli” Steffensen 4 og Vignir Hilmarsson 2. Leikinn dæmdu þeir Kristinn Albertsson og Kristbjöm Albertsson. Dæmdu þeir félagar mjög vel og betri dómgæsla hefur varla sést í vetur. Ribe tapaði sinum fyrsta leik í 1. deildinni dönsku um helgina en hcldur þó f orustunni í deildinni. Það var Holte sem sigraði Ribe, 22—20, eftir að Ribe hafði þrjú mörk yfir í hálfleik, 11—8. Við sigurinn náði Holte Ribe að stigum en hefur leikið einum leik meira. And- ers Dahl-Nielsen var markahæstur leikmanna Ribe, skoraði sex mörk. Eitt vítakast. Gunnar Gunnarsson skoraði fjögur, einnig Ole Lauridsen. Gísli Felix Bjarnason stóð í marki Ribe fyrstu 45 mínúturnar. Staðan þá 16—13 fyrir Holte. Þá kom Mogens Jeppesen í Gaman er að sjá Kristbjöm aftur í slagnum og vonandi fær hann fleiri leiki að dæma á næstunni. -SK. markið, gamli landsliðskappinn, og það fyrsta sem hann gerði var að verja vítakast frá Michael Berg. Að sögn dö tsku blaðanna átti Gísli Felix mjög góðan leik i marki Ribe og liðið stendur best í vígi hvað mark- verði snertir, allra dönsku liðanna. Eftir leikinn sagði Mogens Jeppesen. „Mér fannst við ekki heppnir með dómarana lokakafla leiksins.” Ribe er efst með 6 stig eftir 4 leiki, markatalan 88—71. Holte hefur einnig 6 stig en eftir 5 leiki. Skovbakken og meistarar Helsingör hafa 4 stig eftir 3 leiki. hsím. Ribe enn efst VIDED Tilbúið til afgreiðslu: kmm VIDED mmwooi 5Í - aöniv «(í <wsws» i 1 ■JffS t>axmm&ÚÍX\YUX SMARrj. ; rtxri Vinsamlega hafið samband við skrifstofu okkar sem fyrst. Takmarkað upplag. Opið frá kl. 9.00-17.00, sími 38150. Tilbúið til afgreiðslu 7. nóvember: mtceur laugarásbiö eae MYNDBANDALEIGUR! 61ð Nýtt efni komið, sama hagstæða verðið. _viDEO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.