Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1986, Blaðsíða 14
DV. FIMMTUDAGUR 9. JANÚÁR1986. 14 Spurningin Sérð þú eftir þáttunum Fastir iiðir eins og venjulega? Gunnar Björnsson húsvörður: Nei, ég sé ekkert eftir þeim. Ég horfði á þá einstaka sinnum, mér fannst þeir ekki nógu jákvæðir eða skemmtilegir. Þeir höfðuðu ekki til mín. Anna Rún nemi: Jahá, ég sé sko eftir þeim. Ég horfði ekki á þá alla en fannst þeir sem ég sá mjög góðir. íris Sigurðardóttir nemi: Já, ég sé mjög mikið eftir þeim. Ég sá flestalla þættina og fannst þeir ofsalega góðir. Ægir Jóhannsson nemi: Nei, það geri ég ekki. Efniviðurinn var ágæt- ur en allt of útþynntur til að vera skemmtilegur. Afmn og fyrirmynd- arhúsbóndinn og margt fleira var svo ofnotað að ég var alltaf farinn að geispa í miðjum þætti. Dagný Vilhjálmsdóttir, vinnur í prentsmiðju: Ja, þeir voru ágætir. Ég sá þá alla og mér finnst alveg mega vera svona íslenskir skemmti- þættir með íslenskum húmor. Elías Jónsson ellilífeyrisþegi: Ég held ég verði að segja nei. Þetta var allt svo ofleikið. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Ekki er allt reykvískt gott Ónafngreindar skrifa: Hæ, hæ! Við erum hér tvær úr Tungunum og viljum koma áríð- andi skilaboðum til landsmanna. Áður en við gerum það ætlum við að taka fram að enginn má bendla okkur við unglingspíur þær sem stundum eru nefndar „grúppíur" og hafa það markmið eitt að gera hosur sínar nóglega grænar fyrir æðislegustu hljómsveitargæjunum. Nei, við erum ráðsettar stúlkur og höfum það markmið eitt að koma áriðandi skilaboðum til landsmanna sem virðast ekki hafa veitt því athygli að fram er komin hljómsveit sem slær öllum öðrum íslenskum hljómsveitum við og þá ekki síður Duran Duran og Wham og Culture Club. Þessi hljómsveit er frá Akureyri og það er kannski skýringin á því af hverju aldrei er spilað neitt með henni í útvarpinu. Reykvíkingar Fram er komin hljómsveit sem að sögn bréfritara slær öllum öðrum íslenskum hljómsveitum við. halda nefnilega alltaf að allt, sem gott er, komi úr næsta nágrenni og umfram allt ekki frá Akureyri. Svo þegar eitthvað gott kemur frá Akureyri þá má bara ekki viður- kenna það af því að Akureyri er mesti óvinabær Reykjavíkur og sá bær sem helst ógnar veldi höfuð- borgarinnar. Sukk og svínarí viljum við tvær úr Tungunum segja. Tökum sem dæmi lagið Steini. Honum líður alveg stígvél en samt er eins og enginn vilji kannast við það. Hvernig væri að rás tvö reyndi að bæta ráð sitt og gera Aðalsteini almennileg skil í vandaðri þátta- röð? Þá myndu Reykvíkingar kannski viðurkenna tilvist ann- arra menningarstaða landsins. Það er ósköp skiljanlegt að hljómsveitir utan af landi eigi erfitt með að vinna sér sess þegar þær eru gjörsamlega sniðgengnar í reykvískum fjölmiðlum. STÖÐUM annski hef ég stundum rugðið yfir mig kápu fífls- ins. Viðtal við Flosa lÓlafsson. Manngervlar: Ertu uppi, niðri, plussi, furi, bongó- og gæruliði eða fokkerliði? Nákvæm sund- urliðun og greining inni í laðinu. m Lifsreynsla 30 árum síðar í öðru landi Marinó Jóhannsson segir frá merkilegri tilviljun. Snillingurinn lllugi Jökulsson heldur áfram með greinaflokk sinn Ég man það eins og það hefði gerst í gær. Sakamálasaga í hverri Viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.